Baldur - 02.03.1903, Blaðsíða 2
2
BALDUR, 2. MARZ 1903.
BALDUR
ergefinn útáGIMLI, Manitoba.
Kemur út einu sinni í viku.
Kostar $1 um árið.
Borgist fyrirfram.
Útgcfendur:
Nokkrir Ný-Íslendingar.
Ráðsmaður: G. THORSTEINSSON.
I’rentari: JóHANNES VlGFÓSSON.
Utanáskrift til blaðsins:
BALDUR,
Gi.mli, Man.
Veið á «máum aug’ýsingum er 2ó cente
fjrir þumluog dá'kslengdar. Afsláttur er
Cefinn á aLr-rri auglýángum, sem birtast í
lilsðinu yfir lengri tíma. V.ðvíkjandi
slíkum afslætti, og öð um fjármálum blað)
ins, eru monn bcðuir að siaiv sjer að ráð>-
manninum.
MÁNUDAGINN 2. MARZ. I9O3.
Skylduvinna *
lögð niður.
Á svcitarráðsfundi 20. þ. mán.
var afráðið að hætta við skyldu-
vinnuaðferðina, og taka upp aðferð
þá, sem nú er mjög að ryðja sjer til
rúms í Ontariofylki, og helztu
framfarasvcitum f Manitoba, nefni-
lcga þá, að meta hvert dagsverk
til peningagjalds og innhcimta það
svo með öðrum sköttum.
Yfir peninga þá sem þannig inn-
heimtast, eru haldnir sjerstakir
reikriingar fyrir hvert vegahjerað f
svéitmni. Og þessum vcgagjalds-
skatti úr hvcrju vegahjeraði ein-
ungis varið til umbóta á vegunum
í því vegahjeraði.
Þetta nýmæli kemur máske að
mönnum nokkuð óviðbúnum. Þó
þvf væri hrcift á fyrsta sveitarráðs-
fundi þ. árs, þá hefir það ekki ver-
ið rætt opinberlega á fundum eða
f blöðum. Jeg ætla því með lín-
um þcssum að gjöra tilraun til, að
gjöra grein fyrir hvers vegna sveit-
arráð Gimlisveitar tók þetta breyt-
ingaspor.
I Ontariofylki, sem í flestu eða
öllu er fyrirmynd annara fylkja f
Canadarfki, er sjcrstakur maður
settur til að hafa eftirlit með vega-
bótum, og er nefndur : „Commis-
sioner of Highways“. Hann gef-
ur árlega skýrslu til stjórnarinnar
yfir ástand og umbœtur veganna,
ásamt því hvaða aðferð til að bœta
þá muni happasælust.
I ársskýrslu sinni fyrir árið 1902
segir þessi embættismaður, að
skylduvinnan nemi árlega einni og
hálfri milljón dagsverka, og þess
utan sje tveimur milljónum dollars
f peningaveitingum varið árlega til
vegabóta, eða alls sama sem
$3.500.000, ogað það hafi sýnt sig,
að þcssi útgjöld hafi ekki orðið að
góðum notum. Enn fremur segir
hann : „Þeir sem eiga að sjá um
framkvæmdir vinnunnar fyrir öll
þessi útgjöld, eru skipaðir til þess
á hverju ári af sveitarráðunum.
Engum föstum reglum eða vel á-
kveðnu fyrirkomulagi cr fylgt. Af-
leiðingin er, að hver vegaumsjónar-
maður hagar sjer eftir cigin höfði,
og sá sem tekur við af honum, koll-
varpar aðferð fyrirrennara síns.
Þeir eru svo margir sem sjá um
þessi verk, að þó þeir að nafninu
til beri ábyrgð af störfum sfnum
innan sinnar eigin deildar, þá ber
enginn í raun og veru ábyrgð af
því er til heildarinnar kcmur. Af-
leiðingin er, að allt lendir á ringul-
reið, og verkið er lftið og illa unn-
ið í heild sinni. Áhrifin ófujlkom-
in smáparta vinna“. Seinna getur
hann þess f skýrslunni, aðsveitirn-
ar sjeu nú af sjálfsdáðum að hætta
við skylduvinnu fyrirkomulagið,
en leggja á peningaskatt í staðinn,
og að koma umsjón vcganna í
hendur fáum en föstum embættis-
mönnum, og afleiðingin sje góð og
ánægjuleg.
Árið 1891 hætti fyrsta sveitin f
Ontario við skylduvinnu, og ein
og tvær bœttust við á ári fram til
1896. Eftir það bœtast fleiri við
árlega, og 1902 voru 14 sveitir
sem hættu við þá aðferð, og alls cru
þær nú 73 samkvæmt skýrslunni
Allar meta þær dagsverkið til
peninga frá 45 cents til $1,00, en
flestar meta það 75 cents eða $ 1,00.
I skýrslunni eru birtir brjefkaflar
frá skrifurum og oddvitum úr 71
sveit, sem enn halda skylduvinnu
fyrirkomulaginu, en undantekning-
arlaust er það látið f ljósi f öllum
þessum brjefaköflum, að sveitirnar
sjeu að hugsa um að hætta við
skylduvinnu fyrirkomulagið, því
það muni betra, og gefið í skyn að
það verði mjög bráðlega gert.
Skömmu eftir að þctta fyrir-
komulag var tekið upp f Ontario,
breytti Manitoba fylkisþingið svo
sveitarstjórnarlögunum, að sveitun-
um var gefið það í sjálfs vald, að
hætta við skylduvinnuna. Margar
helztu framfarasveitir fylkisins eru
nú hættar við haría, og hafa fast á-
kveðið peningagjald fyrir hvert
dagsverk, eða svo mörg mills á
hvern dollar í skattskyldum
eignum.
Það dylst vfst cngum, sem virð-
ir fyrir sjer ástand og árlcgar um-
bœtur veganna hjcr f sveit, að
skylduvinnan hefir ekki orðið að
eins miklum notum og vænta
mætti. Næstliðið ár mun skyldu-
vinnan hafa numið um 1500 dags-
verkum, og þcss hefði mátt vænta,
að sjá verulegar umbœtur með svo
mikilli vinnu. En því miður held
jeg ekki sje hœgt að benda á nokk-
uð verulegt, sem framkvæmt hefir
vcrið með öllum þessum dagsverka
fjölda.
Auðvitað hcfir það sfnar eðlilegu
ástæður, sem of langt yrði hjer upp
að telja, að þessi vinna kemur ekki
að tilætluðum notum, og sumar af
þeim cru teknar fram f Ontario-
skýrslunni, sem getið er um f grcin
þcssari. Þess er heldur engin þörf,
því jeg hcfi engan heyrt mótmæla
þvf, að skylduvinnan hafi ckki
komið að tilætluðum notum, þrátt
fyrir það, að svcitarráðið hefir á
undanförnum árum látið sjer mjög
annt um, að hún yrði að scm mest-
um og bcztum notum.
Út af því, sem nú hefir verið
fram tckið, kom sveitarráðið sjer
saman um að breyta til, og reyna
nýja aðferð um citt ár fyrir það
fyrsta. Því reynist þetta nýja fýr-
irkomulag illa, þá er auðsætt að
breyta því aftur, cn það hefir
hvergi verið enn gjört, og því
mjög ólíklegt að það komi fyrir í
þessari sveit.
Ef breytingin skyldi rcynast að
einhverju leyti miður, en ráðið
gjörir sjer von um, þá er jeg sann-
færður um, að það er ekki breyt-
ingunni að kenna, heldur hvernig
breytt er, hvernig fyrirkomulag er
tekið upp cftir aðalbreytinguna,
og hvernig tekst að stjórna með
þvf fyrirkomulagi.
I Ontario hefir gefist bezt það
fyrirkomulag, að setja einn til
fjóra vegaumboðsmcnn (Road
Commissioners) f sveit hverri, og
fá þeim sem mest völd í öllu sem
að vegamálum lýtur. En þeir bera
um leið ábyrgð af störfum sínum
fyrir gjaldendum og ráðinu.
í sveitinni Springfield hjer f
Manitoba, eru sveitarráðsmenn
með sjcrstökum aukalögum skipað-
ir vegaumboðsmenn hver f sinni
deild, og veit jeg ekki betur en
það fari vel. Sú sveit er f mörgu
fyrirmyndarsveit, og allt sem að
stjórn lýtur er þar f bezta lagi.
Jeg get ekki betur sjeð, en áð
annaðhvort þessa fyrirkomulags
myndi affarabezt hjer í sveit. Það
myndi borga sig betur en það, að
hafa marga umsjónarmcnn, sinn í
hvert skiftið, sem ckki finna til
þess að þcir njóti trausts, þó þeim
takist mjög vel, og ckki finndu til
ábyrgðar þó þcim tækist mjög Ije-
lega.
G. Thorsteinson.
VTWTVTVT«TfTV7VVfVVfVTfTfV
I B. B. OLSON, j
• samningaritari *
• °g 8
• innköllunarmaður. 3
| GIMLI, MANITOBA. |
Tilhreinsunar
sala.
Til marzmánaðarloka sel jeg
ljercft (Prints), karlmannafatnað,
nærföt, skófatnað og fleira með
mjiig niðursettu verði.
Þetta er ekkcrt auglýsinga-agn
mjer er alvara að selja scm mest
af núvcrandi vörubyrgðum mfnum,
áður en jeg kaupi nýjar vörur fyr-
ir vorið.
Fólk getur sparað sjer mikið
mcð því, að verzla við mig og nota
þetta sjerstaka tækifæri.
Girðingavfr
pantaður fyrir lægsta verð.
G. Thorsteinson,
G-IIvrLI.