Alþýðublaðið - 26.03.1963, Side 2
I fciiítjórar: Gislt J. Astþórrson (áb) og benedikt Gröndal.—Aðstoðarritstjóri
j BJörgvli GuEmtindsson — Fréttastjóri: Sigvaldi HJálmarsson. — Simar:
| 14 900 - 14 302 — 14 903. Auglýsingasími: 14 906 — ABsetur: Alþýðuhúsið.
| — Prentsmiðja AlþýðublaÐsms, Hverfisgötu 8-10 — Askriftargjald kr. 65.00
| é mánuði. t tai-seiölu kr. 4 00 eint. Gtgefandi: Alþýðuflokkurinn
i
NÝ STEFNUSKRÁ
] i ÞEGAR sósíalismmn klofnaði í margar grein-
tar, ivar það höfuðeinkenni jafnaðarmanna að vilja
ekki ánetjast föstum kennisetningum. Þeir voru
og eru endurskoðunarmenn, sem töldu þjóðfélagið
breytast svo frá kynslóð til kynslóðar, að skyn-
samlegt og nauðsynlegt væri að breyta stefnu og
starfi pólitískra flokka einnig. Þó hefur markmið
jáfnaðarstefnunnar ávallt verið hið sama og er
enn: þjóðfélag frelsis, jafnréttis og bræðralags.
’ Alþýðuflokkurinn hefur í aldarfjórðung haft
stefnuskrá, sem mótaðist af fyrstu áratugum flokks
ins, haráttu fyrir mannréttindum, sem nú eru talin
sjálfsögð og harðri stéttabaráttu við einsýna auð-
valdsstétt. Nú hefur flokkurinn stigið næsta skref-
ið með því að samþykkja nýja stefnuskrá, sem
rriun marka baráttu hans sjöunda og áttunda tug
þessarar aldar. í framhaldi af hinu sögulega hlut-
verki sínu hefur flokkurinn nú sett sér ítarlega
stefnuskrá, þar sem bent er á leiðir á hinum ýmsu
sviðum þjóðfélagsins.
i
Jafnaðarstefnan hefur þegar haft mikil áhrif
á' mótun íslenzks þjóðfélags. Áhrif Alþýðuflokks-
ins og verkalýðshreyfingarinnar hafa verið djúp.
hieð hinni endurskoðuðu stefnuskrá, sem er að
ýmsu leyti róttækari en stefnuskrá jafnaðarmanna
, í nágrannalöndum, er tekið tillit ti;l þess, sem unn-
izt hefur og horft af þeim sjónarhól til framtíðar-
, innar.
Alþýðuf lokkurinn hefur háð baráttu fyrir marg
vdslegum mannréttindum, almenningum kosninga-
rétti, afnámi sveitaflutninga, almennri skóla-
ekyldu, vökulögum og fleira. Nú tekur flokkurinn
upp enn eitt slíkt mál: 18 ára kosningarétt. Með
því sýnir Alþýðuflokkurinn hinni myndarlegu
a^sku traust og viðurkennir vaxandi þroska henn-
ar í velferðarríki nútímans. Það mun vafalaust
taka mörg ár að vinna sigur í þessu máli, en sá
sigur er vís.
Alþýðublaðið skýrir í dag frá nokkrum atrið-
um s tefnuskrárinnar og mun gera henni ítarleg
sþil á næstu vikum. Blaðið skorar á lesendur sína
að lesa stefnuskrána vel og vinna að framkvæmd
. hennar. Það mun verða íslenzku þjóðinni til bless-
unar.
• Auglýsingasíml
Al þýðuhl aðsins
«
' er 14906
María, María, María
Pólsku saumlausu netnylonsakkarnir heita María.
Þeir eru sterkir og ódýrir.
Fást í litum: 201, INDIANA og SVÖRTU.
Heildsölubirgðir:
íslenzk-erlenda verzlunarfélagið hi.
Tjarnargötu 18.
Símar 20400 og 15333.
..........................................
I + Hvenær verSur alþingi siitiff? |
í ic hvenær fara kosningar fram? |
* Bezt aff Ijúka kosningabaráttunni fyrir sumarannir. |
+ Þarf aSeins a3 svara tveimur spurningum. |
r^i......«..«..iimiiii.iiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiuuiuiiuiiiiiiiiiiiii*i»»iiniiiiiiniiiiii»i*niiniiinu*ii*ninuiiuiuiiiiiiiiiiinunu*
GERT MUN VERA ráð fyrir að
Alþingri ljúki um páskana, þó mun
það álls ekki víst, en líklegt er,
að mikið verði starfað þar næsta
háifa mánuðinn. Mörg stórmál bíða
afgreiðslu, enda er ekki langt síð-
an þau komu fram. Öli stórmál
krefjast mikils undirbúnings, en
þegar undirbúningi er lokið, á
ekki að þurfa langan tíma til af-
greiðslu, ef þá er ekki um erfið
deilumál að ræða.
EITT DAGBLAÐANNA hefur
spáð því, að kosningar muni eiga
að fara fram 9. júní. Það er um
þremur vikum fyrr en venja hefur
verið. Ekkert mun afráðið um
þetta, en allar líkur benda til,
að kosningar faii fram 9., 23. eða
30. júní. í raun og veru er æski-
legast að kosningar fari fram fyrri
hluta júnímánaðar eða áður on
sumarannir byrja á sjó og landi.
Það er of seint að kjósa 30. júní.
ÞAÐ ER LÍKA RÉTT að benda
á, að það hlýtur að vera sama
fyrir flokkana, þó að kosninga-
baráttan og allt það moldviðri,
sem henni fylgir venjulega, etandi
skemur en áður. Það hefur allt
komist á annan endann í kosninga
hríðum — og það cr ekkert unnið
við það fyrir neinn, að slíkt ástand
standi lengi. Við skulum þó vona,
að flokkarnir geti orðið sammála
um að kosningar fari fram fyrri
hluta júnímánaðar.
FLOKKARNIR ERU NÚ önnum
kafnir við að velja menn til fram
boðs á lista sína Alþýðuflokkur-
inn hefur lokið við framboð sín
alls staðar, en á eftir að birta lista
sína á tveimur stöðum. Þessu er
ekki þannig farið með liina flokk
ana, þó mun Framsókn hafa lokið
við flest framboð sín. — Erfiðast
gengur hjá kommúnlstum. Þar
leikur og allt á reiðiskjálfi, enda
er sá flokkur í upplausn, hugsjóna-
lega og hvað viðvíkur innra og
ytra starfi.
ar tafir séu hjá Sjálfstæðisflokkn-
um. Framboð, sem hann hefur þeg
ar birt vekja og furðu, en mesta
furðu vekur listinn á Vestfjörðum,
þar sem tveir helztu menn listans:
Gísli Jónsson, sem skipaði fyrsta
sætið og Kjartan J. Jóhannsson,
læknir, eru liorfnir. Báðir voru
þessir menn meðal merkustu þing-
manna, hvernig svo sem hinir
nýju munu reynast.
ÉG FÉKK FYRIR nokkrum dög-
um bréf um þessi mál utan af
landi. Bréfið er of langt, en þar
segir meðal annars: „Ég hef reynt
að setja mig í fótspor óflokksbund
inna manna. Og ég get ekki séð
, annað, en að sjáifsagt sé að veita
flokkunum, sem stjórnað hafa,
traust í kosningunum. Það hefur,
eins og nýlega var sagt í pistli
þínum, flest tekist betur en útiit
var fyrir, og sumt framúrskarandi
vel. Við erum að minnsta kosti
ekki lengur liálfgerð hónhjarga-
þjóð.
OG SVO ER ANNAÐ: Hvað tek-
ur við, ef Framsókn og Kommún-
istar fá aukið fylgi? Vill þjóðin
fela þessum flokkum stjórnartaum
ana? í raun og veru þarf maður
ekki að spyrja annars. — Svörm
hljóta að verða á einn veg.
Hannes á horninu.
Fermingargjafir
úr gulli og silfri í mjög glæsilegu úrvali.
Verð frá 148 kr.
Gefið gjafir frá G. B. Silfurbúðinni
Laugavegi 13, Laugavegi 55
sími 11066.
SVO VIRÐIST LÍKA, sem mikl-
2 26. marz 1963 — ALÞÝÐU8LA0IÐ