Austurland - 27.11.1920, Blaðsíða 2
2
AUSTURLAND
SEYÐISFIRÐI
hafa fyrirliggjandi:
Birkistóla
Eldspítur
Þvottabretti
Götukústa
Skóflur
Gaddavír
Olíukápur
Karlmannafatnaði
hins eilífa lífs. í söguljóðum sín-
um leiðir hann fram fyrir þjóð
sína hina miklu menn hennar á
örlaga- eða úrslita-stundum lífs
þeirra. Hann skilur það flestum
skáldum betur, að á slíkum stund-
um dragast allir þræðirnir saman
í eitt. Þaðan er svo aftur hægt
að fylgja þeim út til upptakanna.
Og þetta gerir hann. Hallgrím
Pétursson yrkir hann um, þegar
kvölin og krömin hafa gert hár
hans hvítt og iíkama hans að ó-
hæfum bústað sálarinnar. Jón
Arason yrkir hann um á aftöku-
staðnum, Quðbrand biskup í kör,
þegar hann heyrir eigi lengur í
Líkaböng, Ögmund Pálsson, þeg-
ar hann er blindur tekinn af kon-
ungsmönnum o. s. frv. En Matt-
hías gerir þetta ekki sakir svart-
sýni — heldur til þess að gera
dýrðlegar, skýrar og fagrar mynd-
ir þessara manna, fá tækifæri til
þess að rekja fyrir oss þræðina
sem liggja að örlaga endamörkum
þessara manna. Hugur vor fylgist
heill með, hjarta vort titrar og
augu vor'sjá atburðina og menn-
ina í mikilleik sínum, fortíðar-,
samtíðar- og nútíðar-ljósi. Þess-
vegna eru söguljóð hans svo dýr-
ir gimsteinar íslenzku þjóðinni.
Ég hef þegar í byrjun minst á
ljóð Matthíasar um mikilmenni
vor frá liðnum öldum, þar eð
það lýsir honum bezt, hvaða
stundu æfi þeirra hann velur sér
að yrkisefni. í honum sjálfum
lágu saman þeir þræðir íslenzks
þjóðaranda, sem sjórfenglegastir
eru, frumlegastir og göfgastir. Hans
sjónarhóll var alt af hæsti tindur-
inn og er það undarlegt að ann-
ar eins gáfumaður sem Qestur
Pálsson, skyldi ekki átta sig á
því, hversvegna Matthías 'velur sér
yrkisefnin þann veg og hverju það
er samkvæmt í eðli hans. Þegar
Matthías hefur kvæðið Skaga-
fjörður, bendir Bragi honum á
Tindastól — sem sjónarhæð. í
sögukvæðum hans er einmitt úr-
slitastundin, þar sem allar götur
blasa við sýn, sú sjónarhæð, er
gefurskáldinu útsýnyfirlíf mannsins
ogsamband hans við fortíð, framtíð
og nútíð — er honum Tindastóll. í
öllum sínum kvæðum, snildarljóð-
um sem lélegum kvæðum, er hann
skáld hins mikla og eilífa, þess sem
Verkamannafatnaði
Tvisttau ýmiskonar
Fatatau
Peysur
Hnífapör
Skeiðar
Vasahnífa
Smíðaáhöld o. m. fl.
nær langt út í geiminn í mann-
legum tilfinningum og hugarflugi.
Þessvegna er ríki hans ekki að
eins ísland, heldur öll sú veröld,
sem vér þekkjum og oss órar
fyrir.
Erfiljóð Matthíasar hafa löng-
um verið rómuð. Þau hafa þótt
bregða upp myndum, sem bæði
væru til huggunar eftirlifandi ætt-
mennum hinna látnu og gæfu sýn
yfir líf þeirra, samband og þýð-
ingu við, eigi að eins þjóðfélagið,
heldur oftlega við alheiminn. En
þau erfiljóð, sem eigi gera annað
eða meira, en segja nokkur lofs-
og huggunar-orð, eru enginn
skáldskapur. Þau verða einmitt
að skýra oss afstöðu mannsins í
lífinu, láta oss lifa og deyja and-
lega með honum, til þess að þau
hafi gildi.
Sem sálmaskáld er Matthías hið
bezta, sem vér höfum átt, að Hall-
grími Péturssyni undanskildum.
Sumir hafa haldið því fram, að
sálmar Valdimars Briem væru slíkt
afbragð, að þeir jöfnuðust á við
sálma Hallgríms — og Valdimar
stæði honum næstur. Hefur mér
dottið í hug að ræða það mál
og taka þar til dæmis sálm Vald-
imars, sem nú er mjög sunginn
við jarðarfarir: „Ég horfi yfir haf-
ið“, sem að mínum dómi eru í
fleiri hortittir, heldur en fagrar
líkingar. Má vera að ég drepi á
það mál síðar. Og eigi legg ég
að jöfnu sálma þeirra Matthíasar
og Valdimars. í sálmum Matthí-
asar er samfara logandi andagift
og trú. Hugur hans er þá ekki
bundinn neinum sérstökum fræði-
legum böndum, hann fellur fram
og tilbiður guð, offrar honum
öllu hjarta sínu, allri sálu sinni.
Ég hef ekki orðið hrifnari af
trúareldi og tilbeiðslu nokkurs
sálmaskálds frekar, heldur en
Matthíasar í sálminum „Fyrst boð-
ar guð sitt blessað náðarorðið“,
— eða auðmýktinni í hinum þýdda
sálmi hans: „Ó, þá náð að eiga
Jesúm“.
Matthías samdi nokkur leikrit,
en sú list lét honum ekki; leikrit
ið krefur of mikillar athygli hins
smáa, er of hægfara og lögum
bundið, til þess að hinn hrað-
fleygi andi Matthíasar gæti sætt
sig viö það og uppfylt kröfur
þess.
Þýðingar Matthíasar eru marg-
ar og snildarlegar. Hann leggur
þar aðaláherzluna á að þýða and-
ann, minna hirðir hann um orð-
in og einmitt þessvegna eru þýð-
ingar hans jafn andríkar og þær
eru. Þýðingar lians á Byron,
Schakespear og Tegner eru gim-
steinar þeir, sem halda, jafnhliða
frumortum ljóðum hans, nafni hans
lengst á lofti. Ritgerðir og ferða-
sögur skrifaði hann um ýmiss
efni, alt fjörlega og með fleygum
hug.
Kveð ég svo Matthías að sinni,
en ég sem aðrir mun til hans
leita, þá er mig langar til að
tæma veigar ódauðlegrar bjart-
sýni og sígildrar speki.
G. G. H.
Blessuð mannúðin!
Mörgum þykir mannúðin fallegt
orö og mikið er það notað, bæöi
af flokkum og einstaklingum. En
hugtak það, sem felst á bak við
orðið mannúð, virðist vera nokk-
uð á reiki. Hjá sumum er mann-
úðin sama og lítilmenska, sama
og að láta hvern og einn troða
sér um tær, hvern og einn lifa
sem hann lystir. Aðrir, einkum
þeir stjórnmálaflokkar, sem mest
„flagga“ með orðinu, gera ekki
mikið til þess að skýra hugtakið,
hjá þeim er mannúðin eitthvað
fjarlægt og yfirnáttúrlega óákveð-
ið — enda gæti helztu mönnum
þessara flokka komið illa að menn
gerðu sér glöggar hugmyndir um
hugtakið — þar eð þeir víð það
tækju ef til vill upp á þeim ó-
vanda að hugsa um hvort þetta
eða hitt væri nú vissulega mann-
AlþýOuskólinn á Eiðum.
Eins og kunnugt er tók Alþýðu-
skólinn á Eiðum til starfa haust-
ið 1919. Aðsókn að skólanum var
þegar í byrjun mikil; þá sóttu
um inntöku 60 nemendur, en
vegna húsnæðisskorts var aðeins
hægt að taka 31. í sumar hafa
sótt um inntöku í skólann 60 ný-
ir nemendur, víðsvegar að af land--
inu, en flestir úr Múlasýslum og
Þingeyjarsýslum; af þessum um-
sækendum var aðeins hægt að taka
18 í skólann, og verða nemendur
þetta skólaár rúml. 40.
Til þess að eigi þyrfti að grípa
til þess örþrifaráðs, að neita því
nær öllum nýjum umsækendum
um inntöku í skólann, var það
til bragðs tekið, að taka til notk-
unar Gróðrarstöðvarhúsið á Eið-
um, sem er eign Búnaðarsambands
Austurlands; það hús hefur eigi
verið áður talið hæft til íbúðar
að vetrarlagi. Þurfti því landstjórn-
úð samkvæmt og henni til vaxtar
og viðgangs í heiminum. Nú er
það blessuð mannúðin, sem ræð-
ur því, að menn mega svíkja og
pretta nokkra fáráða um fáein
þúsund, ef ekki vill betur til —
án stórvægilegrar hegningar, nú
er það mannúðin, sem kemur því
til leiðar, að ekki er tekið hart á
því, þótt lítilsháttar ólifnaður eigi
sér stað hjá nokkrum tugum
stúlkna í höfuðstaðnum — eigi
sér stað sem atvinnugrein í fólks-
fáu og fátæku landi. Og þótt það
þá vitnist, að nokkrir velmetnir
karlmenn hafi verið útgerðarmenn
rökkurfleytanna — þá er það ekki
heldur svo stórvægilegt, að „mann-
úðin“ geti ekki borið þar í bæti-
fláka. Og það er víst líka hún,
sem kemur því til leiðar, að hvaða
letingi og liðléttingur sem er, getur
heimtað sama kaup og hinn, sem
vel vinnur. Ennfremur er hún fús
til þess að létta á heimili, þar
sem tvær velvinnandi manneskjur
búa í „lagsmensku11 með einn eða
tvo lausaleikskrakka, vinna lítiö,
en eyða þess meiru. — Því að
„blessuð mannúðin" hefur líka
haft hönd í bagga með löggjafar-
valdinu.
„Mannúðin“ getur líka komið
af stað samskotum í stórum stí|*
til margskonar hluta, einkum ef
blöðin minnast rækilega á málið
fyrst, birta nöfnin á góðum stað,
þar sem vel fer á þeim. Því að
ekki eiga allir svo undur-hægt
með að koma nöfnum sinum á
prent. „Mannúðin“ hefur líka
hönd í bagga með barnauppeldinu
og er ekki ströng, fremur en
henni er lagið. í sjólögum og
landsrétti •— yfirleitt hvar sem
er — vefur hún um alt yndislega
loðnum og ólögulegum örmum
sínum — sem kunna þó kannske
að fela einhversstaðar ekki sljórri
klær en kötturinn.
En — hún er mislynd mannúðin
og vegir hennar órannsakanlegir.
in, sern tekið hefur húsið á leigu,
að gera við húsið og dytta að þvi,
eða með öðrum orðum, gera það
leigu fært, en þó er það -tæpast
viðunandi til íbúðar, einkum ef
frostasamur vetur yrði. Þar býr
einn kennari skólans með fjöl-
skyldu, og þar eiga 6 nemendur
að búa 1 vetur.
Sú mikla aðsókn, sem er að
skólanum, bendir ótvírætt í þá átt,
að alþýða finni og skilji þá nauð-
syn og þörf, sem er á slíkri stofn-
un sem þessari. „Ment er máttur“,
eigi síður alþýðunni en öðrum.
Aðsóknin sýnir einnig traustið,
sem alment er borið til kennar-
anna, skólastjóra og samverka-
manna hans við skólann. Lands-
stjórn vorri er oftast vanþakkað,
en að fenginni nokkurri reynzlu
mun óhætt að fullyrða, að henni
hefur farið kennaravalið vel úr
hendi.
Þessi skóli á Eiðum getur efa-
laust orðið og á fyrir sér að
verða fyrirmyndarskóli á sínu
sviði hér á Iandi, og ber sízt að
efa mátt og vilja kennaranna til