Baldur


Baldur - 23.02.1903, Blaðsíða 1

Baldur - 23.02.1903, Blaðsíða 1
A * I. ÁR. GIMLI, MANITOBA, 23. FEBRÚAR 1903. Nr. 7. J árnbrautamálin. Járnbrautafjclíigin og kornverzl- unarmennirnir hafa lcngi steininn klappað í viðskiftum sfnum við ak- uryrkjubœndurna. Bœndurnir hafa keppt f líf og blóð hver við annan, að verða hver um sig fyrstur að ná I Þíí fáu vagna, sem til hafa fallist á hverri stöð brautanna. Þeir hafa keyrt að heiman frá sjer að nœtur- tagi til þess, að reyna að vera nógu snemma dags við hendina, ef vagn skytdi verða að fá þann og þann j daginn. Vitanlega hafa margir haft upp úr þvf hlaup en engin kaup, en þcsskonar erfiðleikum er minna haldið á loft, þegar verið er að lýsa bœndalífinu hjerna, heldur en gróð- ursæld jarðarinnar og íiðrum hags- munum bœndastjettarinnar. BŒNDAFUNDIR. í síðastliðnum nóvcmbermánuði sauð loksins upp úr pottinum. Þvf er haldið fram, að kornflutnings- verð hafi lækkað, og þar fram eftir götunum, en samt hefir óánægja ^ bœndanna aldrei komist á jafn hátt stig í þessu fylki cins og einmitt f k &r\ Þyrsti hvellurinn kom 22. nóv. , Þann dag hjeldu bœndurnir f Elva (næstu stöð fyrir vestan Melita) fund með sjcr. Þeir höfðu flutt korn sitt að brautarstöðvunum í grfð og ergi, en gátu svo sem cnga vagna fengið til þess, að koma þvf jv 1 burtu, og vildu ekki gjöra fjelag- >nu það til cftirlætis, að selja korn- >ð inn í hlöðurnar. Daginn, sem fundurinn var haldinn, voru 15,000 bushel af korni komin saman f hrúgur í kringum vagnstöðvarnar. Eftir nokkrar umræður varð það samhljóða heitstrenging fundar- manna, að selja aldrei nokkurt hár af korni f hlöðurnar, og um leið til- kynntu þeir Kyrrahafsbrautarfje- laginu, að þcir vildu h a f a noegi- lega flutningsvagna þá . innan skamms. „Enn fremur heitum vjer því,“ stendur sfðast í ályktun þessa fundar, „að notaöll þau með- (51, scm höfundur jafnaðar og rjett- lætis hcfir lagt oss f hendur, til þess, að losna undan áþján þessa þjóðstyrkta járnbrautarfjelags, og sleppa við okrun kornhlöðuvið- skiftanna. Þetta frekjukast bœndanna í J kring um Elva er hinn fyrsti órœki vottur um það, að bœndur þessa fylkis þykist eiga nokkuð undir sjer. Þessi bœndafundur sagði Kyrrahafsbrautar fjelaginu svo rœkilega til syndanna, að það hefir víst aldrei verið betur gjört. Það var f 1. lagi bcnt á, að fjelaginu nœgði ekki lönd, peningar, hlunn- indi, og flutningsgjíild úr vösum landsmanna, heldur reyndi það, að gúkna yfir kornverzluninni lfka, og mundi vera búið að grœða svo sem $25,000,000 á henni. í 2. lagi, að kornflutningslöggjöf sam- bandsþingsins hefði verið saman- soðin með svikum og undirhyggju járnbrautafjelögunum í vil. I 3. lagi, að skilningur bœndanna á þeirri löggjöf ætti samt sem áður jafnmikinn rjett á sjer, eins og skilningur járnbrautafjelaganna. I 4. lagi, að Kyrrahafsbrautarfjelag- ið hefði auglýst það f sumar, að það I hefði aukið vagnabyrgðir sfnar um þriðjung, en reynzlan sýndi aumara ástand en nokkru sinni fyr, og að bœndur yrðu fyrir 5—15 centa tapi á hverju busheli fyrir bragðið. I 5. lagi, að stjórnarumboðsmaður kornflutningsmálanna væri svo hlutdrœgur meðhaldsmaður fje- lagsins, að engrar aðstoðar væri að vænta af hans hendi. Allar þess- ar ástœður hö0u bœndurnir fyrir því, að láta nú lpksins skríða til skara milli sín og járnbrautafjc- laganna. Tveimur dögum eftir fundinn í Elva var annar bcendafundur hald- inn f Ninga, (þriðju stöð austan víð Deloraine). Fundarefnið var svip- að, að öðru en þvf, að kærurnar gegn stjórnar umboðsmanninum voru ennþá ákveðnari og harðorð- ari. Tveir sendimenn höfðu farið á fund hans frá Ninga, og hafði lent f svo hart á milli þeirra, að hann hafði í fyrstu hótað þeim lög- sókn fyrir óhœfileg ummæli um sig, en síðast höfðu þó leikar farið þannig, að hann sá það sinn kost vænstan, að bjóða bœndastjettinni ekki byrginn. Járnbrautarfjelagið brá við hið skjótasta og sendi vagna til Ninga, og bœndurnir komust að raun um það, að með sameigin- legri einbeittni væri þeim mögu- legt að rjetta hluta sinn móti járn- brautarfjelaginu og öðrum kúg- urum. VERZLUNARSAMKUNDAN. Nú loksins fór höfuðstaðurinn að rumskast. Eftir tæpan mánuð, eða 19, dcs. hjelt verzlunarsamkundan fund til þess, að ræða um flutnings- erfiðleikana. A. Macdonald, heild- sölukaupmaður í Winnipeg, gjörði tillögu þcss efnis, a ð a f þ v f, að afkastaleysi Kyrrahafs fjclagsins hefði valdið bœndum og kaup- mönnum hjer vestra miklu tjóni árið 1901; o g a f þ v í, að fjelag- ið hefði lofað að vcra bctur útbúið í ár (1902); o g a f þ v f, að þing- ið hefði leyft fjelaginu að bœta á brautina $20,000,000 til umbóta í þessa átt; o g a f þ v í, að ástand- ið f þessu efni hefði í ár heldur versnað en batnað ; o g a f þ v í, að fólk hcfði orðið að lfða fyrir að- flutningsleysi á eldsneyti og öðrum nauðsynjum ; o g a f þ v í, að menn yrðu fyrir mesta óhagræði af óreglubundnum farþegjaflutn- ingi; o g a f þ v f, að allt ástand brautarinnar beri það með sjer, að fjclagið rjeði ckki við allan flutn- inginn f Vestur-Canada; og af þ v f, að menn gætu ekki sýnilega með neinu móti fengið skaða sinn bœttan hjá fjelaginu ; o g a f þ v í, járnbrautafjelögin helðu fengið hlunnindi, peninga, lönd, og fjár- lánstryggingar hjá þjóðinni móti þvf, að sjá henni fyrir hœfilegum flutningsfœrum í landinu ; o g a f þ v í, að sambandsþingið, . sem stofnskrárveitandi fjclaganna og á- byrgðarfullt yfirvald yfir meðhöndl- un samgöngufœra þjóðarinnar, hefði vald til þess, að láta fullnœgja ákvæðum stofnskránna; þe ss- v e g n a áminnti þessi verzlunar- samkunda sambandsstjórnina um það, að gjöra strax það, sem gjöra þarf til þess, að bœta úr þeim erf- iðlcikum, sem fólkið í Manitoba og norðvpsturlandinu á við að stríða ; og að sjá svo um, að annað eins ástand geti ekki aftur komið fyrir, f landinu. Það var sú tfðin, að það hefði ekki verið til mikils, að bera fram slíka tillögu I canadiskri verzlunar- samkundu; en tímarnir breytast og mennirnir með. Þarna voru þeir samankomnir Wm. Whyte, yfirmaður Kyrrahafsbrautarinnar hjer f fylkinu, J. H. Shaw, flutn- ingastjóri Canadian N orthern braut- arinnar, W. F. McCreary, sam- bandsþingmaður, J. P. Gordon, fylkisþingmaður, R. L. Richard- son, ritstjóri blaðsins Tribune, og fleiri, — alls um 40. Mr. Whyte bar fram nokkrar afsakanir fyrir hönd sfns fjelags, en viðurkenndi yfir höfuð að tala, að ástand braut- arinnar væri umkvörtunarvert eins og stœði. Á því sagði hann, að yrðu sarrtt ráðnar bœtur innan skamms, og fullyrti, að fyrir næsta júlí yrði búið að breta 92 nýjum gufuvögnum á brautina. Mr. Shaw áleit, að sitt fjelag ætti ekki eins þungar ákærur skilið eins og hitt fjelagið, en fundarmenn voru hon- um ekki samdóma f þvf. Að lyktum var þessi harðorða tillaga samþykkt í eiau, hl jóð i. L

x

Baldur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Baldur
https://timarit.is/publication/165

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.