Alþýðublaðið - 24.04.1963, Síða 15

Alþýðublaðið - 24.04.1963, Síða 15
Eftir augnablik sagði ljós- liærða bullan: „Ættum við að lemja hlunkinn svolitið ,Töffi? Gefa honum smá yfirhalningu?“ Hinn hnussaði út um brotið nefið. „Af hverju ekki það? Ég hef ekki reynt neitt á mig í margar vikur.“ Feiti ítalinn sagði snöggt: „Ekkert svoleiðis. Hann verður hér í fimm mínútur, svo fer liann. Það snertir hann enginn". Ljóshærði stárkurinn spýtti á gólfið. „Þú ræður". Við stóðum þarna allir á með- an mínúturnar liðu. Eftir tíma, sem virtist miklu lengri en fimm mínútur, sagði feiti ítal- inn: „Komið. Við skulum koma að horfa á leikinn aftur“. Þeir þrír drögnuðust aftur inn í bakherbergið og skildu mig eft ir einan með negranum gamla. Hann starði á mig og nuddaði linakkann á sér með stórri svartri hendi. „Ég býst við, að þér séuð fædd ur undir heillastjörnu, herra minn“, sagði hann. „Þessir gæj- ar eru harðir". Ég fór út í nóttina og upp í bílinn minn. í II. Þegar ég ók gegnum borgina starfaði hugur minn hratt. Það virtist engin leið út úr þessari gildru. Það yrði nú ó- mögulegt að finna Rimu aftur. Hún gat haldið áfram að kúga fé út úr mér óhult og án þess að ég næði til liennar. Ég yrði að láta hana fá alla peningana, sem ég hefði upp úr brúnni, og svo meira til. Ég vissi, að hún mundi halda áfram að kúga út úr mér fé það sem hún ætti eft- ir ólifað. Ég vissi, að kaupin á húsi Terrells voru nú ekki annað en fánýtur draumur. Hvernig átti ég að skýra það fyrir Saritu? Það var umhugsinin um Sar- itu, sem herti mig upp. Ég hægði ’ ferðina og ók úpp að gangstétt- inni. Ég gat ekki tekið þessu, eins og hverju öðru hundsbiti, sagði ég við sjálfan mig og heit reiði fór um mig. Ég varð að finna leið út úr þessu. í nokkrar mínútur sagt ég og starði út um bílrúðuna á hina miklu umferð, sem fór framhjá mér, og reyndi að róa taugarnar. Loks náði ég tökum á sjálfum l— " mér og tókst að hugsa rólegra. Rima hafði gefið mér heimilis fang á ba!-’’'a í Los Angeles. Þýddi það, að hún væri á leið frá Hol- land City til Los Angeles, eða var þetta aðeins bragð til að setja mig út af sporinu? Ég varð að finna hana aftur. Það var eina von mín. Ég varð að finna hana og stinga upp í hana. Ég ræsti bílinn aftur og ók hratt til Ritzt-Plazahótelsins, sem var skammt frá. Ég skildi bílinn fyrir utan, fór inn og gekk að ferðaskrifstofunni. Stúlkan þar brost blítt til mín. „Get ég hjálpað yður?“ „Er flugvél héðan til Los Angeles í kvöld?“ „Ekki lengur, herra minn. Fyrsta vélin er klukkan tuttugu og fimm mínútur yfir tíu í fyrramálið." „En lest?“ Hún tók upp ferðaáætlun, blaðaði í henni og kinkaði síð- an kolli. „Það er lest klukkan ellefu fjörutfu. Ef þér flýtið yður, gæt uð þér náð henni." Ég ók hratt til járnbrautar- stöðvarinnar, lagði bílnum og gekk að upplýsingaskrifstofunni. Klukkan var hálf tólf. Þar var mér sagt, að Los Angeles lestin væri við pall númer 3. Ég gekk varlega að palli þrjú og leit í kringum mig eftir Rimu. Ég stanzaði við blaðsöluskúrinn við innganginn að pallinum. Hlið ið var enn lokað. Þar béið þar hópur af fólki. Rimu var hvergi að sjá. Ég beið í felum, þar til hliðið var opnað. Eftir tíu mín útna bið horfði ég á lestina fara af stað. Ég var viss um, að Rima var ekki um borð. Ég . gekk aftur áð bílnum. Þetta hafði verið möguleikl, en hann tókst ekki. Það væri von- laust daginn eftir. Ég gæti ekki bæði haft eftirlit með járnbraut arstöðinni og flugstöðinni. Auk þess var ekkert líklegra en að , hún hefði gefið mér heimilis- fangið í Los Angeles til þess að villa um fyrir mér. Hún gat haft í huga að setjast að einhvers staðar annars staðar. Ávísun mín færi til Los Angeles, og þaðan yrðu peningarnir sendir til hvaða borgar sem væri. Það virtist næstum óhugsandi að finna hana. Ég steig upp í bilinn og ók heim. Þegar ég gekk frá lyftunni að íbúð minni, horfði ég á úr- ið. Klukkan var fimm mínút- ur yfir tólf. Ef heppnin væri með, væri Sarita komin í rúm- ið. Ég var svo dapur og reiður í skapi, að ég vildi ekki tala við hana um kvöldið. En heppnin var ekki með mér. Þegar ég opnaði dymar, sá ég, að það var ljós í setustofunni. „Jeíf?“ Sarita kom fram að dyrunum, þegar ég var aö fara úr frakkan- um. „Halló, elskan", sagði ég. „Ég hélt, að þú værir háttuð". „Ég hef verið að biða eftir þér. Ég hélt, að þú ætlaðir aldrei að koma“. Tónninn í rödd henn- ar varð til þess, að ég leit snöggt á hana. Ég sá, að hún var æst út af einhverju. Langar þig í eitthvað að borða?“ Þó að ég hefði ekki borðað neinn kvöldverð, varð mér ó- mótt við tilhugsunina um mat. „Ég er búinn að fá allt, sem ég þarf, þakka þér fyrir. Af hverju ertu svona æst?“ Hún tók undir handlegginn á mér og dró mig inn f stofu. „Terrell hringdi fyrir tveim stundum. Hann vill -fá ákvörðun þegar í stað. Hann er búinn að fá tilboð í húsið. Það er tiu þús undum hærra, en hann setti upp við okkur. Hann er svo góður. Hann sagði, að sig langaði til, að við fengjum húsið, og hann ætlar að láta okkur hafa það fýrir upphaflega verðið, en við verðum að láta liann vita strax”. Ég gekk frá henni og settist niður. „Jæja, þá var komlð að því. Ég var sokkinn upp að liaus, áð- ur en ég liafði tíma til að átta mig eftir fyrsta höggið. „Hann sagðist skyldu gefa mér vikufrest", sagði ég og tók upp sígarettuveskið • mitt og kveikti mér í sígarettu. „Ég veit það, elskan, en hann er' nýbúinn að fá þetta tilboð“, sagði Sarita og settist niður gegnt mér. „Við getum ekki ætl- azt til 'þess af honum, að hann tapi tíu þúsund dollurum bara vegna tveggja daga. Og hvers vegna ættum við svo sem að verið að hugsa um þetta. Hús er um að kaupa húsið, er það ekki? Það er ekkert, sem kemst í hálf kvist við það, og það er raun- verulega kjarakaup". ,Ja, nei“, sagði ég og horfði ekki á hana. „Ég held ekki, að ég geri þetta, Sarita. Ég hef verið að hugsa um þetta. Hún er talsvert varanlegur hlutur. Ég ætla að eyða lífi mínu í þess- ari borg. Hús Terrells er vissu- lega ágætt, en ég held, að bezt sé að lafa hér í svo sem eitt ár og byggja síðan. Þegar svo er komið, veit ég betur hvernig fjár hagsástand mitt raunverulega er. Ef lieppnin er með, ættum við að vera farin að hafa það sæmilega gott. Við gætum jafn vel liaft það eitthvað enn betra en svona kofabyggingu. Það er betra að byggja. Um leið og við erum búnir með brúna, skal ég útbúa teikningu. Við getum unn ið að henni saman. Þá fáum við nákvæmlega það, sem við vilj- um“. Ég sá, að hún stirðnaði, og ég gat séð vonbrigði hennar. „En góði Jeff, á þessu verði er húsið hrein gjöf. í stað þess að hýrast í þessari leiðindaíbúð í ár í viðbót, getum við flutt í húsið, farið okkur rólega með að byggja, og þegar við erum bú in að byggja, getum við selt það með ágóða.“ „Ég skil það“, sagði ég og reyndi að halda í hemilinn á æst um taugum mínum. „En ég vil heldur biða. Ég held, að við lát um húsið eiga sig“. „Gérðu það, Jeff“. Það særði mig og gerði mig reiðan að sjá, hve þetta fékk mikið á hana. ,Ég elska húsið. Viltu skipta um skoS un? Ef við kaupum, greiðum við ekki leigu. Við spörum hana. Þetta þýðir að við komum fé okk ar skynsamlega fyrir, og ég vfl holzt ekki þurfa að vera hér anh að ár í viðbót". ! ,Mér þykir það leiðinlegt", sagði ég, „en ég ætla ekki að kaupa hús Terrells. Eigum við að hætta að tala um þetta? Ég er þreyttur og reiðubúinn til að fara í rúmið“. „En Jeff, þú getur ekki af- skrifað þetta bara svona. Þettá er veigamikið fyrir okkur bæði. Við eigum peningana. Þú sam- þykktir, að það væri einmitt það, sem við vildum. Við getum ekki haldið áfram að búa hér. Þú verð ur að bjóða meira heim. Við getum ekki boðið fólki hingað. Maður í þinni stöðu verður að eiga fallegt heimili“. . „Sleppum þessu, Sarita. Éé veit, hvað ég er að gera“. Augnablik starði hún á mig, og síðan sagði liún: „Jæja, auð vitað, ef þú vilt hafa það svona, állt í lagi. Viltu raunverulega, að við verðum hér um kyrrt?“ „Þangað til við byggjum". ( „Þá gætum við kannski keypt ný húsgögn: Við skulum að minnsta kosti reyna að láta það líta eitthvað skár út en það gerir núna“. „Við tölum um það seinna“;. Ég stóð á fætur. „Við skulur® fara í rúmið. Sjáðu hvað klukk an er: hún er að verða eitt“. i ■') T — Það er gott að þú komst, pabbi — ef sjö menn geta gxafíð V 89 m. skurð á 63 mínútum, hvað geta þá 5 menn grafið á 17 og < hálfum tíma? ALÞÝÐUBLAÐIÐ — 24. apríl 1963 |,5'

x

Alþýðublaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.