Baldur


Baldur - 13.10.1906, Blaðsíða 2

Baldur - 13.10.1906, Blaðsíða 2
BALDUR, 13. OKTÓBFR Í906. *> GIMLI, --- MANITOPA OHAÐ VIKUBLAÐ. KOSTAR $1 UM ÁRIf). BORGIST FYRIRFRA M ÍÍTGEFENDUR : THE GIMLI PRINTING & PUBLISHING COMPANY LIMITED. UTANÁSKRIFT TIL BLAðSINS : Gi-IMLI, Ve’-ð á 8tnáum sug’ýsingum er 25 eent fyrir þumlnng dá l?»lengrlar. Afsiáttur er gefinn á stœrri auglý8in«um, sem hirtast j’ hlaðinu yfir lengri tíma. V ðvíkjanfii slíkum afslætti og öðrnin fjármálum hlaðs- in«, eru menn beðuir að snúa ejer að ráða manninum. LAUGARDAGINN 13. OKT. 1906. Fiskiveiðamál. U Loksins er þá farið að beraáþvf, að fleiri en Islendingar .sje farnir að bera kvfðboga fyrir þvf, að fiskur í Winnipeg-vatni sje að ganga til þurðar, og að það hafi ekki lítið af illum afleiðingum f flir með sjer. Hinn 31. ágúst sfðastl., birtist f blaðinu Winnipeg Tribune brjef um þetta efni, frá Mr. Hill- yard Leech, líigmanni f Winnipeg. Brjef þetta er til Board of Trade í Winnipeg og er dagsett 21. júnf sfðastl. I þessu brjefi dregur hann athygli Board of Trade að þvf, að vatnið sje að tæmast af fiski vegna óhæfilegrar aðferðar við veiðiskap- inn að sumrinu til. Sýnilega hefir Mr. Leech ekki verið það Ijðst, þcgar hann skrifaði brjefið, að nokkrar tilraunir hafi verið gj’irðar f þá átt að fyrirbyggja þessa eyði- leggingu, og svo skorar hann á Board of Trade að taka sig til og Jeggja að Doininionstjórninni f þeim tilgangi, að fá nýjar fyrir- skipanir viðvfkjandi fiskiveiðum, °g leggur það til um lcið, að loka vatninu aigjörlega um tfma fyrir veiði á fiski til útflutnings, sem þýðir sjálfsagt það, að loka þvf bæði sumar og vetur Þetta brjef mun Board of Frade hafa haft f vörzlum sínum, án þcss að sinna þvf, þangað til 18. sept síðastl. að það skrifaði stjórninni og sendi henni brjef Mr. Leech. BoardofTrade fjekk svo aftur svar frá fiskimálaráðgjafanum, mál- inu viðvíkjandi, og er það svar dagsett 24. sept. Á fundi Board of Traðe, sem haldinn var 1. okt., var svo málið tekið fyrir og bæði brjefin Iesin upp, og segir blaðið Winnipeg Tribune frá fundinum á þessa leið, næsta dag á eftir: • "Brjef, sem farið höfðu á milli Board of Trade og fiskimálaráð- gjafans voru þá lesin upp. Fyrir nokkru fjekk Board of Trade brjef frá Mr. Hillyard Leesh, þar sem hann bendir á, að fiskur sje að ganga til þurðar f Winnipeg-vatni. Þetta brjef var leslð upp á Board of Tradc-fundi, sem haldinn var fyrir skemmstu, og var þá ákveðið að fela skrifara að senda það, ásamt brjefi frá Board of Trade, til fiski- málaráðgjafans. Brjefið frá Board of Trade var þannig : Winnipeg, 15. sept. 1906. Til sjávar- og fiskimála-ráðgjafans f Ottawa. Herra — Jeg hefi þann heiður að leggja fyrir yður, samkvæmt skipun, afskrift af brjefi frá Mr. HiIIyard Leech frá Winnipeg, sem skýrir frá þvf, að hvftfiskur og annar fiskur, sem áður var mikið af f Winnipeg-vatni, sje nú nærri genginn til þurðar, vegna þeirrar stjórnlausu veiði, sem leyfð hefir verið. Yður til frckari upplýsingar má geta þess, að þetta er skoðun fjölda margra sem segjast hafa athugað málið eða haft spurnir af þvf. Board of Trade væri yður rnjög þakklátt, ef þjer vilduð gcfa því allar þær upplýsingar þessu viðvfkj- andi, sem vel hæfir starfsmenn í stjórnardcild }’ðar álfta áreiðanleg- ar, og ef þjer vilduð láta oss vita hvort nokkur nákvæm rannsókn á þessum hlutum hcfirfarið fram ný- lega, værum vjer yður þakklátir. Þetta mál hefir mikla þýðingu, ekki einungis fyrir Winnipeg með sjnar IOO, ooo manns, og fylkið, sem reiðir sig á að geta fengið það- an mikið af þeim fiski sem brúkað- ur er, heldur fyrir landið í bcild sinni. Board of Trade er þess á- skynja, að ýmsir eiga hjer hlut að máli, og vegna þess leitar það ti! yðar eftir upplýslngum, áður en það gjörir frekari gangskör að því, að rannsaka málið. Board of Trade mun rneta mikils hjálpscmi yðar í þcssu efni, þar eð eina augnamiðið er að komast að sann- leikanum í þessu máli. Jcg hefi þann heiður að vera yðar hlýðinn þjónn. C. N BELL, skrifari Board of Trade. Svar fiskimálaráðgjafans var svona :' ‘ A skrifstofu sjávar- og fiskimála- ráðgjafans. Ottawa 24. sept. 1906. Til C. N. Bell, skrifara Winnipcg Board of Trade. Iícrra— Jeg hefi meðtekið brjef yðar frá 18. þ. m. ásamt brjcfi Mr. j. Hiliyatd Leech, snertandi ásig- komulag það sem sagt er að Wpg- vatn sje í, og mælandi með þvf. að ráðstafanir sje gjörðar f þá átt að vernda fiskinn i vatninu, sem hann álítur að sje að ganga til þurðar. Sem svar upp á það, vildi jeg segja, að um nokkurn undanfarinn tíma hefi jeg haft fyrir mjer til yf- irvegunar bænarskrá með fjölda undirskrifta, frá ’The Fishermcn’s Protcctive Union of Lake Winni- peg’, sem ferframá, að veiðiskap- ur fiskifjelaganna sje að stórum mun takmarkaðúr fram yfir það sem hefir verið ; f tilefni af þessari bænarskrá, hefi jeg að undanförnu verið að leita mjer upplýsinga. Sem sagt, hefi jeg verið að afla mjer sem mestra upplýsinga, f þeim tilgangi, að geta ákveðið hvaða stefnu væri hepp’legast að taka, til að lagfæra þessar sakir, og taka um leið tillit til hinna ýmsu tekju- greina sem eiga hlut að máli. Jeg hefi að undanförnu átt við málcfni af lílcu tagi áhrærandi önn- ur fiskivötn vestra, án þess þó að þau sje algjörlega sama eðlis og þetta mál áhrærandi Winnipeg- vatn, þar eð fiskur hefir í mörg ár verið veiddur í Wpg-vatni til sölu og útflutnings undir sjerstakri teg- und af veiðjleyfum, í skjóli laga- ákvæða og stjórnarfyrirskipana, scm ckki náðu til annara vatna, þvf f rauninni er Winnipeg-vatn hiðeinaaf vesturvötnum, sem upp- runalega var ætlast til að leyftyiði að nota í þeim t’lgangi til fiski- veiða. Það er því sýnilegt, að áður en jeg gjöri nokkra ákvörðun, sem breytir þvf fyrirkomulagi sem nú er — ákvarðanir sem kynnu að hafa yfirgripsmeirl afleiðingar en mann grunaði f bráðina, er nauð- synlegt að aflasjersem beztraupp- lýsinga úr sem fiestum áttum, svo hægt sje að taka allar hliðar máls- ins til yfirvegunar. Jeg vonast eftir að geta gefið þessu máli gaum bráðlcga. Yðar einl. L. P. Brodf.ur. Board of Trade ræddi um stund innihald brjcfsins, og samþykkti síðan að skrifa aftur til Ottawa og spyrjast fyrir um það, hvort fiski- máladeildin hefði fengið nokkrar upplýsingar frá mönnum, sem væru sjerstaklega færir um að dærna um málið, og biðja að senda sjer þær uppiýsingar, ef þær væru til“. Svona hljóðar þá sagan um afskifti Board of Trade af þessu máli; á henni má sjá, að í Winnipeg hafa menn el.ki vitað um bænarskrá þá, scm fór hjeðan fráGiinli f vor til stjórn- arinnar, og var undirrituð af 518 manns; og á hinn bóginn bfcr þessi frásaga það með sjer, að bænarskrá þcssi hefir verið hin fyrsta áskorun urn að lagfæra fiskiveiðarreglugjörð- ina fyrir Wpg-vatn, scm komið hefir fyrir þennan ráðgjafa, sem tók við núverantíi starfi sfnu síð- astliðinn vetur, því þegar hann svarar Board of Tradc, bendir hann að eins á hana. Það er vonandi að Board ofj Trade herði að stjórninni, svo hún I flýti sjer að koma lagfæringu á þcssi rriál. Málið ætti nú að vera j svo undirkúið, að það gæti komið fyrir næsta þing, sem innan! skamms kemur saman f Ottawa, ^ og ætti því að \’era ás æða til að j halda, að tilraunir fiskimannafje-! lag=ins færu að bera tilætlaðan á- rangur, einkum ef fleiri leggjaþeim j liðsyrði. E. Ó. Sjálfstjórnarmálið í blöðum Dana. Eftir Dr. Valtý GuðMUNDSSON í Eimreiðinni. Áður en þingmanr.aleiðangurinn til Danmerkur hófst var því haldið fram í blöðum stjórnarliðsins ís- lcnzka, að ekki mætti minnast á pólitisk deiluatriði í þeirri för. Það væri sjálfsögð kurteisisskylda að þegja um þau. Menn ættu aðeins að njóta matar og drykkjar og góðra atlota sem hæverskir gestir og láta ekki á neinni óánægju bera. Sama var og uppi á teningnum hjá sum- um landvarnarmönnum, svo sem sýslumanni Einari Benediktssyni, sem skrifaði allákafa grein um það í ’Dagfara'. Aftur hjeldu þjóð- ræðisblöðin því fram, að annað- hvort bæri að hafna boðinu algjör- lega cða nota förina til að setja fram kröfur íslendinga og ræða þær við danska stjórnmálamenn. Það væri meiningarlaust, að fu 11 - trúar þjóðarinnar færu til Dan- merkur til þcss cins, að eta þar. og drekka og ’lifa f vellystingum praktuglcka1, en nota ekki taki- færið til að hrevfa áhugamálum þjóðarinnar. Muð þeim huga og fyrirætlun tóku og andstæðingar stjórnarinnar þátt f förinni, og smámsaman þokaðist stjórnarliðið f síimu áttina, þótt ekki yrði það fyllilega fyr en á sfðustu stundu, þcgar einskís annars var úrkosta lengur. Fyrsta fótmálið stigu menn þeg- ar á leiðir.ni á ’Botníu1. Þar hjeldu þingmenn fund og tókst að verða sammála um viss meginatriði f kröfum íslendinga gegti Dönum. En tekið hafði ráðherrann það fram, og lagt rfkt á, að ekki mætti hreyfa þessuin kröfnm opinber- Icga, heldur aðeins stinga þeim út f prfvat viðræðum við sessunauta sfna, er verða kynnu í veizlusölum og annarstaðar. Og þvf mun stjórnarliðið hafa ætlað að hlíta. En það fór á annan vcg, sern betur fór. Jafnskjótt og til Hafn- ar kom, tók minnihlutinn að fara á kreik og reyna að ná f mikils rnetna síjórnmálamenn til viðtals, einkum foringja hinna ýmsu þing- flokka Dana. Reyndar var hann afarilla settur f þvf cfni, þar sem hann bæði var svo fámcnnur (5 hans manna cftir heima á íslandi), og svo var þjett á skipað mcð vcizluhöld og sýningar, að svo mátti heita að ekki gæfist einnar stundar ráðrúm frá þeim frá morgni til krclds. En nokkuð mátti nota ferðirnar, bæði f járnbrautavögn- urn og annarstaðar, til að ræða við menn, og er óhætt að segja, að einskis var látið öfreistað íþví efni. Einn af þjóðræðismönnum, rit- stjóri Skúli Thoroddsen, lagði og Jótlandsferðina undir höfuð og sat kyr f Kaupmannahöfn og ræddi þar við nokkra danska biaðaraenn og fleiri. Ivom þá f Ijós, að hann ’gat ekki þagað', eins og suinir stjórnarmenn komust að orði, þvf hann reit þá snjalla grein f ’Poli- tikken’ um kröfur íslendinga. Var að henn: gjörður hinn bezti rómur, sem sýndi, að ekki er það neitt ó- ráð að reyna að skýra málið fyrir Dönum. Þá stefndi og þriggja manna nefnd úr minnihlutaliðinu foringjum flestra hinna dönsku flokka, hverjum í sínu lagi, á fund með sjer, og ræddu við þá um kröfur íslendinga. Urðu undir- tektir þeirra hinar beztu og hjetu þeir liðsinni sfnu. Var að lokum svo komið, að sú nefnd átti ekki aðra eftir en foringja stjórnarliðs- ins danska (’umbótaflokksins1 svo- kallaða), en þeir kynokuðu sjer við að ræða rrtálið við minnihlutamenn eina sjer og vildu annaðhvort að allir þingmenn eða fulltrúar allra þingflokkanna íslenzku tækju þátt f samtalinu. Sneri þá dr. Valtýr (sem mest hafði beizt fyrir að koma mönnum saman til viðtals) sjer til hjeraðslæknis Guðmundar Björns- sonar og bað hann að styðja að þvf sín megin, að stofnað yrði til al- menns fundar meðal þingmanna og rfkisþingmanna og hjet hann góðu um. Gengust og nokkrir danskir þingmenn fyrir hinu sama sfn megin, enda varð það ogúr, að sá fundur var haldinn f rfkisþing- húsi Dana 29. júlf. Voru þar staddir álfka margir ríkisþingsmenn og alþingismenn og tveir liinna dönsku ráðherra, forsætisráðherr- ann Christenscn og dómsmálaiáð- herrann Alberti. Þeir töluðu báð- ir fleirum sinnum. Þar var og ráðherra vor, en hann Ijet Iftið á sjer bera, þvf hann sagði ekkf citt einasta orð. Af hendi alþingis töluðu þrír framsíigumenn, er til þcss höfðu vcrið nefndir, hver af sfnum flokki, cn auk þcss þrlr aðr- ir þingmenn sfðar m^ir. Þess var óskað, að ekki væri skýrt frá þeim umræðum f blööum, sein þar fóru fram, og skal því ekki nánar að þcim vikið. Þess eins skal getið, scm kalla má mik- il og óvænt gleðitíðindi, að öllum þingmönnum tókst þar að verða nálega sammála um kröfur vorar gegn D'inum. Munurinn var að minnsta kosti svo lítill (lá mest í orðalagi), að Danir urðu hans ckki varir, og virtist allt alþingi standa sem einn maður— jafnvel f undir- skriftarrnálinu hvað þá heldur öðru. Þetta varð með þvf móti, að allir ræðumenn stilitu svo orðum, að kröfurnar kæmu aðeins fram f stór- uin dráttum, meginatriðin ein, cn á afieiðingaatriði og fullkomin sjer- j málaatriði var ekki minnst. A.ð þvf leyti sem alþingi þannig tókst á þessum fundi að komafram sem einn maður með kröfur sfnar gegn Dönum, mega Islendingar vera stoltir af framkomu fulltrúa sinna. Þvf eftir þvf sem út leit áð- ur en að heiman var haldið, virtist ekki mikil von um, að svo vel mundi takast. En minnihlutinn sýndi hjer þá afneitun, að takmarka sig við ákvcðin meginatriði og stjórnarliðið sýndi þá afneitun að yfirgefa fyrri áfstöðu sfna Og fylgja minríihlutanum að málum í öllum kröfum hans. Eiga hvorirtveggju miklar þakkir skildar fyrir fram- komu síná, og cr óþarfi að rckja,

x

Baldur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Baldur
https://timarit.is/publication/165

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.