Austurland - 01.10.1921, Page 3
AUSTURLAND
3
Hitaflöskurnar góðu, Allar tóbakstegundir
verðfrákrónum4,00—7,00aftur nýkomnar íverzlun
St. Th. Jónssonar
Skósmföavinnustofa
Sigurgísla Jónssonar, Seyöisf.
Selur viðgerðir á skófatnaði
ódýrar en nokkur annar í bæn-
um. — Samkepni um verð eða
vöndun algjörlega útilokuð. —
Fljót afgreiðsla.
Handunninn skófatn-
aöur er beztur.
Einnig „Sterling" .Auk þess hefur kom-
ið hingað skip til fiskitöku, heitir það
„Activ“.
Afbrigda
afli hefur verið á Skálum í sumar.
Hafa sumir bátar fiskað með þrjá
menn á örstuttum tíma, 120 skippund
lægstur afli þar mun um 50 skippund.
Stúdentaráðid
í Reykjavík hefur sent blaðinu
skeyti, þar sem það tilkynnir, að al-
mennu mötuneyti hafi verið komið á
handa stúdentum. Má telja það mjög
heppilegt, því að vandræðý hafa það
verið hingað til, að stúdentar hafa
þurft að kaupa fæði dýrum dómum
hjá hinum og þessum „matarspekú-
löntum",
Verð
á íslenzkum landbúnaðarafurðum
hefur lækkað allmikið nú. Verð á
bezta kjöti er nú kr. 1,40, gærum 70
og mör 1,50. Kvarta bændur sáran
og telja búskapinn illa borga sig.
H.f.
Eimskipafélag íslands hefur nú
Iækkað farmgjöld um 10 prc. milli
landa og 20 prc. innan lands.
Páll Sigurðsson
yfirkjötmatsmaðar er nú hér í bæn-
um.
Ofsaveður j
var hér nóttina milli 28. og 29. f.
m. Fauk þá alt lauslegt og meira
að segja þök af geymslu- og skepnu-
húsum. Var veðrið eitt með þeim
mestu er hér koma.
Utan að.
Noregur.
Fjárhagur Noregs er nú ekki í sem
beztu lagi. Á fyrstu 6 mánuðum árs-
ins var mismunur á út- og innflutn-
ingi 385 milljónir króna. Var inn-
flutningurinn þeim mun meiri. í maí
og júní var útflutningurinn aðeins
einn þriðji af innflutningnum.
Sfeinaldarmenning.
Það munu fæstir gera sér í hug-
arlund, að nokkur núlifandi þjóð eðá
mannflokkur lifi samkvæmt hætti eða
er ætla að fá tilsögn hjá mér í vet-
ur komandi, ættu að tala við mig hið
allra fyrsta.
Elísabet Baldvins.
Sængurdúkur (Boldang)
kr. 5,00 meter.
Reyktóbak. Munntóbak. Reykjarpípur
Nýkomið í verzlun
E. J. Waage.
Drengur
raðvandur og áreiðanlegur óskast nú
þegar til sendiferða og aðstoðnr á
Pósthúsinu.
Póstmeistarinn.
SALTFISKUR,
mjög ödýr, til sölu hjá
Sveini Árnasyni.
menningu steinaldarinnar. En mað-
ur að nafni Dr. Northcote Deck, sem
er missíóneri á eyjunum noröur af
Ástralíu, fullyrðir að hann hafi fund-
ið menn þar sem lifi á. sama menn-
ingarstigi og steinaldar-þjóðir. Mann-
flokkur þessi er Dr. Deck kyntist,
helzt við á Reunell-eyju svo kallaðri
og er hún ein af Salómons eyjunum
í Kyrrahafiuu. íbúar eyjarinnar eru
um 500. Þar eru engar hafnir og
ferðir til eyjarinnar sama sem engar.
Vopn þeirra og áhöld eru öll úr steini
eða við. Og fyrst eftir að Dr. Deck
kom þangað, virtust eyjarbúar una
því vel. En eftir að þeir sáu áhöld
úr járni hjá honum, leizt þeim samt
svo vel á þau, að þeir eru nú til með
að skifta við hvern sem er á þeim
og ýmsum munum úr steini. Eyjar-
búar eru bardaga- og glímumenu
miklir. Spjót hafa þeir úr tré og
ydda þau vanalega með beini úr
mannshandlegg eða fæti, og kasta
þeim með frábærum fimleik. Hið
einmanalega líf þeirra hefur sett mót
sitt á þá að ýmsu Ieyti. Þeir eru
þunglyndislegir á svip og rödd þeirra
er mjög ótamin og óviðfeldin. Hljóm-
leika þekkja þeir ekki aðra en þá, að
þeir berja saman spítum, og darffe
eftir því. Peningar þeirra eru tennur
úr refum sem haldast við eyjunni í
hellum og skútum. Aðra mynt þekkja
þeir ekki.
(Eftir Heimskringlu).
Þeir
eiga menn að kaupa í einu sérverzl-
uninni hér í þeirri grein, af því:
Þar fæst flest! Þar er úrvalið mest! Og þar eru kaupin bezt!
Sveinn Árnason.
íshusið
Bæjarbúar, sem ðska að geyma kjöt sitt á íshúsi mínu
geta komið með það til íshúsvarðar á þriðjudögum, fimtu-
dögum og laugardögum, meðan á sláturtíðinni stendur. frá
kl. 3 til 6 e. m. — Kjötið verður að vera vel merkt.
St. Th. Jónsson.
E. s. Island
fer frá Kaupmannahöfn í kringum 21. október til
Leith, Vestmanneyja, Reykiavíkur, ísafjarðar, Ak-
ureyrar og Seyðisfjarðar og þaðan til útlanda.
Afgreiðslan.
Auglýsing
Fjármörk kaupm. Stefáns Th. Jónssonar, Seyðisfirði,
eru:
Hamarskorið hægra og tvístigað aftan vinstra.
Blaðstýft framan hægra og hálftaf aftan vinstra og
fjöður framan.
Á timburflotanum
eftir
Maksim Gorki.
Niðurl.
við hana tengdadóttur sína? En
hvað sem öðru líður, og þó að þú
sért ósnert af honum, þá er nú samt
sem áður skömm að því, að maður
í mínu áliti skuli haga sér svona —
•r mér það þá ekki nægilega bölvað ?
Er það ekki synd gegn guði? Jú,
synd er það, það veit eg vel — og
eg hef brotið í bág við alt. Og þess
vegna býð eg öllu dauðann og djöf-
ulinn, ekki lifir maður nema einu
sinni hér á jörðunni — og dauðann
getur borið að dyrum þá og þegar.
Ó, Marja, að eins einn mánuð hefði
eg átt að láta Mitrij fresta kvonfang-
inu. Þá hefðum við aldaei komist í
neina klípu. Strax og Anficia var dá-
in, hefði alt verið eins og það áað vera
— Iögum samkvæmt — engin synd
eða skömm. Yfirsjónin var mín, og
mörg ár af æfi minni munu til þess
fara að bæta fyrir hana. Hún mun
leggja mig í gröfina löngu, fyrir skapa-
dægur.
Silan Petrov var rólegur ogákveð-
inn, og andlitið lýsti járnsterkum vilja.
Það var sem hann væri nú þegar tek-
inn að berjast fyrir rétti sínum til
ásta.
•
— Já, já, það er gott, vertu nú ekki
að gera þér óþarfa áhyggjur. Þetta
hefur svo sem oftar en einu sinni
borið á góma, hvíslaði Marja, losaði
sig úr faðmiögum hans og tók á ný
að stjórna árinni.
Hann tók að vinna af mesta kappi
sem áður, til þess að ganga milli
b$>ls og höfuðs á þessum drunga,
sem lá á honum eins og mara og
gerði hið fagra andlit hans myrkt og
þungbúið.
Komið var að dögun. Skýin dreifðu
sér og svifu tregðulega um loftið,
eins og þeim væri nauðugt að rýma
fyrir sólinni, er nú var að rísa.
Fljótíð varð bjartara, og kom á *
það kaldlegur, daufur stálgljái.
— Hérna um daginn kom hann
enn þá einu sinni til mín. — Pabbi,
sagði hann, — er þetta ekki hrein-
asta forsmán fyrir okkur báða? Vís-
aðu henni burtu — hann^átti við þig I
sagði Silan Petrov hlæjandi. — Vís-
aðu henni burtu, sagði hann, gáðu
nú að þé maður. — Kæri sonur minn,
sagði eg, haföu þig nú sem fljótast