Baldur


Baldur - 21.03.1906, Blaðsíða 2

Baldur - 21.03.1906, Blaðsíða 2
BALDUR 21. marz, 1906. ER GEFINN ÚT Á GIMLI, ----- MANITOBA ÓHÁÐ VÍKUBLAÐ. KOSTAR $1 UM ÁRIð. BORGIST FYRIRFRAM ÍÍTGEFENDUR : THE GIMLI PRINTING & PUBLISHING COMPANY LIMITED. UTANÁSKRIFT TIL BLAðSINS : B-A-TLiTDTTtR, GIMLI, TÆYYT-T Verð á smáam aiiglýeingum er 25 cent fyrirþ'unlung dá kelengdar. Afsláttur er gefian á atœrri auglýeÍDgum, Rem birtast j btaðinu yfir lengri líma. VifH'í!<jandi slíkurn afslætti og öð",urn fjánriálum btað -> ine, eru monn beðuir að snúa sjer að ráðf; manninum. MIðVIKUDAGINN, 21. MARZ. 1906 Canada ætti að læra aí Rússlandi. Þó ómögulcgt sje, þegar þctta er ritað, að segja hve yfirgrips- mikil uppreistin á Rússlandi er, og ennþá ómfjgulegra að spá nokkru um það, hvaða stefnu hún muni taka eftir þvf sem dagarnir líða; eru þó hinar hryliilegu frjett- ir, scm þaðan berast daglega, nógu ákveðnar til þess að gjöra manni fullljóst að Rússland er statt á sögulegum tímamótum. Það að við erum neyddir til að trúa þvf, að ekki geti orðið nein þjóðar- framför án þjóðarbaráttu, engin dagrenning án nœturmyrkursins, lætur lfka vonina falda gulli hið dimma ský hörmunganna, sem nú hvflir yfir Rússlandi. Væri það ekki fyrir vonina um að upp úr þcssu eymdakafi komi bráðlega land með málfrclsi, frjálsum stofn- unum ogtrúfrelsi, gætum við ekki þolað að Iesa þessar voðalegu frá- sagnir um eymd og glœpi, og hefndir, sem berast okkur í þess- um háif óáreiðanlegu frjettum, sem gjöra þær enn þá óttalegri. Lexían, sem Rússar eru nú að gefa heiminum, cr áherzlua.trlðlð í sögu Breta, Erakka og nærri allra Evrópuþjóðanna; en það cr eins og það sje dómur á mannkyninu að afglöp og heimska einnar kyn- slóðar skuli endurtakast í emnari. Það kynni að vírðast fjarstæða að benda á, að f hinu voðalega ástandi Rússlands felist nokkur lærdómur fyrir Canada; en hin minnsta amhugsun Iciðir í ljós að það eru starfandi öfi f okkar þjóð- lífi, sem eru svo hættuleg fyrir þjóðarfriðinn, að þau geta orsakað mjög alvarlcgar afleiðingar, sjej þau ekki brotin á bak aftur í tfma. Að sönnu lifum við ekki við borgaralega og trúarbragðalega kúgun líka þeirra, sem Rússland verður að þola, en það er ekki ómögulegt að við sjeum á hraðri ferð f þá átt. Á sfðustu tuttugu árunum hafa áhrif fjöldans stöðugt farið minnkandi. Nú eru ekki þíngfulltrúar þjóðarinnar óháðir einstaklingar, — þeir eru aðeins naglar í ,,fiokksmaskfnunni“. Þjóðmálunum er ekki stjórnað af fólkinu, heidur af þeim fáu sem hafa yfirráðin innan fíokkanna, Að mörgu leiti er stjórnarfar okk- ar ekki annað en skugginn af þjóðræði. Jafnvel innan ráða- neytisins eru fiokkar og ldikkur, og stundum er stjórnmálastefna þjóðarinnar í raun og veru stefna eins einasta fnanns. Ekki er sjáifsagt að sá maður sje frarnúr- skarandi vitur eða góður. Það er alveg eins hægt fyrir forsætisráð- herrann í Canada, þegar hann er studdur og hvattur af óhlutvönd- um ráðgjöfum, að vera keisari, eins og það er fyrir Nikulás, þeg- ar hann fer að ráðum þessa erki óvinar frelsisins, — hins allra helgasta Pobedinosseff. Sannar- arlcga eru fleiri einvaldir en þeir sem nefndir eru einvaldskonungar. I tilrauninni til að koma fram áformum sfnurn, neyddist ein- valdsherra Rússlands til að grfpa til ýmsra meðala, sem hver frjáls þjóð hlýtur að mótmæla. Eitt þessara meðala var að taka- fyrir kverkar biaðanna. Og þó er það mjög vafasamt hvort hægt er að segja að við hufum blaðafrelsi, í þcssu landi. Hin s'imu óheillaöfi, sem hafa gjört það að verkum að einstaklingurinn fær ekki notið sfn f þingsalnum, hafa einnig or- sakað undirgefni pólitísku blað- anna. Flokkarnir ráða algjörlega hvað sagt er f ritstjórnargreinum blaðanna, að sárfáum blöðurn und- anteknum. Hið viðbjóðslegasta sýnishorn af smjaðrandi undir- gcfni sem til er f Canada, eru þessi blöð, sem eru aðeins partur af pólitísku maskfnunni. Ofsókn- ir þær, sem sá verður fyrir er lætur í Ijósi sannfæringu sína, sem óháður cinstaklingur, eru f sumu tilliti ekkert betri cn það, sem á sjer stað í rfki þvf. er við erum að fordœma fyrir sitt stjórnaríar. Sem annað doeini upp á fiokka- stjórnarkúgun mætti minnast á skattbyrðina, sem lögð er á bœnd- urna. Landeigandi, sem á yfir miljón ekrur, borgar ekki cent til að viðhalda stjórninni; en vesalings bóndinn, sem leigir landið verður að bera alla byrðina, til þess að fáir menn geti lifað í óhófi. Væri það oflangt farið að segja, að járnbrautafjelögin okkar, mcð sfnum stjórnarstyrk, sem nemur meiru en þvf sem braut- irnar kosta; með sfnum skattund- anþágum og hlunnindtim af ýmsu tagi, sje mjög svipuð rússneska aðiinum ? Eða, væri það úr vegi að segja að áhrif aðalsins á Rúss- landi á löggjöf iandsins, væru lítið meiri eti áhrif auðfjelaganna eru & löggjöf þessa lands ? Eða ef það er nú sagt að dómarar Rússa sje hlutdrægír og ranglátir, væri þá ekki einnig hægt að segja að við höfum heyrt, nú fyrir skemstu, sakir bornar á hina einu miklu stofnun, sem Englendingum og Canadamönnum hefir ætfð verið kennt að skoða sem óásakanlega — dómstóla ríkisins ? Þetta cru nú aðeins dœmi. Fleiri tilfelli mætti nefna sem eru jafn eftirtektaverð. Það er alveg satt að við búum ekki við alveg sömu tegund af harðstjórn eins og þá, sem hefur steypt Rússlandi í ógæf- una; en jafnvel undir okkar frjáls- lega stjórnarfyrirkomulagi er til- hneiging til einmitt þessara sömu lasta, scm við erum svo fijótir að sjá og fúsir til að fordœma hjá öðrurn. Það getur ekki verið nein hætta f þvf að sjá hvert stefnir og að mótmæla því sem stefnir í óheillavæniegar áttir. Við getum ekki staðist við það f þessu landi að láta fáa í'kða, og fjöldann hlýða eins og þræla, jafnvel þó sá þræls- ótti komi fram f dulargerfi og sje nefndur flokksfylgi. Rússneski herinn er ekkert annað en maskínu pólitik áeðlilegu stigi. V;ð getum ekki staðist við að hafa múibundna ritstjóra, hversu hátt sem þcir hrópa uin.það að þeir sje frjálsir, á meðan þeir eru þó cn -bundnir á flokksklafann. Við getum ekki staðizt við að láta allan auð landsins vera í höudum fárra afarstórra auð fjelaga, því þaj-.scrn fóíkið finnur ekki til neins eignarrjettar þar er engin þegnhollusta. Hvarsem harð stjórn er, hvort heldur hún er boraraleg eða trúarbragðaleg, þar verður áreiðanlega uppreist fyreða siðar. Alvarlegasta og versta hliðin á Rússncska frelsisstrfðinu er þó sú að þeir sem eru að hrópa um frelsi eru alls óhæfir til að meðhöndla rjettindi frjálsra borgara. Þcirn hefir verið haídið f þekkingarlcys; af. ásettu ráði. Það cr máski ekki tuttugasti hver maöur, sem kann að lesa eða skrifa, og þekking þeirra er að líkindum mælikvarði menn- ingar þeirra. Sýnist nú ekki svo að með frjálsu stjórnarfari sje nauð sýnlegt að þröngva fólkinu til að menntast, ef það gjörir það ekki án þeís —þ. e. lögleiða ,,compuls- ory education?“ Ætti það ekki að veraþannig, að f þeim hjeruðum sem einga skóla liafa, ætti ekki að veita neinn atkvæðisrjett ? Með hverju öðru móti eigum við að vernda frclsi þjóðarinnar? Þegar við tökum til greina þann fjölda, sem flykkist inn f landið frá Evrópu rfkjunum, þásjáum við hve afar- nauðsynlegt er fyrir okkur að brúka talsverða varúð f þvf að veita mönnum borgararjettinai. Við gj'irðum samt enn betur með því að heimta að alþýðuskólar væru stofnaðir í hverjurn krók og kima landsins, svo að hver einasti mað- ur sje hæfur til þcss að beita valdi því, sem frjálsum borgara bera að bafa. * Ofar.prcntuð grcin er tckin úr Sa, blaðinu ,,Western School Journ- ■ al,“ sem er nýbyrjað að gefa út fi Winnipeg, af ,,The Western School Journal Company“. Fje- lagið samánstendur af kennurum að eins, og á að vera menntamála- blað eingöngu. Fimm menn eru í ritstjórn þess og eru það ein- hverjir hitiir fiemstu kennarar fylkisins, enda munu margir kann- ast við þá. Þcir eru þessir : F. H. Schofield, Winnipeg; D. M. Duncan, Winnipeg; W. A. Mc Intyre, Winnipeg; E. Burgess, Manitou og A. S. Rose, Brandon. Blaðið kostar $1.00 urn árið, og kemur út 10 sinnum á ári. Áskrift- ir skulu sendar til Geo. Young, Portage La Prairie. Það er ástæða til að ætlast sje til svo mikils af útgefendunum, að blaðið ætti að vera keypt af hverjum kennara fylkisins, að minnsta kosti. Ritgjörðirnar f þessu fyrsta númeri bera það með sjer, að höf- undarnir skilja stöðu sfna sem kennarar; skilja að verksvið þeirra er stórt; að staða þeirra útheimtir meira en að kenha hinar fyrirskip- uðu námsgreinar eins og dauðann bókstaf, sern ekki standi í neinu sambandi við virkilegleika lffsins. Þeir skilja að námsgreinarnar eru ekki takmarkið sem menntunin stefnir að, heldur aðeitis áhöld til þess að starfa með að takmarkinu, en að takmarkið sjálft er menning, eða með öðrum orðuin það, að gjöra nemendurnar að nýtum lim- um á mannfjelagslíkamanum. Það er til dœmis ekki nóg að vita sögu Englands. Maður þarf að skilja hana. Maður þarf að skiija frels isbaráttu þjóðarinnar, sem saman- hangandi þjóðmenningarkeðju, er hafi leitt af sjer hið núverandi ástand þjóðarinnar; s,kilja að viss afglup hafa leitf af sjer vissa ógæfu, og að afglöp af sömu tegund í nú- tfðinni muni því hljóta að leiða af sjer sömu tegund af ógæfu. í stuttu máli: maður þarf að skilja fortíð sína, til þess að færa sjer f nyt það sem sagan sýnir að hefir haft blcssun í fur mcð sjer, og forðast það sem hún sýnir að hefir haft bölvun f för með sjer. Á þennan hátt og engan annan er menning í því að vcra vel að sjer í sögu, og áþennan hátt þarf mað- ur að lesa, ekki einungis sögu sinnar cigin þjóðar, heldur líka svo inargra annara-þjóða sögur, sem maður getur kornist yfir að lesa; ekki einungis sugu fortíðarinnar heldur einnig sögu r.útfðarinnar. Maður þarf að vita hvað er að gjörast í heiminum f kring um mann og láta það koma sjvr r/ið\ þarf að sjá hvað gott er, og hvað vont, f fari annara þjóða og ,,.skgggn- ast svo um sína sveit“. Það er f þessum anda, sem höf- undur greinarinnar hjer að ofan hefir skoðað ástandið á Rússlandi, og það er f þessum anda, scm hver maður á að skoða það, og nota svo þá þekking, er sú skoð- un hefir veitt manni, sem vopn f þavfir frelsisins, hvar sem maður nærtil, þvf „jafnvel úrhlejckjunum sjóða má sverö, í sannleiks og frelsisins þjónustugerð11. Alit of margir lesa hinar hryllilegu frjettir frá Rússlandi eins og þeir mundu lesa spennandi skáldsögu; eins og þeir hafi enga greinilega meðvit- und um hinn voðalega virkileg- leika þeirra, og því síður að þeir láti sjer detta í hug að nokkuð sje af þeim að læra; en það vekur manni stórar vonir að heyra og og sjá, að þeir menn, sem eiga að annast uppfrœðslu hinnar utigu kynslóðar þessa lands, ekki einasta lesa og skilja, (þvf það cr ekkert sjerlegt við það) heldur lfka að þeir þora að segja opinberlega hvað þeir hafa fengið út úr þeim lestri, þó það sje ekki í samræmi við það sem auður og völd vildu láta þá segja. Þegar þessir menn láta jafn djarflega til sín heyra um lesti síns þjóðfjelags, þá er hægt að vonast til þess, að hinir lítil- sigldari meðal þjóðarinnar fái djurf- ung til þess að sigla í kjölfar þeirra, f staðinn fyrir að lát'a ber- ast með straumi vanans og heimsk- unnar. Það þarf ekki að segja mönnum að pólitfkin sje ,,rotin,“ það er á hvers manns vörum, —• þegar húsbóndinn (pólitfski) heyr- ir ekki til. Það þarf ekki að segja mönnum að fje almennings sje bruðl?.ð i auðfjelögin, því þeir vita það. Það þarf ekki að segja þeim að auðfjelögin ráði að mildu leyti lögum og lofum ílandinu, því þeir skilja það. Það þarf ekki að segja þeim að flokksblöðin lifi á því að ljúga lofi á sinn eigin flokk, og lasti á andstœðingaflokkinn, þvf menn *ru sfkvartandi um það, að það sje ekki hægt að henda reiður á því, sem þau hafa að segja um landsins mál. Ekki gct jeg samt stillt mig um, að sk)/ggnast núögn um mfna sveit, í sambandi við þetta atriði, og setja hjer svolítið sýnishorn ai vcstur-íslenzku blaða- ófrelsi. Jeg vil samt láta þess get- ið að þó sýnishornið sje tekið úr Heimskringlu, þá er það ekki af þvf að jeg álíti, að það blað sje þrælbundnara f pólitík hcldur en Lögberg, því þessi blöð eru eins og hver önnur flokksblíið í land- inu, aðeins áhöld þeirra flokka, sem halda þeim við heldur af því að B. L. Baldvinssyni hefir tekizt að búa til svo sláandi og smellið dœmi, að það hlýtur að vekja eft- irtekt hvers þess sem gaumgæfi- lega les 2. sfðuna í 19. númeri þessa árgangs. Hann er þar sem sje að ávfta St. G. Stephansson f’yrir kvæði, sem hann (St. G. St.) han sent blaði sfnu, en sem B.L.B var ekki nógu kurteys til að birta f blaðinu með áminningunni. Hann segir, að kvæðið (sem al- menningur hefir ekki sjeð) sje „ofstækisfull og algjiirlega óverð- skulduð skamma-brýgslyrði um það sem hann (St. G. St.) nefnir afturhaldsflokkinn í Alberta,“ og svo gjurir hann yfirlýsingu 'um af- stuðu Hkr. gagnvart svona ,,pró- du-kti“. Hann segir : ,,En jeg læt hjer með bæði hann og aðra vita, að Heimskringlu er ekki haldið út til þess, að flytja órök- studdan og alls óverðskuldaðann skammaþvaítting frá St. G. Steph- anssyni eða öðrum, um neinn

x

Baldur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Baldur
https://timarit.is/publication/165

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.