Baldur


Baldur - 19.01.1903, Side 4

Baldur - 19.01.1903, Side 4
4 BALDUR, 19, JANtÍAR IQO'J. Nýja ísland. Good Tcmplara stúkan ,,Von- ín“ á Gimli, hjelt fitbreiðsiufund miðvikudagskvöldið hinn 7. þ. m. Rœður hjeidu : sjera R. Marteins- son, G. Thorsteinsson, B. B. Olson, J<5h. Eiríksson og J. F. Sdlmunds- són. H. Ged, œðsti Templar stúk- unnar, stýrði samkomunni ; hann fl’utti kvæði cftir sjá.lfan sig, ort fyrir þctta tœkifœri. Milli rœð- anna sungu nokkrar stúlkur. Á- rangur þessa fundar varð sá, að á næsta fundi stúkunnar bœttust henni átta nýjir meðlimir. Það er vert að geta þess, að með- Jimir þessarar stfiku hafa sýnt dœmafátt úthald og staðfestu, svo fámenn 'scrm stúkan hefir verið. Meðiimir hcnnar hafa verið dreifð- ír hingað og þangað í atvinnuleit meiri hluta ársins, en þeir fáu sem heima hafa verið, hafa haldið uppi regluiegum fundum, og með því haldið henni lifandi, þar til hún nú má heita á blómlegum framfara- vegi. En svo hefir stúkan „Von- ín“ eitt fram yfir margan annann fjeiagsskap vorn, — þar drottnar c.iningf orðsins fyllsta skiiningi. Útbreiðslwfundir Good-Templ- ara hafa einnig verið haldnir á öðr- um stöðum í sveitinni. Wm. And- crson, stórtemplari reglunnar hjer í fylkinu, hcfir verið hjer á ferð og tekið þátt í þeim fundahöldum, bæði við íslcndingafljót og f Breiðu- vfkinni, en ekki er oss enn þá kunn- ugt um árangur þeirra funda. Yfir hofuð virðist bindindis starfsemin fá góðar undirtcktir hjá ýmsum leiðandi mönnum í þessu hjeraði. J. P. Sólmundsson hefir verið hjer á ferð í prestsskaparcrindum, og hefir flutt messur vfðsvegar um sveitina. Hjer á Gimli messaði hann f gær fyrir fullu húsi, og yfir höfuð lætur hann vel yfir viðtökun- um, serr^hann hefir fcngið hjá Ný- Islendingum. Nú er verið að hressa upp á stjórnarbryggjuna hjer á Gimli, og eru milli tíu og tuttugu manna nú stöðugt við þuð vcrk. Maður frá Ontario stendur fyrir verkinu, og ætlar hann að gjöra Hnausabryggj- ; unni sömu skil, þegar lokið er við bryggjuna hjerna. Efnið til þeirr- ar viðgjörðar er nú að mestu leyti j komið að bryggjunni, og hafa ýms- j ir unnið kappsamlega að þvf, að flytja þangað það grjót, sem á þarf að halða. Sagt er að stjórnin'borgi þeim $7 fyrir hvert ,,cord“ af grjóti. Skemtisamkoma var haldin hjer á Gimli í sfðustu viku, til styrktar fátækri konu í piássinu. Mrs. W. Lund gekkst fyrir þessu sam- kvæmi, og er hún þakklát öllum þeim, sem styrktu hana mcð því, að sœkja samkomuna. Fyrir skiimmu minntist Lög- berg á sveitarráðskosningarnar hjer f Nýja Islandi, og lætur þess þar getið að B. B. Olson hafi feng- ið að eins fá atkvæði. Þaðernaum- ast sanngjarnt af nokkru blaði, að stíla frjettir sínar á þennan hátt. Eftir þvf sem kosningar ganga vanalega, virðist svo sem báðir hlutaðeigendur megi una allvel við sitt hlutskifti. Jón Pjetursson, sem kosinn var meðráðamaður fyrir fyrstu kjör- deild sveitarinnar, fjekk 91 atkv., en B. B. Olsson, scm sótti á móti honum, fjekk 67 atkv. Ný sögunarmylla er nú tekin til starfa skammt fyrir norðvestán N Y K 0 M 1 D í verzlun G. Thorsteins- sonar mikið af GLERYÖRU, sem verður seld fyrir lágt verð. Komið og kaupið sem fyrst. B. B. OLSON, Provincial Conveyancer. Gimli, Man. j Gimliþorpið. Aðal-forgöngumaður j i þess fyrirtœkis er ungur bóndi j hjer f byggðinni, Þorsteinn, sonur ! Þorsteins Sigfússonar, nafnkunn- ugs bónda hjer í Vfðinessbyggð- inni. í fjelagi mcð honum er sagt að sje einn eða tvcir enskir mcnn, úr næstu sveit hjer fyrir vcstan. Þeim kvað ganga vel að saga, og sagt er að viðurínn seljist jafnóðum til ýmsra þjóða manna, sem nú eru sem óðast að byggja á nýteknum löndum hjer í sveitinni. Það er munur fyrir menn, að koma upp yfir sig góðum húsakynnum nú, frá því, sem var þegar Islendingar byrjuðu fyrst, að setja sig hjer niður. k’yrir nokkrum árum var mylla hjer á Gímli, og olli það miklum umbótum frá þvf, sem ver- j ið hafði. Síðan hefir sú mylla ver- ! ið við Fljótið, þangað til hún var j flutt að Árnesi fyrir tveim árum, [ og sjást ljós merki um afraksturj iðju hcnnar á báðum stöðunum. Önnur mylla hcfir verið, og er enn, tólf mílur í suðvestur frá í 1 Gimli, og hefir Víðinessbúum verið mikil byggðarbót að þvf. Empire. Þetta cr mynd af Empire- skil'vindunni, scm GUNNAR SVEINSSON hefir nú til sölu, Um hana þarf ekkert að fjölyrða. IIún mælir bczt með sjer sjálf, Samt er lfklegt að byggðarmönn- um hjer verði cnn þá meirí hagur að þessari nýju myllu Þorsteins og hans fjelaga, vegna þcss, að hann kvað ætla að fœra hana smámsam- an til f byggðinni, eftir því, sem sameiginlega hagfelldast getur orð- ið fyrir hann og þá bœndur, scm skóginn eiga. I»ar fyrir utan hafa þessir fjelagar ráð á allmiklum skógi sjálfir. Það ætti innan skamms, að geta komist gott lag á húsaskipun manna hjer, ef ekkcrt óvœnt kemur fyrir. TIL WINNIEEG. Eins og undanfarnúf’vctur hefi jeg á hendi fólksflutninga á mílti íslendingafljóts og Winnipeg. Eerðum verður fyrst um sinn hag- að á þessa leið : SUÐUfí. Frá ísl.fljóti á fimmtud. kl. 8 f. h. Hnausa - — - 9 f. h. Gimli - föstudag - 8 f. h. Selkirk - laugardag - 8 f. h. Kemur til Wpeg — - 12 á h. NOJ’ÐUfí. Frá Wpeg á sunnud. kl. 1 e. h. - Selkirk á mánudag kl. 8 f. h. - Gimli á þriðjudag kl. 8 f. h. Kcmur til ísl.flj. áþr. d. kl. 6 e. h. Upphitaður sleði og allur útbún- aður hinn bc/.ti. Mr. Kristján Sig- valdason, sem hcfir almennings orð á sjer fyrir dugnað og aðgætni, keyrir sleðann og mun eins og að undanförnu láta sjer annt um að gjöra farþegjum ferðina sem þægi- legasta. Nákvæmari upplýsingar fást hjá Mr. Á. Valdason, 605 Ross Ave. Winnipeg, og á gisti- húsum og pósthúsum í Nýja-Is- landi. Frá Winnipcg leggur sleð- inn af stað kl. 1 á hvcrjum sunnu- degi. Komi sleðinn einhverra or- saka vegna ckki til Winnipcg, þá \ erða menn að fara með austur- brautinni til Selkirk sfðari hluta sunnudags, og verður þá slcðinn til staðar á járnbrautarstöðvunum i Austur-Selkirk. Jeg hefi einnig á hcndi póstflutn- ing á milli Selkirk og Winnipeg og get flutt bæði fólk og flutning með þeim sleða. Pósturinn fer frá búð Mr. G. Ólafssonar kl. 2 e. hád. á hverjum rúmhelgum degi. Göo, S. Dickenson, Selhirk, Man.

x

Baldur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Baldur
https://timarit.is/publication/165

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.