Austurland


Austurland - 31.12.1920, Blaðsíða 2

Austurland - 31.12.1920, Blaðsíða 2
2 \USTURLAND SEYÐISFIRÐI hafa fyrirliggjandi: Jörð til sölu. Víöidalur á Fjöllum fæst keyptur á næsta ári, ef viðunandi boð fæst. Undirritaður er eigandi jarðarinnar og ber því að snúa sér til hans. Bær og úthýsi jarðarinnar eru í all-góðu lagi og engjar grasgefnar og heygóðar, útbeit all-góð, kvíaær mjög þægar og arðsamar, vatn innanbæjar og mjög gott. Jörðin ber 250—300 kindur, 10 hesta og 2 kýr að minni reynzlu. Möðrudal. 23 des. 1920. Jón A. Stefánsson. Kex, sætt og ósætt Sago Kartöflumjöl Riismjöl Baunir, heilar og hálfar Riisgrjón Þurkaða ávexti Leverpostej sjá það, að „borgir falla ekki fyrir stóryrðum“. Hún þarf að læra að gera mun á þeim mönnum og verðleikum þeirra, sem tala fag- urt og lofa öiiu góðu, þó að það sé hvergi að finna, og hinum, sem hafa í sveita síns andlitis orðið sjálfstæðir menn og eigi að eins skotið fótum undir sjálfa sig, heldur og sveita- .eða bæjar-félög sín og þar með þjóð sína. Hitt og þetta. Stjdrnarfrumvörp. Eftirfarandi frumvörp samþykti konungur í ríkisráðinu hinn 15. nóv. s. 1. að leggja mætti fyrir næsta Alþingi. 1. Frv. til laga um tekjuskatt og eignaskatt. 2. Frv. til laga um fasteigna- skatt. 3. Frv. til laga um aukatekjur ríkissjóðs. 4. Frv. til laga um stimpiigjald. 5. Frv. til laga um erfðafjár- skatt. 6. Frv. til laga um útflutnings- gjald af síld. |. 7. Frv. til laga um vörutoll. 8. Frv. til Iaga um breytingu á 1. gr. tolllaga nr. 54, 11. júlí 1911. 9. Frv. til Iaga um lestagjald af skipum. 10. Frv. til laga um hreppskila- þing. 11. Frv. til laga um verðlag. 12. Frv. til laga um breyting á þeim tíma, er manntalsþing skulu háð. 13. Frv. til laga um einkasölu á tóbaki og áfengi. 14. Frv. til laga um lífeyrissjóð embættismanna og ekkna þeirra. 15. Frv. til vatnalaga. 16. Frv. til laga um vatnsorku- sérleyfi. )7. Frv. til laga um hlutafélög. 18. Frv. til laga um skipulag kauptúna og sjávarþorpa. 19. Frv. til laga um heimild fyrir ríkisstjórnina að leyfa ís- landsbanka að gefa út alt að 12. milj. kr. í seðlum, án aukningar Fiskilínur Öngla Öngultauma Umbúðastriga Umbúðapappír Prímusa Rjól Munntóbak á máimforðatryggingu þeirri, sem hann nú hefur. 20. Frv. til laga um viðauka við lög 8. marz 1920, um heimild fyr- ir landsstjórnina til að takmarka eða banna innflutning á óþörfum varningi. 21. Frv. til laga um heimild fyrir ríkisstjórnina til að taka í sínar hendur alla sölu á hrossum til útlanda, svo og útflutning þeirra. 22. Frv, til laga um breyting á lögum nr. 54, 30. júlí 1909, um stofnun vátryggingarfélaga fyrir fiskiskip. 23. Frv. til laga um breyting á 77. og 78. gr. fátækralaga 10. nóv. 1905. 24. Frv. til laga um stofnun og slit hjúskapar. 25. Frv. til laga um afstöðu foreldra tii skilgetinna barna. 26 Frv. til laga um afstöðu for- eldra tii óskilgetinna barna. 27 Frv. til laga um breyting á lögum nr. 36, 26. okt. 1917. um stofnun alþýðuskóla á Eiðum og afhending Eiðaeignar til lands- sjóðs. 28 Frv. til laga um afnám laga nr. 12, frá 18. sept. 1891, um að íslenzk lög verði eftirleiðis að eins gefin út á íslenzku. 29 Frv. til laga um einkasölu á lyfjurn. Fjárlaga- og fjáraukalaga-frum- vörpin munu eigi tilbúin. Danska stjórnin. Eftirtektaverð er framkoma dönsku stjórnarinnar gagnvart við- skiftahöftinum. Nefnd hafði verið skipuð til athugunar viðskiftunum. Voru menn þar ekki á einu máli im hvað gera skyldi, en meiri hlutinn hallaðist þó heldur að við- skiftahöftunum. En stjórnin vildi eigi láta sér þau ráð að kenningu verða, taldi öll vandkvæði á slíku, kvað verðlækkun og batnandi hag í nánd og þótti alls ekki svara kostnaði öll þau óþægindi, sem af mundi leiða viðskiftahöftunum. En íslenzka stjórnin er víst fjærri því, að feta í sömu fótsporin, þó að auðsýnilega mætti það leiða ti! bóta. Skólanefnd Reykjavíkur heíur nýlega skipað tvo menn, þá Ölaf Ólafsson, fyrv. prófast og Steingrím Arason, kenn- ara, til að kynna sér lestrarkunn- áttu í barnaskóla Reykjavíkur og eiga þeir að hlýða á Iestrarkenslu í skólanum. Væri eigi fjærri hæfi, að þetta væri víðar gert, ef til vill þykir ekki ástæðulaust hér á Seyðisfirði að gera slíka ráðstöf- un og verður þá með henni skor- ið úr nokkru þeirra deilumála, sem hér hafa risið upp um kenslu í skólanum. „Tíminn“ og „Morgunblaðið“ hafa sem oftar skifzt á orðum undanförnu. í einni greinanna talar „Morgun- blaðiö“ um það, að „Tíminn“ sé mjög mikið útbreiddur, en hægt er að uppplýsa um það, að er maður ferðast um sveitirnar og sér þar „Tímann“ á fldstum bæj- um, þá fær maður brátt að vita, að blaðið er sent án þess um það hafi verið beðið og án þess að það sé borgað. Útbreiðsla blaðsins er því vafasamt tákn vin- sældanna. Einar H. Kvaran rithöfundur er kunnur að því, að vera skáld smælingjanna. Hvar sem gripið er ofan í bók eftir hann, !er samúðin með smælingj- um þjóðfélagsins auðsæ. Það get- ur því ekki skrifast tekjumegin á lista íslenzkra jafnaöarmanna, að þessi* maður skuli vera þeim svo Hillingar. — (Brot). T Ég fór að heiman á bezta aldri, eitt haustið, þegar frostrósirnar skreyttu rúðurnar. Nóttina áður höfðu laufblöðin í skóginum handan við vatnið byrj- að að fölna, og blómin í garðin- um heima hneigt krónur sínar til foldar. Ég fór með hugann drukkinn af unaðslegustu endurminningum og fángið fult af háleitum von- um. „.... Fóstri minn kvaddi mig á hlað- inu. Og þá sá ég það, sem ég aldrei hafði séð áður, að augu hans vöknuðu sem snöggvast. Hann klappaði á öxlina á mér og sagði: — En mundu það í lengstu lög, drengurinn minn, að hugsjón- irnar verða ekki að veruleika, nema kraftur viljans sé ótvístrað- ur. En helzt af öllu hefði ég kos- ið, að æfidagar þínir mættu iíða algerður andstæðingur, að hann skipar annað sæti á lista andstæð- inga þeirra, við næstu alþingis- kosningar í Reykjavík. í fyrirlestri, sem Einar H. Kvaran flutti í vetur í Sálarrannsóknarfélaginu, lofar hann frjálslyndi hinnar ís- lenzku kirkju, þ. e.: það er þó gott við hana, þrátt fyrir alt og alt. En stórlega mun það samt efasamt, hvort „frjálslyndi" henn- ar er henni nokkur vörn. Mun réttara að líta á það, etirf eðli þess, sem vott veikleika hennar, glundroða og hirðuleysis, heldur en ávöxt sannrar víðsýni og and- legrar tignar. Um „Vígslóða“ Stephans Q. Stephanssonar er farið mjög hörðum orðum í „Lög- bergi“. „Vígslóði“ stendur að baki fjölda kvæða skáldsins að skáld- legu gildi, en hann er harður dómur á vígaferli og ofbeldisverk og í honum lýsir sér sár gremja yfir því, að nokkrir íslendingar skyldu gera þjóð sinni þá smán að út- hella blóði sínu á altari svívirð- inganna. En „Lögberg" telur orð skáldsins hina herfilegustu for- smán, og segir þá jafn-vítaverða, sem séð hafa um útgáfu bókar- innar eða lagt henni liðsyrði. Ætti þessi skömm vestræna blaðsins seint að fyrnast meðal íslendinga. hér. Hér er nægilegt starf fyrir hraustar hendur. — Fóstra mín fylgdi mér út fyrir túngarðinn. Og það fanst mér örðugast, að skilja við hana. Ég lofaði henni því, að verða ekki lengi að heiman, en þó hafði ég einsett mér að hverfa ekki heim aftur, fyr en ég hefði unnið þá frægð, sem færði henni óum- ræðilega gleði... — En það var nú í þá daga. Nú eru liðin mörg ár síðan. Ég lít yfir líf mitt. Ég geri upp reikninginn. Hvað hef ég gert? Hvaða þýðingu hefur starf mitt haft? V — Hver svarar? Fóstri minn, værir þú kominn til mín nú, er ég stend hér við vegamótin, þá hefði ég niargt að segja þér, margs aö biðja þig fyrirgefningar á. Þú hafðir reynzluna, en ég bar ekki giftu til að fylgja ráðum þínum.1 Ég sá sjónir, sem voru ímyndaðar, — lífið í draumfögr- um hillingum.

x

Austurland

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Austurland
https://timarit.is/publication/163

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.