Baldur


Baldur - 26.10.1903, Blaðsíða 1

Baldur - 26.10.1903, Blaðsíða 1
I. ÁR. BALDIIK. Nr. 41. / ^\rið 1900 voru um 16 milljón fjölskyldur búsettar f Bandarfkjun- um, og allar þessar fjölskyldur tii samans gjörðu nærfellt 76 milljónir manna. Liðugar 14 milljónir íbúð- arhúsa voru til f landinu, og voru því fjölskyldurnar nærfcllt 2 miilj- ónum fleiri en húsin. Aukþess var nálega 1 milljón húsanna í eyði, svo að í það minnsta 6 milljónir af 16 hefðu orðið að kássast saman f tvíbýli, þótt upp á- það bezta hefði verið niður raðað í þau húsin, scm byggð voru. Tæpar 5 milljón fjölskyldur bjuggu í sínum eigin húsum skuld- iausum. Liðugar 2 milljónir bjuggu í vcðsettum húsum. Rúmar 8 milljónir bjuggu í leiguhúsum. Af öllum Bandamönnum eru þann- ig rúmar 16 mifljónir mánna, sem virkilega eiga þak yfir höfuðið á sjer, en næstum 60 milljónir, sem eru upp á annara náð komnir í því efni, Bœnda'lýðurinn nemur þriðjungi þjóðarinnar, cða rúmum 5 milljón fjölskyldum. Af þeim eiga fullar 2 milljónir sfn eigin heimili, en 1 milljón býr í vcðsettum húsum, og rúmar 2 milljónir á leigulöndum. Eins og víða annarsstaðar eru nú bújarðirnar í Bandarfkjunum orðn- ar mjög mismunandi að stœrð cftir því hvcrsu vel hverjum hcfir gcng- ið að toga til sfn. Stœrð leigu- ; landanna, scm nefnd voru, erþann- ig varið, að 11 þúsund jarðir cru mínna en 3 ekrur að vfðáttu ; 95 þúsundir frá 3 til 10 ekr. 227 — 10 — 20 — 640 — 20 — 50 — 423 — 50 — 100 — 390 — IOO —- 175 — 128 — 175 ™ 260 — 84 — 260 — 500 — 19 1 Ui 0 0 1 1000 — og 6,595 yfir 1000 ekrur. GIMLI, MANITOBA, 26. OKTÓBER 1903. Maigt er til f Chicago. Meðal annars hefir fjelag citt, sem gjörir það að tilgangi sfnum, að vinna á móti kosningarrjetti kvenna, þar aðsetur sitt, og kvennmaður, að nafni Mrs. Corbin, er forseti þcss fjelags. Hún cr vfst ekki svo blá,. ■ sú kerling. Hún ætti næstum því að geta verið ritstjóri fyrir eitt af íslenzku blciðunum okkar, vegna þess að hennar aðalástæða fyrir því, að vera móti kosningarrjetti kvenna, er sú, að það málefni sje j ein kvíslin af hinum viðsjárverðu sósíalistastraumum þessarar aldar. Hún .tclur það nokkurskonar upp- vakning, sem ásamt fleiri nýung- um, er hún virðist ckki hafa nein- ar mætur á, hafi komist á króik í j hugskoti sumra þcirra manna, sem j ; mest hafi mælt með þrælafrelsinu f Bandaríkjunum um miðbik síð- j ustu aldar. Hún segir að árið j 1840 hafi bólaðáþessum uppreist-! aranda hjá þremur Bandaríkjakon- j um, á fundi, sem haldinn var í London þrælastríðinu til stuðnings, en hinir ensku fundarmenn hafi ; tekið þvf svo illa, að þær hafi allar j verið gjörðar fundarrækar. Samt j hafi þeim tekist að vera þyrnir í; sfðu fundarins eftir scm áður, ogl Elizabeth Cady Stanton, sem þar hafi líka verið stödd, hafi rækilega I hjálpað þcimtilþess, cins oghenn- ar hafi verið von og vísa. Sú kona, j scgir Mrs. Corbin, að hefði áreið- j anlega inndrukkið sfnar kvenn- 1 rjettindaskoðanir frá sósfalistum, og að það sje víst of fáar konur nú í á tfmum, sem viti hvaðan þessi ó- j heillastraumur sje runninn eða að ; hvcrju hann stefni! I>að er lfklegt að þessi Mrs. Corbin ætli sjcr að I bœta sem fyrst úr þessum þekk- i ingarskorti kvennþjóðarinnar, en cftir er að vita hvcrsu vcl kvcnn- fólkið kann að mcta þær upplýsing- ar við kerlingarsauðinn. |V|aður nokkur, sem ferðast hafði um Mið-Afrfku segir þannig frá meðal annars: „Án nokkurs fyrirvara kom hár og þrekinn karlkyns Gorilla (api) út úr skóginum, og þrammaði beint á móti okkur og rak upp ógurlegt öskurumleið. Það var eins og hann vildi segja: ,,Nú er jcg orðinn þreyttur á þessum eltingum—-kom- ið þið ef þið þorið ; jeg er ekki hræddur“. Skógurinn cndurkvað öskur hans, scm lfktist helzt þrumu- hljóði í fjarlægð og var ógurlegt að hcyra. Þessi skepna var um 20 yards frá okkur þcgar við sáum hann fyrst. Við mynduðum strax hóp, og jeg ætlaði að fara að miða byssunni og skjóta, en þá sagði fylgdarmaðurinn: ,,Það er alltof snemmt enn“. Víð hættum því við að skjóta en biðum viðbúnir. Fyrst starði apinn á okkur, barði sig svo fyrir brjóstið, rak upp annað öskur og kom nær. Jcg gleymi aldrei hve voðalegur hann var. Aftur stóð: hann kyr, á að gizka um 15 yard frá okkur, og aftur sagði fylgdar- maðurinn : , ,Ekki ennþá“. Ennþá gekk hann nokkur fct f áttina til okkar, svo nú var hann ekki meíra en 12 yards frá okkur. I Hann nfsti tönnum af vonsku, rak j upp svo voðalcgt öskur að oss fannst j jörðin skjálfa undir fótum okkar. | Augnabrúnum hlcypti hann ótt ogp tftt upp og ofan og horfði í augu ! okkur meðan hann færði sig nær. „Skjótið þið ekki of sncmma“, sagði fylgdarmáðurinn, , ,því ef við I drepum hann ekki, þá drepur hann i okkur“. Næst þcgar hann stóð kyr var hann um 8 yards frá okkur. Enn eitt öskur drunaði frá honum, og svo hjelt hann áfram þar til hann átti fáein fetað okkur, þástóð j hann kyr og opnaði munninn til að j öskra, en þá sagði fylgdarmaður- j inn : ,,skjótið“, og Gorillainn fjell niður steindauður fyrir 3 kúlum, 1 Einkennileg giftingarsaga er sögð frá einni af Karólfnueyjunum fyrir liðugu ári sfðan. Kaupmaður, sem á þar heima, skrifaði viðskiftavini sfnum f Antvverpen svo látandi brjef: ,,Gjörðu svo vel að senda mjer með næsta skipi stúlku, scm er milli 20 og 25 ára að aldri, netta og fallega vaxna, blíða að lundar- fari og hjátrúarlausa, en umfram allt með sterka líkamsbyggingu svo hún þoli loftslagið hjer og jeg þurfi ckki að ómaka þig aftur f þcssu efni. Heimanmund heimta jeg ekki. Komi stúlkan hingað í góðu ásigkomulagi, með þctta brjef lög- lega áritað af þjer, skuldbind jeg mig til að innleysa víxilinn innan 14 daga“. Viðskiftavinurinn gjörði sitt ýtr- asta til að afgreiða pöntuniná, og var svo heppinn að finna stúlku, er verið hafði vinnukona hjá frænku sinni um nokkurár, sem samþykkti þessa hjónabandstilraun. Þcgar næst var fermt gufuskip til eyjar þessarar, fór stúlkan með þvf á- samt varningsböggum tilvonandi manns hcnnar. í farmskrána skrif- aði kaupmaðurinn í Antwerpcn: ,,Og stúlka, 25 ára, sem svarar til þeirra skilyrða er pöntunin krefst, sem að sumu ieyti sannast við skoð- un, og að sumu leyti af meðfylgj- andi skjölum og vitnisburðum“. Stúlkan og vörurnar náðu heilu og höldnu til kaupmannsins, sem var hrifinn yfir þessu ,,og“. Þau giftu sig 14 dögum síðar og kvað vcra mjög ánægð bæ:ði tvö“. Sumir halda þvf fram að auðævi heimsins sje ekki að dragast saman í færri manna höndur heldur en verið hafi. Fyrir 8 árum áttu 27 þúsund menn allar fasteignir New Yorkborgar. Nú eru eigendurnir ekki orðnir nema 19 þúsund. íbúa- tala borgarinnar er 3,500,000, svo að það er 1 af hvenjum 184 mönn- um, sem eiga borgina.

x

Baldur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Baldur
https://timarit.is/publication/165

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.