Baldur


Baldur - 22.11.1905, Blaðsíða 2

Baldur - 22.11.1905, Blaðsíða 2
BALDOR, 22. Nóv. 1905. LD l ER GEFINN ÚT Á GIMLI, ----- MANITOBA OHAÐ YIKUBLAÐ* KOSTAR $1 UM ÁRIð. BORGIST FYRIIIFRA M ÓTGEFENDUR: the gimli printing & PUBLISHING COMPANY LIMITED. RITSTJÓRI: Magnús J. SJcaftason. RÁÐSMAÐUR: Oísli R. Magnússon. UTANÁSKRIFT TIL BLAðSINS : ' ByYIuIDTj-jfí, G-IMLI, IÆ-A.JNT' Te; ð á amáum aug^ýsingum er 25 ef nt fyrir þumlung dá'kalengdar. Afa áttur er gcfinn á 8tœrri auglýaingum, srm birtast í blaðinn yfir lengri tíma. Vjðvíkjandi altkum afsiætti cg öðrum fjármá’um blsða- i«S eru nienn beðnir að ecúa sjer að ráðs manninam. MIðVIK UDAGINN, 22. NÓV. I9O5. Hjarðlðg. m Við vorum að kcyra um Nýja ísland, um skógana þar, og mílu eftir mflu keyrðum við mcðfram girðingunum, því að þar cr hvert lot girt. Það var h'tið hreift við þeim trjánum og ruslið lá þar niðri, hnjehátt, klofhátt, mittishátt. Biettirnir voru þessir vanalegu, túnstæðin ágamla landinu, ogsmá- engjablcttir hjer og hvár, mýrar- drðg, sem sumstaðar höfðu verið stækkuð dálftið, en alt var girt, túnin voru girt, engjarnar voru girtar, lotið var girt. Hvað eru mennirnir að girða ? spyr fjelagi minn. Eru þeir hrædd- % ir urn að niðurfallna ruslið hlaupi út úrlotinu, eðaætla þeir, að trjen sjálf sv:fti upp rótum sfnum og vaggi sjer út á annara manna lönd? Þeim líður vfst vel þessum mönn- um, fyrst þeir eru að leika sjer að öðrueins? ,,Ó, þeir hafa fáeina gripi og þurfa að girða fyrir þá,“ segir þá hinn. ,,Já, það er nú svo, en mjersýn- ist grijrahópur vera að kroppa þarna utan við girðinguna á vegar- ■stæðinu. Þeir hafa þá annaðhvort brotist út eða verið hleypt út með vilja. »,Já, jeg heíl nú heyrt það sagt, að það sje varla nokkur gripheld girðing til f Nýja íslandi, nema stöku vfrgírðing, sfst svo að þær haldi kindum, sem þó er töluvcrt af“. ,,En, því f ósköpunum eru þeir þá að girða og verja til þcss mikl- | um tfma og peningum ár eftir ár, I því að einlægt þarf að vera að gjöra við. þcssar poplargirðingar. Það er annars undarlegt þetta. Menn girða í Nýja íslandi f það ó- endanlega, og þó ganga gripirnir utan sinna eigin girðinga, á annara manna löndum, f annara manna heystökkum, í annara manna ak- urblettum. Og svo, þegar sá, sem fyrir skaðanum verður, vill leita rjettar sfns, þá er ómögulegt að fá nokkurt rjettlœti, því að varla nokkur löggirðing er íil f sveitinni. Af þvf sprctta svo illindi, kannske margra ára úlfbúð manna á milli, og þetta eyðileggur allan fjelags- skap, alla samvinnu og sambúð og stendur sveitinni fyrir þrifum, sem henni sannarlega veitti þó ekki af. Það væri sök sjer, ef að innan sveitarinnar væru flákar miklir ó- notaðir, góð beitilönd, sem gripirn- ir væru látnir ganga lausir á í hóp- um, og ætti fjöldi manna þetta 100 til 200 gripi hver. En nú er það ekki, hvorugt þessara tilfella á sjer stað. Það er vfða búið að taka hvert einasta land. Gripirn- ir munu vfða vera þetta um 20— 30 og þar fyrir neðan hjá hverjum einum, og eins vfst að þeir fari heldur fækkandi, ef að menn fara að gefa sig meira við því sem arð- samara er, akurvinnu. í Bandarfkjunum cr það svo, að hver og einn verður að ábyrgjast gripi sína. Þó að menn hafi þetta 80 til 100 ekrur eða meira f ökrum, þá kemur engum manni til hugar að girða þá. Þó að menn hafi engj- ar, sem taka máafþetta 100—300 ton af heyji ár hvert, þá er enginn svo heimskur að fara að girða það. Þarna sjáið þjer að þeir eiga miklu mcira á hættu en hjer á sjer stað f Nýja Islandi. En lögin eru þannig að hver maður cr skyldugur að á- byrgjast sína gripi. Og leyndar- dómurinn cr sá, að þeir girða'után um gripina. Og það kostar hálfu minna verk, og þeir gjöra girðing- una svo trausía að þeir fari ekki út úr henni, og svo fylgir þvf sá kostur að gripirnir eru sjálfgeymd- ir og aldrei þarf að leita að þeim, og aldrei heyrist það að gripir gjöri öðrum skaða, svo að það óá- nægju og sundurlyndis efni er al- vcg burtu numið. Margir þurfa ekki að girða nema 40 ekrur, sum- ir 80, og hcfir þó fjöldinn þetta 30 —40 gripi. Jeg girti tæpar 50 ekrur og hafði á þvf seinast nær 40 gripa. Var það graslendi alt. En vor og haust voru gripir hjá sumurn Iátnir ganga utan girðinga, þegar engum var hætta búin af þeím. En tæplega þótti það borga sig. Fyrirhöfn á þeim varð þásvo mikil, en vanalega nóg að starfa, eíns og bóndinn ætfð hefir. Sumir vildu þá heldur kasta heyji í þá úti á haustin, þvf að nóg var til af þvf vatialega. Það getur verið að það sje ó- hentugra fyrlr cinstaka mann að taka upp þenna sið Bandaríkja- ' manna, að hver og einn sje skyld- í ugur að ábyrgjast sína gripi/ þar sem ekkert engi er til á landi hans og hann verður að láta þá annað j hvort ganga á vegstæðum stjórnar- j I innar, eða á annara löndum. En þeir verða einlægt færri og færri, sem þannig verður ástatt fyrir, og það væri betur að þeir verðu þess- ari vinnu sinni, sem fer f þessar endalausu, óþörfu girðingar til þess, að bæta land sitt á annan hátt, ryðja dálitla viðbót við blettinn, eða snúa við dálítið fleiri strengj- um til að sá f. Svo er það grunur minn að hætt sje við þvf, að Ifkt fari hjer og í Bandárfkjunum, þarsem hin voða- legu ,,trusts“ náðu kjötmarkaðin- um á vald sitt, og gripir fjellu ein- lægt með hverju árinu sem leið, svo að menn voru farnir að skera kálfana niður jafnóðum og þeir komu, og hefðu fegnir selt mestan hluta gripa sinna, ef að þeir hefðu getað. En hvað sem þvf Ifður, þá er stæsta spursmálið í þessu öllu sam- an það, hvort rjettlætið eigi að ganga jafnt yfir alla. Eftir þvf sem jeg heyri alstaðar að, þá cr það ekki tilfellið sem stcndur. En, í öllum bœnum, ef að þjer viljið láta menn lifu ánœgða í sveit- 'inni, þá látið þá ná rjetti sínum. Náttúrlega er þetta undir sjálf- um mönnum komið, hvort menn vilja hafa gamla ástandið eins og það er eða breyta til. Vilji menn hafa það eins og verið hefir, þá er ekki um nertt að tala, en þá ættu þeir ekki að vera að hljóða, þó að stundum slettíst á bátinn. En vilji menn breyta til, þá ætti vet- uriun að vera nógu langur fyrir breytinguna, og svo eru kosningar að fara f hönd og menn hafa sjer- stakt tækifæri að láta f ljósi vilja sinn. Og hverjir svo sem f sveit- arnefnd vcrða, mundu óefað gjöra að vilja kjósenda sinna, ef að þeir vissu hann eindreginn, en meðan þeir vita það ekki, cr ekki ástæða fyrir þá að breyta nokkuð til. Um ljóðmœli S. B. Benediktssonar. Eftir J. P. SóLMUNDSSoN. Ekki nenni jeg að fara að dæma neitt um bók þessa. Það eru ljóð- mælin í henni, sem jeg ætla að segja fáein orð um. Brotið á bók- inni, gæði pappfrsins, frágangur prentarans, mynd höfundarins, tileinkunarorð, mottó, vandvirkni prófarkalesarans, formáli, og jafn- vel niðurröðunin í þeim bókum, sem ekki fjaila um samanhangandi efni, eru öil tilheyrandi ytra gildi bókarinnar sjálfrar, en óviðkom- andi hinu innra gildi þess aðalefn- is, sem f bókinni ster.dur. Sáytri búningur getur allur saman breyst með hverri útgáfu, en innihald hverrar bókar geymist eða gleym- ist eftir þvf, hvað mikið það hefir sjer til ágætis, sem er óaðsk.'ljan- legt frá tilv’cru þess. Lesi maður hjer vestan hafs bók þessa yfir x flýti, finst manni, eins og oft er að orði komist, hún vera full af óviðkunnanlegum ástakveðl- ingum, þýðingarlausri keskni, og andstyggilegu trúleysi; og auðvit- m i i m ílp- I id Afbragðsgóð Team Harness frá $22 til $32. Single Harness frá $9 til $50. Uxa Harness frá $10 til $15. Alt handsaumað. * * Iiesta blankett af öllum tcgundum. Koffort og töskur af ýmsum stærðum, verði og gerð. ÍÍ3P’’ io% afsláttur, sje borgað út f hönd. West Selkirk. S. Thompson. I 1| I ^SSBSSilliaSKM # að finst manni orðavalið og virð- ingarleysið fyrir ’annara manna skoðunum1 aldcilis ó'þolandi. Svo þarf maður nú samt ekki svo sem að verða hissa á öðru eins og þcssu. Þetta er rjett það sem maður átti von á af honum Sigfúsi. Já, einmitt. Það var nú það. Við vorum nefnilega fyrirfram við þvf búin, að leggja þenna skilning f kvæðin, áður en við opnuðum bókina, og sfðan lásum við svo sem að sjálfsögðu okkar eigið inn- legg út úr henni aftur, alveg eins og Finnur Jónsson segir um trúna hjá íslensku heimspekingunum. Einum mannúðarríkum dreng, sem heyrði að jeg ætlaði að skrifa eitt- hvað um þessi kvæði, varð það að orði, að það væri vfst ’gustuk1 að segja eitthvað gott um þau, ef það væri hægt. Hann var ekki farinn að lesa bókina, en fann það á sjer, að nokkurt gott orð í Sigfúsar garð, gæti ekki verið annað en ölmusu veiting. Það er vfst ekki nokkur einasti íslenskur maður nú á lffi, sem eins mikið er búið að útflæma eins og þessi Sigfús, bara fyrir þá sök, að hann hefir ekki fengist til að ’binda bagga sína sömu hnút- um og samfcrðamenn1, og þctta er það sem vcldur þvf, að menn þora ekki einu sinni að láta sjer finnast nokkuð vera gott í ljóðmæl- um hans. ,,Heimskan vita þeir í veröldu drottnar, og hræðast það öflgast er allra“. Það getur meira að segja verið praktiskt, að leggja á heppilegum tfma sinn skerf til þess að lasta þá, sem aðrir lasta. Þvf fór nú sem fór, þegar farið var um daginn að dæma um þessi ljóð í ’Hkr. ‘ Ef að baragagnrýn- endurnir hjerna ættu að dæma um nafnlaust kvxeðasafn, sem þeir gætu jafnt átt á hættu að væri eftirþjóð- frægt skáld, eins og einhvern ó- þektan ræfil, þá fyrst kæmust þeir f þokkalegan bobba. Það ér um að gjöra, að vita fyrst hver höf- undurinn er, svo maður geti dæmt verkið af manninum, en geti slopp- ið við að dæma manninn af verk- inu. Svoleiðis fer Hkr. að því, og mun verða vinsæl af, og þessi nýjl ’lærði* við Lögberg segir já og amen og skrifar nafnið sitt ncðan undir. Það er nú hans ’kritfk1. Lögberg ætti að samhringja við Hkr. út af Þorsteini Erlingssyni líka, því það ’hrósar margur hins vegar þeim hann hatar sjálfur, ef hann þann vinsælan veit“, en sýni- legt er það samt hverjum manni, að þeim mun andstyggilegra hlýtur þessum dómurum að vera ’trúleysi1 Þorsteins, sem hann getur fyrir hagleiksmunar sakir skotið örfum sfnum dýpra f hjarta þjóðarinnar heldur en hinn. Dómur ’Kringl- unnar1 um Sigfús stingur elnmitt mikið ver í augun af þvf, að smjaðrið um Þorstein kom strax á eftir, en það hcfir almenningur fyrir löngu skilið, að væri nokkur þeirra, sem hagyrðingar hafa tald- ir verið hjer vestan hafs, einn öðr- urn fremur teljandi í andlegri ætt við Þorstein, þá væri það nú ein- mitt þessi margnfddi Sigfús. Al- menningsálitið hcfir þó verið svo smekkvfst, að finna að báðir hafa verið lastaðir fyrir það sama, nefni- lega þetta svo kallaða ’trúleysi1, sem hjer er alt af verið að reyna að hafa fyrir mælikvarða á hvern mann, en sem er komið svo upp úr á Islandi, að menn geta náð viðurkenningu fyrir verk sín hvað sem því líður, og svo standa þeir nú kannske nokkuð á öðru stigi í gagnrýninni þar. Þessum ástalát- um Lögb. og Hkr. svipar annars nokkuð til Heródesar og Pílatusar. „Ilatturinn og hún húa, þau hitt- ust cina stund11. Það vcrður víst engin „lausungarást11 úr því, ef hún fær að ráða. Það sem Sigfúsi svipar til Þor- steins er fólgið f því, að báðir smfða úr alveg sama efni, að svo miklu leyti sem Sigfús finnur sig mann til að fást við það efni. Á frágangi smíðarinnar er mikill mun- ur, án þess kvartandi sjc undan nokkrum stórlýtum hjá Sigfúsi. Það cr spursmál hvort hann geldur ekki eiixs mikið uppfræðsluskorts- ins þar eins og gáfnamismunar frá skapar.xns hendi, því að um það er ekkert spursmál, að maðurinn er bráðsnjalj að viti, hversu djúpt sem prestum og fariscum hjer kann að heppnast að troða hann niður, fyrir ’vantrúar1 sakir. Báð- ir eru þrungnir af ást, ckki kvenn-

x

Baldur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Baldur
https://timarit.is/publication/165

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.