Árvakur - 02.01.1914, Page 2

Árvakur - 02.01.1914, Page 2
24 ARVAKUR cJQer meó eru þeir, sam eiga ógreiéó árgjöló íií vaóóeiíóar JBanósBanfians, er fjeííu i gjaíóóaga 1. ofiíööermán. síóastl., áminíir um aó greióa þau ásamí óráttar* vöxtum Jrá gjaíóóaga. Stjórn Lnndsbankans. Símfréttir. Kaugm.höfn, Aðfangadag jóla. Menelik annar keisari i Abessiníu er dáinn. (Menelik annar var fæddur 17. Ág. 1844 og hlaut konungdóm í Schoa 1865 en árið 1889 náði hann undir sig keisaradæmi í Abessiniu eftir fall Jóhannesar keisara, gerði hann þá samninga við ítali um vernd landsins, en er honum þótti þeir gerast allágengir þá lýsti hann því yfir að landið væri úr vernd þeirra og algerlega frjálst. ítalir sendu þá her á hendur honum, en hann varðist af hreysti og urðu ítalir frá að hverfa og gefa landið laust. Þetta var 1896 og óx Menelik af þeim viðskiftum. Menelik þótti mestur stjórnari um Austurlönd annar en Japanskeisari, og gerði mjög margar ráðstafanir til þess að bæta kjör landsmanna, á meðal þeirra ráðstafana voru algerð aðflutningsbannslög á öllu áfengi. Dótturson hans, Lidj Jeassu (f. 1896), tekur við stjórninni.) Njósnarmalin í Svíþjóð. Hinn danski lautenant sem handtekinn var nýlega hjá Boden-víg- girðingunum í Svíþjóð og sakaður um njósnir fyrir Rússa, hefir nú með- gengið. Er hér um miklar og alvarlegar njósnir að ræða. (Boden er rammgert virki er stendur á austurbakka Stóru Luleelfar, skamt fyrir ofan mynni hennar. Eru þaðan 70 rastir austur í lönd Rússa (Finnland). Þetta er aðalvarnarvirki Svía gegn landher frá Rússlandi.) Kaupm.höfn, jóladag. Estrup er dáinn. (Jacob Brönnum Scavenius Estrup var fæddur í Sórey 16. Apríl 1825. Hann var utanríkisráðherra Dana 1865—69 og ráðuneytisforseti og fjármálaráðherra til 1894. Hann hafði liæst metorð allra danskra manna, hærri en ráðherrar. Siðustu árin var hann landþingismaður, og þótt gamall væri, þá var hann enn einn af áhrifameiri stjórnmálamönnum Dana.) „ÁvvakuF<( kemur venjulega út einu sinni á viku. Misserisgjald fastra, innlendra kaupenda 1 kr. 25 aur, erlendis 2 kr. Er þannig ódýrasta blað landsins. í lausasölu kostar blaðið 5 aura. Sanngjarnt auglýsingaverð. Útgefandi: Hlutafélag í Rvík. Ritstjóri og ábyrgðarm.: Pétur Zóphóníasson, Grettisgötu 19 C. Afgreiðslum.: Porsteinn Sigurðs- son, Laugaveg 22 B. Simi 431. Afgreiðslumaður einn annast alla fjárheimtu. Hann og Gutenberg taka við auglgsingum. Ráðaneytisskifti á Frakklandi. Eftir 8 mánaöa stjórn hefir Barthou-ráða- neytið á Frakklandi orðið að víkja úr sessi. Þegar það tók við stjórn snemma á árinu 1913, þóttust menn sannfærðir um, að þvi yrði langra lífdaga auðið, þar sem það var skipað einhverjum hinum sljórnvitrustu og stjórnfærustu mönnum i landinu. En nú hefir frum- varp um aukin fjárframlög til hersins, 900 millionir franka í eitt skifti fyrir öll, til þess að unt sé að framfylgja lögunum um lenging herþjónustu tíma nýliða (3 ár í stað 2) orðið ráðaneytinu að fjörtjóni. Eftir miklar málaumleitanir hefir loks áköfum framsóknarmanni, Doumergue, tekist að setja nýtt ráðaneyti á laggirnar. Hægri menn búast vfð því versta af stjórn þessari, og nefna hana byltinga- ráðaneytið. Kona er þverteknr fyrir að vera manni sínnm undirgeíln. í hvita húsinu i Was- hington fór nýlega fram hjónavígsla, er vakið hefir eftirtekt víða um lönd. Wilson forseti Bandaríkjauna gifti dóttur sína, Miss Jessie, manni nokkr- um að nafni Mr. Sayre. Margt fyrirmanna og fyrirkvenna i hátískubúningum frá París voru þar viðstödd. Vígslan átti að fara fram kl. 4l/a í austursalnum, en faðir brúðarinnar sat á ráðherrastefnu og virtist hafa gleymt athöfn þeirri, er til stóð. En rétt i þvi að klukkan var að verða 4‘/» sprettur hann og ráðherrarnir upp, þvo sér um hendurnar og þjóta yfir í austursalinn. Sjóliðs-hljóðfærasveitin lék þá brúð kaupslagið úr »Lohengrin«*) og að því búnu hófst vígsluathöfnin, er stóð yfir í 10 mín. Fyrir þrábeiðni brúðarinnar feldi presturinn sem gaf þau saman niður orðin, að konan sé manni sínum undirgetin, úr vigsluformálanum, og er mælt að faðir brúðarinnar og unnusti hennar hafi stutt bæn hennar. Þegar vígsluathöfninni var lokið, rudd- ust vinkonur og vinir brúðarinnar inn yfir silkisnúrurnar og upp að altarinu, þar sem þau höfðu verið gefin saman, til þess að flytja brúðhjónunum heilla- óskir sínar, en á meðan urðu ráðherr- arnir og aðrir æðstu fyrirmenn ríkisins, sem voru þar viðstaddir, að bíða þar til þessum fagnaðarlátum var lokið. Að því búnu voru gestunum boðnar ýmsar hressingar meðan þeir virtu fyrir sér brúðargjafirnar. Kendi þar ýmissa grasa, svo sem dýrindis demautskart- grips frá þjóðfulltrúadeildinni, silfur- borðbúnaðar frá efri deildinni, búra með páfagauka, hunda, hesta m. m. En mest þótti brúðurinni varið i sjal, er eldastúlka foreldra hennar hafði heklað handa henni, og það var eina gjöfin, er hún hafði meðferðis á brúðkaupsferð sinni. En enginn vissi hvert brúðkaups- förinni var heitið, ekki einu sinni for- eldrar brúðarinnar. ’) Svo nefnist frægur tónleikur eftir tónskáldið Richard Wagner. Pegar brúðhjónin óku á stað skömmu síðar gerðu boðsgestirnir að þeim skot- hríð mikla og köstuðu að þeim hrís- grjónum og silki-ilskóm. Pótti fara vel á þvi, hvað brúðgumann snerti, því menn þóttust renna grun í, að konan mundi ætla sjer að hafa tökin á honum. Innlendar fréttir*. 17545 bréf og bréfspjöld voru borin út frá pósthúsinu hér um bæinn á að- fangadagskvöld og jóladag liinn fyrsta. Er það meira en verið hefir. Skólapiltar léku 2. og 4. dag jóla í Góðtemplarahúsinu Hermannaglettur og Misskilniug. Var fult hús og þótti góð skemtun. Hafís var nokkur fyrir framan ísa- fjarðardjúp um og fyrir jólin, en eftir síðustu fréttum er hann farinn og fyrir Norðurlandi hefir hans aldrei orðið vart. Hólakirkja. 150 ára afmælis hennar var minst á Sauðárkrók. Hélt Brynleifur skólakennari Tobiasson þar fyrirlestur, að tilhlutun Kvenfélagsins þar, um merka Skagfirðinga (Hallgr. Pétursson o. fl.). Fóstbræðnr skemtu hér tvisvar milli jóla og nýárs með söng, og hlutu að vanda þakklæti áheyrendanna, og fer það að vonum því söngur þeirra er góður. Bjarni Björnsson skemti fólki í Báru- búð á Priðjudagskvöldið með eftir- hermum. Pykir fólki ílestu þar gaman að vera. Smásögnr Hebels er gefnar voru út í Khöfn 1880 hafa ekki fengist í bóka- verslunum í mörg ár, heflr afgangurinn af upplaginu legið hjá útgefanda þess. Nú hefir Guðm. bóksaii Gamalíeisson keypt það og sett á bókamarkaðinn. Pessar gömlu, vinsælu barnasögur munu vera fyrsta bókin er próf. Finnur Jóns- son heflr íslenskað, eða séð um útgáfu á. Jólaglaðning. Dómkirkjuprestunum hér bárust 1071 kr. 17 aur. alls í peningum til þes's að gleðja fátæklinga bæarins um jólin og auk þess 50 skippund af kolum. Pessu var skift á milli 315 fá- tæklinga. — Fríkirkjuprestinum bárust rúmar 630 kr. er var skift milli 180 heimila. Sjálfstæðisfélagið hér lét nýlega fara fram prófkosningu á þingmannaefnum fyrir sig. Féllu atkvæði svo að Sveinn lögfr. Björnsson fékk rúman helming atkvæða, en tæpan þriðjung fengu þeir Gísli lögfr. Sveinsson, Magnús Blöndahl kaupm. og Sigurður Jónsson barna- kennari. Rúm 90 atkvæði voru greidd. Ekki er samt neitt afráðið enn um það hverja það bjóði fram af sinni hálfu. Fiskiveiðahlutafélag. Njörður heitir nýtt félag er heíir verið stofnað hér í bænum til þess að kaupa og gera út eitt botnvörpuskip þegar frá verlíðar- byrjun. Formaður þess er Elías Stef- ánsson framkvæmdarstjóri, en með- stjórnendur skipstjórarnir Finnur Finns- son og Guðmundur Guðnason og verður hinn síðarnefndi skipstjóri skipsins og sigldi á mánudaginn með Snorra goða til þess að kaupa það. Gerir Guðm. ráð fyrir að koma hingað á skipinu í byrjun febrúarmánaðar. Hlutafé félagsins er 60 þúsund kr. og er það alt innborgað. Jólatré og skemtanir fyrir meðlimi sína hafa mörg félög haft hér um jólin. Pessi kunnum vér að nefna: Klubbinn, Skandia, Aldan, barnastúkan Æskan, K. F. U. M. og Verslunarmannafélagið. Trálofanlr. Trúlofuð eru Sofia (Frans- dóttir fyrv. sýslum.) Siemsen og Magnús Tómasson verslunarm., Stefanía I’rið- riksdóttir (fyrv. alþm. Stefánssonar) og Grímólfur Ólafsson skrifari, Guðrún Magnúsdóttir úr Hörðudal og Marteinn Einarsson kaupmaður. heldur fund í Góðtemplarahusinu Laugardaginn 3. Jan. kl. 8V2 e. m. Próf. Ágiist Bjarnason talar. Auk þess verður væntanlega rætt um bæarstjórnarkosningar. Allir velkomnir á fundinn. Stjórnin. „Force“, fiskiskip P. J. Tliorsteinsson & Co., strandaði á Langaskeri á Akra- nesi. Var skipið á leið til Rvíkur með fisk frá Vestfjörðum. Geir fór uppeftir til björgunar og liefir náð mestu eða öllu af fiskinum. Kirkja brennnr. Á annan dag jóla kviknaði í kirkjunni undir Felli í Valns- dal, meðan á tíðgjörð stóð. Fólk bjarg- aðist út með lausa muni kirkjunnar. Kviknaði frá skorsteini og nam eldur þekju áður en fólk yrði vart. Kirkjan var vátrygð, en einhver óregla á ið- gjaldagreiðslu, svo tvísýnt talið hvort hún fær upphæðina. Ingólfshnsið. Um það var dregið 2. þ. m. hrepti það hr. Pórhallur biskup Bjarnarson. Númer seðilsins var 8665. Gnðin. Magnússon skáld er orðinn að- sloðarmaður á 3. skrifstofu í stjórnar- ráðinu. 11619 bréf og bréfspjöld voru borin hér út um bæinn á gamlárskveld og nýársdag. í fyrra voru þau 8690. Húsbrnni. Á gamlársdagskveld brann gamla barnaskolahúsið á Siglufirði. Var það notað setn pósthús og símaliús. Símstjórinn, Jósef Blöndal, liafði farið út fyrir skömmu með símskeyti og í ýmsum öðrum erindum svo eigi varð brunans vart fyr en fólk kom frá kveld- söng. í liúsinu var engin íbúð, en lík er stóð þar uppi náðist út. Auk þess varð bjargað peningaskápnum og öllum póstbókum, en töluvert af pakkapóst og bréfum brann inni. (Vísir.) Nýárssundið fór svo, að Erlingnr Páls- son svam 50 metrana á 33'/« sekundu, og varð þeirra langfijótastur er keptu Áður fyr, er hann hefir verið fljótastur svam hann 50 metrana á 37*/s sekúndu. Hann vann því bikarinn góða, og þar sem þetta er í þriðja sinn, þá er bikarinn hans eign. Erlingur er fæddur 3. Nóvember 1895, og eru foreldrar hans Páll sundkennari Erlingsson, bróðir Porsteins skálds, og kona hans Ólöf Steingrímsdóttir. Á síð- asta þingi var Ungmennafélagi íslands veittur styrkur, til þess að styrkja mann til sundiðkana ytra, og fær Erlingur styrk þennan (500 kr.) og mun fara utan bráðlega að sækja sér frægð og frama. Blaðlð „Reykjavík“ hætti að koma út um áramótin. Eggert Claessen o. fl. höfðu keypt hana til frálags. Hún var gott heimastj.blað og ættu kaupendur hennar því að kaupa »Árv.« eftirleiðis. Vöruhúsið hefir orðið fyrst til þess allra kaupmanna, íslenskra sem útlendra, aðj gefa út veggalmanök á í s 1 e n s k u. Pað er góð og lofsverð nýbreytni. Hag-stofan er stofnuð var á síðasta þingi er tekin til starfa, og hefir hún aðsetur sitt í liinu nýja húsi Sturlu kaupm. Jónssonar við Hveríisgötu. For- maður liennar cr Porsteinn Porsteinsson kand. polit. en aðstoðarmaður Georg Ólafsson kand. polit. Borgþór Jósefsson hefir legið hættu- lega veikur í lungnabólgu en er nú úr allri hættu og á batavegi. í ár hefir það fyrst borið við í þing- sögu vorri, að kvenmaður hefir gerst kaupandi að Alþingistíðindunum. Pað er frú Guðrún Björnsdóttir frá Prests- hólum, fyr bæjarfulltrúi hér í Rvík, er það hefir gert. Borgarafnnd ællar Jóhann kaupm. Jóhannesson að halda bráðlega hér í bænum. Ætlar að ræða um fjárhags- ástandið og veðdeildarlögin. Alþingistídindin. Pau eru nú svo langt komin að 10. hefti af umræðunum í neðri deild er ný komið út. Prentsmiðjan Gutenberg.

x

Árvakur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Árvakur
https://timarit.is/publication/164

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.