Alþýðublaðið - 26.03.1963, Blaðsíða 5
Lagt hefur verið fram á Al-
J)ingi stjórnarfrumvarp um stofnun
Tækniskóla íslands í Reykjavík.
Gylfi Þ. Gíslason menntamálaráð'-
herra fylgdi frumvarpinu úr hlaði
í neðri deild Alþingis í gær.
Ráðherrann sagði í framsögu-
ræðu sinni, að sá annmarki væri
nú mestur á hinu íslenzka fræðslu-
kerfi, að í það vantaði alveg tækni-
fræðslu milli iðnfræðslustigs og
gagnfræðastigs annars vegar og
háskólanáms liins vegar. Æskufólk
liér ætti kost á iðnskólanámi og
verknámi í gagnfræðaskólum en
er því námi lyki væri ekki um
neina tæknimenntun að ræða l'yrr
en í verkfræðideild háskólans með
þeirri einu undantekningu sem
Vélskólinn væri. Það vantaði fram
haldsmenntun i tæknifræði, sam-
svarandi menntaskólastigam
Menntamálaráðherra sagði, að
frumvarpinu um stofnun Tækni-
skóla íslands væri ætlað að bæca
hér úr.
Ráðherrann sagði, að gildi
tækni- og verkmenningar hefði auk
izt og væri að aukast í þjóðfélagtnu
Erlendar þjóðir hefur lagt sífellt
meiri og meiri rækt við tækni-
mejnn^unv og í nágrannalöndum
okkar hefðu risið upp margir
tækniskólar. Það er ekki nóg fyrir
okkur að eiga iðnmenntaða menn
og verkfræðinga, sagði menuta-
málaráðherra. Þeim tæknistörfum
fer sífjölgandi, sem ékki eru á
sviði iðn- eða háskólaménntunar.
Og okkur vantar tæknifræðinga til
þess að leysa þau störf af héndi.
Gylfi sagði, að hér á landi væru
nú 1,4 verkfræðingur á hvert þús-
und landsmanna, en aðeins 0,5
tæknifræðingar á hvert þúsund.
Það, léti því nærri, að verkfræð-
ingar væru hér þrisvar sinnum
fleiri en tæknifræðingar. En í ná-
grannalöndum okkar væri talið
nauðsynlegt, að 2 verlcfræðingar
kæmu á hvert þúsund ibúa og 4
tæknifræðingar á hvert þúsund. Og
sums staðar væri jafnvel talið nauð
synlegt að hafa enn fleiri tækni-
fræðinga.
Sagði Gylfi, að greinilegt væri
að brýna nauðsyn bæri til þess hór
á landi að gera átak í því að eila
tæknimenntunina. Ráðherrann
sagði, að rætt hefði verið um það,
að nægilegt væri að efla ti! nám
skeiða hér til undirbúnings fyrir
þá, er sækja vildu tækniskoia c-r-
lendis-. En ráðherrann sagði, að
tæknimenntun væri íslendingum
svo mikilvæg, að þeir gætu ekki
látið sér nægja að sækja hana til
annarra þjóða. Það þyrfti að koma
á fót íslenzkum tækniskóia og við
uppbyggingu hans yrði að taka scvr-
ætakt tillit til íslenzkra atvinnuvega
Me^intamálaráðherra sagði, að
það væri bæði erfitt og kostnaðar-
samt að byggja upp góðan tækni-
skóla. Þess vegna væri gert ráð
fýrir því í frumvarpinu, að heimilt
væri aö koma skólanum á fót í á-
föngum. Síðan lýsti ráðherrann
nokkuð fyrirkomulagi hins nýja
skóla, eins og gert er ráð fyrir því
í frumvarpinu. Gert er ráð fyrir,
að skólinn starfi í deildum, sem
fyrst um sinn verði þessar: Raf-
magnsdeild, véladeild, bygginga-
deild, fiskideild og Vélstjóraskól-
inn. Er gert ráð fyrir því, að Vél-
skólinn, sem nú starfar, falli ó-
breyttur inn í hinn nýja Tæknisk.
Þá er gert ráð fyrir því, að við skól
ann starfi undirbúningsdeild og
að það verði skilyrði fyrir upp-
töku nemenda í Tækniskólann, að
þeir hafi lokið námi við undirbún-
ingsdeildina. En inngöngu í undir-
búningsdeildina geti þeir nemend-
ur fengið sem lokið hafa prófi frá
iðnskóla, ennfremur þeir, sem 3ok
ið hafa miðskólaprófi og hlotið
hafa nægilega verklega þjálfun,
sem jafngildi verklegri þiálfun 1
iðnnámi.
Menntamálaráðherra sagði, að á
yfirstandandi vetri hefði verið
starfandi við Vélskólann undirbún-
ingsdeild og mundi af þeim sökum
verða unnt að láta 1. bekk Tækrn
skólans taka til starfa næsta haust.
Ráðherrann sagði, að 1. bekkjar-
efnið yrði sameiginlegt fyrir allar
deildir og sá bekkur yrði sambæiú
legur hvað kröfur og efni snerti
1. bekkjardeildum tækniskó'a á
Norðurlöndum, þannig, að íslerd-
ingar sem lykju námi í 1. bekk
tækniskóla hér mundu væntanlega
fá setu í 2. bekk tækniskólanna á
Norðurlöndum.
Menntamálaráðherra sagði, að
hér væru mjög ströng inntökuskil-
yrði í Vélskólann. Ljúka þyrfti
sveinsprófi í vélvirkjun til þess
að fá aðgang að skólanum, þ.e. 4ra
ára námi í járnsmiðju. Sagði ráð-
herra, að aðsókn að Vélskólanum
hefði farið minnkandi undanfarin
ár og væri ástæðan vafalaust sú,
að inntökuskilyrðin væru svo
ströng. Hins vegar væri mikill
skortur á lærðum vélstjórum.
Kvaðst ráðherrann þeirrar skoðun-
ar, að breyta ætti gildandi lagaá-
kvæðum um Vélskólann og tengja
skólann á einhvern hátt verknáms-
deildum gagnfræðaskólanna. Nú
væri námsbraut þeirra er stunduðu
nám við verknámsdeildirnar lokuð
braut. Kvaðst ráðherrann telja, að
nemendur ættu að loknu námi við
verknámsdeildir að eiga kost á
því að fara í Vélskólann ef þeir
lykju áður ákveðnu viðbótarnámi.
Kvað ráðherrann hér um sérstakt
mál að ræða, sem ekki hefðu enn
verið tekin ákvörðun um, hvort
flutt yrði frumvarp um á þessu
þingi.
Ráðherrann sagði, að mikill á-
hugi væri meðal verkfræðinga og
tæknifræðinga fyrir því að hinum
nýja tækniskóla yrði komið á fót.
Öllum aðilum væri ljóst, að fram-
kvæmd málsins yrði vandasöm eg
kostnaðarsöm, en þeir gerðu sér
jafnframt grein fyrir þvi að nauð-
synin fyrir því að auka tækflimcnnf
unina væri mjög brýn.
Er menntamálaráðhcrra hafði
lokið máli sínu, urðu all miklar
umræður um frumvarpið. Tóku
þátt í þeim umræðum Gísli Guð-
mundsson (F), Ingvar Gíslaso.i íF),
Eysteinn Jónsson (F), Einar (>1-
geirsson (K) og Gísli Jónsson (S)
Þeir Gísli og Ingvar töldu æski-
legt, að tækniskólinn yrði stað-
settur á Akureyri. Ingvar lagð; á-
herzlu á það, að fiskideild vært-
anlegs tækniskóla yrði eicki látin
sitja á hakanum. Eysteinn Jónsson
fagnaði frumvarpinu, en mmnti á,
að flutt hefði verið á Alþingi bings
ályktunartillaga um fislciðnaðar-
skóla og kvað nauðsynlegt að lien-
um yrði komið á fót. Gísii UvaS
nauðsynlegt að endurskoða iðn-
fræðslulögin. Menntamálaraðherra
sagði, að vegna kennslukrafta ••g
kennsluaðstæðna yrði að staðsetja
tækniskólann í Reykjavik. Hins
vegar væri hugsanlegt að undirbón
ingsdeild og jafnvel 1. bekkur
tækniskóla starfaði á Akurevri.
Ráðherrann sagði, að með stofnun
fiskideildar við fyrirhugaðan tækni
skóla væri að fullu framkvæmd
þingsályktunartillagan um fiskíðn-
aðarskóla. Og sú deild yrði ekki
látin sitja á hakanum, ef hann
hefði með framkvæmd málsins að
gera;
Ráðherrann sagði í tilefni af um-
mælum Gísla Jónssonar, að mennca
málaráðuneytið hefði íyrir tveim
ur árum skipað stóra nefnd til 'pess
að endurskoða lög um iðnfræðslu
og væri enn unnið að þeirri c rsdur-
skoðun.
Tiliaga AEþýðu-
flokksins tekin
upp í bæjarstjórn
Á síðasta borgarstjórnarfundi
lýsti frú Soffía Ingvarsdóttir borg-
arfulltrúi Alþýðuflokksins yfír á-
nægju sinni með það, að meirihluti
borgarstjórnar skyldi nú hafa tek-
ið upp tillögu Alþýðuflokksins um
byggingu leiguíbúða.
Soffía kvaðst ánægð yfir að meiri
hluti borgarstjórnar tekur hér upp
baráttumál Alþýðuflokksins í liús-
næðismálum efnalitils fólks — Og
vilja leggja áherzlu á að þegar í
upphafi sé tekið tillit til þarfa
fólksins í hinu nýja húsnæði, t.d.
tekið tillit til þarfa barnmargra
fjölskyldna, einstæðra mæðra og
eldra fólks.
Soffía sagði: En ég vil lýsa á-
nægju minni yfir tillögum borgar
ráðs í byggingarmálum svo langt
sem þær ná.
Alþfl. hefur alltaf barizt fyrir
því að útrýma heilsuspillandi hús-
næði og að borgarfélagið sjálft
verði frv.
Emil Jónsson sjávarútvegsmála
ráðherra fylgdi úr hlaði í neðri
deild Alþingis í gær frumvarpinu
um heimild fyrlr Síldarverksmiðj-
ur ríkisins til þess að leggja frani
2 millj. í nýtt hlutafélag á Siglu-
firði um útgerð fiskibáta og togar
ans Iíafliða.
Ráðherrann kvað frumvarpoð
eiga sér alllanga sögu. Árið 1953
hefði útgerð Siglufjarðarbæjar á
togurunum lent í nokkrum fjár-
; hagsörðugleikum. Hefði ríkið þá
ilagt fram nokkra fjárupphæð til
þess að Síldarverksmiðjur ríkisins
gætu stofhað íil
reksturs hrað-
frystihúss, á
Siglufirði. En
síld var þá lítil
og atvlnná af
.skornum
skammti. Vavð
það úr að hrað-
frystihúsinu vav
komið upp og Síldarverksmiðjur
ríkisins tóku að sér rekstur tog-
aranna en ráku þá á ábyrgð bæj-
sjóðs Siglufjarðar. Emil sagði, að
,1960 hefði SR sagt upp'samningum
um rekstur togaranna. Var þá hag
ur togaranna orðinn mjög slæmur
og SR-hafði orðið að taka- á-sig um
skeið að greiða hallann af rekstri
þeirra í bili. Kvaðst Emil þá 'nafa
skipað nefnd til þess að athuga
hvaða leiðir'mættr finna til þess
að tryggja áframhaldandi útgerð
skipanna í einu eða öðru fórmi. í
nefndina hefðu 'verið - skipaðir
Sveinni, Benediktssjon form. SR,
Sigurjón Sæmundsson bæjarstjórl
og Blrgir Finnsson alþm. sem ver
Framh. á 15. síðu
Soffía Ingvarsdóttir
ætti sjálft íbúðir, sem það leigðl
út með -góðum kjörum handa efna-
litlu fólki, eem ekki réði við a?f
eignast eigin íbúðir, en að sjálf--
sögðu er í svo stórri borg seift
Rvík er alltaf margt af sliku fólki.
í sambandi við þetta vil ég minw
ast á nauðsyn þess aff eitthvaff af
þessu húsnæði verði til ráðstöfunar
fyrir eldra fólk, t.d. hjón sen*
geta að meira eða minna leyti séO
um sig sjálf, og þá með þein’i-
heimilishjálp, sem væntanlega ver<>
ur lögleidd er frumvarpið verður
lagt fram.
Með bættri heilsUgæzlu og meik>
langlífi verður það æ meira aðkall-*'
andi vandamál að til sé fyrir hendi
hentugt húsnæði fyrir gamla fólki
ið. Koma þá helzt til greina góðk*’
tveggja herbergja íbúðir.
En í ibúffablokkunum sem ætbt
aðar eru fyrir gamalt fólk þarf aÁ'
gera ráð fyrir þörfum þess í upp-
Wgfi þegar húsin eru VnknuíT.
•Ég vil í því sambandi minnast ,V
ríka félagsþörf gamla fólksins. jsi
ibúðablokkum þess þarf að ver.>
samastaffur.þar sem það getur hitfct
smásalur og lítið eldhús tií kaffi-
hitunar og þess háttar. Gamla fóHt*
ið fer lítið út aff skemmta sér, en»
þaff vill tala saman. Á »
ALÞÝÐUBLAÐIÐ
26. marz 1963 $ •
I'
I