Baldur


Baldur - 18.04.1904, Page 1

Baldur - 18.04.1904, Page 1
BALDUE. II. ÁR. • GIMLI, MANITOBA, 18. APRÍL 1904. Nr. 16. Neatvt Ioek LtE’EI er eítt af allra elztu og áreiðanlegustu lffsábyrgðarfjelögum heimsins. Sjóður þess er nú yfir $352 milljónir. Lífs- ábyrgðarskýrteini þcss eru óhagganleg. Dánarkröfur borgaðar hvar og hyernig sem fjelagsmenn þcss deyja. Til frekari upplýsingar má skrifa O. OLAFSSONT eð* J. Gr MOEGA2ST AGENT. MANAGER. 650 William Ave. Grain Exchange Buildin<j. WINNIPEG. Tildrög til stríðsins milli Rússa og Ja- paníta. Ásælnisstefna sú er Rússar hafa fylgt f Austurlöndum hin sfðustu fimmtíu ár, átti fyrir sinn fyrsta talsmann hertoga Nicholas Mura- vicf, sem varð landstjóri Austur- Síberfu árið 1847. Hann gjörði sjer að markmiði framfarir og út- breiðslu ríkisins. Það var undir hans stjórn að áin Amur var fyrst fyllilega könnuð, og russnesk vígi byggð meðfram hcnni allri. Það var lfka einn af undirforingjum hans sem uppgötvaði, að Sagha- lien, er sfðar varð að ágreinings- efni við Japan, var eyja. Tækifæri Rúáka til að færa út kvfarnar kom árið 1857. Þegar Frakkar og Englendingar sendu hegningarleiðangurinn til Kfna. Undir þvf yfirskyni að þcir hefðu notað áhrif sín til að losa Kína við þessa óviðfeldnu gesti fengu Rússar því til leiðar komið að Amur-áin var viðtekin sem landa- mæri milli rfkjanna. Með því að nota sjer þannig neyð Kfnverja, græddist Rússum landflæmi tals- vert stærra en rfkið Texas. Þessu nýfengna landflæmi var skift f tvö fylki: Amur- og Sjávar-fylkin, og við mynni árinnar Ussuri var öyggt hið mikla vfgi og hergagna- búr Vladivostok. Þannig höfðu Rússar á minna en 300 árum fært landamæri sfn frá Uralfjöllunum alla leið austur að Kyrrahafi, og útverðir þeirra að austanverðu stóðu nú á Kyrrahafs- ströndinni andspænis hinu Jap- anska eyjaveldi. Japanítar höfðu verið algjörlega afskekktir um 250 'ár, og hvorki Icitað eftir eða leyft samneyti við aðrar þjóðir. Þcgar Commodora Perry með skipa- flota sinn og brjefið frá forseta Bandarfkjanna kom inn á Yeddo- fjörð, 8. júlí 1853, þáf raun og veru komst Japan aftur í samband við umheiminn, þó það þyrfti 1 5 ár enn að brjóta ánauðarböndin af þjóðinni og köma á fót þingbund- inni konungstjórn með frjálslegri stjórnarskrá. En jafnvel fyrir þenna tíma hafði Rússum og Ja- panftum lent saman í Saghalien, og tilraunir höfðu verið gjörðar af Japönskum sendíherrum í St. Pjetursborg, árin 1862 og 1867, að semja á milli þessara tveggja þjóða. Hinn fyrsti samningur um þetta efni ákvað að rússneskir og japanskir þegnar skyldu hafa jafn- an rjett til að búa á eyjunni, en cftir að þetta fyrirkomulag hafði staðið f 8 ár voru Japanftar neydd- ir til að gefa Saghalien algj'örlega upp fyrir Rússum, cn Rússar aft- ur á móti gáfu samþykki sitt til þcss, að Japanítar mættu slá eign sinni yfir Kurile eyjarnar. Reynsla sú sem Japanítar þá fengu af rússneskri stjórnkænsku hcfir ekki gleymst, og hefir því á- hrif á hinn yfirstandandi ófrið. Þó að aðalotsakir þessa ófriðar sje að finna í atburðum þcim er fylgdu á eftir stríðinu við Kfna, 1894, þá má maður ekki gleyma þvf að þetta stríð er síðasti hlekkurinn á langri keðju liðinna atburða og nærri þvf óumflýanleg afleiðing af landafræðislegri afstöðu og vexti hins japanska rfkis. Stjórnmála- maður einn í Japan sagði einhverju sinni: ,,Korea er eins og ör sem beint er að hjarta voru;“ og gegn- um allar þær samkomulagstilraun- ir sem gjörðar voru fyrir þennan ófrið hafa Japanítar stöðugt haldið þvf fram að það væri lffsspursmál fyrir sig að viðhalda Koreu sem sjálfstæðri og óskiftri hcild, og að vernda sína aðalhagsmuni þar. Frá hinum fyrstu tímum hefir Ko- rea verið undir yfiráðum einhverrar útlendrar þjóðar. Stundum Kfn- verja stundum Japanfta og í nærri 200 ár undir sameiginlegum yfir- ráðum þeirra bcggja. Eftir stjórnarbótina í Japan, 1868, fór að bcra á óánægju í Ko- reu, með yfirráð Japanfta. Óá- j nægjan lýsti sjer helzt f því að yfirvöldin f Koreu notuðu hvert tækifæri sem þeir fengu til að láta f ljósi fyrirlitningu sína fyrir Jap- anftum fyrir að taka upp háttu vestrænu þjóðanna. Þessi óánægja fór sívaxandi þar til Japanftar voru neyddir til að j gjt'ira fyrir Koreu það sem Banda- j ríkin höfðu gjört fyrir þá sjálfa, I með leiðangri Commodorc Pcrry’s. : Þegar Koreumenn voru þannig J neyddir til að opna dyrnar fyrir útlendum áhrifum þá gjörðu þeir samning við Japanfta árið 1876,' þar scm algjört sjálfræði Korcu var viðUrkennt. P'usan var viður- kenntsem japönsk nýlcnda og hafn- arbær, og loforð gefið um að opna tvær nýjar hafnir intian tiltekins tfma. En Kínvcrjar voru ekki alveg tilbúnir að sleppa tökunum I á Koreu, og það var ekki fyr en ! 1885 að samningur var staðfest- ur í Tientsin er skyldaði bæði I Kína og Japaníta að burtkallaj herdeildir sfnar úr Koreu. Sá samningur tók ein.nig fram, að ef óeirðir kæmu aftur upp f Koreu skyldi hvorug stjórnin hafa nein afskifti af þvf án hinnar vitundar. Rússar komu fyrst fram á sjón- arsviðið í höfuðborg Koreu árið 1886, þegar samsæri til að koma Koreu undir vernd Rússa var uppgotvað. Það var<þá að Bretar tóku P'ort Hamilton við Koreu- sundið, og slepptu því ekki fyr cn þeir fengu algjörða skuldbinding frá Rússum um að senda ekki her inn fyrir landamæri Koreu, undir nokkrum kringumstæðum, Um þessar sömu mundir hafði keisar- inn gefið út skipanir um lagningu járnbrautar yfir endilanga Síberfu eftir þeirri styztu Ieið sem mögu- legt væri, Mælingamenn Rússa fundu bráðlega að styzta leiðin til Vladivostok lá f gegnum Kfnverska partinn af Manchuríu, þar sem Amur áin tekur stóran sveig norð- ur, Arið 1893 fcngu Rússar þvf leyfi hjá Kfnverjum til að byggja framlenging af Síberíujárnbraut- inni, í gegrium Manchurfu. (P'ramhald). jp'yrirlitning er gott siðferðismeðal en það er oftast misbrúkað. í staðin fyrir að fyrirlfta mcnnina, ætti að aumkva þá en fyrirlfta hin vondu verk þcirra.

x

Baldur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Baldur
https://timarit.is/publication/165

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.