Baldur


Baldur - 07.12.1903, Qupperneq 3

Baldur - 07.12.1903, Qupperneq 3
BALDUR, 7. DES. I9O3. 3 ÁRSFUNDUR BŒNDAFJELAGSINS „GIMLI FARMERS INSTITUTE“ verður haldinn í Fjelagshúsinu hjá Bólstað, mánudaginn þann 14. desember næstkomandi kl. 1 síðdegis. Skrifari verður á staðnum kl. 12 á hádegi til að mœta meðlimum fjelagsins og veita ársgjöldum mót- töku. Árfðandi málefni liggja fyrir fundi þessum, og væri œskilegt að bœndur fjölmenntu á hann. Yerzlun G. THORSTEINS- SONS hefir nú meiri byrgðir af JÓLAY ARNINGI en nokkru sinni áður. Að telja það allt upp tæki of mikið rúm, og fólk þarf að sjá vörurnar áður en það kaupir. Bezta ráðið er þvf að koma sem fyrst og sjá hvað til er, þvf eins og vant er, hafa þeir fyrstu bezta tækifærið að velja úr beztu munina. BOLLAPÖR, Blómakrukkur og margt, margt fleira af fram- úrskarandi skrautlegri leirvöru. Efni í hátíða og spari kjóla alveg spánnýtt og af vönduðustu gerð. Mikið upplag af karlmanna- fötum er nýkomið, úr fínu og vönduðu efni. Mjölvara og fóðurhœtir er ávallt til. Og svo til þcss að mcnn þurfi ekki að lenda í vandræðum með að koma vörunum heim til sín, þá hefi jeg ávalt nægar byrgðir af SLEÍX3TJ3VC handa þeim, sem þeirra þurfa með. Með beztu þökkum fyrir góð viðskifti Ella Leston. (Framh.) II. f dýrindis grávörufatnað þegar hún sá hana fyrst. Mrs. Weldon hafði líka þjón, ungan dreng, sem fór sendiferðir fyrir hana og gjörði vart við komu stúlkna á stundum. Ella fann hann, og hann fór inn og gjörði vart við hana, en hún bcið f ganginum á meðan. ,,Miss Leston,“ sagði hann. ,,Segðu henni að koma,“ sagði Mrs. Weldon fjörlega. EUa heyrði við dyrnar að tvær konur töluðu saman innifyrir. Ella kom inn blómrjóð og fjörleg, lif- andi fmynd æsku og vona. Henni varð fyrst litið á konuna sem kom þangað í gulu kerrunni, og ætlaði varla að geta slitið augu sín frá henni til þess að lfta við Mrs. Weldon. Aldrei hafði hún sjeð jafn gamla konu og þá er sat við ofninn á skrifstofunni. Hún var lítil vexti, klædd skósfðri kápu úr hreysikattarskinnum, með fjaðraprýdda húu á höfðinu. Augun voru dökk og stór, nefið þunnt og lítið og íbogið, munnurinn svo langt inn að hann nærri hvarf bak við hökuna, er stóð langt fram. Andlitið sýnd- ist varla annað en augu og haka. ,,Þetta er Miss Leston, lafði Ducayne,“ sagði Mrs. Weldon. Lafði Ducayne tók stækkunargler og brá fyrir augu sjer, og gegnum það sá Ella augun í gömlu konunni margstækkuð og kolsvört starandi á sig. Hún tók einnig eftir því að fingur hennar voru krókbognlr eins og klær, en skreyttir gulli og gim- steinum. , ,Jeg hefi heyrt allt um yður,“ sagði gamla konan. ,,Hafið þjer góða heilsu ? Eruð þjer sterk og starfsöm ? Hafið þjer góða matarlyst ? Getið þjer sofið reglulega ? Eruð þjer rösk að ganga ? Getið þjer not- ið þæginda þeirra sem lífið býður?“ ,,Jeg veit ckki hvað það er að vera vcik eða löt,“ svaraði Ella. ,,Þá held jeg að þjer sjeuð hentugar fyr- ir mig,“ sagði gamla konan. „Auðvitað, ef meðmælingarnar eru full- nægjandi,“ gall Mrs. Weldon við. veldur mjer óþæginda með veikindum,“ sagði lafðin. ,,Þjer hafið verið svo óheppnar f því til- liti,“ sagði Mrs. Weldon í hluttekningar- róm. Við gömlu konuna var hún auð- mjúk f viðmóti og málrómurinn innilegur. ,,J&, jeg hefi verið heldur óheppin,“ tautaði sú gamla. „En jeg er viss um að Miss Leston bregst yður ekki, enda þótt yðar óþægi- lega reynzla með Miss Thompson, sem leit svo hraustlega út — og Miss Blandy, sem sagðist aldrei hafa sjeð læknir sfðan hún var bólusett „Sem var eflaust ósatt,“ sagði lafði Du- cayne. Svo sneri hún sjer að Ellu og spurði stuttlega: ,,Þjer hafið ekkert á móti því að dvelja í vetur í ítalfu vona jeg. Eða hvað ?“ í Italfu ! Nafninu fylgdi eins og töfra- magn. Yfir fjörlega andlitið hennar Ellu breiddist fagur roðmi. ,,Það hefir verið mín eina ósk, að fá að sjá Ítalíu," ansaði Ella frá sjer numin. Til Ítalíu ! Sem hefir verið hreinn ó- mögulegleiki að hugsa um. ,,Nú á þessi ósk yðar að rætast. Verið þjer tilbúnar að fara með lestinni frá Char- ing Cross kl. 11 f. h. að viku liðinni. En þjer verðið að vera til staðar við farangurs- skálann 15 mínútum áður. Þjónar mfnir skulu finna yður þar og annast um ferða- töskur yðar“. Nú stóð gamla konan upp með tilstyrk krókstafsins er hún studdist við. Mrs. Weldon gekk fram að dyrunum með henni. ,,Og hvað kaupið áhrærir?“ spurði vist- ráðakonan við dyrnar. ,,Kaupið, verður hið sama og áður — og ef Miss Leston vill fá ársfjórðungsborg- un fyrirfram, gjörið þjer máske svo vel og skrifa ávísun fyrir mig, “ sagði lafði Du- cayne, alveg eins og það væri sjálfsagt. Mrs. Weldon fylgdi nú gömlu konunni alla leið út, og beið þangað til hún var bú- in að koma sjer fyrir í kerrunni. Þegarhún kom aftur inn á skrifstofuna var hún tals- vert móð, og búin að breyta svip sfnum f drambshorfið, sem Ellu fannst svo þving- andi. ,,Þjer megið hrósa happi, Miss Leston. í bókum mínum hefi jeg fieiri tylftir af ungum stúlkum, sem jeg hefði getað mælt með f þessa vist, — en jeg mundi að jeg hafði bcðið yður að koma þenna dag um þetta leyti, — og mjer datt í hug að gefa yður tækifæri til að ná f þessa stöðu. Gamla lafði Ducayne er meðal hinna beztu kvenna í mínum bókum, umhyggjusöm og nærgætin fyrir líðan þjónustufólks síns. (Framh.) YDAR G. THORSTEINSSON. ,,Jeg þarf engar meðmælingar," sagði gamla konan. „Þessi unga stúlka erdjarf- leg og sakleysisleg, og jeg tek hana óhik- andi“. ,,Það er svo lfkt yður, kæra lafði Du- cayne,“ sagði Mrs. Weldon ofur smjað- urslega. >Jeg þarf unga hrausta stúlku, sem ekki

x

Baldur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Baldur
https://timarit.is/publication/165

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.