Austurland - 22.04.1922, Page 2

Austurland - 22.04.1922, Page 2
2 AUSTUkLAND Seyðisfirði hafa fyrirliggjandi: Sykur, höggvinn Kandís Þakpappa Strausykur Gerduft Vatnsfötur galv. Export Sagogrjón Umbúðastriga Kartöflumjöl Maismjöl Zinkhvítu Bankabygg Krystalsápu Kítti Hrísgrjón Fiskilínur Flandsápu Baunir Öngla Kex, og margt fleira Herm. Thorsteinsson & Co. Sími 13 Seyðisfirði Símnefni: Manni Hafa fyrirliggjandi: Sólaleður og allskonar skinn til skó- smíða. Skófatnað. Skóreimar. Skósvertuna „Cito“. Fiskilínur. Línu- tauma. Línukróka nr. 7. Smurningsolíur. Öxulfeiti. Skrifpappír o fl. Útvega allskonar vörur. — Fljót afgreiðsla. — Áreiðanleg viðskifti. Nýkomnar vörur: Cheviot, klæði, kjólatau, rautt flauel. Súkkulaði. Sumarfataefni Ijós, lasting, ermafóður, sultutau, millistrigi, sængurdúkur, lakaléreft, flónel. Tekex, Hattar svartir, nærföt, trollbuxur. Mjólk. Alominiumpottar 6 stærðir. Brjóstsykur, kakaó, te. — Sköfatnaður á börn og fullorðna. Byssur, hinar beztu og ódýrustu sem fáanlegar eru. — Gummístígvél og rifflar koma mjög bráðlega. — VERZLUN E. J. WAAGE. Líft kaupa menn beztar og ódýrastar í líftryggingarfél. A N D V A K A hjá Herm. Þorsteinssyni, Seyðisfirði. ryggingar Steinolía. í sumar mun eg hafa fyrirliggj- andi steinolín hér á Seyðisfirði frá Landsverzluninni. — Herm. Þorsteinsson Vestfirzkan ágætis harðfisk og rikling útvegar og selur Einar Jónsson, Pöntun, Seyðisf. isl. smjör og skyr tekið sem borgun, ef vill. — Bændur, athugið þetta! hafa gefið út eftir sig „kvæða- kver“. Heiti þau „Náttsölir" „Sól- dægur“, „Langeldar" og „Blindsker" Nöfnin séu nóu falleg, en annars alt tómur leirburður barnaskapur og stæl- ingar. Ekki skulu menn ætla að þetta séu að nokkru leyti rökstudd ummæli og því ekki verð svara, enda ætla ég ekki að gera athugasemd við sjálfan dóminn. En höfundur tekur þarna bók mína „Blindsker" og getur þess að ég hefði fengið skáldastyrk fyrir haná, eða fyrir kvæðin, sem hann hefur áður lýst í hinum sameiginlega dómi. Mega því þeir, er hafa traust á ummælum blaðsins, ef þeir annars eru tii, hafa lágar hugmyndir um nefnd þá, er skiftir skáldastyrknum. En svo er mál með vexti, að 9 arkir af 12 í hinu svonefnda „kvæðakveri“ eru óbundið mál. (Þess getur ritstjórinn ekki). Og mun bókmentanefndin hafa litið á það sem kjarna bókarinnar. Ritstjóri „Tímans" á líklega eftir að lesa bókina, hefur þó ef til vill séð um hana dóm eftir mág sinn Ásgeir Ásgeirsson kennaraskólakennara og cand. theol., sem skrifaði í „Skóla- blaðið" af góðum skilningi, einmitt um sögurnar! Ritstjórinn hafði eigi áður minst á bókina, en notar þarna tækifærið til að smeygja um- sögn um hana inn í dóm sinn um „kvæðakverin". Hefur honum virzt sú aðferð hæfilega sakleysisleg og eigi eins tortryggileg og að taka bókina eina. En sumir mundu kalla aðferð þessa tilraun til að skaða höfund bókarinnar á lúalegan hátt með falsi og yfirdrepsskap. Minnir það menn ef til vill á ummælin í „Tímanum" um bók Sigurðar skálds Sigurðsson- ar frá Arnarholti, þá'er blaðið varð ósátt við hann út úr pólitík. Kvað þá „Tíminn“ Sigurð hafa gefið út bók, sem ekkert hefði sér annað til ágætis en það, að í henni fyndist eng- in prentvilla! En einmitt sú bók er og verður af öllum sanngjörnum mönnum sem vit hafa á talin „klass- isk“ í bókmentunum íslenzku, þótt eigi sé hún nema „kvæðakver". Loks skal þess getið, að ritstjórinn telur skástu setninguna í „kvæðakverunum". „Mér fanst ég finna til“. (Ég hef ekki lesið umræddar ljóðabækur enn - og veit því ekki í hverri þeirra setn- ingin er). Mér hefur því dottið í hug, hvort eigi mætti segja um ritstjórann, að það hefði hann lengst komist á sannleiksbrautinni, að hann gæti sagt: Mér fanst ég segja satt. Því miður munu þeir menn hafa verið til, og eru að því er virðist enn, sem ekki vita hvenær þeir Ijúga eða segja satt. Guðm. G. Hagalín. Símskeyti frá fréttaritara Austurlands. Rvík 8. apríl Annar togari Sleipnisfélagsins er kominn og heitir Gulltoppur. Ný ferðaáætlun er komin út fyrir Ster- ling og á hann að fara austur um land 20. apríl, í hringferð. Fylla kemur um mánaöamótin. Gullfoss fór frá Kaupmannahöfn í morgun. Verkbann- inu í Danmörku er lokið, vinna byrj- ar á mánudaginn. í Neðrideild í gær var rætt frumvarp um að heim- ila stjórninni nefndarskipun til að meta útlendan gjaldeyri. í dí.g var rætt um innflutningshöftin: Voru ræðumenn Þrír: Sveinn Ólafsson, framsögumaö- ur, atvinnumálaráðherra tjáði sig hlið- hollan frumvarpinu, en Magnús Jóns- son docent flutti langa mótmælaræðu og vildi fella frumvarpið strax. Fram- hald fyrstu umræðu verður á mánu- daginn. Rvík 11. apríl Sorgarguðsþjónusta var haldin í Vínarborg til minningar um Karl keis- ara. Var krafist að hann yrði jarö- settur þar, en stjórnin neitaði. Hav- as fréttastofa tilkynnir að hjarta Karls keisara verði flutt til Austurríkis. Stjórnin f Budapest hefur leyft Zitu keisaraekkju og börnum hennar lands- vist. Genúafundurinn byrjar í dag, 35 ríki eru þátttakendur og 300 blaða- menn eru viðstaddir. Þrjátíu pokum af brerkum stjórnarpósti til Genúa, var rænt úr franskri hraðlest. Breta- stjórn hefur tilkynt aö hún vilji fram- vegis taka rentur af herlánum þeim er Frakkar skulda Bretum. Hefur þetta vakið mikinn óhug, þar eð árs- rentur eru ekki minna en 14 miljarð- ar gullmarka, sem Frakkar geta með engu móti greitt. Fáíkinn tók í landhelgi þýzka tog- arann Wilhelm Reinhold, sem áöur smyglaði víni hingað. Þórður Guö- mundsson í Hala, fyrrum alþingis- maður, er dáinn. Viðskiftahöftin voru rædd á 2 þingfundum í Neðri deild í gær. Framhald 1. umr. ennþá ídag. Rvík 12. apríl. Tvær flugvélar rákust á í blindþoku, milli Parísar og Lundúna. Valera hótar uppreist í írlandi. Genúafund- urinn var settur 10. þ. m., forseti var kjörinp Facta forsætisráðherra ítala. í fundarbyrjun urðu hnippingar milli franska ráðherrans Barthon og Tschi- tscherin utanríkisráðherra ráðstjórnar Rússlands. Lauk þeim svo, að fundar- Stjóri tók af þeim orðið. í Neðrideild í gærdag urðu hvass- ar umræður um viðskiftahöftin á tveim þingfundum. Framhald fyrstu umræðu. Rvík 14 avríl Frumvarpinu um að meta erlendan gjaldeyri vísað til annarar umræðu með 19 atkv. gegn 6. Fyrsta umræða um viðskiftahöftin stóð fjóra daga, sex þingfundi. Var frumvarpinu vísaö til annarar urnræðu með 17 atkv gegn 11,5 kváðust að eins greiða því atkv. til annarar umræðu. Breyting er fram- komin frá Birni Hallssyni og fleirum um að heimila stjórninni að eins að banna innflutning á vörum, er hún telji ónauðsynlegar, en gjaldeyris eft- irlitinu og nefndarskipuninni sé slept. Horfur á að breytingin verði samþykt eða frumvarpið felt í Efrideild. Rvík. 18 apríl Genúafundurinn: Lloyd George hefur lagt fyrir fjárhagsnefnd tillögu um stórt útlent lán handa Þýzkalandi og fengið samþykt að Þýzkaland og Rússland hafi jafnrétti við önnur ríki á fundinum. Sveinn Björnsson, sendi- herra, fer til Genúa og situr ráðstefn- una sem fulltrúi íslands. Góöur togaraafli. Gullfoss kom í gærkvöld. Ekkjufrú Þórunn Jónassen dáin. Rvík 20. apríl Vélbátur fórst frá Eyrarbakka ann- an páskadag og druknuðu sjö menn. Einnig fórst frá Hafnarfirði róðrar- bátur með þrem mönnum, síðastl. þriðjudag. Fjárlögin voru afgreidd frá þinginu í gær, með hundrað þús. kr. tekjuhalla. För Sterlings heíur verið frestað til 26. þ. m. vegna þingmann- anna. Englandsbanki hefur lækkað forv. niður í 4 prc. MYNTGENGI í KAUPMH. ls/4: Sterlingspund ......... 20,78 Dollar ................. 4,71 Mörk .................. 1,66 Saenskar krónur .... 122,50 Norskar — .... 88,50 Franki frakkneskur .. 44,00 — svissneskur .. 91,75 Lírur ................. 25,85 Pesetar ............... 73,15 Gyllini .............. 178,80 Tekju- og eignaskattslögin. í 12. tbl. Austurlands frá 25. f. m. er grein með þessari yfirskrift, en undirskriftinni Skattþegn. Aðaltilgangur höfundarins er að vekja eftirtekt á 11. og 12. gr. tekju- skattslaganna, og kemst hann að þeirri niðurstöðu, að vafi geti leikið á, hvern- ig skilja beri nefndar lagagreinir um framtal ófjárráða barna í foreldrahús- um, en á þeim skilningi geti að nokkru oltið, „hversu réttlát eða ranglát" Iög- in eru gagnvart skattþegnum inn- byrðis. Þessar lagagreinir skilst mér að naumast verði misskildar. Samkv. 11. gr. má ekki teija til reksturskostn- aðar kaup og fæði foreldra og barna í foreldrahúsum innan 21 árs, og sam- kvæmt 12. gr. skal faðir telja fram eignir og tekjur barna, serri teljast, — innan sama aldurstakmarks — með sínum. Með orðinu skyldulið í 11. gr. get- ur ekki verið meint annað, en for- eldrar og börn í foreldrahúsum inn- an 21 árs, samanber ,tnema sá telji

x

Austurland

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Austurland
https://timarit.is/publication/163

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.