Baldur


Baldur - 24.08.1903, Blaðsíða 1

Baldur - 24.08.1903, Blaðsíða 1
BALDUE. I. AR. GIMLI, MANITOBA, 24. ÁGÚST 1903. Nr. 32. jCT EG hcfi aldrci stigið nokk- urt þýðingarmikið íjármálaspor án þess að biðja guð fyrst um blessun sfna og handlciðslu, ogbœnir mín- ar hafa ávallt verið heyrðar. Jegi ráðfæri mig daglega við drottinn í öllum mfnum fyrirtœkjum, og hann auðsýnir mjer aðstoð sína, og sdmu hjálp cr liann reiðubúinn að veita þjcr“. John D. RocJcefeller. Þegar allar kringumstæður eru tcknar til íhugunar vcrður ofan- rituð grein að eftirtektaverðu sýn- ishorni af yfirdrepskap (?) og of- metnaði. Blað það, sem þessi orð Rockefcllers cru tekin úr, lætur svohljððandi athugasemdir fylgja á cftir: ,,Þetta er nú það merkilegasta, sem mcnn hafa lengi sjeð á prenti. Ráðlegging Rockefellers ætti að verða almennt gaumgæfilega íhug- uð. Hverskonar guð mundi það vera, sem veitti Rockefeller 150 milljónir dollara á árihverju, sogna út úr svitaholum vésalla vinnu- þræla, að eins fyrir þá ástæðu, að hann hafi hitt upp á sjerstaklega hentuga aðferð við það, að koma óskum sínum á framfæri við skap- arann allra hluta. Þessi, orð af vör- um Rockefellers hljóiína í eyrum hvers hugsandi manns sem blákalt guðlast; cn samt er það nú vafa- laust cinlæg trú Rockefellers sjálfs, að guð hclli fjársjóðum jarðarinnar í kjöltu sína“. * * * Enginn stigamaður hefir orðið eins nafnkunnur í Ameríku eins og Jesse James. Hann er nokkurs- konar Robin Hood vesturheims- manna. Ein þcirra sagna, scm af honum gcngur, segir að hann hafi eitt sinn að kvöldi dags beðist gist- ingar í fátæklegu, afskekktu bónda- býli. Ekkja nokkur átti þetta hús, og var hún grátandi þegar stiga- manninn bar að dyrum. Hann komst brátt að því, að orsök fyrir sorg hennar var sú, að bankastjóri nokkur, sem átti $3,000 hjá henni, hafði veðfestu á öllum eignum hennar, og ætlaði að láta reka hana á burt, ef'skuldin yrði ekki borguð. | Stigamaðurinn var sjaldan að kol- um kominn, og lætur ekkjuna þvf fá hina umtöluðu fjárupphæð, og afhenti hún bankastjóranum það hið bráðasta. Litlu síðar sat stiga- maðurinn fyrir bankastjóranum og tók liðuglega aðra eins fjárupphæð úr vörzlum hans. Standard olíufjelagið sat fyrir öllum vesturheimsmönnum fyrir nokkrum árum, og hefir sfðan ár- lcga tekið 50 milljónir dollara úr vörzlum þeirra. Rockefeller gefur skólum og kyrkjum í hvert skifti dálftinn ,,kvóta“ af þessu fje mcð sjer. — Einn rænir rfka og gefur fátækum ; annar fátæka og gefur ríkum, svo þeir sje ennþá fúsari á að verja athæfið. Hvorugt er gott; en hvort er verra ? «- -x- * I nýprentuðum bankamálaritl- ingi f Bandaríkjunum kemur nú fram krafa um það, að afncma það tryggingarfje, sem allir bankar hafa að undanförnu orðið að afhenda landsstjórninni. í þeirri ritgjörð, sem hjer ræðir um, er svona kom- ist að orði: ,,Congress má scmja og scmja löggjafir til dómsdags, en þær koma ekki að neinu haldi, nema þær sje bönkunum geðfelldar. Sjerhver peningamálalöggjöf vcrður bæði að ná hylli bankanna sem vfsindaleg og framkvæmanleg fyrirskipun, og einnig að vera svo úr garði gjörð, að bönkunum sje það hagfellt, að fara eftir henni“, Hjer er það hreinskilnislega ját- að, að peningamönnum detti ekki í hug að breyta eftir þeirri löggjöf, scrn ekki sje þcim hagfelld, — þingið megi gjöra svo vel og hafa á höfðinu, ef því þóknist ekki að hegða löggjöfinni svo, að auðmenn- irnir geti hindrunarlaust haldið á- fram að græða eftir vild sinni. Þetta eru mennirnir, sem láta búa til landslögin, en iðnaðarmenn og bœndur fá öðru hverju að greiða atkvæði um það, hverjir skuli koma Iagafrumvörpunum á framfæri og masa uin þau í þinghúsinu. Bankarnir í Bandaríkjunum eru 4 þúsundir að tölu, en íbúatala lands- ins í það minnsta 75 milljónir. * * * Fyrir nokkrum vikum fór fram eftirtcktaverð atkvæðagreiðsla í einni borg Bandaríkjanna. Það var þar samþykkt löggjöf, sem gckk út á það, að draga úr aðsókn unglinga á hina hærri alþýðuskóla (High Schools). Fjöldi kvenna af „hærri stjettunum,“—kaupmanna- konur, lögmannakonur, o. s. frv. — greiddu atkvæði með þessum lögum. Frjettaritari nokkur gat haft það upp úr einni þessari kaup- mannskonu hvað það var, sem gat valdið þessari einkennilegu hlut- töku kvennanna. „Nú, — er það ekki svo scm auðvitað," sagði kaupmannskonan, ,,að ef maður getur dregið ögn úr þessu lærdómsfargani, þá verður | hægra að fá vinriukonur. Þegar búið cr að troða þessari hærri menntun í umkomulausar stelpur, þá þykjast þær lángt of góðar til þess að koma f eldhús, og rjúka allar í búðir eða skrifstofur. Það cr að verða hrcint ómögulegt að fá vinnukonu og það er alit skólunum að kenna. Það er ekki í öðrum löndum verið að troða þessum ó- sköpum í hvcrn krakka eins og hjer er gjört, þess vegna cr hvergi annar eins hörgull á vinnu- konum eins og hjer“. Þarna er nú ljóslifandi dreginn fram ,,tónninn“ f ríka hlutanum af enska fólkinu hjcr í Iandi. Skyldu þær ekki kannastvið raustinasum- ar íslenzku stúlkurnar, scm hafa verið í vistum hjá þvf ? Þetta vaxandi menntunarástand fátæka fólksins, sem getur notið hinna ýmsu uppfrœðslustofnana hjer í landi, veldur þvf, hvað eftir- spurnin er alltaf mikil eftir innflytj- endastúlkum, sem vilji vinna að matreiðslustörfum og öðrum heim- ilisverkum. Því meiri andlcg dáð scm skapast hjá einstaklingnum þvf erviðara veitist hoilum að vera annara þræll í verkum eða hugsun- um. Því ósjálfstæðara sem fólk er, því auðveldara er drottnunargjörn- um mönnum, að láta það dansa eftir sinni pfpu í hverju sem vcra skal. Það getur ckkert beizli jafn- ast á við fáfrœðina, og enginn kraft- ur slitið hlekki þrælkunarinnar, nema skynsemin, þar sem hún fær að njóta sín. Hjer f Ameríku hefir. Islending- um sjerstaklega verið hœlt fyrir iðjusemi og löghlýðni, en þótt það sje í sjálfu sjer mikilsverðar dygðir, þá cr undir niðri meira last cn lof fólgið í því hóli hjá cnska fólkinu, sem vill gjöra sjer þessa kosti út- lendinganna að fjeþúfu. Vinnufólk getur auðvitað gjört sfna vfsu gagnvart húsbœndum sínum fyrir þvf, þótt það gjöri sjer grein fyrir aldarandanum hjer í Iandinu. Það er engum vafa bund- ið, að góð vist er ómetanlega góð- ur skóli fyrir hvaða stúlku sem vera skal, en ekkert fremur fyrir þær fátæku hcldur en þær rfku. Án tillits til efnahags, þurfa þær flestar á þvf að halda, að kunna að meðhöndla sitt eigið heimili á full- orðinsárunum. Klaufaskapur f þeim efnum væri óafmáanleg van- virða fyrir hverja húsmóður, hversu vel sem hún væri að sjer í sauma- skap, hljóðfæraslætti, ogöllumöðr- um listum.

x

Baldur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Baldur
https://timarit.is/publication/165

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.