Alþýðublaðið - 26.03.1963, Page 15
„Reyndu að hressa svolítið upp
á þig, viltu gera það? Ertu viss
um að þú getir sungið?11
Hún kinkaði kolli.
„Ég get sungið, það er í lagi.“
„Sé þig þá“, sagði ég og íór
niður stigana og út í sólskinið.
Ég fann Willy á skrifstofu
sinni með hrúgu af tuttugu doll
ara seðlum á borðinu fyrir fram
an sig. Hann var að telja þá: við
og við sleikti hann skítugan þum
al til að fá meira út úr talning
unni.
Hann kinkaði kolli til mín og
liélt síðan áfram að telja á með
an ég studdi vegginn og beið.
Skrifstofan hans var ekkert
sérstök, en það var klúbburinn
svo sem ekki heldur.
Willy var alltaf skrautlegur í
klæðaburði. Fölblá fötin, hand-
málað bindið með fölskum dem
antinum í slifsisnælunni gerði
mér gramt í geði.
Hann setti peningana niður í
skrifborðsskúffu, hallaði sér síð
an aftur og horíði spyrjandi á
mig.
„Hvað er með þig, Jeff?“
spurði hann. „Hvað ert þú að
gera hér?“
„Ég er búinn að finna stúlku,
sem getur sungið“, sagði ég. „Þú
verður vitlaus í henni, Willy.
Hún er einmitt það, sem þú hef
ur verið að leita að.“
Það kom leiðindasvipur á
kringlótt, feitt andlitið á honum.
Hann var feitur, sfuttur og að
verða sköllóttur. Hann hafði lit
inn munn, litil augu og lítinn
heila.
„Ég er ekki að leita að neinum
söngskvísum. Ef ég vildi ná í
þær, þá er hægt að fá þær í búnt
um fyrir fimmeyringaien ég vil
þær ekki. Hvenær ætlar þú að
koma og spila fyrir mig á píanó
ið? Það er kominn tími til, að
þú sýnir dálitla skynsemi, Jeff.
Hú ert að sóa lífinu.“
„Hafðu ekki áhyggjur af mér.
Það er allt í lagi með mig, þar
sem ég er. Þú verður að. heyra
í þessari stúlku, Willy. Þú gæt-
ir fengið hana fremur ódýrt, og
hún mundi slá í gegn. Hún er
falleg, og hún hefur rödd, sem
niundi fá þessa skítugu viðskipta
vini þína til að standa á haus.“
Hann tók vindil upp úr vasa
sínum, beit af honum endann og
hrækti honum yfir þvert lierberg
ið.
„Ég hélt, að þú hefðir ekki á-
huga á kvenfólki."
„Ég lief það ekki. Þetta eru
hrein viðskipti. Ég er umboðs-
maður hennar. Leyfðu mér að
koma með hana í kvöld. Það
kostar þig ekki eyri. Ég vil, að
þú hlustir á hana, og svo getum
við talað um viðsklptahliðina.“
Hann yppti feitum öxlunum.
„Jæja, allt í lagi. Ég lofa engu,
en ef hún er eins góð og þú seg-
ir, gæti verið, að ég gæti fund
ið eitthvað handa henni að gera.“
„Hún er betri en ég segi.“
Hann kveikti í vindlinum og
blés reyknum til mín.
„Heyrðu, Jeff. Af hverju tek
ur þú ekki sönsum? Hvenær ætl
arðu að hætta að lifa svona?
Skarfur með þína menntun ætti
að gera eitthvað annað og betra".
„Sleppum því“, sagði ég óþol-
inmóður. „Mér líður vel svona.
Sé þig í kvöld“, og ég fór út.
Ég var alveg viss um, að strax
þegar Willy heyrði í henni
mundi hann ráða hana. Kannski
gæti ég fengið hann til að borga
henni sjötíu og fimm dollara á
viku. Það þýddi sjö og hálfan
dollar í minn vasa. Ég var líka
viss um, að þegar hún hefði sung
ið á búlu Willys í nokkrar vik-
ur, mundi fólk byrja að tala um
hana, og þá mundi ég koma
henni inn á fínni næturklúbb-
ana, þar sem launin væru eitt-
hvað, sem um munaði.
Ég varð talsvert æstur við
þessar hugsanir. Ég fór að hugsa
mér mig sem meiriháttar umboðs
mann með fína skrifstofu, sem
þegar fram liðu stundir mundi
hafa fínar stjörnur á boðstólum.
Ég fór beint heim á pensjónat
ið. Nú var kominn tími til að
segja Rimu, að ég ætlaði að ger
ast umboðsmaður hennar. Ég
mundi ekki kynna hana fyrir
willy fyrr en ég væri búinn að
fá undirskrifaðan samning. Ég
ætlaði ekki að vera svo vitlaus
kynna hana fyrir Willy og láta
svo einhvern annan skarf stela
henni.
Ég hljóp yfir aðra hverju
ströppu upp alla þrjá stigana og
gekk inn í herbergið hennar.
Carrie, vinnustúlkan, var að
taka af rúminu. Rima var hvergi
að sjá.
Carrie starði á mig. Hún var
stór, feit kona, sem átti drykk-
felldan og atvinnulausan eigin-
mann.
Okkur kom afar vel saman. Þeg
ar hún tók til í herberginu mínu,
vorum við vön að tala um vanda
mál okkur. Hún hafði miklu
meiri vandamál en ég, og hún
var alltaf að hvetja mig til að
hætta lifnaðarháttum mínum og
fara heim.
„Hvar er ungfrú Marshall?“
spurði ég og stanzaði í gættinni.
„Hún fór burtu fyrir hálf-
tima.“
„Fór burtu? Áttu við fyrir
fullt og allt?“
„Nú, já. Kún er farin.“
Það fór ógurlega um mig.
„Skildi hún ekki eftir skila-
boð handa mér? Sagði hún ekki
livert hún væri að fara?“
T°i. og hún skildi ekki neitt
eftir handa þér heldur."
„Borgaði hún fyrir herbergið,
Carrie?"
Carrie brosti svo að skein í
gular tennurnar. Sú hugmynd,
að nokkur kæmist út úr stofn
un frú Millards án þess að borga,
skemmti henni.
„Hún borgaði."
„Hvað mikið?“
„Tvo- dollara."
Ég dró hægt og lengi af mér
andann. Það virtist sem ég hefði
verið blekktur um hálfan doll-
ara. Hún hlaut að hafa átt pen-
inga allan timann. Sagan um sult
inn hafði verið lygi og ég trúað
henni.
Ég gekk að dyrunum á her-
bergi mínu, tók upp lykilinn,
setti hann í skrána og reyndi að
snúa honum, en hann snerist
ekki. Ég tók íhúninn og dyrn-
ar opnuðust. Þær voru ekki
læstar. Ég mundi, að ég hafði
læst þeim, áður en ég fór til
Willys, og nú voru þær ólæstar.
Ég varð skyndilega órólegur,
er ég gekk yfir að servantinum.
Hann var líka ólæstur, og þrjá
tíu dollararnir, sem áttu að end
ast mér vikuna, voru horfnir.
Ég hafði svo sannarlega verið
blekktui’.
II.
Ég átti auma viku. Rusty gaf
mér tvær máltiðir á dag, en
hann vildi ekki láta mig hafa
sígarettur. Frú Millard lét leig-
una bíða, er ég hafði lofað að
greiða aukalega næstu viku. Ég
lifði einlivern veginn af þessa
næstu tjö daga, og ég hugsaðl
mikið um Rimu. Ég sagði við
sjálfan mig, að ef ég rækist nokk
urn tíma á hana, skyldi hún fá
eitthvað til að minna sig á mig.
Ég varð fyrir vonbrigðum að
komast ekki í umboðsmennsk-
una. En eftir tvær vikur var ég
búinn að gleyma henni og mitt
venjulega, afrekasnauða líf gekk
sinn vanagang.
Svo var það dag einn, mánuði
eftir 'að hún stakk af með pen-
ingana mína, að Rust bað mig um
að fara fyrir sig inn í Hollywodd
og sækja neonljósaskilti, sem
hann hafði pantað. Hann sagði,
að ég gæti fengið lánaðan bíl-
inn sinn og hann skyldi gefa mér
tvo dollara fyrir ómakið.
Ég hafði ekkert betra að gera,
svo að ég fór. Ég sótti skiltið,
sem ég setti í aftursætið á gamla
Oldsmobilnum. Svo tók ég mér
smá gönguför um kvikmyndaver-
in mér til skemmtunar.
Ég sá Rimu fyrir utan inn-
ganginn á Paramount-verinu,
þar sem hún var að rifast við
vörðinn. Ég þekkti aftur silfur-
hárið um leið og ég sá það.
Hún var í svörtum þröngum
buxum, rauðri skyrtu og rauðum
skóm, sem líktust ballettskóm.
Hún var hirðuleysisleg og skít-
ug.
Ég renndi bílnum inn í autt
svæði miili Buicks og Cadillacs
og gekk til hennar.
Þegar ég nálgaðist, fór vörð-
urinn inn í klefann sinn og
skellti hurðinni. Rima sneri sér
við og kom gangandi í áttina
til mín, án þess að taka eftir
mér.
Semení lækkar
Framh. af 16. síðu
lands, og lækkar að sjálfsögðu ein
ingarverð sementsins með aukinni
afsetningu. Jafnframt hefur á und
anförnu hálfu öðru ári tekizt að
minnka reksturskostnað verksmiðj-
unnar svo að verulegum upphæð-
um nemur. Telur verksmiðju-
stjórnin eðlilegt, að notendur sem-
entsins fái að njóta þess, þegar
rekstursafkoma verksmiðjunnar
batnar. Afkoma verksmiðjunnar
ætti ekki að verða stefnt í hættu
með þeirri lækkun, sem hér um
ræðir.
25 efnaverkfræði, 8 landmælinga-
verkfræði og 50 rafmagnsverk-
fræði, 48 læknisfræði, 19 dýra-
lækningar, tannlækningar 11.
100 manns spurði um tækni-
fræði, 44 spurðu um arkitektúr
(húsateiknun), 9 guðfræði, 7 um
félagsfræði, B.A. nám og ísl,
fræði spurðu 18 og um það bil 5Q
um námsstyrki og námslán.
Spurt var um margar fleiri at-i
vinnugreinar, sem of langt yrðj
upp að telja hér. Þeir, sem stóðg
að starfsfræðsludeginum eru mjög
ánægðir með árangurinn. Skipu-
lagningu dagsins annaðist Ólafur
Gunnarsson, sálfræðingur í sam-
ráði við forystumenn atvinnu- og
fræðslumála.
Starfsfræðslu-
dagur
Frh. af 16. síðu.
Fjölmennast var í fræðsludeild
um landbúnaðarins. Alls komu um
800 manns í þessar deildir.
Ekki varð tölu komið á þá, sem
ræddu við blaðamenn, en greini-
sinni fyrr.
Menntaskólanemar og lands-
lega voru það fleiri en nokkru
prófsmenn lögðu eðlilega leið
sína til fulltrúa háskólamennta
manna. 3 vildu fræðast um grasa
fræðií 6 um lífselisfræði, 4 um
steinafræði, 2 um dýrafræði, 1
jarðsögufræði, 4 jarðfræði, 1 fiski
fræði, 7 erfðafræði, 12 starð-
fræði, 15 sálarfræði og uppeldis-
fræði, 34 hagfræði og viðskipta-
fræði, 5 veðurfræði, 2 landafræði,
13 lyfjafræði, 13 lögfræði, 20 véla
verkfræði, 30 byggingarverkfræði,
2 milljónir !,
Frh. af 5. síðu. i
ið liafði form, nefndarinnar.
Nefndin klofnaði og skilaði iveirri
álitum. Meirihlutinri, Sigurjóri
Sæmundsson og Birgir Finnssori
ilögðu til, að sett yrðu lög er heiiri-
j ilúðu, að stoifna sameignarfélag
jríkisins og Siglufjaröar sem tæki
ivið eignum og skuldum Bæjarút-
I gerð Sigluf jarðar svo og eignum ög
skuldum hraðfrystihúss SR. Skyldi
ríkið eiga 4/5 og bærinn 1/5.
Minnihlutinn Sveinn Ben. lagði t:\
að^SR ræki frystihúsið áfram eri
síðap yrði stofnað hlutafé.lag um
togarann Elliða en Hafliði afhentur
ríkinu upp í skuld.
Emil sagði, að uppgjör liins
gjaldþrota fyrirtækis- á Sigaifirðl
hefði dregizt og 1962 riefði það
gerzt, að annar togari Siglufjarðar
hefði farizt. Við það liefðu senpzt
ný viðhorf. Hcfði Bæjarúterff
Siglufjarðar nú að mestu greitt'
skuldir sínar með vátryggingafér.u!
sem fékkst fyrir hinn sokkna tog-
ara en nokkuð af því hefði vcrið.
geymt til bátakaupa. — Næst sagðii
ráðherrann, að það hefði gerzt,
að unnið liefði verið- að því að>
samræma sjónarmið liinna tveggja'
nefndarhluta og væri frumvarpið
Isem ríkisstiórnin nú bæri fram,
járangur af því starfi.
Eysteinn Jónsson (F) tók til mals
og lýsti yfir stúðningi sínum við
frumvarpið.
Ódýrar
barnaúlpur
Miklatorgi.
i
ALÞÝÖUBLAÐIÐ — 26. marz 1963 X5