Baldur


Baldur - 02.02.1903, Blaðsíða 2

Baldur - 02.02.1903, Blaðsíða 2
2 BALDUR, 2. FEBRíJaR I9O3. BALDUR ergefinn útáGIMLI, Maxitoba. Kemur út einu sinni f viku. Kostar $1 um árið, Borgist fyrirfram. Utgcfendur : Nokkrir Ný-Íslexdixgar. Ráðsmaður: G. ThORSTEINSSOX. Prentari: JóHANXES VlGFííSSON. Utanáskrift til blaðsins : BALDUR, Gimli, Man. Veið á smáum aug'ýaingum er 25 cenU fyrir þumlung dá'kslengdar. AfsláMur er gefiun á stœrri auglýjingum, Bem birtast í bleðinu yfir lengri tíma. Vðvíkjandi sl í kurn afs.'ætti, og öðíum fjármálum blnði ins, ern menn beðuir að suúa sjer sð ráða manninum. MÁNUDAGINN, 2. PEBR. I9O3. Einstœði sálarinnar. í cinu herberginu f listasafninu / Chicago stendur eftirtektaverður myndaflokkur, eftir myndasmiðinn Lorado Taft, og er nefndur ,,ein- stœðr sálarinnar“. Þorri þeirra er heimsœkja safn- ið, hinkra við augnablik hjá þess- um myndum, halda svo áfram og dást að þvf, hvað þær sjeu fallegar myndirnar f þcssum flokk. Nokkr- ir flýta sjer fram hjá þeim, eins Og þcir væru hræddir að Ifta á mynd- irnar, þvf þær eru berar, eins nakt- ar eins og mannssálin fyri auga skaparans. (Sumt fóík er hrætt við hlutina ef þeir eru ekki hjúp- aðir blæjum ; jafnvel nakinn sann- leikurinn setur f það hroil). En maðurinn og konan sem hugsa og skilja, standa lengi fyrir framan þenna myndaflokk, og finna það f meðvitund sinni að hann segir sögu mikilvægs sannleika. í kringum stóran klett standa fjórar mannsmyndir, tveir karl- menn og tveir kvennmenn. Þeim er svo fyrir komið, að einungis ein myndin sjest öll frá gefnum stað, en sambandið milli hennar og hinna tveggja, sinnar til hvorrar handar henni, sjest auðvitað jafn- framt. Það er ekki nauðsynlegt að ganga í kringum allann flokkinn til þess, að sjá hugmynd mynda- smiðsins, til þess að iesa sögu þá er hann hefir skráð, ekki á, heldur inn í marmarann. Hver mynd hefir sitt einstakl- ings cinkenni, og stcndur út af fyrir sig. En samt er hún í sam- bandi, bæði við þá mynd sem stendur fyrir framan og fyrir aftan hana. Hver cr samtengd hinni, og þó stcndur hver ein út af fyrir sig. Ein myndin rjettir út höndina til bróður síns, sem stendur rjett fyrir framan hana, en á herðum hennar hvflir hið þreytta höfuð þcss bróður sem næstur kemur. Hönd í hönd eða höfuð á öxl standa þær saman, veitandi hver annari þá mannlegu snerting og viðkomu, sem er svo kær sál þess cr skilur og þráir samveru. í hverju andliti birtist sorg, kvöl og þrá, þessi þrá eftir fulikominni sameining sálar við sálu, sú þrá sem hið jarðneska iff ekki getur uppfyllt. Og hver fyrír sig finnur og veit, að hítt hefir sömu þrá, og snertir hvcrt annað á huggandi hátt, sem felur í sjer : ,,Jeg veit— jeg veit“. í hverju andlití birtist mannleg clska, blönduð sinni kvöl, og hvert þeirra bcr sorgblandinn auðmýktarsvíp. Það er gamla sag- an um mannlega elsku og tak- mörkun þess mannlega, það er einnig saga dýpri þýðingar, það er saga sálarinnar. Hver vör er Iokuð, hver maður og hver kona þegir, en samt skil- ur hvert annað. Sál talar við sál í þögninni, og cinungis í þiigninni getur sál talað við sál. Orð gjöra samtal sálar við sál auðvirðilcgra. Við þá sem skilja okkur vel, get- um við bezt talað f þfigninni. Hiind f hönd, kinn við kinn, sitja þeir sem unnast vel; saga ástarinnar er sögð og endursögð án þess orð sje talað. Orðin sýnast ná tilgangi sfnum, þegar er að ræða um það hvers- dagslega í lffinu, en þau sýnast undrunarlega ófullkomin til þess að tala hinu djúpa máli sálarinnar. Til þess að segja frá ástinni eða sögu sorgarinnar, þarf engin orð. Sálin skilur fregnskeyti frá sálinni; hugutinn leiptrar orðsendingunni til hugans, og allt skilst. Hinar kærustu endurminningar um þann, sem þú hcfir elskað og misst, efu ekki frá þeim augnablikum sem hann var að tala við þig, jafnvel ekki þefm, er hann talaði hin á- stúðlegustu orð. Hin allrahelgasta endurminning þfn um hann, er frá einhverri þcirri stund, er þú hefir lifað með hinum clskaða f djúpri þijgn, einhverju augnabliki, er beggja sálir drógu fortjaldið til hliðar, og störðu mcð lotning inn f djúp hvorrar annarar. Þögn er helgidómur sálarinnar, gakk þar inn, að eins með djúpri lotningu, taktu af þjer höfuðfatið og gakk hægt. • Hver þcssara mynda er ein út af fyrir sig, en þó í sambandi við allar hinar. Hver þeirra sýnist frá skilin hinum, en samt er hver ein hluti af heildinni. Hver um sig finnur til hins hræðilega einstœðis, sem kemur yfir sálina, er hún verð- ur þess vör hvað hún er, en samt, á því dauðalega augnabliki veit hver um sig, að hún er f sambandi við allt sem er líf. Hver um sig fær heita þrá eftfr nánari sálarsam- eining, endursameinun hinna að- skildu hluta heildarinnar. En hvert um sig kannast við, að á yfirstand- andi tfma er ómögulegt að þrá sfn nái þessu takmarki, og sorgin leynir sjer ekki, höfuðin hnfga á herðar þess næsta. Þau taka sam- an höndum, sem er að eins útvort- is einkenni hinna innri langana um sameining sálnanna. Flokkur þessi táknar eining lífs- ins, þó það sýnist sundur greint. Hann er mynd af þvf, hvernig hver hluti heildarinnar er í sam- tenging við hvern annan hluta hennar. Hann er saga um Iíðanir sálarinnar f hcnnar ógnarlega ein- stœði, og hcnnar veiku tilraunir um sameining. Lýsingþess, hvern- ig sál hefir umgengni við sálfþögn- inni. Saga vellfðunar og gleði í nærvcru annarar mannlegrar veru. Boðskapurum bróðerni mannanna. AHit þetta og meira, felst í þess- um myndaflokk. Jeg er f efa um hvort mynda- smiðurinn hefir orðið þess var, að mynd hans hefði allt þetta f sjer, eða hvort hann hefir beitt meitlin- um betur, en hann var sjer með- vitandi. Stunduna lætur hið guðlega 1 manninum hann skrifa betur, mála betur, höggva betri myndir, en hann veit af. Aðrir finna mikið meira f ritgerðum hans, sögum, kvæðum, málverkum og mynda- styttum hans, heldur en sá er gjörði það hafði nokkra vitneskju um að væri þar, og þegar höfund- urinn að mörgum árum liðnum skoðar verk sín, undrast hann hina nýju sögu, er hann les út úr verk- um sfnum. Hann finnur til ofbirtu yfir því að hafa dregið upp sann- leika, sem hann drcymdi ekki um meðan hann vann að verkum sfnum. Innra hjá sjálfum oss er ókann- að djúp, þó oss hafi aldrei dreymt um tilvcru þcss. Og frá þessu djúpi stfga upp til mcðvitundar vorrar við og við ljómadi hugsanir, ljómandi myndir, sem við drögum svo uj)p á pappfr, Ijereft og marm- ara. Vjer skiljum ekki þcssa hluti, en með sameiginlegri tilfinningu með meðbrœðrum vorum stöndum vjer hrifnir og innblásnir yfir þvf, að virða fyrir oss það, sem vjer höfum framleitt úr djúpi vorrar andlegu tilveru. Og sumir hafa þroskast svo, að þcir finna til hins sanna sjálfs, innra hjá sjálfum sjer, og sjá þvf fegurðina sem fclst í verkum vorum, þó vjer sjáum hana ekki, og fullkomlega skiljum vjer ekki þýðing verka vorra fyrr enn hreistrið fellur af augum vor- um. Sumir kalla þetta innblástur. En þeir, sem hafa gægst inn fyrir tjaldið, vita að það er innblástur innan að, en ekki utan að. Það er rödd hins guðlega neista f mannin- um sem hvíslar að samvizkunni, er ætfð leitast við aö þekkja betur þetta h æ r r a s j á 1 f t, hvfslar að henni huggun og von, sem fyrir- boða hins ókomna, — leiftur fjar- lægs Ijóss, — gjöf nokkurra mola af borði andans. Jeg veit ekki, segi jeg, hvort Loredo Taft vissi hvað hann meitl- aði i marmarann. Jeg veit ekki hvort hann er maður með andlegu vfðsýni. En jeg veit, að þessar myndir hans, „Einstœði sálarinn- ar,“ er verk andans f þessum manni, og verk hans færir þýðing- armikinn andlegan boðskap, þeim, sem eru hæfir til að veita honum móttöku. Á komandi árum verða það þúsundir sem skilja þenna boð- skap, móti hverjum cinum sem nú veitir honum viðtöku. Verk þetta mun Iengi lifa eftir að smiðurinn yfirgefur sinn jarðneska líkama, sem hann notar nú sem verkfæri. Það mun lifa af þvf það ber boð- skap — af því það hefir máttugan sannleik í sjer fólginn. þýtt.

x

Baldur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Baldur
https://timarit.is/publication/165

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.