Austurland - 01.10.1921, Qupperneq 4
4
AUSTURland
Hyggilegast
er að kaupa neðanskráðar vörur í
Lyfjabúð Seyðisfjarðar
Allrahanda
Engifer
Kanil
Kardemommur
heilar og steyttar
Karry sterkasta teg.
Nellikur
Pipar beisk-
asta teg.
Lárberjablöð
„Bonemasse"
Búðingsduft
Gerduft í bréfum,
öskjum og lausri vigt
Eggjaduft
Þurkuð heilegg
Þurk. eggjarauðu
Sætar möndlur
Kokosmjöl
Skóáburður
brúnn og svartur
Citrondropa
Möndludropa
Vanilledropa
Vanillesykur
BI. ávaxtasaft
Hindberjasaft
Kirsuberjasaft
Semoule-grjón
handa börnum
Möndlusápa og
Rosenglycerinsápa fæst nú aftur.
Assellol
og
Assellol Maltextrakt
mjög bragðgott, styrkjandi
og nærandi handa börnum
og fullorðnum — og eng-
inn er svo magaveikur að
hann þoli það ekki.
Lífrœnt-
jdrnmeðal
Bra^ðgott,styrkjanói,blóðaukanöi.
Seyðisfjarðar Apótek
P. L.MOGENSE.N.
Rheumatoi
nýtt gigtarmeðal, sem hríf-
ur mjög fljótt.
Incitamin
nýtt sárameðal, sem einnig
er miög fljótvirkt.
Kreolin er langbezta fjárbaðið.
Tóbaksbaunir og tóbaksdropar eru ómissandi í neftóbak.
AUSTURLAND
kemur út vikulega.
Verð 5 kr. árgangurinn.
Gjalddagi 1. júlí
Ritstjóri og ábyrgðarmaður
Guðm. G. Hagalín
— Sími 54 —
Afgreiðslu- og innheimtu-maöur
Herm. Þorsteinsson
— Sími 13 B —
Prentsmiðja Austuriands.
Vinnustofa mín
er flutt í hús Guðrúnar Ólafsdóttur, næsta hús við bóka-
verzlun Péturs Jóhannssonar.
Guðm. W. Kristjánsson
úrsmiður.
rAFMAGNSTQÐVAr
RAFMAGNSTOÐVAR
Mikið af allskonar
Vefjartvisti
Nýkominn í verzlun
St. Th. Jónssonar.
Mótorbátur til sölu.
Mótorbátur 8 smálestir að stærð, súðbyggður úr B/4” eik. Með 10
hesta nýlegri og ágætri Gideonsvél með öllu tilheyrandi og vel útbúinn,
er til sölu. Veiðarfæri geta fylgt ef vill. Bátur og vél hetlr verið vel
hirt og er í ágætu standi. Listhafendur snúi sér til
Hermann Þorsteinsson, Seyðisfirði.
Prentsmiðja Austurlands umbúðapappír tvíritunarbækur
prentar og selur allskonar eyðublöð og reikninga,
með eða án firmanafns. Hefur til sölu ágætan póst-
pappír (margar teg.) og umslög, áprentað eftir vild.
Leysir fljótt og vel af hendi allskonar prentun.
fæst keyptur í
Prentsmiðju Austurlands.
fást eftir pöntun prent-
aðar og h e f t a r í
PRENTSMIÐJU AUSTURLANDS
burtu, ef þér er ant um líf þitt og
Iimi. Eg skal tæta þig í sundur, ögn
fyrir ögn, eins og feyskna tusku. Þú
mátt vera viss um það, að ekki skal
verða eftir hinn minsti vottur af dy^ð
þinni og dásemdum. Mér sjálfum til
bölvunar hef eg getið þig, óræktar-
ormurinn þinn. Hann skalf og titraði
frá hvirfli til ilja. Pabbí, er þá mín
sökin? Já, þín er sökin, afstyrmið
þitt, því að þú ert mér þrándur í götu.
Sekur ertu, af því að þú ert ekki
maður til að ganga eftir rétti þínum.
Þú ert viðbjóðslegri en sjálfdauður
rolluskrokkur. Ef þú hefðir nú ekki
verið veiklaður vesalingur, þá hefði
það verið sök sér, þá hefði þó verið
hægt að drepa þig, en jafnvel sú leið
er lokuð. Mér þykir það leitt þín
vegna, kvikindisgreyið þitt. Hann
gafst upp. Ó, Marja, skelfing er að
vita hvað mennirnir geta verið orðn-
ir aumir.
Ef það hefðu verið einhverir aðrir
— ja, þá hefðu þeir ef til vill slitið
af sér snöruna. En við sitjum föst í
henni —■ meira að segja gæti það
sem bezt komið fyrir, að við smeygð-
um henni hvort á annars höfuð.
— Hvaða bull er nú í þér? sagði
Marja hrædd og leit á hann jþar sem
hann stóð, fílsterkur, þungbúinn og
kaldur sem klakinn.
— Bara að hann gæti dáið — það
er einmitt það — bara að hann gæti
dáið — það væri okkur öllum fyrir
beztu, þá væri alt eins og það ætti
að vera. Þá mundi eg fá ættingjum
þínum jörðina mína í hendur, til þess
að gera þá ánægða — og við tvö,
við gætum farið til Siberíu, eða til
Kuban. Og yrði svo spurt að hver
þú værir, þá segði eg auðvitað að þú
værir konan mín. Það væri víst hæg-
ur vandi að útvega skjallega sönnun
þess. Svo mundi eg fara að verzla
í einhverju þorpinu, og á því gætum
við fleytt fram lífinu — og þá mundi
guð áreiðanlega fyrirgefa okkur synd
okkar. Til lífsviðurværis þyrftum við
nú ekki svo mikið Og svo mundum
við reyna að létta mönnum lífið. og
þeir mundu hjálpa okkur til að friða
samvizku okkar. — Finst þér að það
gæti ekki gengið bærilega, Mascha?
— Jú, sagði hún og stundi, lygndi
augunum og varð hugsandi á svip.
Þau þögðu nokkra hríð. — Vatn-
ið niðaði..........
— Líkastur er hann nú liðnu líki.
Kannske hann deyi bráðum, sagði
Silan Petrov ömurlega.
— Ojá, guö gefi að það verði
sem fyrst, sagði þá Marja og kross-
aði sig.
Geislar vorsólarinnar rufu skýin og
vörpuðu öllum litum regnbogans á
vatnsflötinn og gerðu hann gullinn.
Og vindurinn kom. Alt titraði í brosi.
Heiðblár himininn gægðist gegnum
skýjarofin og speglaði sig í fljótinu.
Og nú voru prammarnir komnir út
úr skýjaklökkunum miklu.
Þeir höfðu þjappast saman í fer-
lega, svarta þúst og héngu grafkyr
og eins og hykandi yfir hinu breiða
fljóti. Það var sem þau væru að í-
huga það, hvort þau ættu að flýja
geislandi vorsólina, sem átti slíka
gnægð Ijóss og gleði, eða hvort þau
ættu að velja leiðina mót féndum sín-
um, snædrífu hinnar köldu vetrarnæt-
ur, sem eigi hafði í tæka tíð flúið
vorið.
En framundan prömmunum var
heiður himinn, og sólin björt og gleðj-
andi færðist hærrá og hærra yfir
fljótið, upp á bláhvolf himinsins.
Á stjórnborða gat að líta fjall-
krýndan fljótsbakkann, faldaðan græn-
um skógum. Og á bakborða sást
óljóst fagurgræn ábreiða — engi,
stráð daggperlum.
Loftið fyltist angan frjóvgrar mold-
ar, gróandi grasa og trjálímsblöndn-
um ilmi barrtrjánna.
Silan Petrov leit aftur í skutinn,
þar sem Sergei óg Mitrij stóðu eins
og steingjörvungar. En svo langt var
á milli, að enn þá gat hann ekki
greint andlitsdrættina.
Síðan leit hann á Marju. Henni
var kalt, og hún stóð hnípin við ár
sína.
Sólin varpaði yfir hana geislaflóði,
er hún stóð þarna og horfði fram-
undan sér társtokknum augum. Um
varir hennar lék hið dularfulla, töfr-
andi bros, sem gerir hverja konu,
jafnvel þótt eigi sé hún fögur, heill-
andi og girnilega.
— Hafið augun í höfðinu, piltar
mínir, þrumaði Silan Petrov fullum
hálsi og fann brjóst sitt fyllast þrótti
og dug.
Og svo var sem rödd hans vekti
alt af svefni.
Lengi á eftir vörpuðu fljótsbakkarn-
ir bergmálinu á milli sín.
— Endir —