Austurland - 30.10.1920, Síða 3
AUSTURLAND
o
Goodtemplarasíkiíkan „Hvðt‘,
heldur fund í barnaskólanum á
sunnudaginn 31. þ. nt. kl. 4^2 síðd.
Nýir félagar velkomnir.
Járnbrautar- og flutnings-menn
enn þá ekki ráðnir í því, hvort
þeir eigi að hefja samúðarverkfall.
Kjósa skal einn mann 6.
nóv. í bæjarstjórn Reykjavíkur í
stað Sveins Björnssonar. „Sjálf-
stjórn“ fylgir Georg Ólafssyni
forstjóra verzlunarmálaskriístof-
unnar, en á móti er Þórður læknir
á Kleppi. Kvöldskemtun haldin til
ágóða ekkju Jóhanns Sigurjóns-
sonar, sungið og lesið upp, Sig.
Nordal flytur fyrirlestur um Jóhann.
Rvík 2B/io.
Járnbrautamenn í Hnglandi
hafa sent forsætisráðherranum
hótun um að hefja samúðarverk-
fali um miðnætti á laugardagsnótt
síðastl., ef ekki væru samningar
teknir upp við námamenn. L.
George hefur skýrt frá því í neðri
málstofunni, að framkoma náma-
manna sé mjög varhugaverð og
geri alla samninga torsóttari.
Þýzkt blað spáir því, að náma-
menn í Þýzkalandi og annarsstað-
ar á meginlandinu, muni hefja
samúðarverkfall, ef formaður al-
þjóðasambands námamanna fari
fram á það. Þýzka stjórnin hefur
gert samninga við stjórn Rússa
um sölu á túrbínum, eimreiðum
og járnbrautaefnum fyrir 6 milli-
ónir gullmarka. Andvirðið þegar
greitt í ýmsum erlendum bönkum.
Fénu skal varið til matvæla- og
hráefna-kaupa. Branting, stjórnar-
formaður Svía, hefur beiðst lausn-
ar fyrir sig og ráðuneyti sitt.
Verðlagsnefnd hefur sett há-
marksverð á sykur.
Rvík 20/io.
Símað frá Stockhólmi að kon-
ungur hafi beðið de Geer lands-
höfðingja að mynda bráðabirgða-
ráðuneyti er taki við af Branting.
Stórþingið norska hefur samþykt
nýtt grundvallarlagafrumvarp og
fært kosningarréttaraldurstakmark-
ið niður í 23 ár.
Gömul kona brann inni í Flatey
á Skjálfanda í fyrranótt. Kom eld-
ur upp í húsi Jóhanns Bjarnason-
ar. Konan svaf uppi á lofti og var
ekki unt að bjarga henni. Eldur-
inn breiddist fljótt út; bóndinn
staddur í Húsavík. Húsið vátrygt
2000 kr. Tiifinnanlegur skaði.
Heyafli á Hvanneyri í sumar 2700
hestar, 1000 hestar þar af hirtir,
vothey.
Rvík 27/io.
Borgarstjórinn í Cork er dáinn
úr húngri eftir að hafa soltið á
þriðja mánuð. Lloyd George hef-
ur lagt fram ákveðnar tillögur til
samkomulags við námamenn. Bú-
ist við að þeir fái kauphækkun
samfara aukinni framleiðslu. Búist
er við að samkomulag náist bráð-
lega og verkfallinu verði brátt
lokið. Verkamannaóeirðir miklar
eru í Rúmeníu. Járnbrautarmenn
hafa gert víðtækar kröfur. Lýst
yfir að Búkarest sé í uppreistar-
ástandi. Lögskipað þar eftirlit með
allri blaðaútgáfu. Hermálaráðherra
Frakka hefur lýst sig mótfallinn
því að Frakkar minki herbúnað
sinn. Símað er frá Róm, að
D’annuncio hafi beðið Lenin um
fjárhagshjálp.
Nýtt tímarit komið út að tilhlut-
un „Iðnfræðafélags íslands". Heitir
tímaritið „Sindri“. Fyrirlestur, sem
biskupinn flutti við háskólann í
Uppsölum í fyrra, er kominn út
aukinn á sænsku.
Rvík 20/io.
SvensKa ráðuneytið myndað.
De Geer er forsætisráðherra,
Wrangel greifi, utanríkisráðherra;
Ráðuneytið í Grikklandi hefur
hvatt Pál prins til konungs. (Alex-
ander konungur lézt nýlega af
apabiti og fer útför hans fram í
dag). Helland Hansen prófessor í
Kristianíu hefur fundið upp að-
ferð til þess að vinna magnesíum
úr sjó. Ráðgert er að saltverk-
smiðjurnar í Bergen framleiði
1000 smálestir af því á ári. Svar-
ar það 7/4 af heimsframleiðslunni,
ætlað að nota magnesíum í stað
járns og stáls í gufuvélar og
mótora. Sendisveit Bolsivikka í
Berlín hefur selt skrautgripi fyrir
81/2 millión marka, og skal verja
fénu til undirróðurs. Verkamanna-
sambandið danska hefur skipað
iðnaðarráð til [>ess að sjá um
stjórn og rekstur atvinnufyrirtækja
af hálfu verkamanna. Samningum
milli ensku stjórnarinnar og náma-
manna miðar vel áfram. Talið
líklegt að þeir endi bráðlega.
ísland kom í gærkvöldi og fer
norður og austur um land, og
síðan út.
Fréttir.
Skip.
E.s. „Borg“ kom hingað í vik-
unni norðan um land. Með henni
fór héðan Þórarinn B. Þórarins-
son, kaupmaður. — E.s. „Kora“
kom hingað í fyrradag og fór svo
að segja samstundis.
Tímarit
„Iðnfræðafélags íslands", sem
um er getið hér í baðinu, er stutt
af öllum helztu iðnfræðingum
þessa lands. Mun það geta komið
almenningi að miklugagni og veitt
honu n margskonar fróðleik.
Ritstjóri verður Ottó B Arnar
kaupmaður, áður símamaður.
Lokið
er nú jarðsímalagningunni hér,
en ókonmir eru enn svonefndir
„Kabel-kassar“, er nota þarf til
þess að unt sé að taka símann
til afnota.
Austurrísku börnin.
Borist hafa oss til austurrísku
Þakkarávarp.
Beztu þakkir öilum þeim, er á
einn eður annan hátt sýndu mér
hjálp í mínum miklu veikindum,
og bið ég guð að launa þeim af
sínurr ríkdómi.
Þóranna Jónsdóttir.
Tvo hðseta
vantar á seglskipið „Janes“, er
fer héðan eftir nokkra daga til
Helsingfors. Lysthafendur snúi sértil
St. Th. Jónssonar
barnanna 30 krónur frá Ara Arn-
alds og frú og 5 krónur frá Pétri
Jóhannssyni,bóksala. Beztu þakkir.
Barnaskólinn
hér verður settur hinn 1. nóv-
ember og er ætlað að hann hætti
15. maí.
Dönsk blöð
láta all-mjög af „Konungsglímu“
Kambans, sem leikin hefur verið
undanförnu á konunglega leikhús-
inu í Khöfn. En sum telja leikritið
eigi samboðið þroska þeim, er
kemur í ljós í hinum sfðustu leik-
ritum hans. Enda mun það satt
vera. Og oflof er það, sem surn
blöðin flytja um leikritið. Blaðið
„Folket“ (nýtt blað) segir meðal
annars: „Kamban mótar svo pers-
ónur sínar, að þær standa glögg-
ar fyrir sjónum manna. Og hon-
um fatast aldrei, er hann skygnist
í sálardjúp manna, hann er þar
einlægur og hylur ekki neitt“. Og
ennfremur segir blaðið; „Álit hans
á konunni minnir á Strindberg,'
Karnban er að eins heilbrigðari
og hreinni og heilnæmari biær
yfir honum....“. En sem mönn-
um er kunnugt, var Strindberg
eitthvert hið mesta leikritaskáld
Norðurlanda, líklega fremstur allra,
að Ibsen undanteknum.
til lands, en hristi að eins höfuð-
ið. Það var svo sem deginum
ljósara, að ekki þurfti að hugsa
um aðra lendingu en Voginn.
— Gáið þið vel að seglinu,
kallaði hann, — það kann að
vera kastvindi hérna undir hlíð-
inni.
Mennirnir litu til hans sem
snöggvast og störöu síðan ýmist
á sjóinn eða seglið. Þeir þektu
það af eigin reynzlu, hve vara-
samt það gat verið að sigla með
hlíðinni.
Báturinn skreið hratt og komst
nú brátt innfyrir versta kastvinda-
svæðið, án þess að hann hrepti
nokkuð óhapp. Formaðurinn beitti
nú bátnum nær landinu og ósjór-
inn varð minni.
Hásetarnir sátu þögulir og
hvestu augun í áttina til Vogsins.
Vogahöfðinn byrgði þangað sýn.
Hann varð æ skuggalegri, þó að
innar dragi, þar eð alt af dimdi
meira og meira. Veðrið lægði,
svo að nú varð siglt án mikillar
lífshættu. Nú reið að eins á að
ná Vognum, áður en fulldimt yrði.
Loftið var svo myrkt, að auðvit-
að var, að ekki sæi handaskil
þegar dimt væri orðið.
Og innar færðist báturinn, unz
Ijósin sáust í Vogabænum. En
auðséð var að þeir mundu enga
hjálp fá t lendingunni, þar eð svo
dimt var orðið, að þeir gátu eigi
sést frá bænum.
Brátt voru þeir komnir að skerj-
unum við Voginn. Þeir gátu eigi
greint leiðarmerkin, en Þorvaldur
spurði Grím gamla ráða, hvar
bíða skyldi lags og hversu leiðin
Iægi upp. Grímur gamli þekti all-
ar lendingar umhverfis fjörðinn
og var gætinn og athugull sjó-
maður.
Seglið var tekið, árar lagðar út
og lags beðið. Þegar ólagið var
riðið af, benti Þorvaldur með
hendinni. Árarnar skullu í sjóinn
og báturinn þaut áfram. Ræðar-
arnir sigu fast á árarnar, bökin
kreptust og réttu úr sér, stinn
eins og stálfjaðrir, hnúarnir hvítn-
uðu og blóðið kom fram undir
neglurnar, saltdrifin andlitin urðu
dökkrauð og brakið í súð og
keipum bátsins ýskraði gegnum
öskur brimsins. Þorvaldur beit á
kampinn og augu hans lýstu und-
an sjóhattinum í dimmunni. Stýrið
lék í höndum hans fram og aftur,
eins og sporður urriða í á. Það
var sem iðandi þrótturinn og á-
huginn læstu sig um tjargaðar og
harðar súðir bátsins, sem iðaði
og skalf knúinn árunum, sem hert-
ir hnúar hásetanna héldu uni
hlummana á. En alt í einu fatað-
ist hásetunum áralagið. Stór alda
reið undir skut bátsins og árarn-
ar á bakborða flæktust hvor fyrir
annari. Ár Jakobs hafði stungist
í báruna og heft ár Þórðar, er
lent hafði ofan á henni í næsta
áratogi. Báturinn tók snögt við-
bragð og æddi með ógurlegum
hraða í áttina til skersins bak-
borðsmegin. Þorvaldur réð ekkert
við hann með stýrinu og stóð nú
upp með stýrissveifina reidda í
hægri hendi.
— Farðu í opið helvíti, Jakob,
öskraði hann og stökk fram í bát-
inn, en í sama bili skall yfir hann
bára og alt fór í kaf. Aldan^ægi-
leg og ógnum þrungin, æddi upp
fjöruna, sleikti þaragarðinn hvít-
um löðurtungum og barði saman
hnullungunum, svo að ekkért hljóð
heyrðist, utan glamur grjótsins í
fjörunni og gnýr brimsins á skerj-
unum. Næsta bára fleygði leyfum
bátsins og líkum sjómannanna
upp í fjöruna.
-----Orðið var áliðið nætur.
Loftið var nú lítt skýjað og mán-
inn skein hátt á lofti og varpaði
fölvum bjarma yfir fjöruna. Geisl-
arnir flöktu í hvítu löörinu og
stikluðu glitrandi á gljávotum
steinunum. Komið var nær há-
fjöru og öldurnar brutu nú fram-