Austurland


Austurland - 29.10.1921, Side 4

Austurland - 29.10.1921, Side 4
4 AUSTURLAND Símskeyti frá fréttaritara Austurlands. Rvík 23/io. Reutersfréttastofa tilkynnir að allar stjórnir Bandamanna hafi samþykt tillögur um skiftingu Efri- schlesíu, án nokkurs fyrirvara enn þá óráðstafað ýmsum fjárhagsat- riðum, en niðurstaðan mælisthvar- yetna illa fyrir og réttur Þjóðverja sagður mjög fyrir borð borinn. Ber- línarfregnir segja Þjóðverja flýja frá Efrischlesíu, þúsundum saman þrátt fyrir margvíslegar tilraunir alþjóðanefndarinnar til að stöðva þann flótta. Nýafstaðnar bæjar- stjórnarkosninar í Berlín, jafnað- armenn urðu í minnihluta. Verð- bréfahækkun afskapleg í kauphöll- inni í Berlín. Sum verðbréf hafa hækkað um 1000°/o, en mark- gengið fallið gífurlega, 290 danskir aurar jafngilda hundrað mörkum. Pólskar hersveitir réðust inn í Efrischlesíu, en voru hraktar til baka. Ráðstjórnin rússneska hef- ur lagt vinnuskatt á bændur, hund- rað dagsverk árlega í þágu ríkis- ins. Reuters fréttastofa tilkynnir, að lýðveldisvörðurinn og sjóliðið hafi gert byltingu í Lissabon, for- sætisráðherrann fyrverandi ogýms- ir samverkamenn hans í gamla ráðuneytinu handteknir og skotnir, sagt að uppreistarforinginn Man- uele Opelle hafi myndað nýtt ráðuneyti. Havasfregnstofa hefir nú verið látin gefa út tilkynningu um hvernig Efrischlesíu verði skift. Landamerkin eiga að liggja aust- an við Liebnitz til suðurs, austan- vert við Beuten til Kattowitz og verða þær borgir allar í þýzka hlutanum. Borgirnar Tarnau og Königshuette verða pólskar. Frá Kattowitz liggja landamerkin til suðvesturs fyrir norðan Rybnik til Oderfljóts fyrir sunnan Ratibor. Rvík 26. okt. Ríkisbanki ráðstjórnar Rússlands stofnsettur, bankaútibú í Berlín. Rússnesk verzlunarnefnd, sjötíu manns, komin til Kristjaníu. Breta- stjórn hefur sent flotadeild til Portúgals, til að gæta brezkra hagsmupa. Bretar og írar deila mjög í samningunum, viðbúið að ráðstefnan verði rofin. Hersveitir Bandaríkjanna, sem verið hafa í Rínarlöndunum eru teknar að halda heimleiðis. Finsensstofnunin í Kaupmannahöfn heldur 25 ára afmæli hátíðlegt með víxlu nýrra deilda. Sagt er að Karl keisari hafi enn þá gert tiiraun til að brjótast til valda í Austurríki. Frá Berlín er símað að Wirth-ráðu- neytið hafi beiðst lausnar og er lausnarbeiðnin rökstudd með löngu máli um það, að vonir Þjóðverja um skiftingu Efrischlesíu þeim í hag fjárhagslega séu að engu orðn- ar og allar horfur gerbreyttar og að stjórnin sjái ekki fært að halda fram stefnu þeirri, er hún hafi fyigt. í tieíidsölu fyrirliggjantli: Frakkar Tilbúnir fatnaðir Fataefni Frakkaefni Kápueíni Fóðurefni Höfuðföt t Sokkar Handsápur Dósamjóik Vindlar stórir og smáir Munntóbak í bréfum Munntóbak í glösum og dósum í sósu. Sparkknettir Gæði verðs og vöru samfara. Sig. Arngrímsson. Hitt og þetta. Beðið hefur Gestur Jóhannsson að geta þess, að grein hans, sú, sem nú er birt í blaðinu, sé skrifuð áður en síðasti bæjarstjórn- arfundur var haldinn. f greinina hefur siæðst inn meinleg prentvilla 2. síðu 2. dálki, 3.' línu að ofan. Stendur þar: „En hversvegna o. s. frv.“ í stað: En hinsvegar. Ennfremur á sömu síðu 3. dálki, 23. Ifnu að ofan: „Þegar eg hreyföi því 1920". Á að vera: Sum- ariö 1920, þá er í 4 d. sömu síðu 24. I. aö ofan: „Verulegt". Á að vera: Viöunanlegt. Lestrarpróf. Eins og auglýst var, var lestrarpróf utanskólabarna innan 10 ára haldið hér áður en barnaskólinn hófst. Kom í Ijós á prófinu, að skólanefnd þótti ástæða til að skifta sér af fræðslu 6 barna á aldrinum frá 8—10 ára. Hefur nú nefndin séð um kenslu handa þeim. í ljós kom við prófið, að sum börnin voru frá þeim heimilum, sem ætla mætti að góð skilyrði hefðu til að láta börn- in fá sæmilega þekkingu. Er slíkt stór vítavert og mun verða til þess að eigi verða gerðar af skólanefndarinnar hálfu neinar fvilnanir með undanþágu frá prófinu. En sumir foreldra í bænum hafa reynt að skjóta börnum sínum undan, og mun skólanefndin bráðlega boða börn þau á próf og ganga ríkt eftir því framvegis, að foreldrum hald- ist eigi uppi að skjóta sér undan lestr- arprófsákvæðinu. Á prófum, sem þeg- ar hafa verið haldin, hefur það kom- ið glögglega í Ijós, að full ástæða er til afskifta. Og samkvæmt fræðslulögun- um er skólanefndum heimilað, þar sem foreldrar þverskallasf við að láta kenna börnum sínum nægilega lestur, að fá þeim kenslu, hvað sem foreldrarnir segja. Mega allir sjá nauðsyn þá, sem á því er, að börnin séu lesandi þegar þau koma í skólann, þar eð ella geta þau alls ekki haft full not kenslunnar og draga að óþörfu tíma frá hinum. Bœjarstjórnarfundur var haldinn í fyrradag og lögð þar fram fjárhagsáætlun bæjarins fyrir næsta ár. Var henni vísað til 2. umr. eftir litlar umræður. Tekjur og gjöld eru ááetluð 86 þúsundir króna. Niður á að jafna samkvæmt áætluninni 43 þúsund- um. Var þá tekin fyrir leiga Garðars- húsanna. Höföu tvö tilboð komið, 2500 króna tilboð frá konsúl St. Th. Jónssyni, fyrverandi leigjanda, og 3000 króna tilboð frá Kaupfélaginu. En hafnarnefnd lagði til með samþykki Stefáns, að honum yrðu leigð öll hús- in með kolaplássi fyrir 3150 kr. til 3ja ára og forgangsréttur Sameinaða gufu-, skipafélagsins skyldi falla burt. Þá kom fram tillaga frá Sveini Árnasyni um að gefa báðum lýsthafendum kost á Ieigu R A F H I T U N R A F M AGNSTÖÐVAR Therma rafsuðu áhöld bezt. Indr. Helgassn. AFMAGNSTÖÐVAR AUSTURLAND kemur út vikulega. Verð 5 kr. árgangurinn. Gjalddagi 1. júlí Ritstjóri og ábyrgðarmaður Guðm. G. Hagalín — Sími 54 — Afgreiðslu- og innheimtu-maður Herm. Þorsteinsson — Sími 13 B — Prentsmiðja Austurlands. Ágætt baðlyf nýkomið. Framtíðin. er nú komið aftur í verzlun St. Th. Jóns- sonar; með því má spara smjör og sykur Fjárbaðið komið. Loksins er nú fjárbaðið góða komið. Þeir, sem hafa beðið eftir því, eru nú beðnir að vitja þess sem fyrst. Verzl. St. Th. Jónssonar, Seyðisfirði. Verð á vörum er sem hér segir: Hveiti, fjórar tegundir í pokum 63 kg. 48,00, 50,00, 55,00 og 56,00. Hafragrjón, í pokum 63 kg. 45,00. Rúgmjöl, 100 kg. sekkur 50,00. — 50 — — 25,25. Molasykur, kg. 110. Sáldsykur, — 100. Útbó Landsverzlunar, Seyöisfirði. Unglingaskólinn á Seyöisfirði byrjar þriðjudaginn 1. nóvember, Þá eiga nemendur skólans aö mæta í skólahúsinu kl. 4 e. h. f. h. Skólanefndar Sveinn Árnason. húsanna þannig, að þeim yrði skift á milli þeirra. Var sú tillága feld og íleiri breytingartillögur, sem fram komu í málinu. Loks var tillaga hafnarnefnd- ar samþykt með þeirri breýtingu, að kolaplássið skyldi leigt fyrir 300 krónur í stað 150 kr. Voru 5 með, en4 móti. Umræðurnar og meðferð málsins þótti hvorttveggja all-kynlegt og skemtilegt á sína vísu. Er óhætt að segja, að ekki sé það víða venja, að hreinir og beinir samningar fari fram á öpinberum fund- um bæjarstjórna. Kemur slfkt all- skringilega fyrir sjónir, og á betur við aö það fari fram í kyrþei, af þar til völdum mönnum úr bæjarstjórninni. Spurningar og svör rnilli bæjarstjórnar- manna og „privat“ manns, sem er að semja um leigu á eign, gætu komiö fram í því liósi, sem ekki mun vera heppi- legt virðingu bæjarstjórnarinnar, jafnvel Hvaö er „Korn Flakes"? Þaö er amerískt nýmeti sem hver húsmóöir vill nota þegar hún hefur reynt það einu sinni. Stór pakki að eins kr. 1,45. Fæst aðefns hjá H.f. Framtíöin. þannig, að bæjarstjórnin sé blátt áfram að spyrja samningsaðila, hvað hún megi gera í þessu eða hinu máli og hvað honum allra mildilegast þóknist. Hjónaband. Gefin voru saman á Norðfirði í gær, Kristín Blöndal og Ingi T. Lárusson, tónskáld og stöðvarstjóri. Óskar „Aust- urland“ hjónunum allra heilla.

x

Austurland

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Austurland
https://timarit.is/publication/163

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.