Alþýðublaðið - 26.03.1963, Side 4
\
%
vernig
STÆRSTA vandamál vestur-
þýzkra stjórnmála í svipinn er,
hvernig menn eigi að iosa sig
við Konrad Adenauer. — Tveir
menn, þcir Heinrich von Bren-
tano og Josef Hermann Duf-
hues, hafa fengið það verkefni,
að finna eftirmann Adenauers.
Sá fyrrnefndi er formaður þing-
flokks Kristilegra demókrata,
hinn síðarnefndi er framkv.stj.
flokksins.
Að sjálfsögðu verður flokkur-
inn að viðurkenna tillögur
þeirra — en hvaða menn í
flokknum? Þetta virðist ekki
vera fullljóst, en livað sem öðru
líður, verður þingflokkurinn að
viðurkenna kanzlaraefnið. í V.-
Þýzkalandi er það Sambands-
þingið, sem kýs ríkiskanzlarann.
En greinilegt er, að annar að-
ili verður einnig að viðurkenna
kanzlaracfnið — Adenauer sjálf
ur. Þetta hefur von Brentano
skýrt tekið fram. Og í því er
vandinn fólginn.
Forsendan er sú, að Aden-
auer fari frá í haust. Þetta var
tilkynnt opinberlega á fundi
flokksstjórnarinnar 6. desember
í fyrra. En þegar Ernst Gersten-
lagði nýlega til, að X. okt
óber yrði ákveðinn.sem dagur-
inn, sagði Adenauer:
„Herra Gerstenmaier, óg er
ekki vinnukona, sem hægt er að
segja upp 1. október. Á vorurn
dögum er heldur ekki bægt að
koma þannig fram við vinnu-
konu“.
En Adenauer vill eimitt, að
tilkomulítill fylgismaður verði
eftirmaður hans, svo að hann
áfram haft áhrif á bak við
tjöldin. Ef hann fær þessu ekki
framgengt, mun mótþiði hans
gegn því að fara frá vaxa.
Adenauer hefur engan áhuga
á að hverfa frá, og á fundi í
flokksstjórninni nýlega lýsti
hann því, hve hættuiegt það
væri fyrir flokkinn að skipta
um forystu eins og nú stæðn
sakir. Það hefur alltaf verið eitt
eða annað ástand, sem lieíur
gert Adenauer ókleift að segja
af sér.
Þannig var það árið 1959, þeg
ar hann átti að láta af störfum
kanzlara og kjósa átti hann for-
seta. Þegar hann telur sig ó-
missandi, meinar hann það á-
reiðanlega.
Alltaf er hægt at finna eftir-
mann Adenauers. Miklu meiri
vandi, sem þeir von Brentano
og Dufhues standa andspænis,
er að fá Adenauer til þess að
fara frá. Og liann getur komið
í veg fyrir fráför sína með því
að neita að viðurkenna mann
þann, sem lagt verður til að taki
við af honum.
Þegar Atíenauer átti að fara
frá 1959, vildi hann, að Franz
Etzel yrði eftirmaður sinn, en
flokkurinn vUdi ekki fallast á
„litlausan“ mann eins og hann.
Nú er Heinrich Krone eftirlæíi
hans, en hann er einnig jf litill
skörungur til þess að bjóða
fram sem kanzlaraefni í kosn-
ingum.
Mótþrói hans mun einkum
vera mikill, ef Ludwig Erhard
verður fyrir valinu. Þeir eru
nú svarnir fjandmenn og á önd
verðum meiði í Evrópumálun-
um. Erhard vill, að Bretland
verði aðili að Efnahagsbanda-
MYNDIN sýnir þá Adenauer kanzlara (lengst til hægri.) Erhard efnahagsmálaráðherra (sitj-
andi við hlið Adenauers) og Schröder utanríkisráðherra. — Ef Adenauer fer frá í haust, eins og
hann hefur lýst yfir, er líklegt talið, að Erhard verði eftirmaður hans. Einnig er talið líklegt, að
Schröder verði síðan eftirmaður Erhards að nokkrum tíma liðnum. — Adenauer og Erhard eru
svarnir fjandmenn, og er kanzlarinn lítt hrifinn af efnahagsmálaráðherranum, sem hann kallar
lélegan stjórnmálamann. Honum er ekki eins illa við Schröder, þó að liann styðji Erhard. — Talað
er um það, að Adenauer muni koma í veg fyrir að hann verði látinn segja af sér með því að neita
að fallast á kanzlaraefni, sem stungið verður upp á.
laginu, en Adenauer leggur
miklu meiri áherzlu á hin góðu
samskipti við Frakka.
Adenauer hefur heldur ekki
dregið dul á það, að hann telur
Erhard slæman stjórnmála-
mann, enda þótt hann kunni að
vera góður hagfræðingur. En
Erhard er vinsælastur meðal
kjósendanna, og það skiptir
mennina í þingflokknum miklu
máli, enda vilja þeir ná endur-
kosningu.
Hitt kanzlaraefnið er Ger-
hard Schröder, sem hefur hins
vegar verið varkár og lítið látið
á sér bera. í deilunni í Briissel
í vetur stóð hann við hlið Er-
hards, ep þrátt fyrir það getur
Adenauer sætt sig betur við
hann. '
En mjög sennilegt er, að Schr
öder sjálfur vilji að Erhard
verði kanzlari fyrst um sinn, því
að þess þarf ekki lengi að bíða
að kanzlaraskipti verða.
Erhard er hið eðíilega kanzl-
araefni, en Adenauer getur ekki
fallizt á hann. Verður vandinn
óleystur á ný og heldur Aden-
auer áfram? Eða mun flokkur-
inn gera uppreisn gegn harð-
stjórn gamla kanzlarans?
Af mannlegum ástæðum er
ekki auðvelí að gera uppreisn
gegn 87 ára gömlum manni. —
Auk þess er ekki hægt að telja
honum hughvarf. Álirif aldurs-
ins á manninn er orðið liið. póli
tíska vandamál Vestur-Þýzka-
lands. (Jakob Sverdrup).
KNATTSPYRNUÞJALFARAR
NÁMSKEIÐ
II. sfigs
verður haldið í Reykjavík í byrjun apríl. Handhafar
1. stigs skírteinis, sem hug hafa á þátttöku sendi skír-
teini sín til skrifstofu KRR, Hólatorgi 2, fyrir 30.
marz n.k.
Knattspyrnuráð Reykjavíkur.
NAUÐUNGARUPPB09
annað og síðasta á hluta í Laugarnesveg 102, liér í borg,
eign Odds Geirssonar, fer fram á eigninni sjálfri laugar-
daginn 30. marz 1963, kl. 2 síðdegis.
Borgarfógetaembættið í Reykjavík.
HJÁLPRÆÐISHERINN OPN-
M NÝJA KAFFISTOFU
fHINN 2. apríl n. k. eru 65 ár liðin
AÍðan Hjálpræðisherinn hóf rekst-
«=ur hins vinsæla gesta- og sjómanna
sfLeimilis síns í Reykjavík.
" Jtíargur þreyttur sjórnaður og
sforðamaður hafa síðan þá fengið
óglýra gistingu og aðra aðhlynn-
,jngu á gestaheimili Hjálpræðis-
jfiersins.
. -Sjómenn og aðrir ferðamenn
Hhjifa getað skrifað bréf sín og lesrð
(rtiýjustu fréttir blaðanna í hinum
iViptlegu setustofum gestaheimiiis-
tins og stöðugt hefur verið unuið
nð ýmsum endurbótum, íil þess aö
^gestirnir gætu átt sem þægileg-
péta dvöl á gistiheimiiinu.
Eyrir skömmu hefur forstjóri
gestaheimilisins, majór'Óskar Jóns
son komið upp vistlegri kaffistofu
í kjallara hússins, þar sem meníi
geta einnig matast, ef þröngt er
um pláss á hinum venjulegu mat-
stofum uppi á hæðinni. Er þar selt
kaffi og kökur og annað vægu
verði.
Opnað ,er snemma á morgnana
og finnst mér þetta tilvalinn stað-
ur fyrir menn, sem eru að fara til
vinnu sinnar, til þess að fá.sér.
hressingu og .eianig þá, sem vildu
koma á öðrum tíma.
Þetta ættu menn að athuga.
Vildi ég vekja athygli á þessari
þörfu nýbreytni og jafnframt
þakka majór Óskari fyrir dugnað
hans, að hafa komið þessu í .Tam-
kvæmd og ég óska honum og Hjálp
ræðishernum til hamingju með
þe^sa snotru og vistlegu kaffistofu.
Reykvíkingar og ferðamenn, sem
eigið leið í bæinn: Látið Hjálpræð
isherinn njóta viðskipta ykkar,
þegar þið þurfið að fá ykkur hress
ingu.
Ég hefi nokkrum sinnum átt,
leið þarna um og get ég ekki hugs
að mér vistlegri né skemmtilegri
stað.
Reykvíkingur.
Sængur
Endurnýjum gömlu sæng
urnar, eigum dún- og fiður-
held ver.
Dún- og fiðurhreinsun
Kirkjuteig 29, sími 33301.
4 26. marz 1963 — ALÞÝÐUBLAÐID