Alþýðublaðið - 25.04.1963, Blaðsíða 6

Alþýðublaðið - 25.04.1963, Blaðsíða 6
regður ÍTALSKUR sálfræðingur tehir sig hafa komizt að raun um, að böm séu yfirleitt mun færari um að taka óvæntum og válegum at- burðum á rökréttan hátt, heldur en fullorðnir. M BLINDIR BRÆDUR Eins og allir vita, er það alvana- legt að fullorðnir verði fáti gripn- ir, þegar eldsvoða ber að höndum, eða þá slys og annað þessháttar. Dr. Anelli hefur rannsakað slík viðbrögð fólks á öllum aldri, og komizt að þeirri niðurstöðu að börn, sem gædd eru heilbrlgðri skynsemi og eðlilega hraust, hafi mun betri stjórn á sér og hitti einfaldari og rökiréttari ráð en hinir fullorðnu. Einnig að þau muni betur, ef þeim hefur ein- hverntíma verið sagt hvað taka beri til bragðs, þegar um slíkt er að ræða. ÞEGAR þau Carlo Rotolo og Anna María gengu í hjónaband fyrir fjórtán árum, ríkti almennur fögn- uður í sikileyska þorpinu, Campo- bello. Carlo naut álits sem dug- andi og traustur steinhöggvari, og Anna María var í miklum metum sakir hjartagæzku sinnar og göfgi. Þess var því mjög að vænta, að guð blessaði slíkt hjónaband, en nú spyr maður mann þar í þorp- inu, hvort guð hafi alls ekki neina blessum aflögu til handa þeim hjónum. I aði vel á alian hátt, en þegar hann 1 var orðinn nokkurra mánaða gam- all, veittu foreldramir því at- hygli að eitthvað mundi áfátt sjón hans. Fóru þau með litla snáðann til læknis, en hann vissi því mið- ur engin ráð. Skömmu eftir fyrsta afmælisdaginn sinn, hafði Paolo litli misst sjónina algerlega. Þegar ár var iiðið frá brúð- kaupinu, ól Anna María manni sínum hraustan og fallegan svein, sem skýrður var Paolo. Hann dafn- Þetta var þeim Carlo og Önnu Maríu hart reiðarslag. Dró þó nokkuð úr sorg þeirra, þegar Anna ! María ól manni sínum annan son j ári síðar. Illaut hann nafnið Car- melo, og var líka lieill og hraust- ur fæddur — en engu að síður hafði hann misst sjónina, þegar hann var kominn skammt á annað ár,- eins og eldri bróðirinn. Og það var ekki eins og þessum þungu ör lögum væri þar með létt af þeim hjónum. Undanfarin ár hafa þeim fæðst enn þrír synir — Giocchino, Gius'eppe og Calogero — og allir hafa þeir misst sjónina ársgamlir. Þrátt fyrir þennan sára harm- leik er mikil gleði og lífsfjör ríkj- andi á heimili þeirra Rotolohjóna. Drengirnir leika sér saman lengst- an hluta dagsins, og auk þess hafa þrír eldri drengirnir lært að leika á gítar og stofnað með sér hljóm- sveit, sem annast söng og hljóð- færaleik á skemmtunum í þorp- inu. Engu að síður er foreldrunum þetta að sjálfsögðu þungbær ör- lagadómur. Faðir þeirra hefur mjög takmarkaðar tekjur svo að tekjur hans leyfa ekki að drengj- unum sé komið í hendur sérfræð- ingi. Ekki alls fyrir löngu lét þekktur augnlæknir í Róm svo um mælt, að ekki sé útilokað að drengirnir geti fengið sjónina aftur fyrir upp- skurð á augunum. Kveðst hann fús að framkvæma þá læknisað- gerð ókeypis, ef drengjunum verði einungis komið til hans. Þess vegna reyna hinir fátæku þorpsbúar í Campobello nú að aura saman fyrir Rómarferð ferð bræðranna, þegar þar að kemur. Nýfætt barn grafið lifandi VARLA verður öðru trúað en að vissir foreldrar í Aþenu finni til samvizkubits þessar vikumar, og það svo um muni. Foreldrar ný- fædda drengsins, sem fannst þar grafinn í jörðu ekki alls fyrir löngu, og verður ekki annað sagt en að það hafi verið kraftaverk sem réði því, að hann skyldi halda lífi. Dag nokkurn gekk nítján ára gamall piltur, Nikolas Hatzipetrou að nafni, inn í einn af skemmtigörð um Aþenuborgar, og hugðist snæða þar morgunmat, sem hann hafði tekið með sér. Þegar hann var nýseztur þar á bekk, heyrði hann lágan barnsgrát. Hann svip- aðist um, en sá ekki neinn þar í grennd. Þegar hann lagði við hlustir, heyrði hann ekki betur en að gráturinn kæmi beint upp úr sverðinum. Hann gat ekki heldur betur heyrt en að um barnsgrát væri að ræða. Fyrst í stað sat hann þarna gersamlega ráðþrota, en spratt svo á fætur, hraðaði sér í næsta almenningssíma og hringdi á lög- regluna. Þeir á stöðinni héldu, að hann væri einungis að gera gabb að þeim, en hétu þó að koma eftir nokkurt þóf. ^ Þeir voru skælglottandi, lög- regluþjónarnir, þegar þeir komu til fundar við hann í garðinn — en glottið var ekki lengi að fara af þéim, þegar hann hafði leitt þá að bekknum, þar sem hann sat áður< og þeir heyrðu veikt kjökr- ið, sém enn barst upp úr sverðin- um. Þeir tóku óðara að róta upp moldinni berum höndum, og að nokkrum mínútum liðnum komu þeir niður á eitthvað, vafið í dag- blaðapappír ,sem við nánari at- hugun reyndist vera allsnakið sveinbárn. Viðvörunarblístrurnar á lög- reglubílnum voru óðara settar í gang og ekið með sveininn í næsta i sjúkrahús eins hratt og hjól báru, I þar sem hann komst þegar i hend- ur iæknanna. Þegar gert hafði verið að nokkrum smáskámum á hörundi hans og honum komið fyrir í hlýju rúmi, fékk hann pel- ann sinn og svaf væran stundar- korni síðar. Rannsókn lækna og lögreglu leiddi í ljós að drengurinn var ekki nema sólarhrings gamall, og að öllum líkindum hafði hann ver- ið grafinn þarna í garðinum nótt- ina áður. Tvennt mun einkum hafg orðið til þess, að hann var enmá lífi, er hann fannst — hita- veitupípa lá skammt undir hon- um í moldinni, og blaðið skýldi andliti hans svo að hann gat dreg- ið andann. Foreldvar sveinsins hafa ekki enn gefið sig fram, enda varla við því að búast, en ekki ætti hann að vera á hrakhólum fyrir það. Sjúkra húsinu hafa borizt fyrirspurnir frá meir en tuttugu hjónum, sem vilja taka hann í fóstur, svo að öll lík- indi- eru til að bjartara verði yfir fyrstu köflunum í ævisögu hans en sjálfu upphafinu .... í barnaskóla einum, sem byggð- ur var úr timbri, hafði skólastjór- inn gengist fyrir því að börnunum væri kennt að ganga fátlaust í röð — undir stjórn kennaranna — til úr stofum sínum og til næstu út- göngudyra, ef til eldsvoða kæmi. Oe svo gerðist það, að kviknaði í skólanum. Undantekningarlítið föru börnin eftir því, sem þeim hafði verið sagt, að svo miklu leyti sem sumir af kennurunum gerðu beim það ekki illmögulegt með hræðslufáti sínu og flaustri. Á styrjaldarárunum fannst fimm ára drengur innilokaður í hálfhrundum kjallara húss nokk- urs. sem lagt hafði verið í rúst í loftárás. Hann sat þar hinn róleg- asti, og það fyrsta, sem hann gerði begar björgunarsveitin hugðist brjótast inn til hans, var að kalla þessum viðvörunarorðum: „Þið megið ekki koma við neitt, því að þá getur allt hrunið ofan á mig ....” Kona var á skemmtisiglingu á litlum, vélknúnum bát úti á fljóti, og tvö börn hennar með henni. Annaðhvort var siglingakunnáttu hennar eitthvað ábótavant, eða þá að báturinn lét ekki að stjórn, því að hún braut stefni hans á leiðar- dufli, og tók hann þegar að sökkva. Börnin náðu bæði taki á duflinu og björguðust þannig, en konan hélt dauðahaldi í bátinn, þrátt fvrir köll þeirra — og sökk með honum. g ,25» apríl 1963 ^,ALÞÝÐUBLAÐIÐ

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.