Austurland - 22.04.1922, Side 3
AUSTURLAND
3
Tuliniusverzlun á Vestdalsevri
hefur með síðustu skipum fengið mikið af allskonar vörum. — Meðal annars má nefna:
Kornvörur, jarðepli, brauð, pylsur, ost. Nýlenduvörur. Járnvörur,
blikkvörur, leir- og gler-vörur, emailleraðar vörur.
Timbur. - Skófatnað. - Olíuíöt og
allskonar vinuuföt.
Vörurnar verða seldar með mjög sanngjörnu verði.
Herm. Thorsteinsson & to.
Sfmi 13. ' Seyðisfirði. Símnefni Manni.
Kaupa í sumar fyrir peninga:
Ull, Lambskinn, Selskinn,Lýsi og Sundmaga.
Taka aö sér aö selja fisk og allar aðrar innlendar afuröir.
fram tekjur sínar sér“ þ. e. börn í
foreldrahúsum yfir 21 árs, sem því
eru sjálfstæðir skattgreiðendur. Enda
skilst mér að höfundinum liggi nær
að skilja þetta á þennan hátt, og grein-
ir okkur þá ekki mikið á um það at-
riði. En það er annað í grein hans,
sem eg sérstaklega vil benda á, aö
muni ekki vera rétt skilið.
Greinarhöf. tekur dæmi af tveim
skattþegnum, sem hann nefnir A og
B. — A rekur búið með 5—6 ófjár-
ráða börnum sínuin, en B með 4 ó-
viðkomandi vinnuhjúum, 2 karlmönn-
um og 2 kvenm., jafnmiklar tekjur á-
ætlaðar hjá báðum 9450 kr. og aðr-
ar ástæður jafnar. — Mun þá vera ó-
hætt að áaetia 6 óþroskaöa unglinga
móti 4 þroskuðum. — Verða þá
tekjur þessara skattgreiðenda, eftir
skilningi höfundarins: A 7000 kr. og
af því 280 kr. skattur, en B 1300 kr.
og af því 16 kr. skattur og 43 kr.
skattur sem vinnufólkið greiðir, sam-
tals 59 kr.
Ef þessi skilningur er nú í raun og
veru réttur, væri ekki undarlegt þótt
skattalögin séu þyrnir í augum manna
hvaö þetta atriði snertir. En hér er
nokkuð að athuga.
Fyrst og fremst er það, að höfund-
inum sést yfir að draga skattfrjálsu
upphæðina 500 kr. frá 6 börnum. —
þann frádrátt hafa allir skattgreiðend-
ur jafnt ósjálfstæðir sem sjálfstæðir.
— Samkv. 13. gr. umræddra laga,
orðunum : „Frá hreinum tekjum heim-
ilisfastra manna hér á landi skal draga
500 kr. og er sú upphæð skattfrjáls"
og reglugerðarákvæði 15. gr. bls. 18,
málsgr. „Framfæri“. Þar stendur:
„En með tekjum ósjálfstæðra skatt-
greiðenda, sem eru í foreldrahúsum,
er framfærið aldrei talið. 20 ára gam-
all maður, sem er í foreldrahúsurn*
geldur eigi skatt af framfæri því, sem
hann fær hjá föður sínum. En þó
ber að draga 500 kr. frá tekjum hans,
samkv. A I. l.“ Þessi frádráttur
nemur samtals 3000 kr. eftir eru þá
4000 kr. Skattur af þeirri upphæð
100 kr. Að öðru leyti er naumast
hægt að ætla að bóndi sem rekur bú-
skap með 9 börnum sínum frá 14—
20 ára, kosti ekki, að minsta kosti,
sem nemur 1000 kr. þeim til fram-
færis og menningar og þá um leið
framfæris annaðhvort í heimahúsum
eða á skólum. Þessa upphæð hefur
framteljandi líka skattfrjálsa samkv.
13. gr. laganna annari málsgrein;
reglugerðarákvæði 15 gr. 2 c. bis. 17
og sömu gr. bis. 18 c-Iiður. Þá eru
eftir 3000 kr.. Skattur af því 60 kr.
eða 1 kr. meira en B og vinnufólk
hans greiðir. En auðvitað minkar
skatturinn og eykst, eftir því, hvort
kostað er meira eða minna til menn-
ingar barnanna. Ekki ósennilegt að
hann hverfi alveg hjá mörgum undir
líkum kringumstæðum.
Þetta hygg eg sé réttur skilningur
á þessu atriði, en skýrari hefði reglu-
gerðin mátt vera, bæði um þetta og
fleira, og er víst ekkert einsdæmi þó
hún sé misskilin í einu og öðru, enda
ekki að ástæðulausu.
Með því sem að framan er sagt, er
engu slegið föstu um það, að ekki
hefði mátt koma þessu atriði betur
fyrir, svo sém með því, að láta börn
í foreldrahúsum innan 20 ára, telja
eigur sínar og tekjur fram sér, þ. e.
koma fram sem sjálfstæða skattgreið-
endur; mjög hæpið samt, að sú leið-
in reyndist réttlátari, eða heppilegri
til framkvæmda.
Breytingatill. Þorleifs Jónssonarog
fIM sem höf minnist á, þess efnis, aö
kaup og framfæri skylduliðs mætti
draga frá atvinnutekjum, held eg að
hafi verið fljóthugsað, því. ef fram-
færið hefði átt að dragast frá, varð
500 kr. frádrátturinn að falla niður,
þar sem svo stóð á, annars kom mis-
rétti fram.
500 kr. frádráttinn hafa allir únd-
antekningarlaust eftir mínum skilningi,
séu þeir 14 ára gamlir — og teljast
ekki ómagar .— jafnt ósjálfstæði
skattgreiðandinn í foreldrahúsum sem
æðsti starfsmaður landsins og hand-
aflamaðurinn, og skilst mér, að þessi
skattfrjálsa upphæð sé ætluð sem
þurftartekjur, þ. e. til lífsviðurhalds,
°g getur víst enginn neitað, að
er jafnrétti. Um hitt má deila, hvort
þessi upphæð er of há eða of lág.
Þá er hitt atriðið. Ef ætti að
draga kaup frá atvinnutekjum, af
hverju ætti þá að greiða skatt?
Árskaup hvers einstaklings er það,
sem hann vinnur sér inn á því ári.
Hvort það eru nefndar tekjur eða kaup
skiftir engu máli.
Kaup embættismanna eru tekjur
þeirra og af þeim eiga þeir að greiða
skatt, með þeim takmörkunum úm
frádrátt, er lögin setja.
Kaup vinnumannsins er það, sem
hann vinnur sér inn, hvort sem eru
afurðir af gripum, er hann hefur í
framgangi, eða aflar þess á annan
hátt, og í dæminu sem greinarh. tek-
ur, hefur B 1300 kr. i kaup fyrir sig
og konuna, af því leiðir að kaup fjöl-
skyldumannsins, eru þær tekjur, sem
búið gefur a.f sér, með þeim takmörk-
unum um frádrátt, er lögin setja. En
hversu réttlátur sá frádráttur er á
ýmsum sviðum í heild sinni, læt eg
ósagt að sinni. Vík ef til viíl að því
síðar, ef tími vinst til.
Annar skattþegn.
AUSTURLAND
Verð 5 kr. drgangurinn.
Gjalö ' gj 1. júi
Ritstjóri i .íbyrgðarmaður
Guðm. u. Hagalín
— Sími 54 —
Afgreiðslu- og innheimtu-maður
Herm. Þorsteinsson
— Sími 13 —
Prentsmiðja Austurlands.
FJÁRMARK.
Sýlt og fjöður aftan hægra, blað-
stýft fr. vinstra. Jön Einarsson,
— Hrafnkellsstöðum, Fijótsdal. —
Hjólhesta °e saumavélar
útvegar undirritaður. Ennfr. ann-
ast viðgerðir og útvegar varahluta.
Talsverðar birgðir nú hér á
staðnum.
Jóh. Petersen, BúOareyri.
Vegna
þess hve mikið er um aprílmál-
in, verður hitt og þetta að sitja á
hakanum.