Austurland - 01.10.1921, Page 1
36. tbl.
2. árg.
AUSTURLAND
Seyöisfiröi, 1. október 1921
Kaupendur „Austurlands“
sem ekki hafa greitt andvirði blaðsins fyrir þetta og fyrra
ár, eru vinsamlega beðnir að greiða það sem allra fyrst.
Annaðhvort með því að senda greiðsluna beint til afgreiðslu-
manns, eða til verzlana H.f. Framtíðin hér á Austurlandi,
sem góðfúslega hafa lofað að taka við andvirðinu.
Einnig eru allir þeir úísölumenn, sem ekki hafa gert
reikningsskil fyrir blaðið, beðnir að gera skil fyrir þeim
eintökum er þeim hefur verið send, bæði fyrir þetta og fyrra
ár, og senda þau sem allra fyrst til afgreiðslumanns, ásamt
andvirði fyrir hin seldu eintök.
Virðingarfyllst
Hermann Þorsteinsson
afgreiðslumaður
Lánið.
Allstaðar og altaf er spurt um
hvenær vér munum losna úr við-
skiftakreppu þeirri, er fjárvandræð-
in hafa af sér leitt.
Ríkislánið er fengið, en lítt hef-
ur verið gert uppskátt um það,
með hvaða kjörum féð hefur feng-
ist, og er þó ekki hálfsögð sagan,
þótt sagt sé að það hafi ver-
ið tekið með 7°/o vöxtum til 30
ára. Gengið hafa þær sögur, að
lánið hafi verið boðið fram með
mjög svo lágu gengi á krónunni.
Heyrst hefur jafnvel, að gengið
hefði verið 0,85. En fullyrt get-
um vér, að hið rétta muni í því
efni vera 0,91, og er það miklum
mun skárra.
Þá höfum vér fengið nokkra
vissu fyrir einu skilyrði lántök-
unnar, er all-miklu varðar. Svo
mun sem sé vera ákveðið, að
100 — 200 þúsund pund sterling
af láninu skuli verja til borgunar
skuldum íslenzkra kaupsýslumanna
í Bretlandi, alt til 1. jan. 1922.
Þó teljast eigi þar með þær skuld-
ir, sem sett er veð fyrir í skipum
eða öðrum fasteignum.
Sé reiknað að sterlingspundið
sé 22 króna virði, nemur lántak-
an öll 11 milljónum króna. Verði
lOOþús. sterlingspundum, semvirð-
ist vera lágmark skilyrðanna, var-
ið til skuldalúkninga við Bretland,
eru það 2 milljónir og 200 þús-
und krónur. En sé tekið hámark
skilyrðanna, eða 200 þúsundir
sterlingspunda, nemur það 4 millj-
ónum og 400 þúsundum, eða 2/a
alls lánsins. Þegar svo tekið er
með í reikninginn fé það, er verja
skal til hlutabréfakaupa í íslands-
banka, tekur all mikið að ganga
á lánið — og verður þá lítið fé
það, sem ríkið hefur eftir til for-
ráða, en í mörg horn að líta.
Þá er að því spurt, hvenær úr
muni rætast.
Eftir því sem vér bezt vitum,
mun eigi að fullu^lokið mati
bankahlutabréfanna fyr en í des-
ember. En auðsjáanlegt er það,
að eigi má hafa lánið sem hulinn
fjársjóð til þess tíma, enda mun
það satt vera, að nú um mánaða-
mótin verði íslandsbanka fengið í
hendur allmikið fé — og gaeti þá
þegar tekið að losna um. Um
hag bankans mun ekkert gert upp-
skátt að sinni, en eigi mun það
fjarri sanni, að ástand aðalbank-
ans sé einna lakast, en útbúanna
betra — og einkum sé það gott á
Akureyri og hér.
Gengi danskrar myntar hefur
óðum farið hækkandi undanförnu,
og verði því til leiðar komið með
láninu, að yfirfærslan komist í
gott lag og íslenzkir seðlar nái
fullu gildi, svo að vér njótum
gengishækkunar Dana, má segja, að
ekki horfi sem verst.
Ný bók.
Nýkomin er út bók eftir Sigur-
jón Jónsson höfund „Öræfagróð-
urs“. Heitir bókin „Fagrihvamm-
ur“. Útgefandi bókarinnar er Þor-
steinn Gíslason.
Bók þessi fjallar að nokkru leyti
um sama efni og „Öræfagróður“.
Hún hefst á vorum dögum og
endar sjö öldum síðar. Til grund-
vallar liggur guðspekin, eða kenn-
ingar hennar. Þær ganga eins og
rauður þráður gegnum bókina frá
upphafi til enda.
Bókina má telja all-mikla fram-
för hjá höfundinum. Efnismeð-
ferðin er öll greinilegri og frjáls-
ari en áður var. En aðalgalla
„Öræfagróðurs" gætir þó talsvert,
sem sé þess, að atburðirnir verða
of hraðir og dregnir of fáum og
óljósum dráttum, til þess að þeir
geti hrifið lesendurna. Og sá höf-
uðgalli er á bókinni, að persónur
þær, sem þar koma fram, eru svo
mjögfulltrúar heillategundamanna,
aö smáu drættirnir í sálarlífinu, er
gefa hverjum manni sín sérein-
kenni, hverfa með öllu. Jón á
Hól er fulltrúi aðaldráttanna í sál-
arlífi fjölda manna. Geiri sömu-
leiðis.
Þá má benda á það, að frekar
gerir höfundurinn sig hlægilegan
en hitt, þegar hann fær þá flugu
í höfuðið, að aðalmaður svarta-
galdurs þurfi fyrir alla muni að
vera kaupmaður! Þrátt fyrir alt
flug sitt, þrátt fyrir það, þótt hann
leggi undir sig þroskabraut mann-
anna um margar aldir, er hann
svo smástígur, að eigi getur hann
stigið yfir þá rekabúta, sem feyskn-
ir reka nú upp á fjörur hins van-
þroska þjóðfélags vors.
En oft er mjög mikið fjör í
frásögninni, og ímyndunarafl höf-
undarins virðist mikið, en síður
tamið en skyldi — enn þá. Því að
höfuðsynd er það, að gleyma fyrir
hinum „stóru dráttum", öllu „smá-
ræðinu" í sálarlífi mannanna,
„smáræðinu", sem þó einmitt er
undirrót alls hins stóra og ræður
oft mestu um örlög manna, og
þroska þeirra. Fjölda manna má,
eins og áður er bent á, skipa und-
ir merki Jóns á Hóli, en engir
tveir af þeim fjölda munu eiga
hin sömu örlög og ráða bar sér-
einkennin þau hin smáu, er lítið
ber á.
En þrátt fyrir þetta er bókin all
skemtileg lestrar og hefur sjálfsagt
góð áhrif á menn. Stundum eru
líkingarnar mjög vel valdar og
sumir kaflarnir skáldlegir. Má
þar helzt nefna kaflann „Milli
þátta“ sem er á köflum mjög svo
fallegur. Skal þar helzt bent á
æfintýrið um garðvörðinn. Maður
kemur til hans og vill fá að vita
hversvegna mennirnir eru svo
vondir. Garðvörðurinn sýnir
honum þá ofan í dumbrautt blóm
er hann heldur á. Og hann sér heila
jörð þar niðri:
„Stórir mannahópar, hlupu þar
í fjallsrótum hver á eftir öðrum.
Fjallið náði upp úr blóminu.
Garðvörðurinn sagði, að það væri
Sánkti Sannleiksfjall. Eg spurði,
hvert mennirnir væru að hlaupa.
„Þeir eru að leita að fjallinu“,
sagði hann.
Og sumir hlupu upp í neðstu
brekkurnar og sóttu þangað steina,
sem þeir báru í fanginu niður á
sléttuna og hlóðu þar smávörður.
Síðan hrópuðu þeir svo hátt, að
eg heyrði um leið og þeir bentu
á vörðuna sína: „Sjá, hér er
Sánkti Sannleiksfjair.
En þá gall við í öðrum, sem
líka höfðu hlaðið vörðu: „Hér
er Sánkti Sannleiksfjall". Og litlu
mennirnir hrópuðu hver á móti
öðrum: „Nei, hér er Sánkti Sann-
leiksfjall"
Líking þessi er bæði viturleg og
skáldleg.
Kvæði eru á víö og dreif í bók-
inni, en þar verður engin framför
séð. Er smekkleysa að setja inn
í jafn fallegt æfintýri og æfintýriö
um garðvörðinn önnur eins vísu-
orð og þessi:
„Þar sem dauður liggur lítilmagni
í líkið sparkar múgurinn með
ragni".
Málið á bókinni er gott — og
frágangurinn er vandaður.
G. G. H.
Kjötmarkaðurinn.
Mér brá í brún, þegar eg heyrði
kjötverðið, sem nú er ákveðið og
flestum mun kunnugt orðið.
Margur mun hafa vænst þess,
að þaö yrði hærra, og eitt er víst,
að svo hefði þurft að vera. En
sú er raun orðin, að markaður
fyrir íslenzkt kjöt er kominn í það
horf, að til vandræða stefnir. Það
er að segja með þeirri verkun og
þeim frágangi sem á kjötinu erog
hefur verið. Eða hvaða endir er
hugsanlegt að það hafi, ef kjötið
heldur áfram að lækka eins og
það nú hefur gert á tveim síð-
ustu árum, þegar tillit er tekið til
verðs á þeim vörum, sem við
kaupum fyrir kjötið? Slíkt hlýtur
að enda með eyðileggingu íslenzks
landbúnaðar. En hætt er við að
íslenzka þjóðin hefjist lítt til auðs
og valda, ef svo skal fara.
Kjötið er einn aðalliður fram-
leiðslu okkar, og því verður að
líta svo á, sem það sé eitt af
allra nauðsynlegustu málum þjóð-
arinnar að koma kjötinu í álit og
auka þannig eftirspum þess og
um leið verð. En svo virðist
ekki að vera, því hvorki er rætt
um þetta mál né ritað, þrátt fyrir
það, þótt nær því hafi verið ber-