Baldur


Baldur - 24.08.1903, Blaðsíða 3

Baldur - 24.08.1903, Blaðsíða 3
BALDUR, 24. ÁGÖST I9O3 3 NÝJAR RŒKUR. Bœkur eru nýkomnar frá íslandi f bókaverzlun mfna á Gimli. Sumar af þeim hafa íslending’ar hjer vestan hafs aldrei sjeð, og ættu menn því að kaupa þær sem fyrst, á meðan byrgðirnar endast. Skáldrit Gests Fálssonar, er gefin voru út heima á íslandi. í þeim eru allar hans sögur, sem áður hafa verið prentaðar, auk ljóðmælanna. í gyltu bandi....................................$1.25 Ljóðmæli M. Jochumssonar. I. Bindi. I skrautbandi. Kosta f lausasölu . $125 en til áskrifenda að öllum bindunum . . 1.00 TÍr heimahögum. Ljóðmæli eftir Guðm. Friðjónsson. I bandi.................1.20 Skipið sekkur. Leikrit eftir Indriða Ein- arsson........................... 60 Ljóðmæli J. Hallgrfmssonar. í bandi . 1.75 Biblfuljóð Valdimars Briems. I.—II. í bandi, hvort.........................2.50 Dægradvöl. Sögur og kvæði eftir ýmsa . 75 Fornaldarsögur Norðurlanda. I. — III. Bindi. í gyltu bandi.................5.00 Hcljar Greipar. Saga eftir A. Conan Doyle. I. og II., hvort............... 25 Höfrungshlaup. Saga eftir Jules Verne 20 Hjálp í viðlögum. I bandi.................. 40 Bókaskrá send þcim sem óska. Jeg gjöri við band á gömlumbókum, og bind bœk- ur að nýju, fyrir lftið verð. G. P. Magnósson. Arfurinn minn. (Framhald). Jeg felli mig bezt við ljóst hár, en þó gjöri jeg það ekki að föstu skilyrði; áherzl- an hvílir á hinu fyr nefnda. Laun mfn eru $80 um mánuðinn, og ef við skiftum þeim jafnt á milli okkar, vona jeg yður finnist það sanngjarnt. Jeg er-sjálfur dökkhærður, ekki full 6 fet á hæð, 35 ára að aldri og hefi aldrei smakk- að sterka drykki nje tóbak. Ef þjer viljið gjöra svo vel og svara þessari uppástungu minni með já eða nei, vil jeg vcra yður þakklátur. Yðar hreinskilinn Egbert Summers. Ruby Creek, Pine County, Ncvada“. ,,Þú ert alveg óviðjafnanlegur uppfind- ingamaður,“ sagði Bob við Richard Mea- dows; ,,sendu það á stað, og jeg er eins viss um að hún gengur í gildruna og jeg sit hjerna. En þú mátt ekki gleyma að bœta þvf við að svarið verður að sendeist hingað, og því verður þú að bœta við á- ritunina: „Falið á hendur Richard Meadows Madura, Pine Co., Nevada“. Sem sagt, svo gjört, og brjefið var sent á stað. Fáum dögum sfðar kom þannig hljóð- andi svar: ,,Kæri hr. Summcr! Jeg þarf naumast að taka þvf fram, að jeg varð alveg hissa þegar jeg las brjef yð- ar, og get að eins skilið það á þrennan hátt — sem móðgun, sem gaman, cða sem alvöru. Jeg get ekki haldið að neinn mað- ur sje til með svo lágum hugsunarhætti, að hann vilji móðga stúlku sem hann ekki þekkir, og sem að eins hefir óskað eftir að fá stöðu sem kennslukona eða sem lagsmær, til skemmtunar öðrum konum á heimilinu. Sje það gaman, þá erþað Ijóttgaman, sem heiðvirðum mönnum er ekki samboðið. En sje það alvara, furðar mig að nokkur mað- ur skuli vilja giftast stúlku, sem hann hefir aldrei sjeð. Að því er snertir útlit mitt, þá er jeg hvorki björt nje blökk ; hárið er jarpt, augun dökk ; jeg er af meðalhæð og fremur grönn. Fólk segir að jeg sje 22 ára, en f raun rjettri er jeg 26 ára. Jeg óska yður góðs gengis í stöðu yðar, en mitt álit er að kennslustörf sjeu þreytandi. Yðar hreinskilin E. R. Richard Meadows og vinur hans fengu brjefið, en þeim varð nokkuð undarlega við þegar þeir sáu að hún hafði tekið fyrra brjefið í alvöru. Þeir töluðu aftur og fram um þetta, og kom loks saman um að senda annað brjef þannig hljóðandi: ,,Mjer þykir slæmt að geta ekki verið á járnbrautarstöðvunum þegar þjer komið, en hver og einn mun vfsa yður á póst- vagninn, sem fer frarn hjá Ruby Creek ; þaðan er að eins 5 mínútna gangur fyrir yður til heimilis mfns, sem þjer munuð hæglega geta fundið skammt frá skólahús- inu. Jeg þrái að sjá yður, allt annað semj- um við um munnlcga. Vinsamlegast Egbert Summers. Upphafsstafirnir E. R. voru f stað nafns- ins Esther Raymond í auglýsingunni f Morning Call. Þegar hún greip þetta aug- lýsingar-úrræði, lá mjög illa á henni. Hún var búin að leita fyrir sjer um stöðu f heil- an mánuð árangurslaust. Margir dagar voru liðnir frá þvf auglýs- ingin kom út, og enn hafði enginn sinnt henni. Að síðustu sagði hún við sjálfa sig: fái jcg engan seðil f dag, þá er öll von úti. Hún taldi peninga sína, sem voru tæpir 2 dollarar. ,,Þetta er í sfðasta sinni sem jeg fer á skrifstofu Morning Call,“ sagði hún með tárin í augunum. Jú, þjónninn þar rjetti henni brjef, scm hún fór strax með heim til sfn. Þcgar hún kom heim opnaði hún brjefið, las það og las það aftur, og komst loks að þeirri niðurstöðu að ekkert væri á hrettu þó hún svaraði brjcfinu, hún kynni að kom- ast að meiningu mannsins og gæti á með- an sjcð sig um eftir stöðu. Svo kom hitt brjefið, sem henni fannst svo hreinskilið og alvarlegt, að hún ásetti sjer að fara til Ruby Creek. Hún seldi það lítið hún átti, bjósig það bezta hún gat og fór með járnbrautinni til Ruby Creekf Ne- vada. Hún var f snotrum ferðafötum og leit mjög unglega út. Að sönnu var klæðn- aðurinn ekki nýr, en hann var sjelegur og fór vel. Á leiðinni las hún brjefið yfir aftur, til þess að muna hvernig hún átti að haga ferð sinni: Hún átti að yfirgcfa lestinavið Madurastöðina, fara með pósti o. s. frv. Esther Raymond hafði lesið um hjóna- bönd, sem voru stofnuð gegnum auglýs- ingar, en að það skyldi koma fyrir hana fannst henni svo undarlegt, svo heimsku- legt. Þetta langa ferðalag þreytti hana, og þess utan lá illa á henni. Hún fór þetta svo að segja upp á von og óvon. (Framh.)

x

Baldur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Baldur
https://timarit.is/publication/165

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.