Austurland


Austurland - 27.11.1920, Blaðsíða 3

Austurland - 27.11.1920, Blaðsíða 3
AUSTURLAND 3 Komi það t. d. fyrir að bóndi uppi í afdal, sem berst á lélegu koti fyrir konu og mörgum börn- um, biður um hjálp, þá fær hann hana ekki, nema verða þræll þjóð- félagsins. Ekki er hlaupið til þess að hjálpa honutn ótiikvatt, af því að börnin hans séu svo efnileg og geti orðið mikil stoð þjóðfé- laginu, Ekki er honum heldur hlíft, ef hann tekur kindaræfil frá ríkum nábúa sínum, til að seðja sult sinn og sinna. Það kostar hann margra ára fangahúsvist, tvístrun heimilis hans og þeirrar einu gleði, sem hann hafði í líf- inu. Og mannúðin er heldur ekki heima, ef það kemur fyrir, að saklaus stúlka er tæld af karl- manni og á krakka. Þá eru nógir steinar á flugi ogferð, þá er ekki- ágreiningur um það, hver kasta skuli fyrsta steininum. Og oftar er það, sem mannúðin er ekki heima, líklega er hún það’ helzt á næturnar, þegar hún greinir «kki gjörla skil þess, sem fyrir augum ber. Og sumum finst það, að mann- úðin sé nokkuð lík nýju fötunum keisarans — hún sé í allra munni — en blessað saklausa litla barn- ið sjái að hún er — ef til vill engin, eða ef ekki það, haldi sig ekki á strætum og gatnamótum, heldur helgi sér heimahúsin, komi fram í kyrþey og láti sjald- an sjá sig á góðum og glöggum stað í auglýsingaformi í frétta- dálkum blaðanna. En er hann ekki enn þá langt í burtu sá dagur, þegar barnið kemur og bendir á mannúðar- snauðan þjóðlíkamann og segist ekkert sjá? Og er hann ekki enn þá lengra í burtu sá dagur, er fjöldans augu opnast af orðum barnsins, og fólkið lætur fölsku vefarana fá makleg málagjöld? G. G. H. að koma honum í þann sess. En þjóðin, sem nú á þennan skóla og rekur hann, þarf að búa svo í haginn, að kennarar geti notið þar krafta sinna og komið hug- sjónum í framkvæmd. Ef þjóðin gerir skyldu sína, sýnir þessum frumherja á sviði alþýðumentun- ar vorrar hér á landi örlyndi og höfðingslund, er eigi að efa, að skólinn verði fyrirmyndarskóli, eins og hann er nú skipaður, til hinna mestu þjóðþrifa fyrir land og lýð í bráð og lengd. Bæri sú ógæfa að höndum, að hún van- rækti hann, svo hann yrði að ræfli í hennar höndum, mun al- þýðumentun á þessu landi kom- ast í það öngþveiti, sem seint verður úr komist, vart eigi sér viðreisnar von. Er nokkur ástæða til að ætla, að þjóðin muni ekki gera skyldu sína við skólann? Nei, það eru enn sem betur fer fylztu líkur til að hugsa það gagnstæða, því hún hefur lofað fögru, en framkvæmd þeirra loforða dregst að miklu leyti enn. Seyðisfjarðar apótek Til jólanna 1920: llmvötn og sápur (beztu tegundir) í snotrum öskjum. Rak- hnífar, raksápur og skeggburstar, mikíð úrval. Súkku- laði, Citron- vanille- og möndlu-dropar. Bökunarduft, eggjaduft, hjartarsalt og natron, Cocosmél, möndlur,succat, citron- vanille- og möndlu- duft. — Vanillestengur, vanillesykur, Toncobaunir, kakaó og konfect. P. L. Mogenen. Happdrættir styrktarsjóðs sjúklinga á Vífilsstöðum: 1. vinningur nr. 7900 2. vinningur nr. 4351 3. vinningur nr. 6251 Handhafar þessara miða sendi þá í lokuðu umslagi til Styrkt- sjóðsnefndarinnar á Vífilsstöðum í síðasta lagi 1. jan 1921. Jakob Knudsen. Hið merka józka skáld, prestur og fyrirlesari fer eftirfarandi orð- um um nútíðar-skólamenninguna og danska rithöfunda: „Flestir þeirra — eins og yfirleitt allur þorri manna — eru skemdir á skólaárunum. Flestir þeirra taka eigi eftir því, sem í kringum þá er, fyr en þeir eru orðnir full-tíða og hafa að miklu leyti mist þann eftirtektarhæfileika barnsins, sem rótfestir minningarnar svo djúpt í huga manna, að þær verða lifandi fyrir sjónum þeirra alla æfi. — Menn verða að minnast þess, að Það var þegar í byrjun sýnilegt, að eigi mundi hægt að reka al- þýðuskóla á Eiðum, svo til holl- ustu og þrifa yrði, þeim sem þangað sæktu, með þeim húsa- kynnum, sem fyrir hendi voru, þegar landið tók hann á sína arma, og gaf honum þetta nafn. Alþingi samþykti því að láta reisa nýtt skólahús á staðnum; sýnir það einmitt skilning þess á því máli, sem hafist er handa á með þessu og nauðsynlegt örlyndi. Peningarnir fengust í vor, sumar- ið nú liðið og kominn vetur, og ekkert er farið að undirbúa hús- hyggingu á Eiðum enn, nema hvað uppdráttur að henni mun gerður hafa verið, nýja húsið komið svona á pappírinn. Af því að nýja húsið er enn komið svona skamt á veg, eru nú hin mestu þrengsli á Eiðum, og eðlilega er það til stórbaga og óþæginda fyrir kennara og nemendur og skólalífið í heild sinni. Það er alls ekki rétt að koma skólastjóra í þann gapa- stokk, að verða að neita megin- bölvun sú, er leiðir af barnaskól- unum, er nú miklu meiri en áð- ur, þar eð nú skylda þeir öll börn til að troða í sig einhverju fróð- leikshrafli, hvort sem þau hafa til þess gáfur og löngun eða ekki. Áður spiltu skólarnir að eins ýmsu fánýtu fyrir börnum, en síð- an skólaskyldan og lögákveðin prófun kom til sögunnar, spilla skólarnir öllu: trú, ættjarðarást, listhneigð, ljóðhneigð og menn- ingu — en hið eina, sem kenna á í barnaskólunum — og hægt er að kenna, án þess að spilla börn- um — er lestur, beiknigur og skrift!,, þorra nýrra umsækenda ár eftir ár um inntöku í skólann. Það er eðlilegt þó kennarar tefli á fremstu nöf með að taka nemendur, því erfitt er að synda milli skers og báru, en þó er með engu móti hægt að segja annað, en að þeir fari þar gætilega í sakirnar, eftir öllum aðstæðum og atvikum. En meðan þessi þrengsli vara á Eið- um, getur skólinn með engu móti int þærskyldur af hendi, sem hon- um eru með reglugjörðinni á herðar lagðar; þar er ekki t. d. hægt að kenna handavinnu, sem þó á að kenna; þar er eigi hægt að hafa um hönd leikfimi, sem gert er ráð fyrir, baðklefa vantar o. m. fl. Vetrarnámsskeiðið fyrir almenning er eigi að tala um. Það er eigi hægt að einangra nemendur, ef þau fengju sóttnæma veiki, því til þess vantar sér her- bergi, og sjá allir hve meinlegt það gæti orðið. Ef gesti ber að garði að vetrarlagi, er ekkert svefnherbergi handa þeim til að sofa í, og mun það þó engum kært, sem á Eiðum búa, að þurfa Fréttir. Nýtt tímarit,. „Sindri“ heitir nýtt tímarit, sem Iðnfræðafélag íslands ætlar að gefa út, og er fyrsta hefti þess komið. Ritstjóri er Otto B. Arn- ar, en í ritnefnd eru: Gerlafræð- ingur Gísli Guðmundsson, verkfr. og raffr. Steingr. Jónnsson, vélfr. Ólafur S. Sveinsson og ritstjóri Skúli Skúlason. Nöfn þessara manna ættu að vera næg trygging þess, að tíma- rit *þetta næði tilgangi sínum, en hann er sá, að útbreiða meða! almennings þekkingu á iðnfræði- legum greinum, vekja athygli á þeim iðnaði, sem þegar er í land- inu, þannig að menn hagnýti sér hann sem bezt, og síðast en ekki sízt, benda á nýjar iðnaðarleiðir og greiða götu þeirra. Einnig á að vera sérstakur bálkur ætlaður fyrir leiðbeiningar í heimilisiðn- aði. — í þessu fyrsta hefti eru þessar ritgerðir: „Aldarafmæli rafsegulsins“, með mynd af H. C. Orsted, „lðnaðr-hugleiðingar“ eft- ir Gísla Guðmundsson og þar bent á tvær nýjar iðngreinar: lýs- isvinslu og mjólkurniðursuðu, sem mundu arðvænlegar. „Námuiðn- aður eftir Helga H. Eiríksson, verkfr. Inngangur að lengri rit- gerð: „Málmar fundnir á íslandi" eftir Björn Kristjánsson, er þar um fleiri málma að ræða en marg- an grunar. „Verndunarbréf og einkaleyfi" eftir G. M. Waage. „Ágrip af sögu gaslýsingarinnar“ eftir Jón Egilsson. Grein um G. Kr. M. Waage, „Innl. Iðnaöur“ og fleira. Af framantöldu má sjá að þetta fyrsta hefti er töluvert fjölbreytt að efni. Það er flestum ljóst, sem nokk- uð hugsa, að á þessum yfirstand- að vísa gestum frá garði. Menn sem í sveitum búa, skilja þau ó- þægindi, sem af þessu stafa fyrir húsbændur oft og tíðum, því þar sem þeir eru ^óðir fyrir, er gest- risnin í hávegum höfð. Að öllu þessu athuguðu, er það næsta furðulegt, að eigi skuli hafa verið byrjað á húsbyggingu þarna í sumar, eitthvað gert til að búa í hæginn fyrir hana næsta ár. Það hefði með engu móti mátt undir höfuð leggjast, að fullgera vegspottann frá Eyvindará að Eið- um, svo hægt yrði á næsta vori þegar hentugleikar leyfa, að aka byggingarefni og öðru því, sem til byggingarinnar þarf, á bifreið- um frá sjó. Einnig hefði mátt byrja á því að grafa grunninn, og draga að möl og sand. Ef til vill hugsa þeir, sem hafa með höndum framkvæmd þessa, að ó- dýrara sé að flytja nauðsynjar til byggingarinnar eftir Lagarfljóti frá Egilsstöðum, sem oft mun mega takast; en til þess þarf flatbotn- aðan vélbát og brautarstúf frá fljótinu heim í Eiða. Sé eigi með

x

Austurland

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Austurland
https://timarit.is/publication/163

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.