Baldur


Baldur - 06.04.1903, Blaðsíða 2

Baldur - 06.04.1903, Blaðsíða 2
BALDUR, 6. APRíL 1903. BALDUR cr gefinn út á GIMLI, MANITOBA. Kemur út einu sinni í viku. Kostar $1 um árið. Borgist fyrirfram. Tjtgefcndur: Nokkrir Ný-Íslendingar Káðsmaður: G. ThÓrsTEINssON. Prentari : JöHANNES ViGFtJSSON. Utanáskrift til blaðsins : BALDUR, Gimli, Man. Veið á smaam aug'ýiingum er 25 cente j fyrir þumlung dá kelengdar. Afs’áttur er j gefinn á stœrri auglýsingum, sem birtast í blsðinu yfir lengri tíma. V.ðvíkjandi s’ ikum afslætti, og öð um f jármálum blsði ins, eru menn biðuir að snúa Bjer að láð j manninum. MÁNUDAGINN 6. APRÍL. I9O3. Sjálfstjórn. Eftir Fkank Parsons. (Niðurlag). FuIItrúafyrirkomulagið hefir auð- vitað sfna kosti. Það er þörf á til- hjálp manna mcð vissum hæfileg- leikum við lagasctningu, cn það ber enga nauðsyn til þess, að af- henda þeim mönnum fyrir því þfn i rjcttmætu umráð yfir þfnum eigin 1 málum, fremur en þú gjörir sjálfan þig ómyndugan f þeim efnum, sem þú aflar þjer upplýsingar um hjáí lækninum, skraddaranum, cða byggingameistaranum. Þegar þú ætlar að byggja, þá er þjer hagfellt að hafa bygginga- meistara í þjónustu þinni ; en þjer kæmi ekki til hugar, að gefa hon- um vald til þcss, að framfylgja upp- dráttum sfnum, án þcss að bera þá undir þig, og þvf sfður gæfirðu honum vald til þess, að neita að breyta uppdráttunum samkvæmt þvf, sem þú vildir vera láta. Ekki gæfirðu honum heldur vald til þess, að ákveða hversu miklu af fjc þfnu skyldi eytt, án þess að spyrja þig að þvf, og þvf sfður Ijetirðu hann komast upp mcð það, að eyða fje þfnu í byggingu, sem þú værir stranglega mótfallinn. Þú mundir færa þjer í nyt uppdráttarhagleik byggingameistarans, en mundir þykjast eiga fullkomlega með það, að. gjöra honum kunnugt hvers konar hús þjer væri geðfellt, og þú byggist eðlilega við því, að hann tæki allar þfnar óskir og bending- ar sem bezt til greina, og legði uppdrættina fyrir þig til samþykk- is, áður en hann byrjaði á að eyða nokkru af fje þfnu til þess að fram- fylgja þeim. Mcð þvf móti hjeldir þú allri yfirstjórn á málum þfnum f sjálfs þfns höndum, þótt þú hag- nýttir þjer haglcik og þekkingu byggingameistarans. Annars vær- ir þú ckki orðinn sjálfráður að þfn- um eigin málum, hcldur væri bygg- ingameistarinn tekinn við stjórn- inrii f þinn stað. Sama cr nú mcð lagasetninguna. Það er náttúrlega gott að beita þeim mönnum fyrir, sem vel eru að sjcr í löggjafarmálum og leiknir f þvf að stfla reglugjö'rðir, en þar með cr ekki sagt, að það rje rjctt, að afhenda þeim mönnum vald til þcss, að forsmá bœnir okkar, og þvf sfður vald til þcss, að Ieiða um- svifalaust í gildi sjerhverja reglu- gjörð, scm þeim þóknast að setja saman, án þcss að gefa húsbœnd- um sínum, — kjósendunum, — nokkurt tækifæri til þess, að láta í Ijós velþóknun sfna eða vanþóknun yfir þcim reglugjörðum áður en her- liði cða lögreglu er hleypt af stokk- unum til þess að framfylgja þeim. Þau tilfelli geta komið fyrir, sem gjöra byggingameistaranum og Iagasmiðnum óumflýjanlegt að grfpa í snatri til sinna eigin úrræða, án þcss að leita til húsbœndanna. Eldur, flóð, eða aðrir ófyrirsjáan- legir atburðir geta valdið þvf, að byggingameistarinn verði að breyta samkvæmt sinni eigin dómgrcind, án augnabliks tafar. Á sama hátt getur það komið fyrir að þjóðar- fulltrúarnir, — lagasmiðirnir, — verði að grfpa snarlega til sinna eigin ráða, þegar ófyrirsjáanlegir atburðir horfa til voða fyrir þjóð- fjelagsheildina. Venjulega hefir lagasmiðurinn samt ráðrúm tilþess að ráðfæra sig við húsbœndur sfna um það, hvað þeim falli bezt, og það ráðrúm æ11 i honumað vcra skyldugtað nota. Ef þú gjiirir honum það ekki að skyldu, — ef þú lofar ’fulltrúa' þínum að Ieiða sínar cigin rcglu- gjörðir f gildi, án þess, að áskiíja sjálfum þjer, scm kjósanda, rjett til þess, að kasta þeim fyrír borð eða breyta þcim, — þá cr í raun og veru stjórn málefna þinna kom- in í höndur ’fulltrúans* meðán kjör- tfmi hans varir, og sjálfstjóm þfn er engin meðan þú lifir undTr þvf þjóðfjelagsfyrirkomulagi. Þjóðstjórn án fulltrúa Cr ekki ! œskileg, og ekki heldur fulltrúa- j stjórn án þjóðareftirlits ; heldur þjóðstjórn með tilhjálp og leiðsögu góðra fulltrúa. Stjórnarfarið ætti að vera í höndum þjóðkosinna fulltrúa, sem eru þjónar þjóðarinnar, og þar af leiðandi háðir hennar skipunum og fyrirmælum. Svona fyrirkomu- lag sameinar kosti þjóðstjórnar og fulltrúastjórnar. Það tryggir þjóð- inni sparnað og lærdóm þingræðis- fyrirkomulagsins, án þess að skerða sannarlegt þjóðræði, — án þcss að skerða það frclsi og rjettlæti, scm fullnœgji sjálfstjórnarskilyrðum þjóðfjelagshcildarinnar. Mcð þessU fyrirkomulagi kemur lagasmiðurinn að notum á sama hátt eins og bygg- ingameistarinn, Þckking hans kcmur þjóðinni að notum við það, [ að benda á hvað bezt muni fara. | Hann verður ennfremur að hafa i rjett til þess að grfpa til skjótra úr- ræða þegar ekki verður öðru við komið; cn allt af endra nær er hann skyldur til þess, að ráðfæra sig við húsbœndur sína áður en hann fari að framkvæma lagasetn- ingar sínar, og tekur ævinlega til greina bendingar húsbóndans og skipanir hans. Þetta væri bcrsýnilega fyrir- myndarfyrirkomulag á pólitískum málefnum, alveg eins og þvf er hvcrvctna bcitt í fjáröflunarmálum prívatmanna. Stjórnarfar er ekk- crt annað en búskapur, þ j ó ð a r- búskapur ætti það að vera, og undir þjóðarinnar umsjá og eftirliti. Hið eina, sem getur tryggt þjóð- unum þessa yfirstjórn yfir fulltrú- um sínum, í stað hinna núverandi yfirráða fulltrúanna yfir kjósendun- um, er ekkcrt annað cn beill löggjöf (Direct Lcgislation). í minning þfna fósturjörðin fríða, fegin vil jeg stuttan mynda brag,; því sjálfsagt verður sjerhver stakk að snfða, sfnum eftir vexti og cfnahag. Þótt fjarlægð okkar fundum hamla nái, mfn feðragrundin, nyrzt í Atlants- sjd, og aldrei framár eg þig líta fái, ei úr mfnum huga fcrðu þó. Þfn upp er runnin frelsis sóliií fögur, cr framar cngin hylji mótgangs ský. Aldrei þfnar fyrnist frægðarsögur, hin forna hreysti hcfjast megi á ný Til aitskyns heilla óska’ eg^jcr af hjarta og öllum vinum þfnum fjær og nær; á þjer skfni auðnuljósið bjarta, ávallt mcðan rós f högum grær. Jóiiannes. IIaldórssqn. Empire. Þctta cr mynd af Émpire- skilvindunni, sem GUNNAR SVEINSSON hefir nú til sölu. Um hana þarf ckkcrt að fjölyrða. Hún mælir bezt með sjer sjálf.

x

Baldur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Baldur
https://timarit.is/publication/165

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.