Alþýðublaðið - 09.03.1963, Side 9

Alþýðublaðið - 09.03.1963, Side 9
þekking, sannleikurinn um llfið, náttúruna, fyrirbærin, er þeirra meginmarkmið. Viðleitni vísind- anna miðar öll að þessu takmarki. Aðferð verkalýðshreyfingarinnar í viðleitni sinni er einnig, ef rétt er ekilin, hliðstæð rannsóknarað- ferð vísindanna. Aðalaðferð verka lýðshreyfingarinnar mætti einmitt kalla reynsluaðferð raunveruleik- ans, sem Ján sálugi Baldvinsson kallaði markvisst, sleitulaust strit fyrir málefnunum sjálfum. Rannsóknaraðferðir vísindanna eru að vísu margbrolnari og ná- kvæmari en reynsluaðferð verka- lýðshreyfingarmnar, en samt se'm áður er hér um hliðstæður að ræða Einkum á þetta við um rannsóknar aðferðir félagsvísindanna en grund völlur allra rannsókna þeirra er einmitt sá að kanna raunveruleik- ann og fá dóm reynslunnar um þær kennitilgátur, sem fram eru settar. Verkalýðshreyfingin á sér líka sína kennitilgátu, sem húh er alltf að leitast við að sanna með reynslu aðferð raunveruleikans. Þessi kennitilgáta er, að hægt sé fyrir feðurna að skila sonum betri ver- öld fyrir vinnandi fólk en þeir tóku við. Á 'þessari kennitilgátu byggist öll viðleitni verkalýðshreyf ingarinnar. Af reynsluaðferð raunveru- leikans leiðir, að verkalýðshreyf- ingin hvorki fórnar upp höndum í uppgjöf né hörfar undan, þótt hún rekist á vegg þjóðfélagslegra meinsemda eða fordóma. Þróunin heldur áfram, og verkalýðshreyf- ingin tekur til óspilltra málanna við að brjóta niður múra þjóðfélags legra meinsemda og misréttis. Einn slíkur múr, í eina tíð næst- um óyfirstíganlegur í Vestur-Evr- ópu var múrinn, sem aðskildi mögu leika verkamannabarna frá mögu leikum ríkismannasona eða sér- réttindaaðals til þess að njóta menntunar. Sá múr er hruninn eða er að hrynja um allan heim, og var aldrei traustur hér á landi. Verkamanns- og bóndasonurinn á t.d. í dag eins greiðan aðgang að Háskóla íslands og sonur embætt- ismannsins, formanns Vinnuveit- endasaijibandsins eða Verzlunar- ráðsins, hafi þessir drengir hlið- stæðar námsgáfur. Skyldleiki verkalýSshreyfingar- innar og hugsjónastefna. En athugum nú nánar skyldleika verkalýðshreyfingarinnar og hug- sjónastefnunnar. ; Skyldleikinn er fyrst og fremst eá, að þjóðfélagslegar hugsjóna- stefnur eiga nær undantekningar- Iaust rætur sínar í viljanum til þess að gera gott, upphæta þjóðfé lagslegar meinsemdir koma á um bótum, skapa betra þjóðfélag. Við Íeitni verkalýðshreyfingarinnar miðar í sömu átt. En eitt af einkennum þjóðfé- lagslegra hugsjónastefna er, að á- kveðið er fyrirfram, hvað skuli teljast hið fullkomna framtíðar- þjóðskipulag, hvernig hin eigin- lega paradísarheimt á jörðu skuli vera. Þarna skilur algjörlega á milli eiginlegrar verkalýðshreyfing ár og hugsjónastefna, og hreyf- ingar þær sem um þær myndast, af því að verkalýðslireyfingin á sér enga fullmótaða mynd af hinu fullkomna framtíðarþjóðfélagi, af þeirri einföldu ástæðu, að sam- kvæmt eðli sínu hlýtur hún að - • • Framh. á 13. síðu. RÓMAR-fréttaritari „Arbeíderbiadet" segir í eftirfarandi grein, a5 hann sé þess fullviss, að vinstri stefna sú, sem stjórn Fanfanis á ítalíu hóf fyrir ári, verði enn greinilegri eftir fyrirhugaðar þingkosningar 28. apríl. Sennilega munu hægri flokkarnir bæta við sig fylgi í kosningunum. En hinn afturhaldssami armur Kristilega demókrataflokksins mun halda áfram baráttu sinni ( flokknum og vinna með smáflokkunum, sem eru augljóslega áfturhaldssamir. EFTIR heimsókn sína hjá Kenn- edy forseta fyrir skömmu, birtust viðtöl við jafnaðarmannaforingj- ann Saragat í bandarískum blöð- um. Blaðamennimir spurðu m. a. Er nokkur fasistahætta á Ítalíu núna? Saragat svaraði þessu hik- laust neitandi. Hvers vegna jókst nýfasistum þá fylgi í síðustu bæja- og sveita- stjórnakosningum? Einnig má bú- ast við því, að þeim muni aukast fylgi í fyrirhuguðum þingkosning- um 28. apríl. Skýringin er þessi: Öfl, sem eru beinlinis fasistísk, fylkja sér um nýfasistaflokkinn MSI. í næstu kosningum kann hann að fá rúm- lega 5% atkvæða. Fyrrverandi bandalög og sameiginlegir fram- boðslistar nýfasista og konungs- sinna eiga þátt í þessari atkvæða- aukningu. Þetta bandalag er leyst upp jafnóðum. í sumum héruðum ítalíu hefur þessi kosningasamvinna einnig náð til hins hægrisinnaða Frjáls- lynda flokks Malagodis. Flokkur hans fær því einnig sinn skerf af atkvæðunum frá þessu kosninga- bandalagi, sem hefur verið leyst upp. Fylgi flokksins jókst í síðustu bæja- og sveitastjómarkosningum og mun einnig gera það í þing- kosningunum. Flokkur Malagodis hefur sem stendur rúm 3% at- kvæða að baki, og búast má við, að fylgið aukist í 4%. ÁHRIF HÆGRISINNA MINNI Merkir þetta, að afturhaldið til hægri treysti sig í sessi á ítalíu? Siður en svo. Orsakirnar til þess, að afturhaldssöm öfl fylkja sér um MSI og hinn hægri sinn- aða Frjálslynda flokk Malagodis er að finna innan hins stóra kaþ- ólska flokks, Démocrazia Crisli- ana (DC), sem hefur um 40% at- kvæðanna að baki. í þessum flokki er armur, sem er mjög langt til hægri. Á undanfórnum tveim árum hefur þessi armur glatað jafnt og þétt áhrifum sínum í forystu flokksins. Hægri mönnum er vik- ið til hliðar og niðurstaðan er auð vitað sú, að þessir öfgasinnuðu hægri menn leita út fyrir flokk- inn — til hægrisinnaðra og frjáls lyndra flokksmanna Malagodis, til konungssinna og nýfasista. Það er öllum til góðs, að lín- urnar skýrast. Einnig lítur út fyrir, að Democrazia Cristiana reikni með þessu — og vissu fylgistapi. Hann hefur farið fram hjá há- marki sínu sem kaþólskur flokkur fjöldans, þess vegna byrjaði hann að líta í kringum sig eftir til- vonandi samherjum í stjórnmál- um. Fanfani og vinstri armur flokks hans sóttust fyrst eftir etuðningi Saragats og jafnaðarmanna hans, svo og hjá hinum vinstrisinnuðu fylgismönnum Realas og La Malfas í Lýðveldisflokknum. Á landsfundi flokksíns í janú- ar í fyrra útilokaði Democrazia Cristiana alla samvinnu við flokka lengst til hægri. Foryst- an fékk umboð til að leita eftir samvinnu við Nenni-sósíalista. TAMBRONI Hægri armur flokksins hefur gengið of langt í ákafa sínum í að stöðva þennan nýja straum til vinstri. Nýlega andaðist helzti for- ingi armsins, Tambroni, fyrrum forsætisráðherra. Andlátið var til- efni ummæla, sem sýna, að menn draga ekki dul á, að hann skaðaði flokkinn. • Þegar Tambroni reyndi að hefj- ast aftur til vegs og virðingar á landsfundinum í fyrra, var hróp- að frá mörgum stöðum í salnum: „Niður - með manninn frá júlí 1960.“ Ahrif hægrisinna í kaþólska flokknum, stóðu sem hæst á hin- um blóðugu júlídögum 1960. Hægra arminum hafði tekizt að steypa stjórn einni, sem var undir forsæti Fanfanis árið 1958, og hinn varkári stjórnmálamaður Segni kom í staðinn. Arið 1960 steypti hægri armur- inn Segni einnig og Tambroni varð forsætisráðherra. Bæði þessi stjórnarskipti gerðust í samvinnu við hægri menn Malagodis úr Frjálslynda flokknum. Tambroni fór alla leið, hann studdist við konungssinna og ný- fasista. Hann veitti þeim einnig þann stuðning, sem þeir væntu SARAGAT — engin fasistahætta FANFANI — deilir við hægrisinna utan þings, þegar stjórnin beitti lögregluliði á mótmælafundum andfasista í Genúa. Þessir hópfund ir urðu til vegna ögrana nýfasista. Aðrir hópfundir gegn nýfasist- ium um alla Ítalíu urðu ejnnig til Þess, að lögreglunni var beitt, og að loknum götubardögum, sem stóðu í viku tíma og nálguðust borgarastyrjöld, höfðu 13 verka- menn týnt lífi. SCELBA Þannig var einnig gert út um ör- lög hægri manna. Tambroni var steypt. Fanfani komst aftur til valda. Saragat krafðist þess, að stjórnin leitaði eftir stuðningi lengra til vinstri. Og þessari stefnu hafa einka- vinirnir Saragat og Fanfani fylgt, oft með klækjum og brögðum, en einnig fyrir opnum tjöldum í hinni hörðu stjórnmálabaráttu. — Þannig hafa andstæðingarnir kom ið fram í dagsljósið, og þar hafa þeir næstum orðið sér sjálfum að fjörtjóni. Þannig var þessu farið með Scelba, fyrrverandi forsætisráð- herra, — í sjálfri Briissel-deilunni. Seelba hefur lengi verið foringi hægra armsins í Democrazia Cristiana, en hann hefur aldrei verið eins augljós afturhaldsmað- ur og þegar liann studdi stefnu de Gaulles í málefnum Evrópu. Sceltm lagði til, að Ítaiía gerði bandalag við Vestur-Þýzkaland Adenauers og Frakkland de Gaul- les, þannig, að stofnað yrði nýtt þríveldabandalag. Jafnvel Malagodi gekk ekki svona Iangt. Og tillagan vakti nánast kvalafulla eftirtekt. Þekkt- ir hægri menn tóku harða afstöðu gegn Scelba, sem tókst einungis að sýna fram á, hve mjög hann var út úr öllu. ANDREOTTI í umræðunum um Polaris-flug- skeytin og herstöðvar NATO, er standa nú yfir, fór á sömu leið fyrir Andreotti, landvarnaráð- herra. Þessi hægri maður hefur verið hafður í stjórninni undir því yfirskyni, að hann sé ekki stjórnmálamaður heldur sérfræð- ingur. Hann mun varla sitja fram yfir kosningar. Andreotti hefur einnig verið for- ingi flokksbrots, einkum innan Rómardeildar flokksins. Þetta flokksbrot hefur komið í veg fyr- ir samvinnu milli sósíalista og kaþólskra I borgarstjórninni. t þess stað leitaði það eftir sam- vinnu við nýfasistana í Róm, en þeir eru tiltölulega öflugri. Nýlega beið Andreotti-flokks- brotið feikilegan ósigur í flokkn- umum, því var nálega útrýmt. — Jafnframt kom hann fram sem Framh. á 13. síðu. ALÞÝÐUBLAÐIÐ - 9. marz 1963 ®

x

Alþýðublaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.