Baldur


Baldur - 30.11.1903, Page 2

Baldur - 30.11.1903, Page 2
2 BALDUR, 30. NóV. 1903. BALDUR ergefinn útáGIMLI, Manitoba. Kemur út einu sinni í viku. Kostar $1 um árið. Borgist fyrirfram. Útgefendur : Nokkrir Ný-ÍSLENDINGAR. Ráðsmaður: G. ThORSTEINSSON. Frentari: JóHANNES VlGFtxSSON. Utanáskrift til blaðsins: BALDUR, Gimli, Man. Verð á emánm auglýaingnm er 25 oente fyrir þumlung dálkslongdar. Afsláttur er gefinn 4 stœrri auglýaingum, aem birtast í blaðinu yfir lengri tíma. Viðvíkjandi sVikum afslætti, og öðrum fjármálnm blaðs ins, eru menn beðnir að snúa Bjer að raðs- manninum. MÁNUDAGINN, 30. NOV. I9O3. JVIótmæli. ,,Grunaða svæðið er hugsunarhátturinn, hjegómablásturinn, gullhamraslátturinn “. Fyrir nokkrum mánuðum birtist í Baldri ritgjörð í tveimur köflum (I. í nr. 19, II. í nr. 22 og 26) eftir hr. Hjört Leo um það ,,að verða að notum“. Þessi ritgjörð er svo hryggilega full af fjarstæð- um og tvísögnum, að fyrir löngu licfði átt að vera búið að mótmæla henni. Þótt oft megi satt kyrt liggja, þá má ósattekki liggjakyrt, allra sfzt þegar það kemur frá hendi þeirra manna, sem líklcgt er að verði mörgum fremur teknir til greina. Hinn heiðraði greinarhöf- undur er svo mörgu fólki kunnur að stórum vitsmunum, að það væri í alla staði óheppilcgt, að samsinna með þögninni hinar fótfestulausu staðhæfingar hans í nefndri rit- gjörð. Það er eðlilegt að lesend- urnir taki það fyrir gildavöru, sem greindir menn segja, cf enginn mælir neitt á móti. Þótt það ,,að verða að notum“ cigi f orði kveðnu að vera efni rit- j gjörðarinnar, þá er hún samt mest- j tnegnis ,,sundurlausir þankar, “ sem erfitt er að koma saman undir nokkra eina fyrirsögn. í fyrstu er svo að sjá sem hún eigi að verða viðbót eða umbót á því, sem áður hafði staðið í blaðinu „um mennt- un“. Svo virðist þegar fram f sæk- ir aðaláherzlan hvfla á þvf, að inn- rœta mönnum velþóknan á því starfsemdarfyrirkomulagi mannfjc- iagsins, sem á ensLu er nefnt Di- vision of Labor. þ. c. a. s., sjer- stök sundurgreining allra vinnu- bragða, sem óðfluga hefir orðið að nokkurskonar hefð síðan hinar stóru verksmiðjur komu á gang í stað hinna smáu handiðnastofnana, sem áður voru. Þetta atriði, sem gæti verið efni í mikla og merki- lega ritgjörð, er því miður allt sundurslitið með ámæli um Ný-ís- lendinga, bæði þá, sem ungir eru, í menntunarlegu tilliti, og þá, sem fullorðnir eru, f starfsemdarlegu tilliti. Þessi þrjú atriði ritgjörðarinnar er auðveldast að íhuga hvert út af fyrir sig. I. Það virðist vera eintómur hjegómi, að setja það út á annars manns verk, að sá maður hafi ekki farið nógu mörgum orðum um eitt málefni vegna þess hvað það mál- efni hafi verið stórt, en slá svo sjálfur fram ióorða langri staðhæf- ingu sem fullnaðarútskýringu yfir það sama málefni. Að spyrja um það, hvað það sje, ,,sem gjörir manninn að manni,“ það erí raun rjettri að spyrja f cinni setningu alls þess, sem spurt verður um menptun. Að ávfta einn mann fyr- ir þið, að svara þessu með 2000 til 3000 orðum, en láta sjálfum sjer nægja, að svara því með 16 orðum, það er kallað, að ,,slá um sig“. II. í ritgjörð þcssari cr sagt, að cf vjer vinnurn ,,það litla, sein vjer gjörum, á þann hátt, að gagn sje að, þá þurfum vjer ekki að roðna þó lítið sje gjört“. í annan stað álftur höfundurinn, að „lærdómur sem eigi er kák“ sje lykillinn að þvf að gcta orðið að notum, en svo telur hann það kák, að kunna enga námsgrein til hlýtar, og gjörir hálfpartinn gys að sjálfum sjer og öðrum kennurum, sem fást við að veita ungmennum tilsögn f þeim | námsgreinum, sem þcir kunni ekki j sjálfir til hlýtar. Þetta kemur í mótsögn við hitt, að roðna ekki þótt lítið sje gjört, og sannleikur- inn er sá að báðar staðhæfingarnar eru rangar, þótt þær láti báðar vel f eyrum í fyrstu. það hefir aldrei nohJcur maður Jcunnað noJcJcra námsgrein til Jilýtar. ■ Það talar enginn maður, sem hugsar út í hvað hann segir, um „fullnuma kennara,“ þvf að menn vita að slíkir kennarar eru ekki til, heldur ,,prófaðir“ eða ,,út- skrifaðir“ kennarar þegar þeir hafa sýnt ákveðna þekkingu, sem út- heimtist til að vinna visst verk. Það er almenn fljótfærni, að tala um ,,útlærða“ menn, og sú fljót- færni er eldri en elztu kerlingar muna, en það er höfundinum eng- in afsökun fyrir því, að hafa slfkt orðatiltæki fyrir hyrningarstein undir öfgafulla röksemdafærslu. Það veit enginn einn maður allan þann fróðleik, sem tilheyrir stærð- frœði, landafrœði eða eðlisfrœði, og þó er ekkert háðulegt við það, að veita öðrum tilsögn í þeim frœð- um eftir þvf, sem þekking hvers eins lætur til. Það er enginn mað- ur til, sem kann að búa til alla þá hluti, sem úr trje eru gjörðir, og þó væri næsta hlægilegt að byggja orðinu ,,trjesmiður“ út úr málinu, vegna þess að enginn maður finnd- ist hæfur til að bera það í þeim skilningi. Að hvetja nokkurn ungl- ing til þess, að skapa sjer einhverja slíka ,,hugsjón“ eða ,,grillu“ til þess, að vísa sjer sem einskonar Betlehemsstjarna leiðina f gegnum lífið, það er meinheimsklegt. Slfkt væri til þess, að skapa eintóma einræninga, sem gætu verið það, sem fólk kallar ,,ofvitar“ í ein- hverju einu, en handvissir með að vera reglulegir hjervillingar í öllu öðru, og slíkt yrði leiðinlegt mann- fjelag. Það er til ein heimsfræg, ensk kenning, scm hljóðar svo : Þú átt að þekkja allt um eitthvað og eitt- hvað um allt (everything oí’ some- thing and something of every- thing). Þótt þessi lífsregla sje góð, tekur hún svo djúpt í árinni, að enginn gctur fylgt henni, en á þá kenningu, sern felst í fyrri parti hennar leggur ritgjörðarhöfundur- inn svo mikla áherzlu, að seinni hluti ráðleggingarínnar hverfur al- gjörlega. Hið sanna f þessu er það, að hvcr einstakur þarf að leit- ast við að gjöra sig sem hæfastan til þess, að framkvæma hvað, sem hann hefir fyrir stafni, hVort sem það er margt eða fátt, en má þó aldrei verða svo einhliða, að hann missi sjónar á því, að hans starf- semi á, eins og lítill lækur, að sam- einast mannlífsstraumi heildarinn- ar, án þess að verða þeim straumi til saurgunar, eða stcmma stigu fyrir framrás hans. I þessu sambandi er vert að f- huga þá fjarstæðuna, sem óheyri- legust er í allri ritgjörðinni, nefni- lega það, að öll áhrif af mannlegri starfsemi sje ,,góð, ef þau eru ein- læg, annars ekki“. Allir hugs- andi menn hafa veitt því eftirtekt, að bæði einstakir menn og stórefl- isfjelög byltast áfram eins og leir- ugir raftar og rótarhnyðjur í mann- fjelagsstraumnum, honum til sí- felldrar saurgunar og farartálma, mynda f honum stýflur og blind- sker, sem margt gott og fagurt meðal þjóðanna strandar á. Það hafa milljónir manna trúað þvf, að kölski hafi haft einlægan vilja á að veiða sálir þeirra, og hefir þeim víst aldrei dottið f hug, að telja á- hrif hans góð fyrir því, nje heldur áhrif neinna illvirkja, í hversu mik- illi einlægni sem þeir hafa framið glœpi sfna. Að áhrifin geti ekki orðið góð af þvf, sem gjört er með vondum ásetningi, er ekki hcldur rjett. ,,Þjer ætluðuð að gjöramjer illt, en guð snjeri því til góðs,“ sagði Jósep Jakobssön við brœður sína, og fjöldi slfkra dœma er hver- vetna sýnilegur. Að ætla sjer að afsaka alla starf- semi með þvf, að einlægni standi á bak við hana er heimska, hver sem það gjðrir. Einlægur vilji til þess, að gjöra það, sem gott er, er góður, og einlægur vilji til þess, að gjöra það, scm vont er, heldur enn allar heimsins aldir áfram að vera vondur. (Framh.) Dr. O. STEPHENSEN 563 Ross St. WINNIPEG. Ofangreind utanáskrift cr leið- beining fyrir þá, sem sjúkir eru, og þurfa að skrifa lækninum. Hvar sem maður er staddur í Winnipeg má lfka hafa tal af honum í gegn um telefón. Telefón nr. hans er 1498.

x

Baldur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Baldur
https://timarit.is/publication/165

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.