Austurland


Austurland - 27.11.1920, Blaðsíða 1

Austurland - 27.11.1920, Blaðsíða 1
46. tbl. Seyöisfirði, 27. nóvember 1920 1. árg. - Já, nú er hljótt í húsi mínu og hlýjan góð og Ijósið bjart. Og kona og barn í bóli sínu, þær blunda vært og dreymir mart. En ég sit uppi einn og vaki og er að hugsa um næsta vef — hvað sjdist ofan, eða að baki uppistöðunnar sem ég hef. Því hún er öll úr hýjalíni og hugardrauma silfurvír, samantvinnuð í söng og víni — samt er hún bæði hrein og skýr, því hjartans mál og hugans sýnir inn helga þráðinn spunnu mér. Þótt dýrir yrðu draumar mínir — ó, draumur, hve ég unni þér. Um þig og þína vil ég vefa, þótt vakan lengist fram á dag, það er svo mart að svœfa og sefa og sorg og þrá með ýmsum brag. Þótt verkið þyki vont á stundum og volkið kalt og svaðilkent — þá fellur dögg í draumsins lundum sem drottins orð af himnum sent. Látum þá skyttu og sköftin bíða, en skáldadrauminn taka við. Ó, draumur ber mig vegu víða svo veröld fái stcerra svið og dagsins starf í stormi og þjarki og stríðið fyrir betri tíð — það lyftist upp úr heimsins harki og hækki, víkki og prýkki um síð. Ó, draumur, þín er dýrð og máttur að dreypa víni á þyrsta sál: hinn blindi skygn og særði sáttur, hver söngfugl lærir englamál. Það rísa hallir, akrar, engi, og iðjagrænt er hvert eitt tún. Við syngjum allir sœtt og lengi unz sólin skín á fjallabrún. S icj uidsso-n frá €lznaiho(t\ * Borgun fyrir brekánið, sem Guðbjörg gamla sendi mér. Matthías Joctiumsson. Fœddur 11. nóvember 1835 Dáinn 18. nóvember 1920 Þungt er tapið, það er vissa — þó vil ég kjósa vorri móðir: að ætíð megi ’liún minning kyssa manna, er voru svona góðir — að ætíð eigi ’hún menn að missa meiri og betri, en aðrar þjóðir. Svo kvað Sigurður skáld Sig- urðsson við fráfall eins af merk- ismönnum þjóðarinnar íslenzku og hygg ég að eigi verði henni betri óskir fluttar en þær, sem fram koma í vísu þessari, og gott er oss að líta yfir æfibraut peirra manna, sem deyja í hárri elli, metnir af þjóð sinni mestir og beztir. Ekki mun um það deilt, að Matthías Jochumsson hafi verið einn hinna mestu og beztn, eigi að eins með tilliti til vorrar þjóð- ar, heldur og annara. Hreinleiki jöklanna lýsti af hvörmum hans, en hamrastalíarnir mótuðu líka andlitið. Hvar sem hann fór fylgdi honum arnsúgur höfðingjans— og mildi og barnslegt vinarbros hins víðsýna spekings, er lítur á lífið ofar þokunni og reykjareimi dag- lega lífsins og sér alt í sóltindr- andi brosi vorsins, sem kemur alt af aftur með ljós og yl, inn í hvern blómknapp, í hvert manns- hjarta. Matthías fæddist 11. nóv. 1835 í Skógum i Þorskafirði. Hann var af göinlum og góðum bændaætt- um. Faðir hans var Jochum Magn- ússon, Halldórssonar og bjuggu afi og langafi Matthíasar einnig í Skógum. Móðir hans var Þóra Einarsdóttir, alsystir séra Quð- mundar Einarssonar á Brejðabóls- stað á Skógarströnd. Faðir Matt- híasar var áhugamaður og mikil- virkur, nokkuð einhaefur og ein- rænn. Qestrisinn var hann með afbrigðum og vildi gestum betra bjóða, heldur en honum gafst kostur á. Móðir Matthíasar þótti vitur kona og skörungur, marg- fróð um sögur og sagnir, gjör- hugul og nýtti vel það, sem hún las. í Skógum, eins og mjög víða við Breiðafjörð, er land fagurt, út- sýn víð og margbreytt. Fjöllin hrikaleg sum, önnur grasi vaxin og gróðursæl, grænum hjöllum búin upp á tinda. Skógur var ná- lægt bænum, er skartaði sem bezt og laðaöi í laufsali sína með þrastakvaki og sólskríkju söng. Bærinn stóð rétt við sjóinn víðan, og fagran og í fjarska og hilling- um sáust hnjúkarnir hinum mígin við Breiðafjörðinn. Náttúr- an mun og hafa haft mikið áhrif á Matthías, sem barn, Hann undi sér vel úti við, var ótrauður, létt- lyndur og ör. Bræður hans kom- ust brátt að því, að hann var met- orðagjarn mjög og gintu hann því til ýmsra hluta, er þeir sjálfir þorðu eigi að framkvæma. Fornir atburðir eru við bundnir staðinn, bræðrunum voru sagðar sögur af álfum, tröllum og útilegumönnum, ímyndunarafliö fló víða hjá hinu verðandi skáldi. lnnan við fermingu fór hann að heiman og dvaldi um nokkra hríð hjá Guðmundi móðurbróðúr sínum, þá presti á Kvennabrekku. Þaðan fór hann og dvaldi all-lengi í Fíatey á Breiðafirði. Fór þaðan til Kaupmannahafnar og dvaldi þar einn vetur og kyntist þar ýmsum verðandi mentamönnum íslenzk- um. Fór hann aftur til Flateyjar, og var kostaður í skóla af Brynj- úlfi Benedictsen kaupmanni þar. Kvæntist hann á skólaárunum fyrstu konu sinni, Elínu Knúdsen, dóttir Diðriks Knúdsen, trésmiðs í Reykjavík. Árið 1866 vígðist hann til Kjalarnesprestakalls og settist að í Móum á Kjalarnesi. Tveim árum síðar misti hann konu sína. Árið 1870 kvæntist hann Ing- veldi Ólafsdóttur, prófasts á Stað, fyrrum sóknarprests síra Matthías- ar. Unni Matthías henni mjög, en þau voru að eins eitt ár í hjóna- bandi. Lézt hún að honum fjær- verandi og hefur hann ort eftir hana snildarkvæðið „Sorg“. Frájl874— 80var Matthías ritstjóri „Þjóðólfs". Síðan var hann prestur í Odda á Rangárvöllum til 1886 og dvaldi þar unz honum var veitt Akur- eyrar-prestakall 1886. Lét hann af prestsskap árið 1900, en átti heima á Akureyri til dauðadags. Árið 1875 kvæntist Matthías í þriðja sinn, Quðrúnu Runólfs- dóttur frá Móum á Kjalarnesi. Eignuðust þau 11 börn Utan fór Matthías oft um æfina, til Noregs, Danmerkur, Engiands og Ameríku. Var hann fulltrúi íslands á fræðimannafundi á heimssýningunni í Cicago 1893. Átti hann fjölda erlendra vina, er möttu hann mikils og áttu við hann bréfaskifti. Og hvar sem Matthías kom, var honum tekið sem hinum útvalda andans manni. Blaðamensku fékst Matthías all- mikið við um dagana. Eins og ég hef á drepið, var hann rit- stjóri „Þjóðólfs" um sex ára skeið. Á Akureyri gaf hann nokkra hríð út blaðið „Lýð“. Enginn var hann stjórnmálamaður, miðlaði þar heldur málum og fór ekki í íll- deiiur í riti. Blaðamenska hans snerist mest að fræðslu og bók- mentum og var hann þar að vonum góður liðsmaður. Einn var hann af stofnendum Fornieifafélagsins og hvatamaður að útgáfu hinnar nýju sálmabókar og einn í nefnd þeirri, sem skipuð var þar til umsjónar. Að loknum prestsskap naut hann fastra heiðurslauna úr landssjöði. Þá skal vikið að skáldskap Matthíasar. í ljóöum sínum er Matthías bæði skáld og postuli — postuli

x

Austurland

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Austurland
https://timarit.is/publication/163

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.