Baldur


Baldur - 22.06.1903, Blaðsíða 2

Baldur - 22.06.1903, Blaðsíða 2
2 BALDUR, 22. jtfxVí IpO^. BALDUR ergefinn útáGIMLI, Manitoba. Kemur út einu sinni í viku. Kostar $1 um árið. Borgist fyrirfram. Útgefendur: Nokkrir Ný-Íslendingar. Ráðsmaður: G. TiiORSTEIN.SSON. Prentari: JóHANNES VlGFÓSSON. Utanáskrift til blaðsins : BALDUR, Gimli, Man. Veið á emáurn aug?ýaÍDgnm er 23 oents fyrir þumlung dálkslengdar. Afs'áttur er gefinn á sticrri auglýaÍDgum, aem birtast í blaðinu yfir lengri tíma. V ðvikjandi skíkum atsbctli, og öðrum fjármálum blsðs ina, eru menn btðnir að snúa sjer að láða- manninum. MÁNUDAGINN, 22. JÓNÍ I9O3. BrenniYÍns- verzlunin. Allir, sem nokkuð hafa fhugað afleiðingarnar af drykkjuskap og slarki, hafahugmynd um hve marg- brotnar þær afleiðingar eru. Það má athuga þær frá siðfcrðislegu sjónarmiði, — frá heilbrigðislegu sjónarmiði, — og frá hagfrœðilcgu sjónarmiði. Það er enginn meðhaldsmaður vínsölunnar svo forhertur, að hann dirfist að halda þvf fram, að drykkjuskapur sjeckki siðspillandi. Allar glœpaskýrslur bera þess svo ljóst vitni hve voðalegar vfn- drykkjuafleiðingarnar eru f þvf efni, að það væri vitstola manns œði, að ætla að reyna að verja vínsöluna frá Þcirri hlið. Líigregl- an og dómstólarnir fást við þá hlið málsins, og þeirra vitnisburður verður ekki brotinn á bak aftur, Ekki finnst heldur nokkur mað- ur með heilum sönsum, sem heldur þvf fram, að vfndrykkja sje holl. Fiest eiturefni eru að sönnu hœfi- leg sem mcðöl í vissum sjúkdóms- tilfellum, og meðal þeirra er spíri- tus ; cn slfk efni eru jafn skaðleg fyrir því fyrir heilsu mannlegs lík- ama þegar hann er f heilbrigðu á- standi. Læknastjettin og sjúkra- húsin geta bezt borið um þessa hlið málsins, og skýrslur þeirra f því efni eru svo ótvfræðar, að það vill cnginn maður kynna sig að þeirri flónsku, að verja vínsöluna frá þcirri hlið. Fjármunalega hliðin er sá hólm- gíingufeldur, sem barist er á f vín- sölumálinu. Frá hagfrœðislegu sjónarmiði er þrennt að fhuga við vfnvcrzlunina: hótelhaldarann, sem selur vfnið ; drykkjumanninn, sem kaupir vínið ; og landssjóðinn, sem fær skatt af verzluninni. Hótclhaldarinn efast ekki um það, að vlnsala sjc peningalega hag- felld fyrir sig, og það hefir vfst enginn bindindismaður ncitt á móti þeirri skoðun hans. Það má full- yrða, að frá hagfrœðislegu sjónar- miði sjc vínsalan ágæt fyrir hótel- haldarann. Hvort kona hans og börn, ef hann á þau nokkur, hafa jafn mikið gott af þessari atvinnu í siðferðislegu og heilbrigðislegu tilliti er allt annað mál, en um það er þá minna verið að hugsa heldur en um peningana. Enginn maður mun halda þvf frarn, að það sjc nokkur búhnykk- ur fyrir drykkjumanninn, að kaupa þann varning, sem vfnsalinn hcfir á boðstólum. Beningatapið er allt hans megin við það vcrzlunarborð, en allur gróðinn hinu megin. Þetta er það, sem gjörir vfnsöluna að and- styggilegri atvinnu. 011 heiðarleg verzlun cr fólgin f þvf, að kaupancj- inn sje að fá eitthvað f aðra hönd, sem honum er nytsamt. Öll önnur verzlun er óheiðarleg, — cr ekkert nema svik og þjófnaður f eðli sfnu, hvort sem lögin hafa leyft hana eða bannað. Þegar Jón kaupir brauð fyrir 5 cent af Guðmundi bakara, þá hefir hann siðferðisleg- an rjett til þess, að búast við svo miklu næringarcfni í brauðinu, að það cfli líkamskrafta hans í það minnsta eins mikið eins og hann úttaugast við það, að afkasta 5 centa virði af vinnu þegar hann er búinn að borða brauðið. Ef Jón hefir unnið ónýtt verk með þeim kröftum sem brauðið framleiddi þá er það, sem þvf svarar komið til spillis, og það er honum eða verk- j stjóra hans að kenna. Þetta gildir ' um alla iðjuleysingja, og um þá, sem framleiða ónýtan eða skaðleg- an varníng. Hafí brauðið ekki haft svona míkið næringarefni, þá hefir það verið skemmt cða á eínhvcrn hátt svíkið, og þá er Guðmundi um að kenna, og verzlun hans hlýtur að teljast óhciðarleg verzlun. Nú er ekki nóg með það, að vfnið vcitir drykkjumanninum ekkcrt lífsviðurhald af sjálfu sjer, hcldur jetur það burt úr líkamanum nokk- uð af þeim kröftum, scm framleidd- ir eru úr þeim matartcgundum, scm drykkjumaðurinn nærist af. Þannig fcr ekki einungis allt það fje, sem vínsalanum er borgað, til! spillis, heldur einnig nokkuð afþví fje, sem matsalanum er borgað. j Frá hagfrœðilegu sjónarmiði erþví; tap drykkjumannsins enn þá meira heldur en gróði vfnsölumannsins. Þá cr iandssjóðurinn. í því sam- bandi ætti vitnisburður stjórnarinn- ar að hafa einna mest gildi. Eftir að Canada sambandið hafði varað f 15 ár gjörði Foster ráðgjafi töflu yfir kostnað vlnverzlunarinnar hjer j f landi. Við þá fhugun kom það f Ijós, að á árunum 1868—1882 höfðu Canadamenn borgað fyrir vfn $493,200,000.00. Undir þessa tö'flu skrifaði Foster sjálfur eftirfylgjandi athugasemd: ,,Hug*r manns getur naumast gripið hina voðalegu þýðingu þess- ara tölustafa. ÖII sú kornupphæð, j scm er verra cn eyðilögð með þcss- um hætti hcfði gctað satt milljón- ir manna. Drykkjupcningar þcss- i arar þjóðar nema stœrri upphæð hcldur en allar rfkistekjurnar. Drykkjukostnaðurinn á hvert höf- uð cr mcira en helmingi rneiri heldur cn allar tolltekjurnar eru á hvert höfuð. Víneyðsla Canada- manna nú f 15 ár ncmur nærri 500 milljónum dollara, án þcss pcningarenta sje talin. Þessi upp- hæð hefði nægt til þess að borga allan okkar stjórnarfarskostnað, byggja járnbrautirnar, og þurka út hvert cent af skuldum þjóðarinnar. Við allt þetta ætti maður að bœta hinu óútreiknanlega verðmæti þcirra manna, sem drepnir hafa verið ; vinnukröftunum, sem hafa verið eyðilagðir; fátæklingum, van- skapningum, vitfirringum, og öðr- um aumingjum, sem slarkið hefir orsakað, og sem hið opinbcra hefir hlotið að lfta eftir; og að síðustu | þá glœpamenn, sem lögreglan þarf ýmist að vakta eða hafa i haldi, Það er merkilegást, sð það skulí vera framför f landinu, þrátt fyrir | aðra eins óskapa eyðslusemi. Ef j þetta rfki gæti stemmt stigu fyrir þessum ófögnuði, þá færi landinu 'svo miklu meira fram, að það yrði óþekkjanlegt þjóðarástand. Það j cr sannarlcga vcrkefni hvers ærlegs ! borgara, að gjöra sitt ýtrasta til þess, að þurka scm fyrst upp jafn voðalcgt eiturdýki eins og brenni- vfnsvcrzlunin er. Vfnsölubann er eina óbrigðula meðalið“. Svona farast nú landsstjórninní orð í sambandi við fjárhagslcgu hliðína, en samt cr ekki vfnsölunní útbolað. Ástæðan er sú að vissir ósvífnir ágirndarpúkar hafa hönd í bagga með þeim mönnum, scm í stjórninni sitja, og láta þásvolcyfa ýmsa óhæfu móti betri vitund. Þar á meðal cr vfnsalan, sem er f ölJu tilliti svívirðandi og eyðileggjandi fyrir þjóðirnar og fyrir drykkju- mennina, og yfir höfuð fyrir alla nema hótelhaldarann, scm venju- lcgast cr undirförull og samvizku- laus fjárglæframaður, sem ckkert skeytir um ekkjur og munaðar- leysingja þeirra manna, sem hann eyðileggur. Þetta mál liggur þá svona sund- urliðað frammi fyrir þjer, lesari góður, og þú íhugar það veí og gaumgafilega frá öllum þess mis- munandi hliðum, ef þú ert skýr og gætinn maður, — annars ekki : I, Frá siðferðislegu sjónarmiði. II. Frá heilbrigðislcgu sjónar- miði. III. Frá hagfrœðislegu sjónarmiði: 1. Hótelhaldarinn. 2. Drykkjumaðurinn. 3. Landssjóðurinn. K. A. BONNAR. JT. L. HARTLEY. Bonnar & Hartley, Barristcrs, Etc. P.O. Box 223, WINNIPEG, MAN. Mr. Bonnar er hinn Iann- o snjallasti máláfærslumaður, sem nú cr f þessu fylki.

x

Baldur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Baldur
https://timarit.is/publication/165

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.