Baldur


Baldur - 24.12.1903, Síða 1

Baldur - 24.12.1903, Síða 1
BALDUR. I. ÁR. GIMLI, MANITOBA, 24. DESEMBER 1903. Nk. 49. Það eru vipsamleg tilmæli útgefenda Baldurs við alla þá, sem að undanförnu hafa stutt að út- breiðslu blaðsins, að þeir haldi á- fram að rjetta sjer sem vingjarn- legasta hjálparhönd, bæði að þvf sein borgun og útbreiðslu viðkem- ur. Fyrsti árgangur er bráðum 4 enda, og fyrir komandi ár er ekki á annað en kaupendurna að treysta, frcmur en að undanförnu. Þcssari béndirigu vona útgefcnd- urnir að allir sannir drengir taki vel. Það lyftir cngum manni neitt hærra, að látá biðja sig ölmusu til eflingar þarflcgu og vel meintu fyrirtæki. Svo sem að sjálfsögðu cru allir kaupcndur blaðsins beðnir að sýna þvf sómasamlega skilvtsi. Það er svo að heyra sem lesend- um blaðsins falli það yfirleitt vel f geð, og það gcfur útgcfendunum á- stæðu til þess, að vonast eftir, að kaupcndurnir Iiggi ekki á liði sínu, fremur á borði en f orði. Nýjum útsölumönnum vcrður fúslcga veitt sanngjörn borgun fyr- ir dmak sitt. PANAMA. Að undanförnu hefir verið all- mikið rætt og ritað um Panama- rfkið nýja, en mestmegnis í prtli- tisku áttina, minna f sögulegu til- liti, sem þó frá vissu sjónarmiði cr eins merkilegt, Það var f Fanama að Norður- álfumenn stigu fyrst fæti á fasta- land þcssarar álfu, þar kynntust þeir fyrst og þar byggðu þeirfyrst. Að sönnu voru eyjarnar—Bahaha, Cuba, Haiti, og Porto Rico, — áður fundnar, en þegar talað er um fastalandið, þá á Panama heiðurinn af þvf, að hafa tckið á móti hinum fyrstu Norðúrálfumönnum. Þar lenti Alonso de Ogcda 1499 og Columbus 1502. Sá landfláki, scm nú kallast Colombia og Pa- nama, var fyrst kallaður Nýja An- dalúsía, síðar Castella de Oro (Gullkastalinn), og enn seinna Terra Firma, og Nýja Granada. Sfðasta nafninu var breytt 1718 f Colombia. Pedro Davella stofnsctti bœinn Panama árið 15 18, sem þannig er hinn elzti bær f Amerfku, það er að skilja á fastalandinu. Á eyjun- um Cuba, Porto Rico, og Santo Domingo, eru til eldri bœir, en á fastalandinu enginn. Svo hundr- uðum skiftir af nöfnum borga og breja hjer f Amerfku er af Ind- verskum uppruna, og svo er einn- ig mcð nafnið Panama, sein þýðir: gnægð fiskjar. Spánverjar gáfu bœjum sfnum indversk nöfn, að sfnu leyti eins og Englendingar og Frakkar gjörðu á sfðari tfmum. Sem dœmi má nefna Quebec, O- maha, Chicago, og Chattanooga. Sú var tfðin að Panama var langríkasti bœrinn f Amerfku, því að allur burtflutningur á gulli, silfri, og gimstemum frá námunum f Peru og Bolivia lá í gcgnum Pa- nama. Allur innflutningur frá Spáni til nýlcndanna, lagði einnig leið sfna gegnum bœinn Panama. Af þessum ástæðum var bœrinn ramlega vfggirtur, svo hann var á- litinn óvinnandi í þá daga. Bygg- ingar voru bæði miklar og fagrar í j bœnum, en mest kvað þó að vöru- gcymsluhúsunum, sem voru bæði j mörg og stór. Kirkjur og klaustur voru þar býsna mörg, og sjást rúst- ir þeirra cnn f dag í útjöðrum bæj- arins. íveruhús bœjarmanna voru bæði stór og skrautlcg og afarmik- ið kaupmannasamkunduhús var þar um þá tfma. I'átt af þessum j fögru byggingum cr enn þá við: lýði. Dómkirkjan, sem byggð var 17C0, og stórskemmdist af jarð- skjálftanum 1882, bar þann hæsta turn sem til var í Suður- Amerfku. Þrátt fyrir vfggirðingar sínar' varð þó bœrinn að gefast upp fyr- ir glæframanninum Sir Henry Morgan árið 1671, sem með litlum liðsafla vann sigur yfir hinum mörg- uin sinnum mannfleiri bœ, eftir 5 daga harðan bardaga. Auðævi bœjarins má markaafþví, að Mor- gan flutti þaðan gull og gersemar á r75 múlösnum, þegar hann fór. Meðan Morgan dvaldi þar, var á- standið ógurlegt. Menn hans myrtu og rændu öllu sem þeirfestu hönd á. Enginn ætti að láta sjer til hug- ar koma að Lcsseps, sá franski maður sem rjcðist í að byrja skipa- skurðinn í Panama, og áður var búinn að grafa skurð í gegnum Suezciðið, hafi verið hinn fyrsti maður sem fann upp áþvf, að nauð- synlegt væri að sameina Atlants- hafið og Kyrrahafið með skurði í gegnum Panama. Það hefir alla tfð síðan 1 5 20, eða 21 ári eftir að tandið fannst, verið uppáhaldshug- mynd fjölda manna, og margir hafa tapað stórfje í tilraunir við að fá þvf framgengt. Samkvæmt sögu Panama, hefir maður að nafni An- gel Sonedra, borið fram tillögu um skurðgröftinn árið 1520, og Cortes^ sem yfirvann Mexico, gjörði Iand- mælingar þessu fyrirtæki viðvfkj- ancli. Árið 1550 rannsakaði An- tonio Galvao landið, og benti á 4 leiðir þar sem skurðurinn gæti Ieg- ið, en ekkert var gjört í það sinn. Svo var ekkcrt um skurðinn talað opinberlega fyr en 1814, þá samdi spánska þingið lög um skurðgjörð- ina og veitti peninga hcnni til framkvæmdar. Það var ekki fyr en árið 1821 að Panama losaði sig undani j^fir- ráðurn Spánverja og gekk í sam- band við Colombia, cn árið 1840 hóf Panama uppreist aftur og los- aði sig við Colombia. Ástæðan var sú, að stjórnarformaður Colombia- ríkisins hafði um margra ára tfma vcrið f megnu óáliti hjá Panama- búiim. Ekki reyndu Colombiu- menn að halda í Panama með valdi þá, fremur en nú, en eftir nokkur ár komst sá flokkur að völdum í Colombia, sem Panamamenn fylgdu að skoðunum f stjórnmálum, °g þá gengu þeir sjálfkrafa aftur í sambandið. Stjórnarbyltingin f Suðúr-Ame- ríkuríkjunum hindraði Spán frá að eiga nokkuð við skurðgröftinn um nokkur ár, en undir eins og Co- lombia var orðin óháð, reyndi Bo- livár forseti að fá útlenda auðmenn til að taka þátt f fyrirtækinu. 1842 fjekk Jose Garny umboð til að byrja á skurðinum, en aldrei varð af því að hann gjörði það. 1843 benti franskt fjelag á þá aðfcrð að grafa skurð með flóðgáttum, en fjckk enga áheyrn. 1849 tóku A- merfkumenn fyrst þátt í umræðun- um um þenna skipaskurð, afþ\ íað þávar fólksstraumur mikill til Cali- forníu í gull-leitarerindum, en þeir ljetu sjcr nægja að leggja járnbraut frá Colon við mexikanska flóann til Panama, og þannig stóð þetta málefni til 1860, en sfðan er al- kunnugt um framkvæmdir í því efni. Helztu erfiðleikarnir sem mættu fjelagi þvf cr fyrst byrjaði á skurð- inum, var að fá hæfa menn til að grafa hann. Indíánar dugðu ekki, þá vantaði starfsþrek, en hvftir menn þoidu ekki hitann nje lofts- lagið og dóu hrönnum saman. ÞA var reynttilmeð Kfnverja, en-þeir þurftu ópfum innvortis og sólhlffar hið ytra, sem fjelagið sá sjcr ekki fært að útvega þeim, og því dugðu þeir heldur ekki Að sfðustu voru sóttir svertingj- artil Jamaica, hver skipsfarmurinn á fætur öðrum. Þeir þoldu bæði hitann og' loftslagið, voru röskir að vinna og virtist yfir höfuð líða vcl, svo nú varð enginn stans á vinn- unni þangað til fjelagið varð gjald- þrota.

x

Baldur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Baldur
https://timarit.is/publication/165

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.