Baldur


Baldur - 25.05.1903, Blaðsíða 2

Baldur - 25.05.1903, Blaðsíða 2
2 BALDUR, 25. MAí 1903. BALDUR er gefinn á GIMLI, MANITOBA. Kemur út einu sinni í viku. Kostar $1 um árið. Borgist fyrirfram. Útgefendur: Nokkrir Ní-Íslendingar liáðsmaður: G. TllORSTEINSSON. Prcntari: JóIIANNES VlGFtíSSON. Utanáskrift til blaðsins : BALDUR, Gimli, Man. Veið á smáum aug'ýsingum er 25 cente fyrir þumlung dá'kslengdar. Afeíáttur er gefinn á stœrri auglýsingum, eem birtaet í blaðinu yfir lengri tíma. V.ðvíkjandi fAíkum afalætfi, og öðrum fjármálum bbð- ine, eru menn btðnir að enúa sjer að iáði manninum. * MÁNUDAGINN, 25. MAí I9O3. Um grasrœkt. Ef að menn hjer í Nýja íslandi og í öðrum skóglendum gjörðu sjer það að reglu að höggva á vorin eldivið til næsta vetrar, þá gætu þeir með því slegið tvær flugur f einu höggi. í fyrsta lagi yrðu heimilin þægi- legri heldur en þau eru nú víða. Allir, sem hafa lært að meta nota- legt heimili, vita hversu mikið er í það varið að hafa góðan eldivið þegar frostið kreppir að. Á þeim lífsþœgindum ætti sannarlega ekki neinsstaðar að vera skortur, þar sem skógurinn er svo* mikill, að honum er sífellt við brugðið sem aðalþröskuldinum á framfarabraut almennings. Samt hefir það allt of oft komið fyrir að menn hafa trassað alla fyrirhyggju í þessu efni, og hafa svo viðað að sjer hálfblautt og hálffúið eldsneyti jafnótt og á því þarf að halda þeg- ar hörkurnar eru gengnar f garð. í öðru Iagi geta menn óðum drýgt tún sín með þvf að haga eldíviðarhöggi sfnu hyggilegar. Það er bæði ljótt og skaðlegt að nokkur fullvita sjálfseignarbóndi— óðalsbóndi — skuli haga vinnu- brögðum sfnum eins og nautgrip- ur, sem gengur í heystakki sjálfala. Það er mjög ljótt að sjá skóginn allan skögultenntan út frá heimili sfnu, f stað þess að snyrtilega sje jafnað fyrir stálið. Eitllægar hol- ur og geilar út f skóginn hringinn f kring um túnið er ekki einungis arðlaust land, heldur fyllist það af allskonar illgresi, sem svo breiðist út þaðan f allar áttir, og geymir í sjer heilar dyngjur af rusli, sem stórslys geta hlotist af, ef skógar- eldur kemur upp. Þetta ættu bœndur a]mennt að taka til fhugunar, og minnast þess að það er engu sfður mögulegt, að sýna þrifnað sem karlmaður titan húss, heldur enþrifnað sem kvenn- maður ínnan húss. Verk hvors- tveggja gefa vegfarandanum jafn greitiilega til kynna hvort það er almennilegt fólk eða rœflar, sem á heimilinu búa. Þar sem eldiviður er höggvinn að vetrinum, liggur það beinast fyrir að bera limið saman f kesti þegar snjór er leystur. Þegar því er lokið er vfðast svo háttað, að komast má með herfi eða krafsara (cultivator) milli stofnanna, og nœgir það til þess, að róta svo upp grasrótarlausum jarðvegi, að f hann megi sá grasfrcei. Slík meðhöndl- un fyrirbyggði allt illgresi, og gjörði blettinn þegar í stað dálítið arðberandi. Jafnvel þótt ekki þretti tilvinnandi að slá á milli stofnanna, gæti bletturinn orðið að nokkru gagni með þvf, að vera beitiland fyrir sláturfje eða kálfa seinni part sumars. Einnig er það sýnilegt, að hver sá maður, sem væri nógu laginn til þess, að rœkta einhverja grastegund til þess, að ná af henni frœinu, hann gæti eins vel gjört það á svona smáum blett- um eins og á stœrri velli. Væri grasrœkt byrjuð svona, þótt f smáum stfl sje, mundi það með tfmanum hafa mjög góðar af- leiðingar. Með því að œfa sig á hlutunum í smáum stíl fyrst, verða menn leiknari f að leggja þá fyrir sig í stórum stfl á eftir. I þvf, sem er nógu Iftið, er engin vogun, og fyrir viðburðaleysi sfnu hefir cnginn neina afsökun. Það er ekk- ert nema þekkingarleysi og leti sem veldur því, þegar menn ekki leitastvið að láta sjer neitt farafram, hvorki í smáum stil eða stórum. Af öllum þeim grastegundum, sem rcyndar hafa vérið hjer f Mani- toba, er mest látið af hinu svo- nefnda Brómgrasi,- Auk þess, sem það hefir- fengið hið mestá lof frá ýmsum bœndum, hefir það verið reynt svo til þrautar á fyrirmynd- arbúinu í Brandon, að á þvf leikur nú enginn vafi að það sje farsælast bæði til slœgna og beitar. Það kemur fyr upp á vorin heldur en nokkurt annað gras, og sölnar seinna á haustin heldur en nokkurt annað. Til beitar er lfka hvftur smári einkar vel fallinn, og hann varnar illgresi betur en flestar eða allar aðrar grastegundir, sem hjer eru kunnar. Eftirfylgjandi upplýsingar eru þvf nær orðrjett teknar úr ritgjörð eftir Mr. S. A. Bedford, formann fyrirmyndarbúsins í Brandon. Verð hinna ýmsu sáðtegunda er í það minnsta nærri lagi, en auðvit- að getur orðið dálftil brcyting á því frá ári til árs. Brómgras (Austrian Brome Grass) þrífst í allskonar jarðvcgi, en gefst miklu betur á hálendi heldur en annarsstaðar. Það helzt við af sjálfu sjer ár eftir ár. Það gefur mestan arð til slægna í tvö, þrjú ár. Úr því er hœtt við að það reynist betur til bcitar, vegna þess, að eftir því sem rótin þjettist, eftir því er hœttara við að vexti kippi úr því á hæðina. Það sem hefir verið rœktað á ökrum, sem korn- háin (stubble) hefir verið plœgð niður í að vorinu, það hefir gefist bezt. Bezt er að plœgingin og sán- ingin sje látin fara fram á tfmabil- inu milli 15. maí og 15. júnf. Það þarf ekki að herfa nema einu sinni, svo á að sá með hendinni, eða með Thompson’s Drill; og þar á eftir skal herfa í annað sinn. Það er ekki ráðlegt að sá brómfrœi með korni, eins og stundum er gjört með marg- ar grastégundir, af því að f þurk- árum hefir kornið svo miklu betur, að grasið skrælnar, ogþegar miklar bleytur koma fyrir, þá er kornið svo miklu bráðþroskaðra, að grasið kafnar niður af þvf, að það hefir ekki við. Sá, sem sáir brómfrœi, þarf að hafa gætur á þvf illgresi, sem sprettur upp áður en grasið er al- mennilega búið að ná sjer niðri. Þegar illgresið er orðið nœgilega hátt til þess, á að slá ofan af þvf, og láta það liggja kyrt á akrinum eins og ábreiðu. Sje þessari aðferð framfylgt, má fá góða beit fyrsta haustið og svo slœgjur eftir það. Bushel af brómfrœi vigtar 14 pund, og það er hjer um bil hæfi- tégt í eina ekru. Fyrirmyndarbúið hefir að undanförnu selt bœndum það f smáskömtum fyrir 15 ceiit pundið, cn kaupmenn selja það nokkuð dýrara. Smári á að meðhöndlast upp á sama máta eins og brómgras. Bushel af smárafrœi vigtar 60 pund, og selja kaupmenn hvítu smárategundina (White Dutch Clover) $9, eða sem svarar 15 cent pundið, en auðvitað fæSt það ekki með því verði í smásköm'tum. Af smárafrœinu er hæfitegt að sá hjer um bil 6 pundum f ekruna. Það hefir rcynzt mörgum vel að' sá saman brómfrœi og smárafrœi, og eru þá brúkuð 8—10 pund af brómfrœinu og 3 pund af smára- frœinu. þetta er sjerstaklega heppi- legt þegar rœktað er til bcitar. Rúggresi (Westem Rye Grass) er meðhöndlað eins og brómgras og smári. Sagt er aðþað þrífist vel, og sje Ifkast þeim gras- tegundum, sem vaxa hjer í landi af sjálfsdáðum. Frœið er ekki eins dýrt eins og brómfrœ, eða sem næst 15 ccnt pundið í smáskömt- um. Timothy (frammborið tim- moþi, en ekki tímóte) hefir lengi verið í almennu afhaldi. Þvf má sá hvort heldur sem vera skal út af fyrir sig eða með korni. Þvf ætti að vera sáð seint í maf, jafn- óðum og plœgt er fyrirþað. Herfa skal bæði fyrir og eftir að frœinu er sáð. Bushel af timpth,yfrœi vigt- ar 48 pund, og kostar það um $3. Af þessu frœi þarf 8 pund í ekr- una. Blágresi (Canadian Blue Grass, og Kentucky Bluc Grass) er sjerstaklega vel fallið til beitar, og til þess, að koma til þjettri, grœnni grasrót f kring um íbúðar- hús. Bushel af þessu frœi vigtar 14 pund, og kostar um 10 cent pundið af canadisku tegundinni, en þriðjungi meira af hinni. Til þcss að koma til fögrum velli kringum fbúðarhús geta menn

x

Baldur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Baldur
https://timarit.is/publication/165

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.