Austurland - 26.11.1921, Side 2
2
AUSTURLAND
Seyðisfirði
hafa fyrirliggjandi
Oma- smjörlíki
Jarðepli
Mjólk
Sáldsykur
Kandís, rauðan
Kartöflumjöl
Riismjöl
Súkkulaði Umbúðastriga
Kakao Þakpappa
Kanel, heilan Saum 2—4”
Aprikosur, þurk. Eldspítur
Ferskjur, þurk. Stangasápu
Export Grænsápu
Kex Hrátjöru
ingu „inflúensuna" og andaðist að
eins 51 árs að aldri. Hafði hann
þá þjónað hreppstjórnarembætti
22 ár. Hreppsnefndaroddviti var
hann um hríð. Hann var og for-
maður í stjórn kaupféiagsins. Hann
hafði yfir miklum gáfnm að ráða
og las mikið. Fylgdist hann fast
með í stjórnmálum og öllu, er
hann gat fræðst um, og þótti að
nokkru nýtt. Hann var að upp-
lagi fremur óframfærinn, en sveik
aldrei hlutverk sitt, og var þar
sem hann var. Hann íhugaði
vandlega, fyr en hann dæmdi, og
reyndi jafnframt að rökstyðja mál
sitt vel.
Þaö mun óhætt að fullyrða, að
þótt heijsa hans væri orðin ærið
biluð að síðustu, þá verður vand-
skipað sæti hans svo eins vel sé
sem var.
Það er mál margra manna nú,
að enginn í þessari sveit hafi not-
ið almennari ástar og virðingar
en hann. Kveðja nú vinirnir
minningu hans með hinum al-
kunnu fornyrðum í „Hávamálum":
„Deyr fé
Deyja frændur
Deyr sjálfur et sama
En orðstýr
Deyr aldrigi
Hveim sér góðan getur“.
Frá nokkrum af vinium hins látna.
Símskeyti
frá
fréttaritara Austurlands.
19. nóv.
Ólafur Friðriksson ritstjóri kom
fyrir nokkru frá Rússlandi og
hafði með sér rússneskan dreng,
sem hann hafði tekið að sér.
Drengurinn hafði illkynjaða, smit-
andi augnveiki (Trachoma). Augn-
læknir og landlæknir töldu nauð-
synlegt að vísa drengnum úr landi
og Stjórnarráðið úrskurðaði að
hann yrði fluttur út með Botníu
í gær. Ólafur undi því illa og
fór á fund eins ráðherrans og
krafðist þess að drengnum yrði
veittur lífeyrir næstu tvö eða þrjú
ár, samtals 3600 kr. Ráðherra
bauð þúsund kr. og sagðist að
auki leggja eitthvað fram sjálfur,
en Ólafur vildi ekki ganga að því,
og er talið að samningar hafi
strandað á þessu fjárhagsatriði. í
gær fór lögreglan að sækja dreng-
inn á heimili Ólafs í Suðurgötu.
Ólafur hafði hjá sér nokkra menn.
Eftir nokkra leit fann lögreglan
drenginn falinn í skáp undir stiga
og komst með hann út úr hús-
inu, en þá var ráðist að henni
með bareflum, og urðu harðar
ryskingar, einn rögreglumaður var
sleginn í rot og einn úr hinu lið-
inu. Viðureigninni lauk þannig,
að drengurinn var tekinn af lög-
reglunni og farið með hann inn
í húsið aftur. Lögreglan fór öðru
sinni inn í húsið. Mikill mann-
fjöldi hafði safnast saman í Suð-
urgötu og beið úrslitanna. Góð-
gjarnir menn báru þá sáttaboð á
milli og færðu Ólafi þau skilaboð
frá stjórninni, að hún vildi nú
greiða fé það, er hann krafðist
upphaflega, en hann hafnaði þá
öllum sættum. Klukkan fjögur
kom lögreglan skyndilega út úr
húsinu og hætti þá öllum tilraun-
um til að ná drengnum. Sam-
herjar Ólafs komu inn til hans á
eftir og höfðu söng og gleðskap
um kvöldið. Forsætisráðherra var
lagður af stað með Botníu til
Danmerkur, er þetta gerðist, en
sneri við í Hafnarfirði.
20. nóv.
Hughes krefst þess að ítalir og
Frakkar minki herskipaflota sinn.
Balfour leggur til að kafbátahern-
aður verði bannaður, eða að
minsta kosti takmarkaður. Kín-
verjar krefjast þess að Japanar
verði sviftir forréttindum þeim, sem
þeir hafa í Kína. Ennfremur krefj-
ast þeir upptöku í bandalag Jap-
ana og Breta. Auðmaðurinn
Ford tjáir sig fúsan tii að kaupa
alla herskipaflota, til að smíða úr
þeim bifreiðar og jarðyrkjuverk-
færi.
Stjórnin hefur gefið út bráða-
birgðalög um tolllækkun, er gilda
frá 12. þ. m. Er kolatollur nú 5
kr., en salttollur 3 kr.
21. nóv.
Það er fullyrt að viðreisnar-
nefnd Bandamanna telji gjaldþo!
Þýzkalands ekki þrotið. Nefndin
vill ekki veita gjaldfrest á næstu
afborgun í janúar og febrúar.
Brezka flotastjórnin hefur í svip-
inn hætt byggingu stóru herskip-
anna, sem Bretar hafa í smíðum.
Herskipasmíði Bandaríkjanna held-
ur áfram, þangað til ákvörðun
hefur verið tekin á ráðstefnunni í
Washington. Búist er við að
Þýzkalandi verði boðið að senda
fulltrúa til Washingtonráðstefnunn-
ar, til þess að gera grein fyrir
sérbúnaði sínum og fjárhag.
Hér í bænum hefur ekkert gerzt
opinberlega í uppþotsmálinu síðan
á föstudaginn. Óiafur Friðriksson
hefur um sig vörð nætur og daga,
og mun búast við annari heim-
sókn. Lögfræðingar telja atferli
hans skýlaust brot á hegningar-
lögunum. Stjórnin lætur ekkert
uppi hvað hún ætlar að gera.
23. nóv.
Símað er frá Washington að
Bandaríkjastjórn leyfi engar veru-
legar breytingar við tillögur Hughes,
þær séu því skoðaðar sem ein-
valdsskipun til allra þjóða. Jap-
önum hefur verið tilkynt, að þeirfái
ekki að hafa stærri flota en ráð-
gert var. Bandaríkin hóta að
beita öllu sínu fjármagni og iðn-
aðarvaldi til þess að smíða fleiri
herskip en aðrar þjóðir. Fjárhag-
ur Breta þannig, að þeir treystast
ekki til að leggja út í samkeppn-
ina og hafa því í raun og veru
gefið upp ævagömul yfirráð sín á
hafinu, að minsta kosti um stund-
arsakir. Kato flotaforingi Japana,
hefur viðurkent bandalag við Breta
dauðadæmt og afleiðingin muni
verða sú, að gulu þjóðflokkarnir
í Asíu geri í kyrþey örugt banda-
lag gegn Bretum og Bandaríkjun-
um. Karl keisari og Zita drotning
komu til Madeira á laugardaginn.
Hugo Stinnes er staddur í London.
Koma hans þangað vekur engu
minni eftirtekt en ráðstefnan í
Washington. Tilgangi fararinnar
er haldið leyndum, en getið er
þess til, að för hans standi í sam-
bandi við endurreisn á fjárhag
þjóðanna, og ennfremur að Bret-
land, Bandaríkin og Þýzkaland
muni gera bandalag um að nota
auðsuppsprettur Rússlands.
Rvík 23. nóv.
Lögregluliðið og fjölment auka-
lið, undir stjórn Jóhanns Jóns-
sonar. skipstjóra á „Þór“, safnað-
ist að húsi Ólafs Friðrikssonar í
Suðurgötu, klukkan eitt í dag,
húsið brotið upp, Ólafur og
nokkrir aðrir teknir til fanga.
Ekkert viðnám veitt, nema að
loka húsinu. Rússneski drengur-
inn tekinn og settur í sóttvörn.
Nánari fregnir síðar.
Ragna bóndakona.
Eftir Thomas Krag.
[Thomas Krag var Norðmaður, fæddur í Kragero 1868.
Faðir hans var stjórnmálamaður og verkfræðingur í hern-
um. Thomas Krag var helzta skáld nýrómantisku stefnunn-
ar í Noregi. Er hann hugmyndaríkur mjög, meistari á mál
og stíl, og' er oftast í bókum hans þung undiralda einhverra
fjarrænna kynjaafla. Einkum lætur honum vel að lýsa ein-
mana sálum, sem eru heimilisvana mitt í auði og allsnægt-
um. Þó eru sögur hans stundum hressandi og góðlátlegar,
eins og smásaga sú, sem hér birtist í þýðingu. Krag iézt í
Kaupmannahöfn 1913. Helztu bækur hans eru „Ada Wilde“,
„Ulf Ran“, „Qunvor Kjeld“, „Kobberslangen“, „Mester
Magius“ og „Frank Hjelm“. Skáldið Vilhelm Krag er bróðir
hans, lítið eitt yngri. Er hann eitt hið Ijóðrænasta yngri
skálda Norðmanna. Einasta kvæðið, sem út mun hafa kom-
ið eftir hann á íslenzku, er „Vornótt11 í „Blindskerjum'*
Guðmundar G. Hagalíns.]
Götur Kristianíu eru fábreyttar og tómlátlegar.
Menn, sem eru þar á gangi, verða þess varla varir,
að þeir séu staddir í höfuðborg Noregs, æfintýra-
landsins mikla. Skógurinn, fjöllin og hafiö ná ekki
2
að senda þangað hinn minsta skugga eða hinn
léttasta andblæ.
En alt í einu kemur stór og einkennilegur mað-
ur á móti þér. Og þér bregður í brún, þegar þú
sér hann. Því að með sanni má segja, að hann
virðist kominn vera frá furuskógunum og fjöllun-
um háu. Hárið er sítt og þykt og fellur á herðar
niður. Augun eru djúp og fögur og brúnirnar mikl-
ar og loðnar. Og á öðrum þumalfingrinum er nögl-
in bogin, nærri því eins og á rándýri. Má vel vera,
að hann beri kensl á kyngi fjallanna og öræfanna.
Að líkindum er maður þessi einhver hinn
mesti göngugarpur Noregs. Hann fer burt úr borg-
inni eins oft og þess er kostur. Varla mun nokkur
sakna hans þar og varla nokkur vænta hans þang-
að með óþreyju. Og hann fer langt upp í sveitir.
Hann reikar bæ frá bæ og upp í hina afskektustu
fjalldali. Og allsstaðar tekur hann bændurna tali.
Hann skilur þá vel, því að hann er sjálfur af bænda-
fólki kominn. Og alt sem þeir segja honum og
eitthvert gildl hefur, svo sem kynleg örlög, æfin-
týri og dáðrík afrek, setur hann á minnið og skrif-
ar hjá sér.
Svo bar það við eitt sinn síðari hluta dags,
að maður þessi var staddur á heimili mínu í Krist-
ianiu og sagði mér sögur. Og þegar hann talaði
og sagði frá, færðust fjöllin og auðnirnar nær mér.
Ég sá bændabýli og stóra menn og þróttmikla,
og þvínæst heyrði ég sævarnið og vindgný, og