Austurland


Austurland - 20.11.1920, Qupperneq 3

Austurland - 20.11.1920, Qupperneq 3
AUSTURLAND 3 studdan samanburð á þekkingar- stigi nemendanna fyr og nú. Til að komast að raun um þekkingarstig nemenda, eru próf haldin og einkunnir gefnar. Ein- kunnin er álit þeirra, er prófin dæma, um þekkingarstig nemend- anna, og miðað við það, hvernig nemandinn uppfyllir ákveðnar kröf- ur. Einkunnirnar eru færðar inn í prófbækur skólans og undirritað- ar af prófdómurum og kennurum til staðfestingar. Prófbækur skólanna eru einu gögnin, sem hægt er að byggja á rökstuddan samanburð á þekking- arstigi nemenda á ákveðnum tíma- bilum. Af þekkingarstigi nemenda má að nokkru marka gáfnafar þeirra og dugnað kennara. Þó verður kennari svo réttast dæmdur, að maður eða menn, sem skyn bera á starfið, hlusti og horfi á hann við starfið til lengdar. Ef dæma skal kenslu í skóla og byggja dóminn á þekkingarstigi nemenda, verður að miða við flesta eða alla nemendur en ekki einn eða fáa. Með þessar athuganir að bak- hjarli sný ég mér aftur að H. Þ. Síðan ég kom að skólanum hér, hefur H. Þ. aldrei komið í eina einustu kenslustund og aldrei verið viðstaddur próf í skólanum, svo ég viti. Prófbækur skólans hefur hann aldrei litið á í minni tíð. Hann hefur því ekkert far gert sér um það að kynnast kenslunni og ár- angri hennar alment og af eigin raum þótt hann þykist fær um að dæma hvorttveggja. Hitt þykist ég vita: að hann hafi kynt sér fróð- leik og færni barna sinna og byggi hinn almenna dóm sinn á þeirri einhliða kynningu. Vil ég benda H. Þ. og öðrum á það, að þótt honum kunni að þykja börn sín miður vel að sér, þá er vitnisburður hans eins um það ekki einhlítur, og því síður er hann sönnun þess, að öll börn, sem gengið hafa i sama skóla og hans börn, séu ilia að sér, og kenslan ónýt. Og enda þótt það sannaðist, að börn H. Þ. væru illa að sér, þá er það alls ekki sönnun þess, að öll börn á Seyð- isfirði séu illa að sér. Og vafa- laust yrði það álitamál, hvort or- sök þess, að börn H. Þ. reyndust illa að sér, væri sú, að kennarar þeirra væru illir og ónýtir, eða hin: að þau eru hans börn, eða hvorttveggja. Enginn taki orð mín svo, að ég með þessu vilji kasta nokkrum skugga á börn H. Þ. Ég hefi rök- studda von uni, að öll verði þau föðurbetrungar. Dómur H. Þ. um kensluna í skólanum er annaðhvort bygður á einstökum dæmum eða engum rökum, og verður því að dæmast ógildur. Skal ég nú leiða fram álit dóm- ara þeirra, er dæmt hafa um kunn- áttu barnanna í lestri og reikn- ingi, síðan ég kom að skólanum. Qet þess jafnframt, að fræðslu- kröfur hafa allan tímann verið hinar sömu, og sömu menn hafa undantekningarlítið verið prófdóm- arar öll árin. Eru því miklar lík- ur til, að samræmi sé í dómunum. Leikur það naumast á tveim tung- um, að dómar þeirra manna, sem ár eftir ár hafa verið viðstaddir prófin séu ábyggilegri en dómur manns, sem aldrei hefur verið við þau staddur. Vanalega ljúka börnin lögskip- uðu námi í 4. bekk skólans. Ein- kunn sú, er þau fá við árspróf þar, er því oftast fullnaðarprófs- einkunn, sé hún nógu há. Én fullnaðarprófseinkunnin á að sýna árangur alls skólanámsins. Skrá sú, er hér fylgir, sýnir meðaleinkunn allra nemenda í 4. bekk skólans við vorprófin 1912—1920. 1912 1913 1914 1915 1916 Lestur 6,08 6,72 5,78 6,12 5,36 Reikning 5,85 6,34 5,13 5,70 4,95 1917 1918 1919 1920 Lestur 5,41 6,19 6,65 6,67 Reikningur 6,53 6,34 6,23 5,91 Meðaleinkunnir fjögra fyrstu ár- anna eru: í lestri 6,17, í reikningi 5,75, en fjögra síðustu áranna: í lestri 6,23, í reikningi 6,25. Hafa því einkunnir í báðum þessum námsgreinum farið hœkkandi. Heimildir þessara talna eru prófbækur skólans. Nemendaskrá skólans sýnir, að af nemendum í 4. bekk voru inn- an 13 ára: Skólaárið 19u/i2 31 °/o, 1912/is 35°/o, 1913/i4 57°/o, 1914/is 42°/o, 1915/i6 14°/o, 1916/i7 65°/o, 1917/i8 73°/o, 1918/io 88°/o og 1919/ao 17°/o. Fyrstu fjögur árin hefur 41 ^l^jo nemenda til jafnaðar verið innan 13 ára en síðustu fjögur árin 603/4°/o. Hefur því aldur barnanna farið lœkkandi jafnframt því, að ein- kunnirnar hafa farið hœkkandi. Þegar nú þar við bætist, að kenslu- tíminn hefur styzt um nálega 30°/o, og síðast en ekki sízt, að jafnvel 10—11 ára börn koma gersamlega ólæs í skólann, þá þarf mér, og líklega flestum, alveg óþekta rök- vísi til að draga þá ályktun, að kenslunni fari aftur. Hitt virðist líklegra, að hún hljóti að hafa batnað, svo framarlega sem gáfur barnanna eru líkar og áður. Hefði H. Þ. viljað leita sannleik- ans í þessu máli, mundi hann hafa leitað hans fyrst og fremst innan vébanda skólans: komið í kenslustundir, verið við próf og rannsakað bækur skólans. Þetta hefur hann ekki gert, heldur ráð- fært sig við Skugga-Svein og Qróu á Leiti um það, hvernig haga skyldi árás á skólann. Eru H. Þ. nú tveir kostir fyrir hendi og hvárgi góður: Annar sá, að lesa rétt tölur þær, sem tilfærð- ar eru hér á undan og draga af þeim eðlilegar ályktanir, þvert ofan í sjálfan sig. Hinn sá, að lesa alt öfugt, eins og sæmir lærisveini og þjóni meistarans, sem öfugt les allar ritningar, og þó einkum biblíuna. Kvörtun H. Þ. yfir því, að ung- lingaskólinn sé úr sögunni fer honum manna verst, og sýnir á- takanlega, hversu ókunnur hann er Brúðurin. Eftir Theóddr Caspari. Slœðuna þína, blómguð björk, breiddu’ yfir laut og móa. Borin til hvíldar er brúður mín, blundar hún sveipuð í helgilín, þar blómin á gröfunum gróa. Þagnaðu vesalings þröstur minn. — Þrotin var fyr en varði birtan, sem Ijómaði’ um leiti’ og mó, lokuð voru’ augun og svafu’ í ró, er brúðgumann bar að garði. Var þér ei bundinn, brúður kœr, brúðarsveigur að enni? Lyngblómin fögur, Ijúf og smd legg ég nú gröf þína hljóður d, — titra nú tárin á henni. Blundaðu’ í friði brúður mín, bœri ég hljóðlega strengi. Dagurinn kveður — Kystu migi — Kvakandi þröstur, stiltu þig — Sofðu nú sœtt og lengi! Guðm. Q. Hagalín. skólanum. Hann veit sýnilega ekki, að hér var unglingaskóli s. I. vet- ur, þótt ekki fengi hann styrk úr landssjóði. Nú er hanp enginn, og mega bæjarbúar þakka H. Þ. og samherjum hans þann drengilega þátt, sem þeir eiga í því, að svo er komið. Skal ég eigi ræða það mál frekar hér. Til þess er það of umfangsmikið. En vera má, að ég geri það síðar. Lýk ég svo máli mínu og legg grein þessa ásamt grein H. Þ. í dóm samtíðar og sögu, en — með fyrirvara. 15/n ’20. Karl Finnbogason. Spurningar. 1. Nýlega heyrði ég rætt um bæjarnafnið Desjamýri og hélt annar málsaðiija því fram, að það væri rangfærsla, ætti að vera Dysjamýri, dregið af dys. Vildi. ég gjarnan fá nánari upplýsingar um þetta, þar eð bæjarnafnið er í fornum ritum skrifað Desjamýri. Spurull. Svars Bærinn er í fornritum nefndur Desjamýri og mun það rétt. Dregið af kvenkynsorðinu des, flt. desjar, sem merkir heyfúlgu. Sbr. desjagarður = heygarður. 2. Nýlega birti rafmagnsnefndin áskorun um að spara rafmagnið hér í bænum. Sjálfsagt mun þess hafa verið full þörf — en mér er spurn: Hvers vegna er ekki sölu- stöðum lokað hér kl. 6, til þess að spara ljós og hið dýrmæta eldsneyti, svo sem t. d. er lögboð- ið í Danmörku. Þegar fólk veit að Iokað er ki. 6, getur það al- veg eins gert kaup sín fyrir þann tíma. Er þetta ekki mál, sem verzlunarmannafélagið ætti að taka til meðferðar? H. Schlesch. Svar. Auðvitað get ég hvorki svarað fyrir hönd bæjarstjórnar né verzl- unarmannafélagsins, en ég hygg að uppástunga herra Schlesch verði eigi vinsæl eða mæti góðum und- irtektum hér í bænum. Mundi það þykja óþægindi almenningi frekar en hitt og hefði óhjákvæmilega í för með sér lækkun launa verzl- unarmanna, þar eð hér mun gilda enn sem komið er: Því lengri vinnutími, því meiri laun, því skemri vinnutími, því lægri laun, — en eigi heróp tímans: há laun, lítil vinna. Símskeyti frá fréttaritara Austurlands. Rvík ls/n. Stórbruni í Borgarnesi í gær- kvöldi. Brann hús Jóns Björns- sonar frá Svarfhóli, allur vestan og norðan póstur til Reykjavíkur brann inni öil skjöl, Mýra- og Borgarfjarðarsýsla. Tjón póstsjóðs áætlað 300,000 kr. Eldur kom upp í eldhúsinu. Rvík 15/n. Bókmentaverðlaun Nóbels 1920 veittKnut Hamsun, Svisslanding - num Carl Szitteler 1919. Bretenil, forstöðumaður alþjóðamáls- og vogar-skrifstofunnar, hefur hlotið eðlisfræðisverðlaunin. Efnafræðis- verðlaununum ekki úthlutað. Rvík la/n. Tjónið minna af brunanum í Borgarnesi heldur en búist var við, nokkuð af ábyrgðarbréfum óskemt, búið að finna 4000 kr. í lítt skemdum seðlum. Dönsk skonnorta strandaði í fyrrinótt við Gróttu. Kom með salt til „Kol og salt“, Qeir að reyna að ná' skipinu út. „Úlfur“ strandaði á boða utan við Sandgerði í fyrri- nótt, talið líklegt að hann náist óskemdur. Þýzkur botnvorpungur bjargaði vélbát um síðustu helgi. Fann hann vestur af Snæfellsnesi. Kom með hann hingað. Rvík 18/n. Þrír menn teknir fastir hér í gær, Elías Hólm, veitingamaður, Hallgrímur bróöir hans, skipstj., Qeir Pálsson, trésmiður, höfðu borað 6 göt á botn skfpsins Leo, ætluðu að sökkva því á leiðinni til ísafjarðar. Höfðu vátrygt vörur hátt. Lítils nýtar vörur voru í skip-

x

Austurland

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Austurland
https://timarit.is/publication/163

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.