Austurland


Austurland - 31.12.1920, Blaðsíða 1

Austurland - 31.12.1920, Blaðsíða 1
49. tbl. Seyðisfirði, 31. desember 1920 1. árg. Landbúnaður og sjárarútvegur. Með síðasta p 3sti bárust hing- að blöð af „Tíme ium“, sem með- al annars er í grein mikil um vanvirðu þá, sem landbúnaðinum sé gerð í „Morg ínblaðinu". Þau blöð af „Morgunöl.", sem bænda- vanvirðan er í, e, u enn eigi kom- in hingað, en grein þessi í „Tím- anum er þann veg, að eigi verður fram hjá henni gtngið. Blaðið „Austur and“ hefur sýnt það, að það seter engan atvinnu- veg landsmanna æirra, sem holl- ir eru og nytsrmir, hærra en hann á skilið. Þeð hefur ennfrem- ur fullum fetum lýst því yfir, að þa<5 telji landbú íaðinn þann at- vinnuveginn, serr. hafi verið, sé og verða muni mesta og styrk- asta stoðin undir íslenzkri menn- ingu og íslenzku Djóðerni. í sveit- unum getur hin jjóðlega menning þrifist bezt, langt burt frá hinu breytilega og blandaða lífi bæj- anna. Auk þess er landbúnaður- inn sá atvinnuvegurinn, sem er óbrigðulastur og sá, sem sízt verð- ur velt af dutlungum náttúrunnar. En þessi atvinnuvegur hefur að vissu leyti átt erf tt uppdráttar hin síðustu árin. Henn hefur vegna illrar aðstöðu ekki getað fylgst með á hinum byltingasömu tím- um. Framþróun hans er að eðli sínu hægfara, grasið grær ekki á einni nóttu upp úr flaginu og fénaðurinn verður ekki fullþroska á nokkrum vikum, þótt aftur á móti megi hæglega fylla skip af fiski á örstuttum tíma. Jafn mikill munur er á eðlis-hraða framþró- unar þessara tveggja atvinnuvega. En landið get ir jafnilla verið án þeirra beggja, ef það á ekki að dragast langt aftur úr öðrum þjóðum. Sjávarút' egurirtn er hrað- virkur og leggt- r til mikið fé, bæði þjóðinni í heild sinni og einstaklingum — bændunum ekki síður en öðrum þótt óbeinlínis sé. Því getur eng nn mótmælt, að hann ber lang þyngstu fjárbyrð- arnar. Það er því skamsýni bænda sem annara, að þeir eigi við að etja nokki.rn höfuð-fjanda, sein skylda þeina sé að fjand- skapast við. Ski ningur á báða bóga er það, serr hér ríður mest á. Bændurnir ver)a að skilja hlut deild sjávarútvegrins í framþróun þjóðarinnar og sjávarútvegsmenn- irnir og þeir, sem sjó stunda, verða að skilja, læra að skilja það, ef þeir kunna það ekki enn, að sjávarútvegurinn verður með glöðu geði að miðla landbúnaðin- um, ef þörf krefur og geta er til, ef öllu á vel að vegna. Ef ummæli „Morgunblaðsins" eru rétt hermd, þá eru þau hvor- tveggja í senn, flónsleg og illgirn- isleg. Og séu eigendur „Morgun- blaðsins" þeir, sem „Tírninn" seg- ir, þá er tæplega unt að trúa því, að þeir menn standi á bak við ummælin, eða þau séu þarna að þeirra vilja — til þess eru þeir of hagsýnir, þó að ekki væri annað. En þó að vér lítum þann veg á þetta, þá er þó skrif „Tímans“ hið óheppilegasta og um leið ó- sæmilegasta. Það stefnir ekki að aukinni samvinnu og skilningi meðal þeirra, sem stunda landbún- að og sjávarútveg hér á landi, heldur er þaö hin fáránlegasta œsingatilraun, ein þeirra, sem kynda bezt undir katli sléttarígs og flokkahaturs í landinu. Það er hið líklegasta til þess að vinna landbúnaðinum mein og gera sjávarútvegsmennina enn ófúsari en áður til samkomulags og fjár- framlaga. En íslenzkir bændur, látið ekki smásmugulegar og heimskufullar tilraunir ofstækismanna, hvort sem þær koma að einhverju leyti frá ykkar eigin stétt eða ekki, koma ykkur til þess að leika ykkur að fjöreggi þjóðarinnar íslenzku, sem um margar aldir hefur barist hér með hreysti við eld og ís o^ þið hafið reynzt haldbeztar stoöir. Verið það framvegis. Þá getið þið rent fram á veg glöðum og hrein- um huga. Lýðskmmarar. Svo hefur verið frá upphafi, að eigi hafa allir menn haft sömu hæfileikum á að skipa. Einn hef- ur skarað fram úr á þessu svið- inu, annar á hinu. Enn aðrir eru þeir, sem hvergi skara fram úr, svo að nokkru nemi, og munu þeir vera flestir. Verður því jafn- an svo, að þeir, sem að einhverju leyti eru öðrum fremri, standa fremstir í broddi fylkingar, hver á sínu sviði og bera merki sinnar liðssveitar. Og er það ljóst, að því er mest undir komið, hversu miklir menn og góðir eru forystu- mennirnir. Oft er það og einkum þegar mest á reynir, að fjöldanum verð- ur Ijóst, hverir í sannleika eru verðir foringjastarfsins, hverjum óhætt er að trúa fyrir merkinu. En eigi er það síður gömul, en þó einkum ný saga, að lýðurinn gengur þess dulinn, hversu sá maður er í raun og veru, sem leitar hylli hans og býðst til að bera merkið. Menn varast eigi það, að flagð kunni undir að búa fögru skinni, þegar einhver kemur fram með fögur orð um sjálfstæði og jöfnuð, frelsi, and- lega og líkamlega velmegun. Ríf- ur óspart niður grunninn undan gömlu þjóöfélagsskipuninni og fulltrúum hennar, býður gull og græna skóga, sem hann segir hendi nærri, þó að hann geti eigi sýnt þessi gæði í veruleikanum, þótt hann leiti heiminn á enda. En flestir menn eru svo gerðir að þeir hafa tilhneigingu til aö hugsa eins og danska skáldið Sophus Michalis segir: „Þar sem ég er, þar er sælan ekki, þar sem ég er ekki, þar er hún“. Og þeir hlaupa furðu fljótt á agnið. Vér íslendingar höfum ekki til skamms tíma haft mikið að segja af þessum skrumurum, sem oftast hafa það takmark, að lyfta siálf- um sér lítið eitt á kostnað þeirra, sem betur eru staddir í þjóðfélag- inu. Að vopni nota þeir fáhyggju manna og slá á þá strengi hjá þeim, sem eru þeim viðkvæmast- ir — þrána eftir andlegri og líkam- legri sælu. Menn líta umhverfis sig og finna og sjá, að alt er ekki eins og það á að vera. Þeir sjá það, að öðrum mönnum virð- ist líða betur en alment gerist, þeir eru betur settir fljótt á litið á einhverju sviði. Og í stað þess að leita að orsökunum hjá sjálf- um sér, í sínu eigin lífi og gjörð- um, án þess að athuga hið minsta, hverja erfiðleika hinir „betur settu“ menn eiga við að búa, eða hvað þeir hafa á ,sig lagt og til þess unnið, að ná í þau gæði, er þeir hafa fyrir hendi, án þess að gefa gaum að lögmálum þeim, sem ríkja í hinni „lifandi“ og „dauðu“ náttúru — án alls þessa hlaupa þeir tryltir á band hinna hátöluðu skrumara, sem ekkert hafa annað að láta í aðra hönd en úlfúð, öfund og gullin loforð, sem hvergi hafa hina allra minstu rót í veruleik- anum. Athugalaust er gleypt við tálbeitunni, forsjárlaust er lagt á tæpasta vaðið og með þeim for- ingjum, sem ýmist eru forsjárlaus- ir hugsjóna- og tilfinninga-menn, draumheimaverur, eða þá hinum, sem eru hinir verstu, sem leika sér vísvitandi að heimsku manna og fáfræði, sér til eigin hagsmuna og glotta svo fyrirlitlega að héimsku þeirra, fljótfærni og fá- vísi, sem látið hafa leiðast af ginningum þeirra. Vér höfum þegar séð ávextina af þessari fáhyggju út um heim- inn. Við höfum séð blóði drifin sporin, eydda jörð, týnda fjár- muni, brendar borgir og kúgaða þræla, sem ganga hú undir oki skrílveldisins, sem reynzt hefur enn þá þyngra heldur en veldi það, sem illræmdast var meðal s ð- aðra þjóða. Flestar þjóðir hafa kveðið upp skýran og ótvíræðan dóm yfir slíkum tryllingi og slíkri vitfirrins|u. í einu landinu á fætur öðru hafa sambönd verkamanna lýst sig al- gerlega andstæð slíkri óaidarstefnu. En hvað er svo iue aö segja oss íslendinga? Eitt blað hér á landi kallar sig málgagn verkamanna og he ur jafnaðarstefnuna á steínuskrá sinni. Og hversu hefur það snúizt? Al- gerlega á ,þá sveif sem sí.:t skyldi. Flutt eina varnarræðuna á fæ ur annari Bolsivikkum til málsbófa. En eigi virðist sem alli" í þe m herbúðum séu þar á sana máli og ritstjórinn, þar eð þeir h.ifa eigi treyst honum á nýjan leik sem þingmannsefni. Og svo er nú langt komiö, að augu ýmsra flokksbræðra ritstjórans og sam- vinnumanna hans hafa þegar séð að þeir hafa algerlega brugðist skyldum sínum og þeim vonum, sem menn höfðu við þá bund ð. Einn hinn alvörumesti og sann- asti íslenzkur jafnaðarmaður, Þor- finnur Kristjánsson, sem dvelur í Kaupmannahöfn, en fylgist samt með því, sem fram fer hér heima, hefur nýlega skrifað grein í „Lcg- réttu“ þar sem hann algerlega fordæmir forsprakka jafnaöar- manna hér á landi. Þar segir hann meðal annars að kenningar Bolsi- vikka hafi hingað ekkert erindi. Ef til vill verður hin ófarsæla reynzla jafnaðarmanna syðra mönnum annarsstaðar á landinu til varnaðar. Þeim lærist eftilvill að skiljast það, að alt er ekki með því fengið, að gasprararnir bjóði þeim öll gæði veraldarinn- ar, ef þeir hafa ekkert þeirra við hendina. Þeim lærist það ef til vill, að sjá í gegnum húðina á þessum mönnum, sem koma ljúf- ir og blíðir fyrir hvers manns dyr en þó ósárir á ill orð, róg og lygar um hvern þann, sem eitthvað hefur lyft höfði sínu hærra en al- ment gerist. Og er þessir jafnrétt- ispostular snúa baki að fjöldanu:nf þá er sjómaðurinn „slordón.", bóndinn „sveitamaður" eða „kúa- Iubbi“ og verkamaðurinn „kola- karl“ eða „bryggjudóni“. Hin íslenzka þjóð verður að

x

Austurland

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Austurland
https://timarit.is/publication/163

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.