Baldur - 02.02.1903, Blaðsíða 4
4
BALDUR, 2. FEBRtJAR lgó$.
TIL WÍNNIPEG.
Eins og undanfarna vetur hefi
jeg á hendi fólksflutninga á milli
Islendingafljóts og Winnipeg.
Ferðum verður fyrst um sinn hag-
að á þessa leið :
SUÐUR.
Frá ísl.fljóti á fimmtud. kl. 8 f. h.
Hnausa - — - 9 f. h.
Gimli - föstudag - 8 f. h.
Selkirk - laugardag - 8 f. h.
Kcmur til Wpeg — - 12 á h.
NORÐUR.
Frá Wpeg á sunnud. kl. 1 e. h.
- Selkirk á mánudag kl. 8 f. h.
- Gimli á þriðjudag kl. 8 f. h.
Kemur til ísl.flj. áþr. d. kl. 6 e. h.
Upphitaður sleði og allur útbún-
aður hinn bezti. Mr. Kristján Sig-
valdason, sem hefir almennings orð
á sjer fyrir dugnað og aðgætni,
keyrir sleðann og mun eins og að
undanförnu láta sjer annt um að
gjöra farþegjum ferðina sem þægi-
legasta. Nákvæmari upplýsingar
fást hjá Mr. Á. Valdason, 605
Ross Ave. Winnipeg, og á gisti-
húsum og pósthúsum í Nýja-ís-
landi. Frá Winnipeg leggur sleð-
inn af stað kl. 1 á hverjum sunnu-
degi. Komi sleðinn einhverra or-
saka vegna ekki til Winnipeg, þá
verða menn að fara með austur-
brautinni til Selkirk sfðari hluta
sunnudags, og verður þá sleðinn
til staðar á járnbrautarstöðvunum
í Austur-Seikirk.
Jeg hefi einnig á hendi póstflutn-
íng á milii Selkirk og Winnipeg og
get flutt bæði fólk og flutning með
þeim sleða. Pósturinn fer frá búð
Mr. G. Ólafssonar kl. 2 e. hád, á
hverjum rúmhelgum degi.
Geo. S. Dickenson.
SelJcirle, Man.
NYKOMID
í verzlun
G, Thorsteins-
sonar mikið af
GLERVÖRU,
sem verður seld fyrir lágt verð,
Komið og kaupið sem fyrst,
Nýja ísland.
Bændafjelagið hjer í Víðiness-
byggðinni virðist um þessar mund-
ir sýna lofsverðan áhuga fyrir til-
gangi sfnum. Því hafa síðastliðið
ár bœttst meðlimir úr þeim hluta
hjeraðsins, sem minnst hefir tekið
þátt í fjelaginu að undanförnu. Svo
hefir forstöðunefnd þess verið kos-
in með sjerstöku tilliti til þess
hvernig nefndarmönnunum er í
sveit komið. Nú hefir fjelagið ný-
lega keypt kornhreinsunarvjel af
nýjustu og beztu tegund, og innan
skamms er von á, að fjelagið eign-
ist kynbótanaut af stutthyrnings-
tegundinni.
Þeir Björn B. Olson, sem nú er
forseti fjelagsins, og Sigurjón Jó-
hannsson, einn af meðlimunum,
fóru upp eftir með Kristjáni Sig-
valdasyni í síðustu viku, meðal
annars í þeim erindum, að velja
kynbótanaut það, sem fjelagið æti-
ar að kaupa. Einnig hefir það
heyrzt, aðþeirmuni hafaí hyggju,
að kaupa gripi af hreinu kyni fyrir
sjálfa sig, og byrja með sinni teg-
undinni hvor, Ef allt gengur vel
fyrir þeim, má vænta þess, að
þetta fyrirtæki þeirra geti orðið til
mikilla heilla fyrir byggðarlagið.
Vegna þess að sumir leggja aðal-
áherzluna á kjötframleiðslu, en aðr-
ir á mjólkurframleiðslu, mun þeim
hafa hugsast, að annar þeirra skyldi
leggja fyrir sig að vinna að út-
breiðslu stutthyrningstegundarinn-
ar, en hinn að útbreiðslu Ayrshire-
tegundarinnar.
Þetta er ágætt augnamið hjá
þeim, og óskandi, að þeim farnað-
ist sem bezt.
Það er vert að geta þcss, að Sig-
urjón Jóhannsson er stjúpsonur
mannsins, sem sótti um sveitar-
ráðssætið á móti B. B. Olson í síð-
ustu sveitarráðskosningum. Sigur-
jón er máttarstoð á heimili stjúp-
föður síns, og sterkur fylgismaður
hans í stjórnmálum, en það aftrar
að engu leyti samvinnu hans við
Björn í búnaðarmálum þessa hjer-
aðs. Af því hversu oft þess er
getið út í frá, að ilit samkomulag
eigi sjer almennt stað meðal Ný-
íslendinga, er Baldri hin mesta á-
nœgja að því, að tilfæra rök fyrir
þvf, að slíkar sagnir eru ekki síður
öfgafullar, heldur en ýmislegt ann-
að, sem slúðrað er í veröldinni.
Hagur sveitarinnar fer nú stórum
batnandi í þessu sem öðru.
B. B. OLSON,
samningaritari
Og
innköllunarmaður.
Gimli, Man.
Hinar heimsfrægu S I N G E R
saumavjeiar, selur G. SöLVASON,
West Selkirk, Man., sömuieiðis
nálar og olfu fyrir allar tegundir af
saumamaskínum. P a n t a n i r af-
greiddar fljótt og skilvíslega. 3-a
m
m
m
m
é
GREAT WEST
lí fsáby rgðarfj elagið
w
m
m
m
m
é
m
w
M heíir nii í veltu eftir tíu ára starfsemi ®
# . W
$15,000,000.00 I
Arstekjur fjelagsins af þessum ábyrgð- ^
urn eru yfir
$500,000.00
w
Slíkan viðgang hefir ekkert lífs-
é ábyrgðarfjelag nokkurn tíma liaft. %
é
é
m
Winnipeg, 1. jan. 1903.
w
w
GLEDIEFNI.
Gleðicfni er það sannarlega fyrir Ný-íslendinga, að vera búnir
að eignast nýtt sveitarblað, og að það skuli færa þeim þann gleðiboð-
skap aðG. P. Magnússoná Gimli, verzli með fslenzkar bœkur af
öllum tegundum. Svo sem: ljóðmæli, fyrirlestra, sögur, söng-
bœkur, dagblöð og fl. o. fl.
Nýkomnar bœkur f bókaverzlun mfna, eru :
Axel í skrautbandi................................. $0,4°
Robinson Krúsóe, þýtt hefir Stgr. Thorsteinsson . 0,50
Litli Barnavinurinn eftir Jón Ólafsson .......... 0,25
Nýja stafrófskverið eftir sama .................. 0,25
Stgr. Thorsteinssonar ljóðmæli, skrautbundin .... 1,50
Almanak Ól. S. Thorgeirssonar um árii 1903 .... 0,25
Útilegumannasögur Jóns Árnasonar ................... 0,60
Islands Kultur, með myndurn ...................... 1,20
Ljóðmæli Gests Pálssona'r ....................... i, 2 5
Ljóðmæli sjera Matthíasar, 1. bindi, bæði f kápu og skraut-
bandi, verða væntanlega til í bókaverzlun minni í næstu viku og svo
framvegis. — Pantanir með pósti eru skilvíslega afgreiddar undir
eins, ef fullnaðarborgun fylgir pöntuninni.
Þeir, sem ekki nú þegar hafa fengið bókalista minn, ættu að
skrifa eftir honum sem allrafyrst.
Gimli, 10. jan. 1903.
G, P, Magnösson,