Baldur - 26.10.1903, Blaðsíða 2
2
BPvLDUR, 26. OKT. 1903.
BALDUR
ergefinn útáGIMLI, Manitoba.
Kemur út einu sinni í viku.
Kostar $1 um árið.
Borgist fyrirfram.
Útgefendur :
Nokkrir Ný-Ísuendingar.
Ráðsmaður: G. ThORSTEINSSON.
Prentari: JóHANNES VlGFöSSON.
Utanáskrift til blaðsins :
BALDUR,
Gimli, Man.
Verð á »máum auglýsÍDgum er 25 cents
fyrir þumlung dálkslengdar. Afeláttur er
gefinn á stmrri auglýsingum, sem birtast í
blaðiau yfir lengri tíma. Viðvíkjandi
skíkum afslætti, og öðrum ijármálum blaðs-
íds, eru menn beðnir að enúa sjer að ráðs-
manninum.
MÁNUDAGINN, 26. OKT. I9O3.
Ólga.
,,Viti þrældómsins vin,
eyðist kyn, fæðist kyn,
og hann krýpur þó loks
þvf, sem rjett er og satt“.
(Niðurlag).
Við eigum, flest af okkur, les-
endur góðir, okkar þátt f þvf, að
viðhalda þessari rangsleitni, eink-
um í þvf, sem útbýtingu heiðurs-
ins er viðkomandi. Við leggjum
('ill einhvern skerf til þess almenn-
ingsálits, sem myndast um mann-
dómsgildi hvers þess einstaklings,
sem við hijfum eitthvað um að
segja, eða heyrum aðra segja eitt-
hvað um, og samþykkjum með
þðgninni þeirra dóma. Skifting
auðsins er ekki eins í hvers manns
höndum, en ,,kurteisi kostar enga
peninga“. Það er stór dyggð, að
vera virkilega umtalsfrómur, þvf
að f því felst, að varast eins skjall
og skrum eins og róg og illmælgi.
í þessu ferst frjettablöðum oft sjer-
lega illa. Lastið keyrir fram úr
hófi einn sprettinn, ogskjallið hinn
sprettinn. Allskonar titlarog önn-
ur ræfildómseinkcnni ,,notast sem
uppfylling f eyður verðleikanna“.
Sje maður sjerstaklega smeikur um
einhvern flokksmann sinn, þá er
ágætt að taka ofan fyrir honum á
götunni, láta hann sitja innarlega
á mannfundum, snúast utan um
hann með allskonar fleðulátum,
kalla konuna hans ,,frú“, ef mað-
ur heldur að hún viðrist upp við
það,— en annars er hún ekki „frú“,
— og svo framvegis. Þetta verð-
ur til þess, að vit og sanngirni
kemst ekki að f dómum manna
hvers um annan, og á meðan sit-
ur rjettlát viðurkenning á hinu
sanna manndómsgildi algjörlega á
hakanum. Þessum fíflalátum get-
ur hver maður hnekkt með þvf að
taka ekki þátt í þeim og gangast
ekki upp fyrir þeim sjálfur, heldur
forsmá þau og fyrirlíta hvar sem
þau koma fram. Kurteisi smjaðr-
arans er ævinlega f eðli sfnu hin
lúalegasta ókurteisi, af þvf að hún
er sprottin af smásálarskap og sjer-
plægni. Sönn kurteisi kemur fram
f því, að vera einarður og prúð-
mannlegur í umgengni við alla
menn, án þess að brúka væmubros
og látalæti við einn fremur en
annan.
Með atkvæði okkar getum við
hjálpað til að jafna auðinn, með
umgengni og umtali heiðurinn.
Af þessu viljum við öll fá sann-
gjarnan skerf sjálf, og eigum því
að vera viljug til að veita öðrum
hann.
Þeim mönrium, sem gjöra á-
kveðna kröfu um það, að menn
sýni verklega hluttöku í því, að fá
þessum j'ifnuði til vegar komið,
fer nú stöðugt fjölgandi meðal allra
siðaðra þjóða. Fyrir þessa kröfu
sfna eru þeir nefndir jafnaðarmcnn,
og eru þeir menn, sem bera það
nafn með rjcttu, fjærri þvf, að vera
eftirbátar annara manna, heldur
mega þeir, samkvæmt hinum æðstu
siðalærdómum kristinna manna,
teljast hinir göfugustu menn þjóð-
anna. í flokki þessara manna hafa
þeir orðið nafnkunnastir Leo Tol-
stoy með Rússum, Emil Zola með
Frökkum, og Björnstjerne Björn-
son með Norðmönnum, auk mesta
fjölda af blaðamönnum og stjórn-
málamönnum í öllum löndum Ev-
rópu og Ameríku. Meðal okkar
íslendinga bera ljóðmæli hinna
yngri skálda glöggan blæ af þess-
ari hreifingu.
ÖIlu góðu fólki virðist það auð-
vitað sjálfsagt, að tillögurnar um
jöfnuð og bræðralag meðal allra
þeirra, semájörðunni búa, fái góð-
ar undirtektir. Samt er þvf nú
ekki svo varið. Heimurinn er of
fullur af þröngsýni, ósanngirni, og
ágirnd til þess, að vit og mannkœr-
leiki geti án fyrirhafnar fengið að
koma sínu fram. Mannkynssagan
ber öll vott um það, hve ,,mörgum
á förinni fóturinn svcið, er frum-
herjar mannkynsins ruddu þá leið
af alheimsins öldum og löndum“.
Þótt þeir hafi ekki allir verið kross-
festir, sem Ieitast hafa við að bæta
úr böli hinna vesölu, þá hafa helzt
til margir öld eftir öld gengið blóð-
risa úr baráttunni, sem þeir hafa
háð í þarfir frelsis og mannúðar.
Mörg atriði mætti telja upp,
sem sýnishorn af þeim vopnavið-
skiftum, sem daglega eiga sjer stað
í þessari mannúðarbaráttu. Eitt
slfkt dœmi er Bandarfkjablaðið
,,Appeal to Reason“ (Áfrýjun til
skynseminnar). Eins og áður hefir
verið tekið fram, var þess blaðs
einu sinni getið í Heimskringlu,
og var þar sagt frá þvf, hversu
mikið far Bandaríkjastjórnin gjörði
sjer um að stemma stigu fyrir út-
breiðslu þess blaðs. Það er skýrt
og skorinort jafnaðarmannablað,
sem vikulega er gefið út í bœnum
Girard f Kansasríkinu, og kostar
25 cent um árið. Manni detta ó-
sjálfrátt f hug viðskifti slfkra blaða
við hið opinbera, þegar maður sjer
þess annarstaðar getið, að eitt af
þvf, sem Bandamenn eigi víð að
strfða, sje verkamennirnir. Hið
sanna er það, að í Bandarfkjunum
er vfiknuð mjög ákveðin bárátta
milli auðmanna og verkamanna,
og hinar tröllslegu aðfarir verka-
mannablaðsins ,,Appeal to Rea-
son“, þrátt fyrir mótspyrnu Banda-
rfkjastjórnarinnar og Bandarfkja-
auðvaldsins, sýna glögglega,
hversu bylgjurnar, sem bylta þvf
áfram, hljóta að mynda þungan
straum f mannlffsólgu þessarar
álfu.
Það var í apríl árið 1893, a^
auðmaður einn, J. A. Wayland að
nafni, byrjaði í bœnum Greensbury
f Indfanaríkinu, að gefa út lftið
jafnaðarmannablað, sem hann kall-
aði,,Coming Nation". Biaðið meir
en borgaði sig á örstuttum tfma,
og ári sfðar keypti útgefandinn
1000 ekrur af landi f Tennessec,
og setti þar á stofn sameignar-
mannanýlendu og flutti blaðið
iþangað. Nýlenda þessi mishcppn-
aðist algjörlega, eins og vfðast hefir
orðið reyndin á með sameignar-
mennskutilraunir. Þannig sann-
færðist Wayland um, að það væri
ekki vinnandi vegur að leggja til
orustu við verzlunarsamkeppni
með sameignarmennsku (Commun-
ism) í smáhópum, sem ekkert vald
hafa yfir köggjöf þjóðarinnar f heild
sinni, þvf að þar er ekki hægt að
koma jöfnuði við milli annara en
þeirra fáu, sem taka þátt í fjelags-
skapnum. Slfkt er í eðli sfnu að
eins sjereign nokkurra manna í sam-
björg, en þjóðeign er allt annars
eðlis. Wayland sá þvf, að jafnað-
armennska(Socialism) varhið eina,
sem vert var um að tala, og til
þess, að koma henni til vegar,
varð að hefjast handa gegn stjórn-
arfari landsins f heild sinni, en ekki
eingöngu gegn verzlunarfyrirkomu-
laginu.
Fyrsta númerið af „Appeal to
Reason“ kom út sfðasta dag ágúst-
mánaðar árið 1895. Það kom út f
Kansas City, en kostnaðurinn í
svo stórri borg var svo mikill, að
blaðið var í tapi áhverjum mánuði,
þangað til útgefandinn sá, að svo
búið mátti ekki standa. Hann flutti
sig því til Girard og byrjaði þar
með 14,000 kaupendur. Tapið fór
smámsaman að minnka, og kaup-
endunum hefir ár frá ári fjölgað svo,
að þeir eru nú orðnir 250,000, og
prentsmiðja blaðsins ein sú vegleg-
asta, sem til er f Bandarfkjunum.
Til þess að borga fyrir hina sfð-
ustu hraðprcssu, sem blaðið keypti,
voru peningar fengnir með þvf að
prenta sjerstakt viðhafnarnúmcr
Og biðja vini blaðsins að selja það
sem aukagetu. Þessir sjálfboðaliðs-
menn blaðsins urðu 435i. Þar af
voru 104 í Canada (þar á meðal
nokkrir íslendingar). Auk hinnar
vanalegu útbreiðslu, seldust af
þessu númeri 814,403, svo að út-
gáfan varð mikið yfir milljón ein-
tök. í þetta eina númer þurfti 5
járnbrautarvagnæki af pappfr, tonn
af svertu, 7 tunnur af lfmi, og 4
tunnur af garni til þess að binda
utanum. Það unnu 60 menn í tvær
vikur að útgáfunni, og 4000 póst-
töskur þurfti til þess að flytjá blað-
ið út. og stjórnin fjekk $1500 f
burðargjald.
Blaðið segist ekki gcta álitið jafn-
aðarmennskuna neinn ’smákiðling',
þegar hún afkasti svona verki.
Þegar Wayland byrjaði á starfi
sfnu var lftið eða ekkert um sósfa-
lismus að ræða meðal alþýðu f
Bandaríkjunum. Nú eru sósíalist-
iskir ræðuskörungar á ferð og flugi
um öll Bandarfkin, svo að ckki líð-
ur svo nokkur dagur, að ekki sje
haldnir frá 100 til 500 jafnaðar-
mannafundir vfðsvegar um landið.
* * *
Olgan cr mikil, mannúðarbar-
áttan er hörð, þótt inilljónir manna
látist ekki sjá hana, og herópið er
alstaðar hið sama: ,, Allt skal frjálst,
allt skal jafnt“.