Árvakur - 14.11.1913, Blaðsíða 2

Árvakur - 14.11.1913, Blaðsíða 2
2 ÁRVAKUR „Árvakur44 kemur út einu sinni á viku, þó líklega ekki nema tvisvar í mánuði til nýárs. Misserisgjald fastra, innlendra kaupenda 1 kr. 25 aur, erlendis 2 kr. Er þannig ódýrasta blað landsins. í lausasölu kostar blað- ið 5 aura. Sangjarnt auglýsinga\erð. Útgefandi: Hlutafjelag í Rvík. Ritstjóri og ábyrgðarmaður: Pétur Zóphóníasson, Grettisg. 19C. Afgreiðslumaður: Porsteinn Sig- urðsson, Laugarveg 22 B. Sími 431. Afgreiðslumaður einn annast alla fjárheimtu. Hann og Gutenberg taka við auglgsingum. sinna ráða að stofna íslenzkt Eim- skipafélag. funður i fram. Síðasta laugardag í f. m. var haldinn fyrsti fundur í heima- stjórnarfélaginu Fram síðan al- þingi hófst í sumar. Formaður félagsins, prófessor Lárus H. Bjarnason sagði ýtarlega frá gerðum þingsins. Að því loknu talaði Jón verkfræðingur Þorláks- son, og átaldi þá er ekki hefðu að- hylst bræðing og grút, og taldi »mjög vafasamt« að rétt væri að sam- þykkja stjórnarskrána óbreytta. Var ræða hans óvanalega stóryrt eftir þvi, er hann á vanda til. Síð- an töluðu Jón Ólafsson alþm., Jón Jónsson alþm. og Eggert Claessen yfirréttarmálaílutningsmaður. Ræða E. Cl. var ekkert annað en almenn skammaræða, er hvergi kom nálægt því er fyrir lá, og sem að vorum dómi var óhæfdeg í hverju félagi sem er. Að lyktum bar hann upp svohljóðandi tillögu: »Með því að fundurinn telur Hannes Hafstein hæfastan núlif- andi íslendinga tiL ráðherrastöð- unnar, lýsir hann megnri óánægju yíir tilraunum þeim, er gerðar voru á síðasta alþingi af hálfu nokkurra heimastjórnarmanna, þar á meðal þingmanna Reykjavikur, til þess að veikja stöðu hans og bola hann úr sessi«. Með þvi að ræðuhöld stóðu lengi yfir, þá frestaði formaður fundi. — 1. þ. m. var fundinum haldið áfram og voru þá hafðir aðgöngu- miðar samkvæmt gamalli reglu, en þess vandlega gætt að aðeins með- limir fengi aðgang. Höfðu Hannesliðarhaftframmiagi- tationir miklar í vikunni, 30 smala, og jafnvel byrjað á þeim strax meðan þing stóð yfir. Samt voru þeir mjög hræddir um, að þeir yrðu i minni hluta, enda mun varla vera efi á þvi, að þeir eru það ef allir félagsmeðlimir mœla, og á fundin- um gerðu þeir itrekaðar tilraunir til þess að ónýta fundinn, hleypa honum upp. Fyrst veittust þeir að öðr- Um dyraverði og rifu klæði hans, en það varð árangurslaust, for- maður gat, með aðstoð góðra manna, bælt þau ólæti niður. Þá tók E. Claessen sig til, og uddist með miklum móði inn fundarsalinn, neitaði að sýna að- göngumiðaþó að honum hefðiverið sendur hann um morguninn. Síðan veittist liann að formanni í sæti sinu, og stóðu þá upp skjald- sveinar hans Þorsteinn Gíslason, Gisli Þorbjarnarson, Kristófer, og kölluðu: »það er sjálfsagt að hleypa upp fundinum«. En formaður gat enn bælt nið- ur uppþotið, en þá símaði hann eftir lögreglustjóra, því hann vildi ekki eiga á hættu fleiri slíkj upp- þot áfundinum. Kom lögreglustjóri von bráðar, og var skamma stund, en eftir það var hljótt á fundinum. Fyrstur talaði þar Ág. Bjarna- son prófessor, mikið góða ræðu og um tillögur þær er fyrir lágu, en það( virtust þeir E. Cl. og J. Þorl. forðast sem heitan eld. Ræða prófessors L. H. Bjarna- son er prentuð hér á öðrum stað í blaðinu. Um ræðu E. CI. á þessum fundi er það skemst að segja, að hún var sem fyrri, skammir —ogfram- koman yfir höfuð óhæf sæmileg- um manni. Að lyktum voru umræður skorn- ar niður. og höfðu þá 5 menn beðið um orðið, og var tillaga E. CI. samþykt með um 150 atkv. móti 85. Önnur tillaga um að Heimastjórnarflokkurinn á alþingi 1913 hefði í öllum verulegum at- riðum fylgt stefnuskrá félagsins var feld með svipuðum atkvæðamun. Atkvæðagreiðsla þessi kom öll- um á óvart, jafnt tillögumönnum sem öðrum, og er enginn efi á því, að einhverjir hafa fipast í at- kvæðagreiðslunni. Svo mikið er víst, að enginn er vér höfum átt tal við, vilja leggja tillögu E. Cl. liðsyrði, enda er hún með fádæm- um vitlaus. Umræður á fundinum voru heit- ar. Ekki munu félagar hafa undr- ast það eins mikið og hitt, að Eggert Claessen fór þar að skýra frá einkamálum er hann hefir haft sem málaflutningsmaður. Menn þta alment svo á, að það, sem málaflutningsmaður fær að vita sem slikur, hjá viðskiftamönnum sinum, séu bein trúnaðarmál, er hann megi ekki skýra frá. Og það er enginn efi á því, að sú skoðun er rétt. Yfirleitt gekk E. Cl. feti framar i öllum ummælum en góð- um dreng sómir. Vatnar. Kæða’) Lárnsar II. Bjarnason A Framíundi 1. Nóv. Eg hafði í lýsingu minni á gerðum pings og stjórnar 25. f. m. meðal annars fundið það að gerðum stjórnarinnar, að í skattalögum hennar væri gengið of nærri tekjulágum gjaldendum og nefnt meðal annara dæma, að eftir núgildandí lögum greiðir 1000 kr. tekjuhafi engan skatt, en hefði eftir stjórnarfrumvarpinu átt að greiða 5 kr. skatt. Jafnframt hafði eg kastað pví fram eftir hvísli að baki mér, að munurinn næmi 500 prósent. 1) Ræða L. H. B. er prentuð hér, svo sem flutt var, vegna frekra ósanninda »Lögréttu«-mannd um hana. Annars er »Árv.« ætlað annað starf en að flytja persónuleg deilumál, svo sem nafnið bendir til og skal sannsýna. Af nógu er að taka. Móti pessu og fleiru í ræðu minni reiddu Jón Porláksson og Eggert Claes- sen strax hrammana. Og með pví að eg átti pá ekki kost á að svara aðfinn- ingum þeirra, af pví að umræður voru skornar niður, áður en röðin kom að mér, ætla eg nú að gera pað með sem fæstum orðum. Eg játa aðfinslum J. Porlákssonar út af frócentnreikninginum á siðasta fundi, enda er hann vafalaust meiri reiknings- maður en eg og vanari prócenttöku, líklega bæði fyrir sjálfan sig og aðra, en annars skiftir aðfinsla sú ekki máli, því að pað stendur fast, að skatttekju- frv. stjórnarinnar tók meðal annars 5 kr. hærri skatt af 1000 kr. tekjum held- ur en núgildandi lög. Fá hafði J. P. og lagt móti rökstuddri áskorun minni um að samþykkja stjórn- nrsír&r/rumvarp síðasta pings alveg ó- breytt. Og tel eg það ekki undarlegt, þar sem pað er vitanlegt, að stjórnar- flokkurinn snerist ekki tii fylgis við frv. fyr en það var orðið ljóst, að ráðherra hafði og mist fylgi meirihluta í efri deild. En hitt undraði mig, að jafn skýr mað- ur og J. Þ. skyldi ekki finna stjórnar- skrárfrumvarpinu annað til foráttu, en pað, að í pað vanti lögun á kjördæma- skiftingu og bann við því að þingmenn pæðu »bitlinga« af landssjóði. Mér vit- anlega eru slík ákvæði ekki til í nokk- urri stjórnarskrá, eða ekki man eg það í svipinn, enda var auðskilið af hverju hann hreyfði þessum mótmælum. Hann sagði Reykvíkinga svifta 8/5 sæta á alpingi og gaf í skyn, að það væri okkur pm. Reykjavíkur að kenna. Það er satt, að Rvík á of fá sæti á þingi, en hitt veit J. I\ jafnvel og eg, að pað kom ekki til mála, að bæta úr því í stjórnar- skrárfrv. Pað verður áreiðanlega gert á næsta alþingi, jafnvel pó að J. P. kynni ekki að sitja par, enda getur hann feng- ið »notarialvottorð« fyrir pví, að eg orð- aði það í stj.skrárnefndinni að Reyk- víkingar ættu að hafa 4 sæti. Hinu gleymdi J. P. að geta, að Rvíkingar liafa töluvert meiri áhrif á pingi en þing- sætatala þeirra segir til, meðan par sitja jafnmargir Rvíkingar og nú, og að þeir fá mest áhrif við hlutbundnu kosning- arnar væntanlegu, ef stjórnarmönnum tekst ekki að eyða stj.skrárfrumv. Mér leikur grunur á þvi, að pessi tylli- mótbára sé runnin af ást J. Þ. á »grútn- um« og alþektu hatri hans til bannlag- anna, pvi að vitanlega/ifestast pau mjög í sessi, er konur fá kosningarrétt og kjörgengi. Og ekki var bitlinga-umvöndun hans ábyggilegri. Hann varaði við »atvinnu- pingmönnum«, og heflr þar ef til vill átt við mig, enda þótt hann þyrði ekki að nefna nöfn. Það ræð eg af pví, að mál- gagn þeirra fjelaga hefir hvað eftir ann- að bendlað mig við bitlinga, talið »fjár- feng L. H. B. úr landssjóði« yfir 2000 kr. Eg þykist vita, að ritstjóri »Lögréttu« hafl ekki nent að setja pá samsuðu sam- an heldur hafl hann, sem gengur eins og grár köttur um stjórnarráðið, haft það eftir manni par, sem heflr ekki orð á sér fyrir sérstaka athygli og aðgætni. Mér skilst, að »landssjóðsbitlingar« verði ekki taldar aðrar greiðslur en þær, sem látnar eru úr landssjóði um laga- skyldu fram fyrir ekkert verk eða verk, sem styrkþiggjandi ræður alveg, en að þvi nafni megi með engu móti kalla lög- mœlta borgun fyrir lögmœll verk í parfir almennings. Eg vona að euginn taki hart á því, þó að eg, sem ekki á aðgang, enn sem komið er, að nokkru blaði — það getur lagast — gagnrýni dálitið þetta bitlinga- registur. »Lögrétta« telur mig liafa haft 11,200 kr. fyrir fulltrúastöðu mína i víslands- bankae og telur þá upphæð til lands- sjóðsbitlinga. Þessum pósti er fyrst því að svara, að fulltrúaborgunin rennur ekki úr lands- sjóði heldur úr íslandsbanka, og ælti registurhöfundinum að vera það kunn- ugt. Þar næst er upphæðin of há, það hefir komið fyrir að minsta kosti tvisvar að ábatahlutinn hefir ekki verið nema rúmar 300 og 400 kr. Enn hygg eg, að eg hafl verið kosinn í bankaráðið af þvi, að menn hafi treyst þvi, að eg mundi ekki skoða borgunina sem mút- ur, heldur starf mitt sem trúnaðarstarf í þágu landssjóðs. Afstaða mín gegn ís- landsbanka heflr altaf verið sú, að láta hann halda lálmunarlaust þeim hlunn- indum sem hann hafði einu sinni fengið, en ekki bæta við hann nýjum, enda hefir reynslan sýnt, svo sem eg spáði, að hann mundi ekki nota eða geta not- að þau lilunnindi, sem einu sinni var barist svo mjög um, og á eg þar við réltinn til aukningar hlutafjár og til út- gáfu bankavaxtabréfa. Þá er því og gleymt, að eg lagði það til (ásamt Tr. Gunnarssyni) á alþingi 1907, að þing- kjörnu fulltrúarnir fengju enga borgun úr íslandsbanka, heldur yrði þeim greidd nokkur hundruð króna þóknun úrlands- sjóði, en sú tillaga var feld með 21 atkv. gegn 4 (Egg. Pálss., H. Þorst., Tr. G. og mínu. Alþt. 1907, nr. 408, B. nr. 2460—61). Loks má gcta þess, að sætið var boðið öðrum 1913, en af því að enginn þótli jafnlíklegur til nægilegs fylgis, varð það ofan á, að veita það á mitt nafn. Oss Heimastjórnarmönnum þótti »Lögrétta« hafa litt unnið til þess, hún sem hafði »gert í sitt egið hreiður« með »grútar«- fylgdinni. Þá telur »Lögr.«-höfundurinn sæti mitt í kirkjumálanefndinni einn af »bitlingum« mínum og virðir hann á 950 kr. En því er gleymt, að það var lögmœll verk og <9 lögmœlt borgun sem eg fékk fyrir það slarf, 6 kr. á dag og nam brútló 540 kr. eftir reikningsbók minni. Eg vann að verkinu utan heimilis míns 1904 og 1906, og varð að láta gegna sýslumannsem- bætti mínu á meðan. Og þegar nú þess er gætt, að öll frumvörp nefndarinnar, 10 að tölu, gengu fram nálega óbreytt, er varla hægt að segja, að verkið hafl ver- ið unnið forgefins, enda trúi eg því ekki, að samvinnumenn minir segi, að eg hafl legið á mínú litla liði. Og verði sú nefndarborgun talinn »bitlingur«, mundi með ekki minna rétti mega kalla það bitling, er menn unga út gersamlega óhæfum frumvörpum heima hjá sér fyrir 8 kr. borgun á dag, svo scm einokun og þess konar góðgæti. — Lögr. kennir mér um að hafa dregið nefndarstörfln en því fer svo fjarri, að nefndarstörfin voru ná- lega öll unnin á 2 mánuðum frá 9. Febr. til 7. Apríl 1906 undir formensku minni. Hinsvegar hafði stjórninni láðst að til- nefna formann í 6 mánuöi, eftir að fyrri formaður liafði sagt sig úr nefndinni. Þá á einn bitlingur minn að vera endurskoðun landsreikninganna, er eg hafði á hendi 2 ár. Það verk er beint /yrirskipað í stjórnarskránni og lögmœlt tiorgun fyrir, enda hef eg engan mann heyrt telja endurskoðun óþarft verkt hingað til talið engu ónauðsynlegra en reikningsgerð. Og ekki trúi eg því, að það verk verði talið ver unnið af mér en öðrum, að minsta kosti lögðum vér endurskoðunarmenn landsr. 1910/u ekki minna verk frain en fyrirrennarar okk- ar. 1908 voru 55 athugasemdir og 1909:* 67 en 1910 urðu þær 110 og 1911:113. Hins- vegar er rækileg endurskoðun eðlilega ekki vel þokkuð af öllum, enda varð

x

Árvakur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Árvakur
https://timarit.is/publication/164

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.