Austurland


Austurland - 31.12.1920, Blaðsíða 3

Austurland - 31.12.1920, Blaðsíða 3
AUSTURLAND 3 Tjón póstsjóðs af brunanum í Borgarnesi hefur reynzt miklu minna en ætlað var í fyrstu. Stjórnarráðfð hefur gefið út yfirlýsingu, par sem menn eru varaðir við að fara til Danmerker til atvinnuleit- anar, þar eð þar fari atvinnuleysi • sívaxandi. Kra;jh, rektor, einn a dansk-íslenzku sambandsnefndarnönnunum hefur nú mótmælt hai ðlega því, sem ýmiss dönsk blöð hafa eftir hon- um hermt um fcr hans hingað í vor. * D’Anni nzio, sem látið hefur svo mikið til sín taka stjórnmál oj gerst ríkisstjóri Fíúme borgar, he ur nú orðið að leggja niður völd sín. Sem mönn- um mun kunnugt, er hann stórfrægt skáld og rií har.s þýdd á fjölda tungumála. Skemtun. Kvöldskemtun \ élt skemtifélagið „Bjólfur" hér á annan dag jóla. Var þar leikinn gimanleikur „Frá Kaupmannahöfn til Árósa“. Er hér erfitt um slík og var sviðinu og útbúnaði þes; furðu vel fyrir komið. Menn sktmtu sér yfirleitt vel við leikinn, ieikendum tókst „upp og niður cins og gengur“, þó lék einn þeirri mjög vel. Var það Jón Vigfú ;son, bygginga- meistari. Lék ha in svo sem vér höfum séð hann bezt gera áður. Þá sungu þeir vísöng Kristján Kristjánsson yngr og Jón Vigfús- son og síðar un kvöldið sungu þeir einsöngva. Sungnar voru þrennar gamanv sur all-snjallar. Gerðto þeir það Sig. Baldvínsson, póstmeistari og .ndriði Helgason rafmagnsfr. Síðasr þessara gaman- Ég sat við brunn falskra tilfinn- inga. Ég bergði af bikar nautnanna og þóttist sjá af næsta leiti fram- undan ljómann, sem ég átti að ganga inn í. Ég var ekki í neinu kapphlaupi við lífið. Og áðu en varði sá ég það á fleygiferð fram hjá mér. — Ég var orðinn eins og grugg- ugur stöðupollur sem ekki einu- sinni getur látið geisla hádegissól- arinnar glampa á yfirborði sínu. ------En nú e’U augu mín að ljúkast upp fyrir því, hvað þetta líf er lítils virði. Ég er orðinn hiður á því. Ég hata það. Cg ég fyrirlít það. Sjáðu til. Ef ég kreisti hnefann utan um það, þt smýgur það út á milli fingranna eins og skúm. Nú aumkva ég veslingana, sem verið hafa félagar mínir og kunn- ingjar, og auðrm nnina, sem ég hefi dýrkað eins og æðri verur. Nú veit ég að þi.ð er falstrú hjá þeim, að gildi íísins fari eftir fjölda þúsundannc, sem þeir eign- ast, og lengd tímans, sem þeir geta verið iðjulausir ... Kjörþing verður haldið í bæjarþingstofunni hér í bænum Laugardaginn 9. janúar næstkomandi og hefst kl. 12 á hádegi til þess að kjósa 3 fulltrúa í bæjarstjóm Seyðisfjarðarkaupstaðar. Listar með fulltrúaefnum verða að vera afhentir á skrifstofu bæj- arfógetans fyrir hádegi, tveim sólarhringum á undan kosningunni. Skrifstofu bæjarfógeta Seyðisfjarðarkaupstaðar 29. desember 1920. Ari Arnalds. Til raísuðunotenda. Sökum þess hvaö rafljósin hafa verið dauf undanfarna daga, sem stafar af ofmikilli straumnotkun, þá hefur Rafmagnsnefndin neyðst til að fela eftirlitsmanninum að taka úr sambandi, fyrst um sinn, alla hitunar og bakarofna. Sýni það sig að ráðstöfun þessi reynizt ófullnægjandi, neyðist nefndin til að gera nýjar og frekari ráðstafanir. í þeirri von að unt sé að komast hjá þessu, leyfir Rafmagnsnefndin sér enn á ný að skora á alla rafsuöunotendur, að nota sem allra minst rafsuðuáhöldin sfðari hluta dags, eftir að Ijós eru kveikt. Rafmagnsnefndin. vísna söng Sig. Baldvínsson og var í sjómanns gerfi. Var gerfiö gott og tilburðir söngmannsins að sama skapi, en vísurnar síðri. Að lokum var danzað lengi nætur. Til Austurrfsku barnanna hafa oss borist 10 krónur frá ónefndum. Kærar þakkir. Hundahreinsun. Konvið hefur til vor fyrirspurn um það, hvernig á því standi, að hundar hafa ekki verið hreinsaðir hér undanfarin ár. Viljum vérspyrja þá, sem um slíkt eiga að sjá, hvort þessu sé svo farið og hvers vegna. Á síöasta bæjarstjórnarfundi var dregið um hver ganga skyldi úr stjórninni um þessi áramót. Var dreginn út Stefán Th. Jónsson, konsúll. Á því að kjósa 3 menn í bæjarstjórn eftir nýjárið. Landpóstur kom hingað í fyrrakvöld. Var hann með 4 hesta undir pósti og færð afar ill. — Og ungu stúlkurnar, sem stytta sér stundir með því að brjóta heilann um sniðið á næsta kjólnum sínum, hvernig Gunna og Sigga hafi veriö búnar á síðasta danzleik, og hvað það sé unaðs- legt að þurfa ekki að slíta sér út á daglegu striti; eða húsmæðurn- ar, sem eyða tveim þriðju hlutum æfi sinnar í það, að bursta fisið af húsgögnunum og drekka kaffi hjá vinkonum sínum. Eru þetta ekki brjóstumkennanlegustu verur jarðarinnar? Eru það ekki olnbogaböm lífs- insj? — Enginn þessara manna hefur hugmynd um það, hvað lífiö get- ur verið dásamlegt, þar sem lífs- baráttan er háð við sjálf náttúru- öflin og hvert fótmál getur leitt út í dauðann. — Þar, og eingöngu þar getur hún verið óháð lög- máli breytileikans. Þar, og eingöngu þar geta elsk- endurnir’ runnið svo saman í eitt, að þeir verði eins og tærir kryst- ailar, sem brjóta ljósiö nákvæm- lega eins. — — Þar sem konan, hvert sinn og hún fær mann sinn heim, finn- ,ur að hún hefur heimt hann úr helju, þar sem haitturnar hanga yfir höfði manns eins og skýjadrög á haustdegi, þar helzt ástin síung, sívakandi og sístarfandi.------- ------Nei, á þessum vegamót- um er ég ekki í neinum vafa um það, hverja leiðina ég á að fara. Dúna, — viltu koma með Tnér yfir bláfjöllin háu, sem bera tign tilverunnar á herðum sínum. Viltu lauga þig í lindum himinblámans og andvara öræfanna. — Viltu lifa með mér þar sem þú finnur að lífið er áþreifanlega dásamlegt, þar sem hvert einasta augnablik minnir manninn á, að hann er fædd- ur til að starfa, og þar sem á- reynzlan verður manninum yndi. Viltu koma með mér þangað, sem stormurinn æðir í tryllingi og fönnin jafnar yfir lægðir og hóla, — þangað, sem vorsólin vinnur dásamlegustu kraftaverkin. — Dúna, — þangað þráir hug- ur minn. Þar vil ég lifa með þér, berjast með þér og deyja með þér. — Móðurhjartað. Eftir Jean Richepin. Einu sinni var ungur piltur, heldur fátœkur, hægur og stiltur. Hann elskadi stúlku meö stein fyrir hjarta, og sýndist hún vera sólin bjarta. Hún sagöi: „Hundur minn svangur er inni. Mettu 'ann á hjartanu' úr móður þinni“. Hann drap sína móður. Á diski bar hann hjartað, sem blœðandi’ úr brjósti’ ’hennar skar hann. Hann rak í fótinn og féll á kné, en hjartað í bleytuna blœðandi hné. Þá grátraust heyrðist við götupytt: „Æ, daztu nú blessað barnið mitt"! Guðm. G. Hagalín. Fjórðungsþing „Fiskifélags íslands*, fyrir Aust- firðingafjórðung, var haldið á Norðfiröi 16. þ. m. Fulltrúar voru kosnir á sambandsþing Hermann Þorsteinsson, Seyðisfirði og Bjarni Sigurðsson Eskifiröi. SíCar verður fjórðungsþingsins nánar getið. Ég vil sjá þig daglega við ræt- ur öræfanna, háa og tigulega eins og norræna gyðju. Yndislega eins og vornótt inn til dalanna. Sak- lausa eins og blómið við jökul- rætumar. Þar hefur mig dreymt að ást þín ætti að ljóma um mig hlý eins og bænirnar hennar móður minnar. Dúna, — ef guð skapari lífsins er nokkursstaðar nærri okkur mönnunum, þá er það inn til fjallanna, þar sem mennirnir eiga í sífeldri baráttu við lífið, og þar sem baráttan verður þeim guð- dómleg nautn. Ég hef séð hann í skýbólstrun- um, er þeir þyrlast um himininn. Ég hef heyrt til hans í storminum, þegar tindarnir hafa nötrað pg fjöllin skolfið. Ég hef séð hann í morgunroð- anum breiða blessandi faðminn út yfir jörðina. Og ég hef heyrt til hans í vor- blænum, þegar suðrænn ylurinn hefur farið lífgandi um ungviði jarðarinnar.

x

Austurland

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Austurland
https://timarit.is/publication/163

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.