Baldur


Baldur - 23.03.1907, Blaðsíða 2

Baldur - 23.03.1907, Blaðsíða 2
2 BALDUR, 23. marz í907. Fuglinn minn smái. ----:o:---- Fuglnn minn smái þjer kynnast eg kýs, kenndu mjer ljóðin um fjóluna’ og straurninn. Þín hugprýði aldrei í hjartanu frýs — þú heldur svo stöðugt f örlagatauminn, Þú lifir f skógi við eldinn og fs, en utan við hræsnina, svikin og glauminn. Jeg skil ekki við þig þú fuglinn minn frár. Jeg fylgi þjer eftir um skrælnaða rurina. Það læknar hvert einasta svfðandi sár, þfn söngfögur ljóðin að heyra og kunna, Þá hrynja af hvarmi mfn tærustu tár, þú tendrar upp gleði sem vormorguns sunna. Jeg hata hvern andlausan uppgjörðarskr<>p. Jeg elska þau skrúðgrænu blómin og víðinn, Jeg hata hvern einasta girndanna glóp. Jeg girnist að lifa við háskógafriðinn, Jeg hata hvert spillandi illskunnar óp. Jeg elska þann hljómfagra smáfuglakliðinn. JÓN STEFÁNSSON. ER' GEFINN ÓT Á GIMLI, --- MANITOBA OHAÐ VIKUBLAÐ. KOSTAR $1 UM ÁRIs. BOROIST FYRIRFRAM ÓTGEFENDUR: THE GIMLI PRINTING & PUBLISHING COMPANY LIMITED. UTANÁSKRIFT TIL BLAsSINS : B.A.ILIDTXIR, GIMLI, XÆ^TST. Verðáemáum ftuglýsinfjum er 25 ceDt fy 'ir þumlung dáiksleDgtiar. Afslátlur er gefinn á stcerri auglýsÍDgum, sem hirtast í btaðinu yfir lengri tfma. V ðvflrjanfii slíkum afsiætti og öðrum fjármálum blaða- i is, eru menu beðuir að anúa sjer að ráð* manninum. LAUGARDAGINN, 23. MARZ. I9O7. Gimlikj ördæmið. U Þá er kosningin hjer í Gitnli- kjördæminu afstaðin, og Sigtrygg- ur Jónasson kosinn með töluverð- um atkvæðamun. Ef rjett er áhtið, er þessi kosn- ing einna eftirtektaverðasti atburð- urinn sem komið hefir fyrir f þessu Iandí f sambandi við pólitisk mál, þvf hann gengur f öfuga átt við þann ;tnda, sem venjulega ræður mcðal innlends fólks. Eins og Öllum er Ijóst hjer ttm slóðir, fór kosning þessi ekki fram fyr en eftir að kosningar annar- staðar voru afstaðnar, og stjórnin komin að með miklum meirihluta. Eftir þeim hugsunarhætti, sem al- mennt rfkir hjá enskumælandi fólki, hefði þvf mátt búast við að þetta kj'Jrdæmi lenti á stjórnarinn- ar hhð, þar eð það er alsiða að á- Ifta, að það sjesvo mikið fjármuna- legt hagræði fyrir hvert kjðrdæmi, að ganga ekki f berhögg við þani, flokk sem er við völdin, að slíkt megi ekki eiga sjer stað. Þctta sannaðist á Gilbert Plains-kjör- dæminu, þar sem eins stóð á eins og hjer; þar var stjórnarsinninn kosinn mótmælalaust, En hjer fór á anrian veg. Það er eins og útiendingarnir, sem að mestu lcyti ráða atkvæðum f þessu kjördæmi — mest fslendingar og nokkuð af Galisfumönnum, Þjóðverjum og Svfum — hafi ekki ennþá dregið svo mikið í sig af þjöðarvenjunum hjer, að þeir gleypi æfiniega við gullinu og lítilsvirði sóina sinn, Þeir eru til með að ganga f ber- högg við tízkuna, og gjörðu það líka f þetta skifti, svo greinilega, að það eru Ifkur til, að enginn póli- tiskur flokkur verði svo vogaður, að láta kosningar hjer fara fram á eftir kosnirigum annarstaðar, með þvf augnamiði að láta þessa út- lendinga falla fram á fótskör þess flokks, sem náð hefir völdum, Úr- slit kosningarinnar eru bein mót- mæli móti þeirri ókurteisi og þvf órjcttlæti, sem beitt hefir vcrið við þctta kjördæmi nú í þrjú kjörtfma- bi) hvert á eftir öðrum. með þvf að gjöra kosninguna hjer að auka- kosningu, og þannig sama sem segja mönnum hvernig þeir eigi að greiða atkvæðið sitt. flokkamál höfðu hjer Iftið að segja, þó þeim væri töluvert hampað á stundum. Það var ein hugsun sem aðallcga rjeð úrslitunum, og hún var sú, að sýna að kjósend- urnir væru á pólitiska vfsu hús- bændwr sfns kjördæmis, en ekki ginningarfífl neins flokks. Flokks- fylgið hefir auðvitað ráðið nokkuð hjá sumum, en samt er það víst, að það stóð í þetta skifti á veikari fótum en nokkru sinni áður, bæði vegna aðferðar þeirrar sem nú var endurtekin f þriðja sinn í sambandi við þessa kosningu, og eins vegna þess, að mönnum með óháðar skoð- anir fjölgar nú óðum hjer um slóð- Það er óhætt að fullyrða að ó- háðu mennirnir hjer um slóðiráttu stærstan þátt, bæði í þvf að það varð kosning í kjördæminu, og eins f því, hvernig kosningin fór. Þeir sem standa næstir Baldri, höfðu ákveðið með sjálfum sjer, að Baldursmanna hreyfingarinn- a r skyldi verða vart í þessurn kosningum, og þó þeim væri það Ijóst. að þeir híifðu ekki sama tækifæri og þingmannsefni þess flokks scm vann aðalkosningarnar, ásettu þeir sjer, að það skyldu samt verða kosningar hjer, ef ekki til annars, þá þó til þess, að mót- mæla þeim ójöfnuði, sem hafður væri f frammi við kjördæmið. Eft- ir að það var orðið Ijóst, að stjórn- in var komin að, biðu Baldurs- menn eftir að fá vissu fyri því, hvort Sigtryggur Jónasson ætlaði að sækja cða ekki. Sú vissa þótti nokkurnveginn fengin, þegar hann gjörði yfidýsinguna f 7, númeri Baldurs, enda þótt hún væri að orðum til ekki beinlfnis bindandi; og þegar sú vissa var fengin, var þeim það fyrst ljóst, að ekki var þörf á að gjöra út neina fleiri til þess, að það yrði að verða kosn- ing. Hefði Sigtryggur Jónasson dregið sig til baka, eins og for- mcnn Liberalflokksins áreiðanlcga ætluðust til að hann gjörði, ef flokkur þeirra yrði undir við aðal- kosningarnar, hefði jeg látið út- nefna mig, cf enginn annar hefði til þess fengizt, svo það skyldi þó verða kosning til að mótmæla ó jöfnuðinum, sem hafður var f frammi við menn, úr þvf það var sýnilcga ekki hægt, að gróður- setja nokkurt umbóta frælorn hjá stjórnarflokknum á annan hátt. En svo þurfti þess ekki við, því Mr. Jónasson ákvað að sækja, og mun óhætt að fullyrða, að það hafi ekki að eins verið fyrir áeggjan kunningja hans hjer, sem telja sig með Liberalflokknum, heldureinn- ig fyrir það loftslag, sem skapað- ist í kringum óháðu mennina, bæði hjer á Gimli og annarstaðar, sjer- staklega í sambandi við það atriði, að kosningin hjer væri gjörð að aukakosningu. Að minnsta kosti mun það vfst, að ekki hafi það veriðfyrir áeggjanir hinna eiginlegu forsprakka Liberalflokksins f Wpg, að hann afrjeð að sækja; og því til stuðnings má meðal annars benda á það, að sjálft íslenzka Li- beralflokksblaðið L Ö G B E R G þagði eins og múlbundinn hundur, þegar maður skyldi ætla að Sig- tryggi Jónassyni hefði legið sem mest á hjálp þess. Og að lokum fór það þá svo, að allt það sem nokkurt blað Iagði honum til liðs, var cin grein í Baldri. Sú grein, ásamt þvf sem aðrir Baldursmenn sðgðu, hafði vitanlega sfna þýð- ingu, ekki sízt fyrir það, að hún var ekki rituð til þess að gylla flokksmál Liberala, hcldur til þess að koma því til leiðar, að stjórnin skyldi fá að vita, að hún hefði framið þá synd gegn þessu kjör- dæmi, sem ekki mætti fyrirgefa, og sem ekki mætti fremja f annað sinn. Hvað flokkunum viðvíknr, þá er hvorugur mjer kær, og það er svo Iftið gefandi á milli þeirra, þegar öllu er á botninn hvolft, að það er varla þess virði að gjöra rollu út af þvf; enda voru það ekki algeng fiokksmál, sem riðu af baggamuninn f þessari kosningu, heldur vaxandi krðfur manna til pólitisks jafnrjettis — kröfur, sem f þessu kjördæmi eiga meira rót sfna að rekja til þeirra, sem hafa raðað sjer f kringum Baldur, held- ur en nokkurra annara. Það fylgdust náttúrlega ekki allir Bald- ursmenn að í þcssum kosningum, frekar en vænta mátti, en meiri hluti 'hinna 98 hluthafa Gimli- prentfjelagsins, sem flestir eru innan kjördæmisms, ásamt mörg- um vinum blaðsins, urðu óefað samtaka. Og það er óhætt að staðhæfa, að eins og nú standa sakir hjer, getur hvorugur póli- tiski flokkurinn unnið þetta kjör- dæmi með þá menn á móti sjer, sem að rjettu lagi mega teljast Baldursmenn — bæði sem hlut- hafar og stuðningsmenn blaðsins á annan hátt,—nema þá með þvf,að flokkarnir sameinuðu sig á móti þeim. Þegar á allt er litið, er það mjög mikið vafamál hvort maður á held- ur að segja um þessa kosningu, að óháðu mennirnir í þessu kjördæmi hafi unnið hana með hjálp Liber- alanna, eða Liberalar unnið hana með hjálp óháðu mannanna; og það er enda dálftið vafasamt hvort Sigtryggur Jónasson á heldur að teljast með hinum óháðu, eða í flokki Liberala. Fyrst og fremst lítur út fyrir, að fiestir ráðanautar Liberalflokksins í Winnipeg, hafi verið hættir að skoða hann sem góðan og gildan stallbróður, þó hann fengi að bera flokksmerkið f þetta sinn, eðlilega af því cngintr annar treystist til þess ; ogað hinu leytinu Ijet íslenzka málgagnið Liberalflokksins, Lögberg, kosn- inguna afskiftalausa, eins og hún kæmi flokknum ekkert við, slfkt er dágóð sönnun fyrir þvf, að það sje dálftið vafasamt hvar Sigtr, Jónasson eigi að rjettu lagi heima f pólitiskim skilningi. Það, að ýmsir alkunnir Liberalar ofan að, t. d. W. H. Pau son, C. B.Juli- us, A. Bardal, Sigurjón Sigurðs- son, Chr. Ólafsson o. fl., lffgðu honum lið eftir að komið var svo langt út í strfðið, að ekki var hægt að draga sig til baka með sæmd, sannar lítið um flokksfylgi Sigtr. Jónassonar, þvf þetta eru allt per- sónulegir kunningjar hans, eða annara, sem hafa verið stuðnings- menn hans, og þeir mundu hafa lagt honum lið undir <>llum kring- umstæðum. En hvað sem annars er um það að segja, hvar Sigtr. Jónasson eigi að teljast nú f póli- tisku tilliti, þá cr það eitt vfst, að hann stenclur að sumu leyti fjær Liberalflokknum, en hann hefir áður staðið, og um leið nær Bald- ursmöunum. Hv >rt sú afstaða getur haldizt til lengdar, getur að eins tfminn leitt f Ijós. Það hefir frá byrjun verið tilgangur þeirra, sem mest hafa lagt f sölurnar fyrir Baldur, að reyna að innlima ýms- ar umbótahugmyndir inn í pöiítik þessa lands, annaðhvort með Bald- ursmenn scm sjerstakan hóp, með sfnum erindreka, eða þá f gegnum áhrif á hina pólitisku flokkana. meðan bolmagn umbótaflokksins væri ekki nægilegt til að bjóða hinum byrginn. Fyrir mitt leyti er mjer nokkurnveginn sama í gegnum hvorn fiokkinn unnið er, efáannað borð þarf að vinna f gegnum flokkana, og hið sama munu fleiri segja, því á rnilli þairra er f rauninni mjög lftið gefandi, eftir þvf að dæma sem saga þeirra sýnir að undanförnu, Conservativfiokkurinn hefir allt af haft opið tækifæri til að fá lið- veizlu hjá mörgum Baldursmönn- um að minnsta kosti, ef hann hefði viljað ganga inri á að gefa umbóta- kröfum þeirra og umbótaviðleitni, nokkurn verulegan og merkjanleg- an gaum, en því hefir hann ekki sý;it sig í, og afleiðingm er sú, sem allir vita nú. Þetta þarf ekki að vera neitt leyndarmál. Blað- stofnun þessi er ekki gróðafyrir- tæki, heldur umbótastofnun, og hún leggur sitt pund þeim megin sem hún álftur að mannrjettindurn fólksins sje heillav-ænast, og ef Conservativflokkurinn hefði unnið til þess, aðfáþá liðveizlu sem blað- ið gat veitt, þá hefði hann fengið hana. En hann hjelt sýnilega að liðveizlan fengist viðstöðulaust, þó flokksyfirganginum væri haldið á- fram, og svo var þá að halda á- fram eftir flokksins lögum. Máske hafa nú bæði Conserva- tivar og Liberv-Iar áttað sig á þvf, að það væri að vaxa upp í þessu kjördæmi hugsunarháttur, scm er að gjöra menn að lakari flokks- mönnum, en menn hafa bingað til vcrið, f orðsins gfJmlu merkingu ; og máske eykst nú þeim Baldurs- mönnum hugur, sem áður hafa verið í vafa um, að nokkurntíma yrði hægi að k'oma í framkvæmd þeim stjórnmálaumbótum, sem blaðið hefir verið að benda á. Það gengur að lfkindum örðugt að ryðja þeim braut, meðan vinna verður f gcgnum flokkana, en takast má það að nokkru samt. Allir sannir mannvinir hrósa happi yfirúrslitum kosningarinnar, ekki að sjálfsögðu fyrir það, að B. L. Baldwinson tapaði sæti sfnu, nje htldur af áhuga fyrir þvf, að Liberalflokkurinn ynni, heldur fyr- ir það.að kjósendur þessa kjördæm- is sönnuðu mcð þeim.að þeir höfðu dáð til að hefjast handa móti þeim órjetti, sem báðir flokkar hafa að undanförnu sýnt þvf. Þessi kosn- ing á vfst varla sinn Ifka í þcssu landi, og ef það er annars unnt að koma fjöldanum f þessu landi til að athuga pólitisk mál, öðruvfsi en frá sjónarmiði steinblindra flokks- Pólitisk

x

Baldur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Baldur
https://timarit.is/publication/165

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.