Baldur


Baldur - 09.01.1907, Blaðsíða 2

Baldur - 09.01.1907, Blaðsíða 2
2 ■RAT.DUR, 9. JAN&AR 1907. GIMLI, --- MANITOBA OHAÐ VIKUBLAÐ. KOSTAR $1 UM ÁRIfi. BORGIST FYRIRFRAM tfTGEFF.NDUR : THE GIMLI PRINTING & JPUBLISHING COMPANY LIMITED. UTANÁSKRIFT TIL BLAfiSINS : ZBYLIIIDTTIR, GIMLI, IÆA.]N Verd á smánm auglýsinpum er 25 cenl fyrir þumlung riá k^lengrlar. AfeJát.tur er gefinn á fttœrri auglýsineum, sern birtaet í blaðinu yfir lengri tíma. V*ðvíVjaitfii slíkum afalætti og öö*um fjármá’um ins, eru mðnn beönir aö ejjúa ejur að ráð* anninum. LAUGARDAGINN 9. JAN. I9O7. lh ugtmarverð tillagao í sfðustu Fjallkonuhlöðunurn sem komið hafa hingað (frá 6. og io. des. síðast!.'', er all-eftirtekta- verð grein um menntamál á Is- landi. Greinin er að mestu leyti kaflar úr ritgjörð eftir íslenzkan prest, sem blaðið segir að vilji ekki láta nafns sfns getið að sinni, og lætur rítstjóri Fjallkonunnar fylgja þeim nokkur orð til skýring- ar, án þess að nokkur verulegur dómur sje fnl’.dur um málið, að öðru leyti en þvf, að ritstjórinn segist sjá ‘mjög fsjárverða agnúa á þvf fyrirkomulagi sem fyrir prest- inum vakir'. Aðalatriðið í ritgjörð prestsins er það, að prestar á Is- landi sje gjörðir að alþýðukennur- um utan káupstaða og sjóþorpa. Hans eigin orð eru á þessa leið : “Utap kaupstaða og sjóþorpa skal samema prests og alþýðu- kennarastarfið þannig, að prest- ar sje a’.þýðu ræðarar og al- þýðukennarar prestar. Skal prestaskóli og kennaraskóli búa þá sem bezt und.’r prests og kennaraembættið, annaðhvort | samtímis hvor við annars hlið, i eða hvor á cftir öðrum“. Kyrkja, skóli og fbúð ‘prest-, kennara* ætiast höf. til að sje á sama stað og helzt í sarrla húsi, og í , að þessi hús sje lánuð almenningi { til fundarhak’a, Til þess að Ijctta á þcssum ‘preslkennurum‘ vill höf. : losa presta við ýtns störf sem þcir hafa haft á hendi, t. d. manntals- j skýrslugjöið. Einnig vill hann! láta leikmenn ’skfra skemmri skfrn, og gjöra tfðagjörð einfaldari. Fjór- ar til fimm stundir á dag ætlast har.n til að kennt sje í 8 mánnði á árinu. Unglinga frá 12—20 ára vill har.n skjdda til að ganga á þessa j skóla 4 mánuði á ári, eða 24 mán uði alls, nema þeir sje settir f áðra skóla. Prófin, sem hann ætlast til að gengið sje undir að loknum námstímanum, eiga svo að vera skílyrði fyrir ýmsum borgaralegum rjettindum. Tillögur þessar segist prestur þessi gjöra af þvf, að hann hafi ó- trú á núverandi fyrirkomulagi og allt að því óbeit á almennt ráð- gjörðu framtíðarfyrirkomulagi f kristindóms- og kennslu-m&lefnum landsins. I þessu sambándi bend- ir hann á, að prestarnir sje yfir- leitt að missa meira og meira þýð- ingu sfna fyrir uppeldi þjóðarinnar, bæði f kristilegu og menningar- legu tilliti, og farast honurxl orð á þessa leið á einum stað : “Jeg fæ ekki betur sjeð. en að nú þegar sje margir prestar orðnir að eins konar gagnslitluui, og sumir alveg gagnslausum og leiðinlegum hlaupurum, á ferð og flugi við iila eða ónotuð cmbættisverk, ogþví lfkara, að . þeir sje aðallega til þess, að slcrapa saman og hirða tekna- reiting af mönnum, sem ekk’ sjá, skilja nje fmna Iengur nyt- semi prestanna nje nauðsyn eða rjettmæti gjaldanna. Og þetta rnun fara vaxandi eftirþví, sem prestum fækkar. Og jeg fæ ekki heldur betur sjeð en að hið I núvcranda, og cins bið almennt ráðgjörða fyrirkomulag á aiþýðu- kennslumálefnum landsins sje og verði mjög ófulluægjandi, allt of dýrt nú eftir árangrinum, og ó- færlega dýrt sfðar, ef það ætti almennt að verða f góðu lngi til fullra almennra nota“. Um tilgang sinn í þessu mál’ talar hann á öðrum stað þannig : “Ogtjlgangur þessarár tilliigu um, að sameina prests- og al- þýðukennarastarfið, er sá fyrst, að endurreisa til fullrar nytsemd- ar og viðurkenningar liina gömlu og grónu stjett í þcssu landi, | prestastjettina, og gjöra henni nú bæði skyit og Ijúft og fært að vinna sem allra mest og bczt það starf, sern hún Iengst af, og allra stjetta bezt hefir unnið hjer, 0: að krístilegri og horg- aralegri metining og uppbygg- íng alþýðunnar; og f Öðru íagi er tilgangurinn sá, að spara þjóðinni heila, fjölmenná, sjer- staka stjett manna : alþýðukcnn- arastjettina, scrn til þessa hefir verið, og mun cnn lengi vera, mjög ófuilkomin, og geysi dýr eftir afnotum, og mundi kosta of fjár, cf iiún ætti að verða vel fullnægjandi til verulegrar al- mennrar alþýðumenntunar og menningar“. * * * Það er sýnilega tvennt scm þessi maðar finnur sjerstaklega til, bæöí það, að tvær stjettir manna, starf- andi sfn í hvoru lagi sem prestar og kennarar, hljóta að hafa mikinn kostnað í för með sjer, og eins hitt, að prcstastjettin út af fyrir sig, mcð eintómt trúmálalegt starf fyr- ir hendi, er að verða þýðingarlftil cða þýðingarlaus fyrir mannfjelag- ið. Hann finnur til þess, að það scm lagt cr f sölurnar til að upp- fræða klerkalýðinn og viðhalda hotium, verður ekki að innstæðu- fje sem gefi góða vexti, heldur að mestu að eyðslufje, sem enga vexti gefur hvað mannfjelagið snertir. Og svo langar hann til að fá prest- unum í hendur starf, sem hefir svo mikla mannfjelagslega þýðingu, að þeir geti fyrir það skoðast og verið nýtir og þarfir meðlimir mannfjelagsins. I skoðun sinni um þýðingar- Ieysi prestastjettarinnar á ’þessi prestur samrnerkt við marga aðra bæði á Islandi og annarstaðar. Honum er það !jóst,að of miklum kröftum, andlegum ogefnilegum, cr varið til þeirra starfa, sem prest- unum eru ætluð, og að það þarf að stækka starfssvið prestanna til þcss að það geti borgað sig að halda stjettinni við, í þcssu á hann einnig sammerkt við marga aðra menn, úti um víða veröldu. Svo vill hann gjöra kyrkjnna að skóla og skóiana að kyrkjum, klcrkana að kennurnm og kennar- ana að klerkum. Hann vill, með öðrum orðum, slengja saman upp- fræðslumálunum og trúrnálunum, svo prestarhir geti lagt rnannfje- laginu eitthváð sem nytscmd er f, og honum finnst að hvorutveggju starfscmin gcti sameinast og eigi að sameinast f einni persónu, prestinum, og til að árjetta það segir hann : — “og vei þvf ver- aldlegu fjelagi og líferni eða fyrir- komulagi þcss, er ckki samrýmist kristilcgri tfú og s ðferði“. Það cr vfst þarna að komið cr að ágreiningsmálinu eða þessum “fsjárverðu agnúum'1 sem ritstj. Fjallk. finnur til. Það er fjöldi manns farinn að kannast við a.ð prestastjettin sje að verða mannfjelaginu minna virði en hún ætti að vera ; að það sje lagt meira f sölurnar fyrir hana en hún getur endurgoldið ; að það sje synd gegn mannfjelaginu, að eyða öl'um þeirn gáfum og allr; þeirri uppfræðslu, sern prestastjett- iri alme -nt hefir, f þjónustu trú- mála, sem f langflestum tilfellum eru ekki annað en kyrkjuganga og annað því lfkt fyrir siða sakir ; að | það þurfi að gjöra kyrkjurriar að skólum f langtum vfðtækara skíln- ingi en þær hafa nokkru sinni áður verið, og að þeir skölar þurfi að vera í fullu samræmi við vísinda- lega þekkingu samtfðarinnar. E11 fæ t in uiribótamönnum mun hafa komið til hugar, ;ð hægt v-æri vandræðalaust að sameina í einni prestslegri persónu ‘orþódoxa* trú- arbragð.istarfse ni og vísíndalega kennslu. Það er eininitt sú skoð- un manna, að þetta sje ómögulegt, sem veldur þvf aðprestár og kenn- arar eru orðnir aðaðskildum stjett- um ; og sú skoðun manna hefir við j sterk rök að styðjast. Hvernig sem farið er að, og hversu frjáls- lyndir sem ‘orþódoxir' klerkar vilja vera og reyna til að vera, þá er ekki hægt að samrýma ‘orþó- dox trúarbrögð og vísindalega fræðslu nútímans, svo nokkurt vit og samræmi verði f; og hver sá sem ætlar að fylgja hvorutveggju, getur ekki annað en lent í hina af- káraiegustu mótsögn við sjálfan sig. ‘Prestkennarinn1, sem þessi ís- lenzki prestur hugsar sjcr, yrði að taka sumt af þvf til baka í prje- dikunarstólnum á sunnudögum, sem hann hefir haldið fram f skól- anum virku dagana, og taka sumt af þvf aftur til baka á virku dögun- um, sem hann hefir sagt á prjedik- unarstólnum á sunnudögunurn, ef hann á annað borð hugsaði sjer ;.ð þjóna hvorutveggju jafnt. En svo er ekki óeðlilegt að ætla að reyndin yrði sú að ‘prestkennurun- um: hætti við að vanrækja vísinda- legu fræðsluna og leggja áherzl- una á trúarbragðafræðsluna, eins og flestum ‘orþódoxum* prestum hcfir hætt við á ölium tfmum ; og það er einmitt hræðslan við það, sem líklega er óhætt nð fullyrða að verði þessu ‘prestkennara‘-fyrir- kornulagi að fótakefli, að minnsta kosti þarsem um ‘orþódoxa1 presta er að ræða. Nú á tfmum er miklum hluta al- mennings orðið það ljóst, að ‘orþó- dox‘ guðfræðakennsla er f sum- um mikilvægum greinum í beinni mótsögn við nútfmans vfsindi, og þó margir hafi ekki dirfsku til að brjóta algjörlega bág við staðhæf- irgar trúarbragðanna, þáviijafæst- ir að með þcim sje komið f veg fyrir visindalega fræðslu. Auðvitað eru þeir margir, sem ennþá hafa ekki gjört sjer grein fyrir neinum þesskonar mótsögn- um, og segja má um suma að þeir heiti bæði á Þór og hvfta Krist — gleypi við trúarbragðalegum stað- hæfingum og vfsindalegum fróð- leik, og ætlist til að hvorutveggju sje látið heita goct og gilt, þó það rfð; hvað í bága við annað. Það er eins og þcir hugsi sjer að það geti verið til tveir gagnstrfðandi sann- Icikar um sama hiutinn, eða Alfti það saklaust þó svo sje kennt En þeir menn eru ekki leitendur sann- leikans, hvað scm þeir þykjast vera, og vfsindalcg fræðslá getur ekki náð eðlilegum þroska f þess- konar jarðvcgi. Ef vfsindin segja sannleika um tilverur.a, þá g.ldir sá sannleiki ekki í sex daga vik- unnar heldur sjö, og ef trúarbrögð- in scgja sannleika um ti'iveruna, þá gildir sá sannleiki ekki einn dag vikunnar heldur sjö, og enginn sannleikselskandi maður getur vcr- ið sáttur rneð að taka það til baka f öðru orðinu í trúarbragðanna nafrii, scm hann hefir staðhæft f vfsindanna naíni í h nu orðinu, nje heldur gctur hann vcrið sáttur mcð að taka það til baka í vísind- anna nafni, sem hann hefir stafi- hæft f trúarbragðanna nafni; og af þvf vfsindi og ‘orþódox' trúar- brögð hafa síua söguna hvort að segja um sum mikilvægustu atriði tilverunnar hvað manninn snertir, þá getur ekki sami maðurinn verið uppfræðari f hvorutveggju, án þess að vera í eilffri mótsögn við sjálfan sig, og eyðileggja eða skaða með þvf starfið, sem hann hefiráhendi, annaðhvort f tilliti til trúmálanna eða vfsindanna; og það er góð á- stæða til að ætla, að þar sem um ‘prestkennara1 er að ræða yrðu vfsindin á hakanum, eins og hefir viljað brenna við á þeim kyrkju- skólum, sem hafa fengizt við að gefa trúarbragðalega og vísinda- lega fræðslu hlið við hlið. Það má náttúrlega tilfæra mý- mörg dæmi upp á það, bæði hjer f Amerfku og annarstaðar, að trú- bragðaieg og vfsindaleg fræðsla sje gefin hlið við hlið í skólum, sem standa undir yfirráðum ýmsra kyrkjufjelaga, en sú fræðsla, hvað vfsindi snertir, er sjaldnast nein fyrirmynd, enda er hún tekin upp f þessum skólum af Ifkum ástæðum og þeirri sem þessi íslenzki prestur færir fyrir þvf, að alþýðuskólaupp- fræðslan á íslandi sje fengin klerk- unum í hendur — tekin upp til þess hægt sje að segja með dálltl- um sanni, að þessir kyrkjuskólar sje að leggja mannfjelaginu eitt- hvað það scm nytsemd er f, jafn- framt þvf sem þeir vinna að sinni þýði ngarlitlu trúarbragðaupp- fræðslu. Það er baráttan fyrir til- veru þeirra sem fræðslustofnana í trúmálum, sem hefir neytt einn af þessum skólum eftir annan til að taka vfsindalega uppfræðslu inn á sit*t prógramm, af því með því eina móti er nú orðið hægt að fii almenning til að leggja þessum stofnunum framfærslufje. En hin vísindalega fræðsla sem þar gefst, ber of oft merki þess að hún er gefin við hliðina á trúmálalegri fræðslu, sem ekki hefir neitt örf- andi áhrif á hana, og geta aliir skilið það, þegar þeir minnast þess, að sami maðurinn ýmist starfandi sem klerkur eða kennari f guðfræði, og ýmist sem kennari í vfsindum, kennir mönnum aðra stundina að taka við því sem vís- indalegum sannleika, sern hann kennir iriöntium hina stundina að taka til baka í tiafni guðlegrar cp- ! inberunar. Mern hafa hjer f 'andi sjeð guðfræðinga, sem hafa verið kCnnarar f r.áttúrufræði v ð þessa skóla, fara upp f prjedikun- arsról og prjedíka eftir ‘orþódox- um‘ nótum um syndafafi mann- anna, cn látast vera að kenna ó- 1 menguð vfsindi í skólunum hina daga vikunnar. Hvernig sam- ræmið f þessu er, geta allir hugs- andi menn sjcð. ‘Orþódox* guð- fræði scgir að maðurinn hafi verið skapaður fullkominn og guði líkur, cn að, hann hafi syndgað og fallið og orðið auðviiðilegur maður, sem að eins geti náð til föðurhúsanna ineð þvf að fylgja ‘orþódoxum1 trúarbrögðum. En vísiqdin segja að maðurinn hafi ekki verið skap- aður fullkominn ; að hann hafi aldrei fallið f þeim skilningi scm trúarbrögðin hafa kennt; að hon- I um hafi frá því fyrsta verið að fara

x

Baldur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Baldur
https://timarit.is/publication/165

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.