Baldur


Baldur - 25.05.1903, Page 3

Baldur - 25.05.1903, Page 3
BALDUR, 25. MAí 1903. 3 fengið sambland af mörgum góðum frœtegundum tLawtr Mixture) fyrir hjer um bil 15 cent pundið. Millett sprettur ekki nema það og það árið, sem þvf er sáð. Þvf má sá 4 eftir öllum kornteg- undum, en bezt er að sá þvf seint f maf. Til þess frœinu notist að rakanum á að sá strax þegar búið er að plœgja. Haustplœgt land ætti ekki að brúka, af þvf að það er of þurrt, en aftur má brúka land, sem hefir verið hvílt sumarið áður. Herfa skal fyrir og cftir s&ninguna. Af þessu fræi er hæfilcgt að sá 23 pundum f ekruna. "Allt hið sama, sem sagt hefir vcrið um Millett, gildir fyrir hið svo nefnda Hungarian Grass. RÚglir er oft rœktaður til gripafóðurs. Til þess að hann verði ekki of harður, þarf að slá hann undir eins og axið er myndað. Það er hœgðarleikur að fá hann tvfslcginn, cf hann cr nógu snemma slcginn í fyrra skiftið. Ertur gefast bezt f feitum, hreinum jarðvegi Ertum á að sá f aprflmánuði f djúpar rastir. Sje þeim seint sáð, verður grasið mikið cn kornið lftið. í ekr- una þarf 2—3 bushel af útsæði. MaíS sprettur bezt f röðum með 3 feta inillibiii. Honum má sá með vanalegri sáðvjel, ef sumum pfp- unum er lökað. Svo ætti að vera 3—9 þumlunga bil á milli stanganna í hverrí röð. Mafs ætti að sá 15. til 24. maf, og cr l/ bushel hœfilegt f ekruna. Næpur spretta einnig bczt ef þeim er sáð með sama millibili og á sama tíma eins og mafs. í ekruna þarf 2 pund af frœi. Þótt sumt af þvf, sem talið er hjer að ofan sje ckki bcinlínis grasrœkt viðkomandi, eru allar þær tegund- ir, sem nefndar hafa verið, hœfilegt fóður fyrir bú- pcning manna. Um það atriði þótti mestu varða. ÁRNI var andatrúarmaður mikill. Þegar hann var lagstur út af hjerna um kvöldið, heyrðist honum cin- hver hreifing f herberginu. ,,Hver er þarna?“ kallaði hann. Ekkert svar. ,,Er hjer nokkur ?“ Enn ekkert svar. ,,Það hlýtur að hafa verið andi,“ hugsaði hann, ,,jeg skal fá að vita hvort hann vill nokkuð“. (Hátt). ,,Sje andi hjer f herberginu, verður hann að gjöra vart við sig með þvf að scgja-----nei, jeg bið mig afsakaðan, jeg gleymdi þvf, að andar eru ekki vanir að tala.-----Sje andi hjer inni, verður hann að svara með þrem höggum“. Frá skrifborðinu heyrðust þrjú högg vel glöggt. ,,Er það andi systur minnar ?“ Ekkert svar. Er það andi móður minnar ? Þrjú högg heyrðust. ,, Vilt þú nokkuð ?“ Nokkur högg heyrðust. ,,Villtu komast í nánara samband við mig?“ Ekkert svar. ,,Gjörir þú vart við þig 4 morgun ?“ Miirg högg á hurðina. ,,Jeg heyri þá til þín aftur“. Árni beið lengi eftir svari, en þegar ekkert heyrð- ist sneri hann sjer til veggjar og sofnaði. Um morguninn varð hann þess var, að andi móðtir hans hafði tekið með sjer úrið hans, peningaveskið, buxurnar og nýjan yfirfrakka. Skipstjórinn á Afródítu. (Framhald). „En þá er ef til vill cinhver ögn af sýk- inni lifnuð í yður,“ sagði hún og starði á hann. ,,Já,“ ansaði hann. „Eruð þjer þá ckki hræddur?“ spurði hún. ,,En þjcr?“ svaraði hann. ,,Nci,“ sagði hún. ,,Jeg stundaði föður mlnn þegar hann lá f bólunni og dó af henni“. Bartley horfði alvörugefinn á haria þeg- 'ar hún leit niður, og dáðist að munnfegurð hcnnar og augunum djarflegu, með sjálfum sjer. Honum flaug ósjálfrátt f hug, hvort ekki hcfði verið rjettara fyrir sig að halda beina leið til Newport, heldur en að stað- næmast f New York. ,,En jeg hefi gleymt þvf að þjer flúðuð frá mjer,“ sagði hún allt í einu. „Jeg skal fljyja yður 4 land f Savanna strax og mögu- lcgt cr, en fyrst förum við til Port Royal. Þaðan ætlar tvennt af fylgdarliði mfnu norður á bóginn mcð járnbraut, en það lengir ckki tfmann til muna,“ sagði hún með áherzlu. „Þjer hafið þá algjörlcga gleymt þvf að þjer einnig flúðuð frá mjcr,“ sagði Bartley og brosti. „Þjer eruð karlmaður,“ sagði hún, eins og það væri nóg ; „fyrir yður finnst engin afsökun“. ,,Hversvegna ?“ spurði hann, og þótti garflln að. ,,Af þvf, að heTði yður ekki — hefði yð- ur ekki litist 4 mig, gátuð þjer haldið áfram yðar le;ð,“ sagði hún. -Og, cf yður hcfði ekki litist 4 mig, gát- uð þjer þá ekki ferðast f burtu ?“ spurði hann. ,,Mitt eigið heimili — og þjer gestur?“ spurði hún mjög undrandi. ,,Nei, þess vegna get jeg aldrei fyrirgefið yður, “ bœtti hún við. „Þetta er hlægilcgt, Vjrginia frænka,“ sagði hann. „Þá hafði jeg aldrei sjeð yður, ekki einusinni mynd af yður, og hafði enga hugmynd um útlit yðar. Suður hingað fór jeg til að njósna um sýkina, fremur en til að flýja yður. Nú segi jeg það blátt áfram, að jeg iðrast eftir að jeg fór ekki beint til Ne\vport“. ,,Auðvitað tek jeg vörn yðar og afsökun gilda,“ sagði Virginia glettnisleg, og tók ekki eftir lofsorðum hans. „En þjcr megið ckki vænta þcss að jeg komi fram gagn- vart yður, eins og jeg annars mundi hafa gjört ; á annan hátt — enn þá ekki“. Hún þagnaði, en Bartley, scm ckki vildi særa tilfjnningu hennar, keefði brosið á vörum'sjer. , Jeg veit ekki hvernig jeg á að kynna yður fylgiliði mfnu,“ sagði hún vandræða- leg- ,,Að þjer, frændi minn, komið hingað mcð þcssu hyski, það er einskisvert; en sumt af fylgiiiði mínu þekkir dálitla ögn til hins“. „Eruð þjer sú stúlka, sem segið slfkar. sögur um frænda yðar?“ sagði hann alvar- lega. I fátinu sem á hana kom, tók hún ekki eftir þvf, að hann hcrmdi eftir henni þ^ð scm hún hafði áður sagt við hann. ,,Jeg—Jeg — það komst að því,“ stam- aði hún. Engum hefði dottið f hug, að hún ljeti slíkt fát fá yfirhönd yfir sjcr. Hún kynnti Mr. Hutchinson fylgiliði sfnu, án þess að minnast á frændsemi þeirra, og var það gjört eftir samkomulagi þeirra á mcðal; hún var óvanalega föl. Allan daginn var hún alvarleg við hann, ert hann veitti hcnni eftirtekt til að reyna að þekkja hana, og beið þess að hans tími kæmi. Þegar hún skipaði að þvo þilfarið 4 tilteknum stað, hjelt hann að hún yrði ef til vill ókvennlcg ; en þegar ungur skip- verji meiddi sig í fingur, hljóðaði hún af mcðaumkvun og batt sjálf vasaklút sfnum um fingur hans, þá komst Bartley að ann- ari niðurstöðu. Hann tók ennfremur eftir þvf, að hún var skipstjóri f orðsins fullu merkingu, en ekki að eins að nafninu. Stýrimaðurinn sýndi ljóslegaað hann virti þekkingu henn- ar, og hlýddi fúslega skipunum hennar. Af þeirri ástæðu minnkaði hann f áliti Bartleys, en það gjörði Virginia ekki. Hún var dálftið hreykin af þcssari þekkingu sinni, en kom þvf svo laglega fyrir, að Markley gjörði ekki annað allan daginn, en að hvfsla hjákátlegum yngiskarlsathug- unum f eyru Bartleys. Vindurinn fór sívaxandi og um kl. 4 var komið rok, svo Afródfta, sem haldið var beint f vindinn, var ýmist uppi á öldu- hryggjunum cða niðri í bylgjudölunum. Þrisvar sinnum gekk alda lukt yfir þilfarið. Undir þilfarinu var hlýtt og notalegt, þó hreifingin væri meiri en farþegarnir al- mennt gátu þolað. Miss Povvcrs sat í sinni káctu ásamt stýrimanni og leit eftir hvað framfór 4 þilfarinu; hún var róleg en þó á- hyggjuleg. Stýrimaður var órólegur mjög, að Hutchinson virtist, þegar hann kom þarinn. (Framhald).

x

Baldur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Baldur
https://timarit.is/publication/165

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.