Baldur


Baldur - 09.11.1903, Blaðsíða 2

Baldur - 09.11.1903, Blaðsíða 2
2 BALDUR, 9. NóV. 1903. BALDUR crgefinn útáGIMLI, Ma»nitoba. Kemur út einu sinni í viku. Kostar $1 um árið. Borgist fyrirfram. Útgcfendur: Nokkrir Ný-Íslendingar. R&ðsmaður: G. THORSTEINSSON. Frentari: JóHANNES VlGFtfssoN. Utanáskrift til blaðsins: BALDUR, Gimli, Man. Verð á imáum laglýiingam er 25 oenta fyrir þamlung dálkslengdar. Afsláttur er gefinn á itnerri auglýsingum, eem birtaat í blaðina yfir lengri tíma. Viðvikjandi etikam afslætti, og öðrum fjármálum blaða ina, era menn beðuir að inúa ijer að iáði- rnanuinum. MÁNUDAGINN, 9. NOV. I9O3. / I djíipi sálarinnar. (Niðurlag). Hvað er um að vera ? Þjer far- ið ekki að hlaupa burtu segjandi að jeg hafi haldið þvf fram, að kyrkju- frtlk hafi enga virkilega hugmynd um ódauðleik sálarinnar, þvf jeg hefi ekki sagt neitt þvflíkt. Margt kirkjufólk hefir orðið vart við þá tilfinningu, sem jeg minntist á, en miklu fleira kirkjufólk hefir alls ekki orðið hennar vart. En aftur er fjöldi manna og kvenna, sem mjiig sjaldan komaíkirkju, en hafa þó orðið fyrir áhrifum þessarar til- finningar, og scm hefir orðið þvf meira virði en allar prjedikanir sem það hefir hlustað á. Spurs- málið er ekki, ,,að vera f kirkju“ eða ,,fyrir utan kyrkju“, það er einungis um andlega framþróun að j r;eða, og um hana er mcst vcrt. Jeg fer í kyrkjur allra trúarbragða- flokka, og finn eitthvað gott f þeim öllum. Katólskar messur snerta til- finningar mfnar, og sama get jeg sagt um gamaldags Methodista samkomur. Ekki dettur mjer f hug að viðtaka allar kenningar og kreddur, sem jeg heyri flutt í hin- um ýmsu kirkjum, en jeg reyni að fá eitthvað gott út úr þvf öllu. Ef jcg ætti að skýra frá hvaða trúar- bragðasamkomur mjer falli bezt, mundi jeg svara, að það værU kvek- arafundir með gamla fyrirkomulag- inu, þar sem máske ekkcrt orð cr talað frá upphafi til enda, en þar sem án efa að maður verður var við mikið andlcgt afl birtast. Jeg hefi jafnvel haft nokkuð gott af að fara í vissa ’orthodox' kyrkju, þar sem hinn æruverði prjedikari — sem leggur lftið upp úr hinni „hærri kritik“ og endurskoðun trúarjátninganna — flytur oss hugðnæma ræðu um skelfingar hel- vftis og ástand hinna fordæmdu, þar á meðal barnanna sem óskfrð deyja. Jeg get hlustað á þesskon- ar ræðu með gagntakandi fögnuði. Aköf gleðitilfinning grfpur mig, vegna þess að jeg hefi öðlast innri fullvissu um, að til er GUð sem er elskan sjálf, í staðinn fyrir hina hatandi, reiðifullu og hefndar- gjörnu veru, sem vesalings prestur- inn vill fáoss til að trúa að sjehinn óendanlegi máttur — alheimsná- lægðin —, hinn elskandi faðir. Það er fjarri þvf að jeg fordæmi kyrkjur, jeg held ekki móti nokk- urrí þeirra, og vona að hver þeirra gjöri sitt bezta fyrir það sjerstaka fólk, sem hnegist að hverri þeirra fyrir sig. Jeg hefi hlustað á æfing- ar sáluhjálparhersins, og hefi fund- ið mikið gott f þcim. Hvað margt af yðuí, ,,New Thought“-fólk, cða hvað margir yðar, hákirkjumanna, mundu leggja hálft svo mikið f s'ilurnar fyrir það sem þjer álftið sannleika, eins og meðlimir sáluhjálparhersins gjöra daglega f gegnum alla sfna lífsleið, yður er bctra að staldra ögn við áður en þjer farið að hlæja að þeim. Margt af þcssu fólki hefir meira andlegt lff f litlafingri sínum, en margir vor hafa í ölluin líkama sínum. Það koma fyrir tfmabil sem vjer erum kvíðandi og óþreyjufullir. Vjer leitumst við að ráða allar gát- ur Iífsins með skynsemi vorri, og nuddum og jögumst út af því hvað þröng takmörk oss cru sett. Vjer viljum vita alla hluti. Vjer hugs- um og hugsum og þræðum alla af- kima hugans, en finnum þó ekki það scm vjer leitum að, og mcðan vjer erum f þcssari leit hættir oss við að gleyma þvf, að hið innra höfum vjer fulla vissu fyrir þvf, að heiminum er vel stjórnað, þó vjer skiljum ekki til fulls stjórnarað- ferðina. Vjcr berjumst móti þvf að and- inn Ieiði oss, — móti þeirri þekk- ingu sem kemur frá vorum innra manni, — vjer viljum öðlast þekk- inguna eftir gömlu farvegunum, með starfsemi skynseminnar. Á þessum tfmabilum kvcinum vjer og klögum yfir veikleika vorum að leysa gátuna, vjer fáum hugmynd- ir sem vjer rffuin óðar niður, sláum þessu föstu, hættum við það aftur þar til ekkert er eftir, þar til vjcr þreyttir yfir öllu segjum: ,,Jeg veit ekki“. En samt sem áður eftir alla þessa baráttu, sjáum vjcr einmitt eins ljóst eins og nokkru sinni áður sannleiksglampann streyma innan að, — vjcr heyrum orð sálarinnar og vjer höfum sam- vizkuna til leiðbciningar. Vjer segjum við sjálfa oss: ,,Jeg skil þetta ekki með skynseminni, en jeg veit það er satt, jeg get ekki cfað rödd sálarinnar. Þessi þekking sem kemur innan að er lfkust bjargi, sem stormæstar hafoldur skella á, óigandi brimið brýtur á þvf, færir það f kaf, cða hylur það sjón vorri, svo það sýn- ist horfið að eilffu, eins og hinar miklu bárur hefðu skolað þvf burtu. Eldingin blossar, þruman dynur, æði stormsins sýnist stefna öliu sfnu afli að bjargi þessu, eins og cin- hver vondur vindaandi hefði sett sjer það sjerstaka markmið að mola bjargið ögn fyrir ögn, og ,strá svo sandkornunum um ströndina. Allt cr í dimmu, allt er svart, allt cr f œði og ógnandi ósköpum. Eftir ! fáar stundir lægir veðrið, og svo fcr að lýsa af degi, og fyrstu geisl- j ar hinnar upprennandi sólar kyssa ástúðlega bjargið, sem þoldi œði j og ógnir stormsins, og kemur nú j fram ómeitt, vitnandi um yfirburði j sfna yfir náttúruöflunum scm þreyttu við það. Þrumið og fumið, þjer som viljið brjóta þctta bjarg, slöngvið að því öldum cfans, hugsunarfrœðinnar, j gagnrýninnar, trúleysisins, kreddu- j kerfanna og lærdórnsáætlana yðar, ! neytið allrar orku yðar við að mola j þetta andans bjarg. Eyðið til þcss öllu því afli sem þjer hafið í yður, gjörið yðar bezta, gjörið yðar versta, rffið og slftið, togið og snú- ið, bcrjið og bramlið, og hvcrju hafið þjer svo komið til leiðar ? Þegar veðrið er hjá liðið, og loftið er búið að hreinsa sig, þegar himininn er orðinn heiður og blár, og sólin nær aftur að skfna, þá stendur bjargið rólcgt, óbreytt, hreifingarlaust, og standa mun það um aldur og ævi, og maðurinn mun fara að kannast við stöðugleik og festu þcssa bjargs. Hann mun fara að vcrða þess var hvaða þýð- ingu það hefir fyrir hann, og hann mun þá kannast við að öldur þær, sem lamið hafa bjargið sje góðar og nauðsynlcgar og verðskulda ckki fyrirlitning, og að þetta bjarg cr eini óhulti staðurinn fyrir hann að byggja á. I'yrir alla muni gangið ekki fram hjá bendingum skynscminnar, en vitið jafnframt að þjer hafið innra hjá yður uppsprcttu annarar þekk- ingar, að þjer hafið andlega hæfi- leika, sem eru f sífelldri framför og sem yður ber að nota, berið til- trú til starfsemi þessara hæfileika, hlustið á rödd sálarinnar. [Lauslega þýtt]. Oöfauður cinn kaþólskur f einni borginni í Ncw Vork rfkinu var nýlega að byggja sjcr kirkju, og hafði til þcss menn, sem ekki stóðu f ncinum verkamannafjelagsskap. Nokkrir ftalskir verkamannafje- lagsmcnn, scm tilheyrðu söfnuðin- um, fóru þá og tilkynntu biskupn- um, að þeir ætluðu sjer aldrei að sækja kirkjuna, ef svona væri farið að mcð verkið. Afleiðingin varð sú, að það var tafarlaust brcytt um vinnuaðferðina. Fyrir hundrað ár- um hefðu þeir, sem kvörtuðu, ver- ið bannfærðir f stað þess, að vera teknir til greina. Svona breytist tfminn og mennirnir mcð, jafnvel þeir, sem þykjast hafa óskeikult guðs orð til að fara eftir. LAND borgar aldrci ncinn skatt, hcldur maðurinn sem brúkar það ; vörur borga aldrei neinn toll, heldur maðurinn, sem kaupir þær ; peningar borga aldrei neina leigu, heldur maðurinn, sem fær þá til láns. Þetta skilur hver maður, sem nennir að íhuga það, en sá slægi getur ævinlcga villt hcimsk- ingjanum sjónir mcð kænlcgu orð- færi.

x

Baldur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Baldur
https://timarit.is/publication/165

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.