Austurland


Austurland - 30.10.1920, Síða 1

Austurland - 30.10.1920, Síða 1
42. tbl. Seyðisfirði, 30. október 1920 1. árg. Hvert stefnir? Oft hefur þrengt að fjárhagi manna hér, sakir ills árferðis og annars þess, sem verða má mönn- um til tjóns. En eigi mun nú bezt ástatt. Saga íslenzku þjóðarinnar síðan í fyrrahaust er að nokkru leyti rauna-„registur“. Sumarið í fyrra hafði fyrir ýmsra hluta sakir verið mjög hag- stætt. Landafurðir urðu í hærra verði, en nokkuru sinni áður eru dæmi til, sjávarútvegurinn bless- aðist afbrigða vel og alt lék í lyndi. Eigi var því annað sjáan- legt, en að íslenzka þjóðin hefði sloppið einstaklega vel út úr hörmungum stríðsáranna. Hið eina, sem á þótti vanta, var það, að þingið og stjórnin þóttu ekki æskilega skipuð. Enginn flokkur hafði yfirhöndina og meðalmensk- an og sundrungin sátu í hásæti og voru nokkuð reikandi í ráði, eins og þeirra er von og vísa. Þessu skyldu nýjar kosningar bæta úr. En það kom í ljós, að sundr- ungin og meðalmenskan höfðu ekki látið hlut sinn. Og þar sem þær sitja að völdum stefnir alt heldur niður á við. Afurðir vorar seldust illa, sakir þess að þeim var haldið í of háu verði og bogi stórsalanna spentur of hátt. Sumar þeirra urðu alls- kostar ónýtar, en aðrar seldust undir sannvirði. Nú var því heldur en ekki komið í óefni. Og var þá heldur en ekki tekið til skjótvirkra og gagnvirkra ráða. Ný stjórn var skipuð, eftir langar vífilengjur, sundrung og vandræði og val hennar var eftir því. Menn valdir í stjórnina, sem fátt var beinlínis að hafa á móti, en sem aftur á móti eru lausir við alla afburðamensku og annað af því tagi, sem áður þótti sjálfsagt hverjum stjórnanda, en nú þykir úreltur óþarfi. Allir hafa heyrt nefnd þau hin áhrifamiklu ráð, er hafa orðið svo örlaga- þrungin þjóðinni, að ástandið hef- ur versnað jafnt og þétt. í vor voru útgerðarmenn all- lamaðir eftir sjálfskaparvíti sín, höfðu margir hvorir hvorki djörf- ung né fé til þess að leggja í ný stórræði, enda verzlunarhorfur alt annað en glæsilegar. Atvinna, gjaldþol og framleiðsla á því sviði hlaut því að minka að tilfinnan- legum mun. Verðlag hefur reynzt ilt á sjávarafurðunum og öllu frek- ar illa reitt af. Þá er á að minnast landbúnað- inn. Veturinn síðasti var feikna harður og vorið því verra. Hey- birgðir bænda gengu því mjög til þurðar og þeir þurftu, mikill þorri þeirra, ýmist að skera af fé sínu, eða þá, eins og flestir munu hafa reynt, að draga það fram á mat- gjöfum. Víða um land mun all- margt fé hafa týnst úr hópnum, þrátt fyrir tilraunir manna að halda í því lífinu; síðan kom fólks- fæð og hátt kaup til greina og sumsstaðar á landlnu einnig afar- ill tíð. En eigi nóg með þetta. Svo er dregur að skuldadögunum, reynist lágt verð á öllum landaf- urðum, ög skuldir bænda í kaup- stöðunum óvenju miklar. Bændunum þykir auðvitað all- hart að þurfa að farga svo miklu aí fé. sínu að stofninn skerðist. Þeir þekkja það, að fátt gerir bændunum erfiðara framhald bú- skaparins. En hvað eiga þeir fyr- ir höndum? Gjaldþol þeirra er minna en áður og skuldirnar meiri. Sjálfsagða úrræðið er því að taka lán, annað hvort hjá kaupmönnunum, eða í bönkunum. Það er hið eina tiltækilega. En hvernig fer þá? Bankarnir geta ekki látið einn einn einasta eyri, hvorki til eins né neins. Þá fer bóndinn til kaupmannsins. En kaupmaðurinn er jafn illa staddur. — Ég fæ heldur ekki fé í bönk- unuin, ég þarf því á öllu mínu að halda, þú verður að lúka skuldinni þinni, góði minn, ella get ég hvorki keypt þína vöru, né erlenda vöru handa þér, segir hann. Og orð hans eru ekki töl- uð út í bláinn. Er ekki ástæða til þess að líta alvarlega á þetta mál? Er það ekki skyida stjórnarvalda landsins að reyna af fylsta megni til þess að bæta úr þessu? En hvað gera þau? Þau hafa sannarlega verið aðgjörðasmá. Er hægt að benda á nokkra aðra ráðstöfun þessu til bóta, en innflutningshöftin? Og allir vita hversu þau hafa reynzt. Finnur stjórnin það ekki og sér, hve aigjörlega máttlaus hún ergagnvart óhöppum þeim, semyfir oss dynja? Og finni hún það og sjái, er það þá ekki hrein og bein skylda hennar að leggja niður völd og tjá sig ófæra til þess að leysa úr þessurn vanda? Eða þá rjúfa þingið, láta fara fram nýjar kosningar, freista þess enn á ný, hvort þjóðin getur eigi valið sam- huga og nýta menn? Neyðin ætti þó að kenna þjóðinni það, að líta meira á verk fulltrúa sinna í þágu hennar á þinginu, heldur en það ryk, sem þeir kasta í augu hennar á kjörfundum, er þeir þykjast þurfa að ná kosningu, sakir sinnar eigin hégómagirni og hagsmuna. / „Trúin á annað líf“. Sbr. „Austurlaud“ 41. tbl. Um hugmynd þá, sem hér er gerð að umtalsefni eða hugsjón, eins og höf. greinar þessarar gef- ur í skyn að nefna mætti skoðun sína á þessu máli, má það eitt segja, að hún sé áður ótalsinnum framsett af ýmsum vitrum og merk- um mönnum; en tæplega mun því verða neitað að hún sé tvent í einu: fögur, en þó viðsjárverð og vafasöm að gildi. Hún líkist mest, frá sumra sjónarmiði, hinu alkunna hjali manna um vissa hóf- semi án banns- og bindindis- samstarfs og hefur eins og það (tal) þann viðsjárverða galla, að takmörkin verða eða eru hvergi sett eða af mörkuð fyrir breytni mannanna, hvorki með tilliti til á- hrifa hennar á þetta líf, né til af- leiðinga fyrir framhald þess innan mannfélagsheildarinnar eftir dauð- ann, sem höfundur líkir við hið trúarlega, persónulega framhalds- líf einstaklingsins eftir líkamsdauð- ann, samkv. kirkjukenningunni (og ransóknum spiritista það sem þær ná) o. fl. trúarlegum kenningum. Því þó höf. byggi hugsjón sína fremur á nytsemis- en siðferðis- starfsemi mannanna, mun þó flest- um virðastsem hvoriitveggja þurfi að fylgjast að. En þarna kemur auðvitað að þessu sama alkunna, að „hverjum þykir sinn fugl fagur“ og sín breytni góð, svo góð, að hún geti haldið áfram sem sí-starfandi afl með blessunarrík áhrif fyrir eftir- komandi kynslóðir. Það skal fúslega viðurkent og ítrekað sem áður er sagt, að hug- mynd þessi er og getur fögur ver- ið í eðli sínu, en þótt ýmsum andans stórmennum, svo sem Ingersoll o. fl. hafi tekist að sýna mönnum hugmynd sína í verki án trúar, með grandvarri hegðun og afburða-fögru líferni, mannást og öðrum fögrum dygðum, þá er slík festa og þreklyndi ekki heigl- um hent og all-langt frá hæfileik- um og viljafestu, sem komið gæti til greina að allur almenningur ætti yfir að ráða eða mundi geta tamið sér, að slík breytni yrði aldrei almenn, en að eins hugs- anleg hjá örfáum afburðamönnum, svo hugmyndin yrði harla léttvæg til framkvæmda, miðað við fjöld- ann, en það er einmitt hann (fjöld- inn), sem miða ber við f þessum efnum, og verður þá síður en svo að hún sé líklegri til sigursældar eða friðunar við lífið og tilver- una, heldur en trúin eða trúar- vissan um framhald lífsins út yfir gröf og dauða. Y ■' Alþýðublaðið og blaðamanna rembingurinn. Með næstsíðasta pósti barst mér tölublað af „Alþýðublaðinu“, þar sem all-harðlega er sett ofan í við Brynleif Tobíasson ritstjóra „íslendings“ og kennara við gagn- fræðaskólann á Akureyri. Er þar gefið í skyn, að Brynleifur eigi með Jóni Björnssyni þann heið- ur, að hafa einkarétt meðal ís- lenzkra blaðamanna á vitleysu, samfara rembingi. Áður hafa ýms- ir, svo sem Jakob Möller og aðr- ir fleiri fengið Iíkan vitnisburð, sem er í samræmi við rithátt og sönnunaraðferð Alþýðublaðsrit- stjóranna. Því að aðalstyrkur þeirra liggur í ósönnuðu orða- gjálfri og strákslegum fúkyrðum um mótstöðumenn sína, enda mun blaðið eigi vera búið að bíta úr nálinni með sum ummæli sín, ef það verður þá þess virt að þau verði tekin svo alvarlega, að það verði Iátið sæta ábyrgð orða sinna. Nú í síðustu blöðunum sé ég að ég hef haft þann heiður að komast í flokk þessara rembings- blaðamanna og er þar kallaöur Hagalín hinn glóhærði. Þykir greinarhöfundi þetta svo snjalt, að hann tvítekur það í fáum lín- um. Og tilefnið er það, að getið var hér í blaðinu um gullflutning norsks ritstjóra frá Bolsivikkum tii Noregs. Ef til vill á „Alþýðu- blaðið“ von á einhverri ölmusu úr sömu átt. Annars þakka ég ritstjórunum fyrir hinn góða fé- lagsskap, sem þeir hafa vísað mér í og óska þeim til hamingju með gleðina yfir því, að ég skuli vera glóhærður. „Lítið er ungs manns gaman“ og er þeim sízt ofgóð skemtunin. G. G. H.

x

Austurland

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Austurland
https://timarit.is/publication/163

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.