Baldur


Baldur - 13.10.1906, Blaðsíða 1

Baldur - 13.10.1906, Blaðsíða 1
ísskápar niðurseítir Skápar sem kostuðu $i I nö á $9. $20 á $1 7. $16 á $14. $807.50. Skoðiðþá og fáið að vita um borgunarskilmáia. Engu sanngjörnu bcði neitað. ANDERSON & THOMAS, Hardware & Sporting Goods. 538 Main St, , WPG. Phone 339. STEFNA: Að efla hreinskilni og AÐFERÐ: Að tala opinákátt og ,eyða hræsni í hvaða máli, sem fyrir vðftuiaust, eins og hæfir þvf fölki kemur, án tiilits til sjerstakra flokka. sem er af norrœnu bergi brotið. | Burt meÖ ísskápana | Við höfum of marga, og höfu'm því ♦ sctt verðið niður. $20 skápar nú á $ 17 5 og aðrir niðursettir að sama skapi. Komið og skoðið þá. Gerið sanngjarnt boð í þá og vjer tökum því strax. ANDERSON & THOMAS 538 Main St. , WPG. Piione 339. | 9 ♦bn»«s«®o® IV. ÁR. GIMLI, MANITOBA, 13. OKT. 1906. Nr. 36. FXTKDARBOÐ. Samkvæmt fyrirskipun frá stjórn- arnefndarfundi, sem haidinn var 3. þ. m., auglýsist hjermeð, að á mánudaginn 15. október er ætlast til að meðiimir fiskimannafjelagsins ’The Fishermens Protective Uni- on of L. Wpg. ‘, hafi fund ineð sjer á ’Gimli Hall‘, Gimli. Fundurinn byrjar kl. 1 e. h. Auk fjelagsmanna eru allir sem vijja styrkja fjelag þetta með því að gjörast meðlimir þess, sjerstaklega beðnir að sækja fundinn. Ætlast er til að & fundinum verði meðal annars rætt um það, að gjöra það að laga- ákvæði, að útgjörðarmenn og aðrir vinnuveitendur í fjelaginu gefi fje- lagsmeðlimum forgöngurjett, þegar þeir þurfa á vinnukröftum að halda við veiðiskap, fiskfiutninga og ann- að, sem stendur í sambandi við fiskiveiðar og fiskiverzlun. Munið eftir fundinum, mánudag 15. okt., kl. 1 e. h. Gimli, 6 okt. 1906. E. Ólafsson. Eru sósfalistiskar skoðauir að breiðast út f heiminum ? Já, eng- inn efi á því, og útbreiðsla þeirra er býsna hröð. Er það afleiðing af prjedikunum sósfalistanna, eða þeirra sem styrkja þá á einhvern hátt ? Að nokkru Ieyti sjálísagt, en hreint ekki að mestu ieyti, Hverjir gjöra menn þá að sósfa- lisíum ? Kapftalistarnir — auð- mannasamtökin. — Það er neyðin, afleíðing auðsöfnunarinnar, sem gjörir margfait fleiri menn að só- sfalistum heldur en allar prjedikan- ir sem sendar eru út meðal fólks- ins. Til þess að sannfærast um það, þarf ekki annað en að athuga það, að hreyfingar f sósfalistiska átt eru sterkastar þar sem samtök kapftalistanna eru búin að grafa mest um sig. Sumir, sem halda að þeir sje efni í kapítalista, cða hafa kapftal- istiskt sálarástand, eru oftast með vonzku og hatri f þeirra garð, sem eitthvað haia að segja sósíalistisk- um stefnum til málsbótar, en ef þeir væru samkvæmir sjálfum sjcr, aettu þeir að bera hatur til kapftal- istanna, sem með yfirgangi sínum hafa skapað að minnsta kosti 3 miljónir skrásettra sósíalista f A- merfku á sfðastliðnum 30 árum, fyrir utan alla, sem eru þeim meira eða rninna hlynntir, en tilheyra fjelögum undir öðrum nöfnum. Það hafa víst fæstir af þeim, scm sýta og gráta yfir því að verið sje að leiða fólkið út á sósfalistiskar villigötur, gáð að þvf, að mennirnir sem þeir dást að, mennirnir sem þeir vilja hlafa sem fyrirmynd, mennirnir, sem heimsins framfarir fljóta frá, eftir þeirra áliti, menn- irnir sem eiga að ráða, að þeirra skoðun — yfirgangsmennirnir, eru mennirnir sem hafa hleypt af stað öllum sósfalistahreyfingum heimsins ; þeir gá ekki að þvf, að sósíalism er eðlilegt, óhjákvæmi- legt spor í breytiþróun mannfje- lagsins — afleiðing af vissri orsök — afleiðing af neyð, sem skapast af skorti, sem aftur skapast í flest- um löndum af yfirgangi vissra manna, sem hafa náð haldi á þeim tækjum sem fólkinu eru nauðsyn- leg til bjargráða. Það er ekki skortur á hlutum í náttúrunnar ríki, sem orsakar skort- inn sem fólkið líður, heldur skortur á tækifærum tii að afla þess sem þarf, af þvf sjerstakir menn halda lyklunum að búri náttúrunnar f trássi við aðra jarðarbúa. Menn verða ekki sósíalistar að gamni sínu, heldur verða menn só- síalistar af því menn neyðast til að verja sig fyrir þeim, sem f ofsa fjárgræðginnar eru að gjöra hina mörgu að þrælum hinna fáu. Só- s'falistisku stefnurnar : þjóðeign á samgöngufærum, þjóðeign á verk- stæðum, bein löggjöf, og annað af líku tagi, eru nauðverjur gegn yf- irgangi — vfirgangi, sem á ffnu viðskifta og verzlunarmáli kallast samkeppni. A meðan menn ófu klæðaefnin sín heima hjá sjer, á meðan menn bjuggu tii húsgðgnin sfn sjálfir, og áttu áhöldin og samgöngufærin sín sjálfir, var lftið taiað um sósfalism. En þegar stórar verksmiðjur i mðrgum deildum, fóru að búa til klæðnað eða annað f stórum stýl, var Iögð undirstaðan undir sósía- lism, og það er fram af áníðslunni, sem svona verkstæði, og aðrar stofnanir með samskonar augna- | miði hafa beitt, að sósfalistahreyf- j ingarnar hafa sprottið. Póikið, sern vinnur á verkstæð- um, á ekki áhöldin, en verður að fá ieyfi eigandanna til að vinna með þeim, en það ieyfi er oftast eins dýrkeypt eins og hægt er að láta það vera — kostar oftast eins langan vinnutfma eins og fólkið þolir, með eins litlu kaupgjaldi eins og fólkið getur drcgið fram lífið á. Menn geta sagt, að það l!5P= Þeir, sem fá reikninga rneð þessu blaði, eru beðnir að borga sem fyrst og senda at- hugasemdir ef viilur eru í þeim. sje eigandanum f hag að láta vinna með áhöidunum sfnum, og þvf sje hann eins mikið kominn upp á náðir vinnufólksins eins og vinnu- fólkið upp á hans náðir ; en þetta á ekki við nema þar sem fólksfæð er, en þangað sækja ekki verk- stæðaeigendurnir. Hitt er algeng- ara, að mergðin sem sækir um vinnuna sjesvo mikil, að húsbónd- inn geti sett nálega hvaða kosti sem honum lfzt. Eftir því sækj- ast þeir, og það er með þvf augua- miði, að auðkýfingafjelögin eru allt af að hrópa um meiri mannfjölgun, og reyna að kenna mönnum að ganga f sekk og ösku og biðja fyr- ir sjer, þegar manntalsskýrslur einhvers lands sýna, að fóiksfjölg- unin hefir ekki verið eins mikil og búast hefði mátt við — það er f því augnamiði að fá ódýra vinnu- krafta — f því augnamiði að fá þræla í þrældóminn, að þau hrópa um mannfjölgun ; og svo upp úr því fara landstjórnirnar og kyrkju- fjelögin að syrgja mannfæðina, og heita þeim verðlaunum sem geti komið í heiminn sem flestum þrælaungum, til að koma í stað hinna þrælkuðu foreldra sinna. Verðlaun fyrir mannfjölgun hefir verið boðin á Frakklandi um und- anfarin ár, og á liiny nýafstaðna kyrkjuþingi Methodistakyrkjunn- ar, sem haldið var í Montreal, var með sorg minnstáþað, að viðkom- an væri hlutfallslega að minnka við það sem hefði verið. Það er sannarlega hugvekja í þessu fyrir alia, sem hugsa verulega út f það hvað orðið ’framför1 merkir á tungu auðkýfinganna, og hvað það ætti að merkja á tungu fólksins, og það er engin furða þó merking sú, sem auðkýfingurinn hefir lagt í það, hafi leitt marga út f að raða sjer undir merki sósíalista-stefnunnar, og reyna þannig að vcrja hendur sínar og stemma stigu fyrir yfir- gangi kapitalistanna — yfirgangi, sem leiðir af sjer þrældóm, hörm- ungar og nautnasnautt iíf fyrir miliónir karla, barna og kvenna. E. Ó. Gimli Feed and Livery Stable. Keyrslafrá Gimli til Winni- peg Beach kl. 8 á hverjum morgni. Frá Wpg Bcach til Giinli á hvcrjum morgni, eftir að Winnipeg-lest er komin. G. E. Sólmundsson9 Gimli Feed and Livery Stable, 2nd Ave Gimli. ^kólanefnd Geysirskóia ætlar að láta grafa brunn við skölann. Nefndin óskar eftir tiiboðum f verkið, samkvæmt auglýsingu, sern fest er upp á skólann, Menn snúi sjer til Tómasar Björnssonar, eða mfn, Bjarni JóHANNSSON. TIL NÝ-ÍSLENDINGA1 HEIÐRUÐU VIÐSKIFTAVINIR:— Um leið og jeg þakka ykkur fyrir góð viðskifti á síðastliðnu árij þá leyfi jeg mjer að tilkynna ykkur, að jeg er nú sjerstaklega undir það búinn að mæta öllum þörfum ykkar hvað við vfkur uxa- og hesta-aktýgjum og öllu sem þeim viðvíkur, svo sem: hesta-ábreið- um, svitapúðum, bjöllum, aktýgja- og vagnhjóla-áburði og fleiru. Ennfremur hefi jeg mikið upplag af sjerlega vönduðum hunda-aktýgjum með mjög sanngjörnu verðí. Komið og talið við mig áður en þið leggið inn pantanir annarsstaðar—þið græðið á þvf. Aðgjörð & skóm og aktýgjum. fljótt og vel af hendi leyst. Verðiö sanngjarnt. Með vinsemd J. H. HANSON, HARNESSMAKER. GIMLI, - ■ ■ TALAfisr XT O T3.iL. Búðin er á 2nd Ave. skammt fyrir norðan Baldursprcntsmiðjuna. FRJETTIR. % Töluvert af herliði Bandarfkja- manna er nú kornið til Cuba, og leggja nú uppreistarmenn niður vopn sín hver af öðrum. Má svo segja að kyrð sje komin áf flestum hluturn landsins, hversu langvinn sem hún verður. Newfoundlandsbúar eru sagðir: stórlega óánœgðir ' með samning þann, sem Bretar hafa gjört við Bandaríkin viðvíkjandi fiskiveiðum Bandaríkjainanna við Newfound- land. Þykir þeim Bandarfkja- mönnum gcfin of mikil hlunnindi, og litur út fyrir að afleíðingin verði miklar róstur og máskc lang- vinnar. Haldið er að skipið ’Adventure1, sem Dominionstjörnin sendi mcð lögreglulið til ýmsra staða við Hud- sonsfióann snemma f ágúst, hafi farizt — átti að vera kornið fyrir hálfum mánuði. Um þessar mundir stendur yfn mál milli C. P. R.-fjelagsins og nokkurra hluthafa í fjelaginu. Fje- lagið er stofnsett f fyrstunni undir enskum lögurn, og ákveða þau, að ollurn hreinum tekjum skuli skift milli hjuthafanna, en að fje til utn- bóta og aukningar á áhöldum fje- lagsins skuli ckki tckið af tekjum þess, hcldur skuli það fengið með sölu hlutabrjefa eða skuidabrjefa. Að undanförnu hcfir fjelagið lagt nckkuð af tckjum sfnum til sfðu, : og notað í umbætur eftir þörfum, I en borgað hluthöfum að eins vissa | upphæð. Þessi aðferð eykur auð- i I vitað verðmæti hvers hlutar í fje i j laginu, en að öðru leyti er hún | slæm, því með henni hefir rnargur hluti sfna fyrir lítið verð, þar eð | ; surnar fjelagsstjórnir hafa notað) allan ágóða fjc'agatína til umbóta, en borgað hluthöfum ekkert. Úr- skurður f málinu er ekki kominn. Nýr pólitiskur flokkur er í myndun í Austurfylkjunam, og er eitt aðalatriðið í stefnr.skrá hans, að samcina Austurfylkin, og gjöra úr þeim eitt fylki. Hugmyndin er sú, að með þessu móti hefðu Austurfylkin meira að segja í Ott- awaþinginu, þarcð þau yrðu þá bet- ur samtaka en nú. Sagt er að vfsindamenn á Frakk- landi sje f rniklu uppnámi um þess- ar ntundir út af loftskeyti, sem enginn veit deili á enn,en sem búið er að koma hvað eftir annað, og kemur ávalt kl. 12 á nóttunni. Það eru margar loftskeytastöðv- ar nú í Parisarborg, og ein þeirra er á Eiffelturninum. Það er þang- að sem þetta skeyti kemur. Merk- ið eru þrfr punktar, og er það sama merkið sem Marconi brúkaði er hann sendi fyrsta Skeyttð yfir Atlanzháf. Sumir halda að þetta sje skeyti frá stjörnur.ni Mars, sem menn hafa á sfðari tímum fengið hugboð um að væri byggð mann- legum verum. Bóluveikin hefir gjört vart við sig í Wínnípeg. Kom upp f mat- vörubúð á Logan Ave.. sem er bæði brúkuð fyrir fveruhús ogbúð. Sóttvörður hefir auðvitað vcrið sett ur um húsið, en ekki er óifklegt að sýkin hafi borizt út uro bæinn tneð fólki sem verzlaði við búð þcssa. Prince Albert-búar hafa ráðið það mcð sjcr, að skoráá Ðominion- j stjórnina að láta gjöra sjömælingar jf Hudsonflóanum, til þess að örva siglingar þangað. Halda þeir þvf fram, ao leið þaðan til Evrópu sje færfrálokum júlf til 30. növernber.

x

Baldur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Baldur
https://timarit.is/publication/165

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.