Baldur


Baldur - 24.08.1903, Blaðsíða 4

Baldur - 24.08.1903, Blaðsíða 4
4 BALDUR, 24. ÁGÍST 1903. Nýja Island. Það getur skeð að næsta númer lialdurs geti ekki komið út á rjett- um tíma, og cru kaupendurnir vin- samlega beðnir að afsaka það, ef til kemur. Næstkomandi sunnudag (30. á- gúst) verður messað í skólahúsinu lijer á Gimli kl. 2 e. h. J. P. SóLMUNDSSON. Nú er sagt, að Stefán kaupmað- ur Sigurðsson muni vera orðinn einsamall eigandi ,,Víkings“. I’eir Jack Howell og Ármann Bjarna- son, sem að undanförnu hafa átt bátinn með Stefáni, vinna á bátn- um eftir sem áður, þótt þeir haíi selt í honum sinn hluta. Empire. Þetta er mynd af Empirc- skilvindunni, sem GUNNAR SVEINSSON hefir nú til sölu. Um hana þarf ekkert að fjölyrða. Hún mælír bezt með sjer sjálf. G. Thorsteinson á Gimli. Það hefir heyrzt, að einhverjir enskir menn efra hafi keypt eða samið um kaup á þrettán ekrum af landi Bencdikts Jónassonar, með- fram sunnanverðri Gimlivfkinni, fyrir $50 hverja ekru. Ekki er gott að vita hvort menn þessir hafa nokkuð það á bak við eyrað, sem mönnum hjer er ókunnugt um, en vonandi er að þeir gjöri tilraun tii þess, að iáta peninga sína borga s'g> °g nýtur þá einhver góðs af með þeim. Annar maðurinn kvað vera bankastjóri og er ólíklegt að hann kasti út fje sinu til cinskis. Fyrir nokkrum diiguin var krabbameinssjúkur Galicfumaður staddur hjer á Gimli. Meinsemdin hefir skaddað andlitið hræðilega og eyðilagt sjónina, svo maður þcssi er einn hinn hryggilegasti vesal- ingur, sem hugsast getur. Nokkr- ir unglingar gjörðu sig seka í þvf, að draga dár að þessum aumingja, og var tekið eftir því betur en þá varði. Þessum unglingum er hjer með gefin aðvörun um það, að þeim verður ekki sleppt umyrðalaust, ef þau gjöra sig sek f þesskonar aftur. R. A.BONNAR. T.L. HARTLEY.j Bonnar & Hartley, Barristers, Etc. P.O. Box 223, WINNIPEG, MAN. Mr. Bonnar er hinn lang- snjallasti málafærslumaður, sem nú er í þcssu fylki. • i ! B. B. OLSON, 5 SAMNINGARITARI OG INNKöLLUNARMAðUR. € # * * | GIMLI, MANITOBA. | Þegar vjer hættum að vera til gagns, verðum vjer sjálfum oss til byrði, þvf ætti enginn að vilja vera iðjulaus, GoTT UPPELDI er ekki það sama og góð menntun, eða það, að hafa notið mikillar bóklegrar til- sagnar og haft gott tækifæri til að afla sjer margbreyttrar þckkingar. Maðurinn getur verið þekkingar- rfkur, en snauður af ávöxtum góðs uppeldis ; hann getur verið rfkur og voldugur, en samt sem áður rusti. Aftur á móti getur maður- inn verið bæði fátækur og þekk- ingarsnauður og þrátt fyrir það sýnt, að hann hcfir notið góðs upp- eldis, með þvf að haga sjcr þannig að öðrum geðjist að þvf. Slfkt kem- ur fremur í ljós í smáatvikum og smámunum, heldur en f stórum rykkjum. Sá, semervel upp alinn, hegðanprúður, er ávallt reiðubú- inn að veita öðrum kurteisisatlot og ýmiskonar smágreiða, nær og hvar sem tækifæri býðst. Honum er það eins og meðskapað, eins- konar eðlishvöt, hafi hann verið svo lánsamur að venjast þvf frá æsku. Þetta hefir meiri þýðingu en margur ætlar. Það er stundum eingöngu undir framkomu unga mannsins komið, hvort hann fær stöðuna, sem hann œskir eftir, eða ekki. Vitanlega crþað óteljandi margt, ! sem athuga þarf, ef maður vill verðskulda með rjcttu að vera kall- aður hegðanprúður. Það mun og! eiga sjer stað að hegðanprýðin brcytist eins og tfzkan, svo erfitt verður fyrir þann, sem annað hefir að starfa, að geta fylgst með alstað- ar. En það er ekki aðalatriðið. Meðal skynsamra. og íhugunar- rfkra manna, er ckki tckið skilyrð- islaust tillit til slíkra srnáatrifa. j Aðalatriðið er hugsunarhátturinn, I með öðrum orðum það, að hugsa | dálftið um að hlynna að öðrum, en ! láta ekki hugsun sína snúast ein- ! göngu um sjálfan sig —- að neita | sjer um hlutinn, þegar nauðsyn | krcfur þess, og láta náungann njóta hans —, að sýna það við sjerhvert | tækifæri, að það sje vclvild, nær- | gætni og greiðvikni sem stjórnar framkomu manns gagnvart þeim, sem menn umgangast eða hitta, hvort sem maður er þeim kunnug- ur cða ekki. Kurteisi og alúð eru f raun rjcttri hin ytri mcrki slfkra tilfinn- inga, en sá góði vilji, sem liggur til grundvallar, verður ckki mis- skilinn, enda þótt hann komi ekki fram í sem hcppilegastri mynd eða samkvæmt tíðarhegðuninni. Hafi maður f uppvextinum gengið á mis við góða lciðbciningu í þess- um efnum, svo að kurteisisbragur- inn sje fágunarlaus, verður oft og einatt óþægilegt að bœta úr þvf. En göfgi hugsananna má rœkta og laga á meðan maður lifir, og fram- koma manns ætti þar af leiðandi að verða stórgallalftil, þó hún lcið- ist ekki eftir nýjustu reglum. WINNIPEG BUSINESS COLLEGE. Port. Ave. WINNIPEG. NORTH END BRANCH. Á MóTI C. P. R. VAGNSTÖDINNI. Sjerstakur gaumur gefinn að upp- frœðslu í enska málinu. Upplýsingar fást hjá B. B. Olson, Gimli. G. W. Donald, sec. WINNIPEG. FO« TWENTY YEftRS IN THE LEAO Automatic take-up; self-setting ncedlej selú threading shuttle; antomatic bobbin winder; quick-tension release; all-steel mckelea attacl^ ments. Patented Ball-bbarinc Stand. kUPERIOR TO ALL OTHERS andsomest, easiest runnlng. most nolsolcSSr durable. ........Ask your dealer for th« osu auraoio......... - Idredcre “B,” and donot buy any machmo un- l you have seen the Eldredee B." Cora arn it.s ciuallty and prlce, and ascertaln Tf Interesteð send for book about Eldridgd “B.” We will mail it promptly. , Wholesale Distributors: Jícrrick, Asdersoh & Co., Winnipeg. I

x

Baldur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Baldur
https://timarit.is/publication/165

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.